Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. Skradðaratiankar. Stjórn Skíðadeildar íþróttafjelags Reykjavíkur gat hrósað glæsilegum sigri í vikunni sem leið. Þá voru fimm ár liðin síðan fjelagið rjeðist í að kaupa Kolviðarhól, til þess að stofna sjer þar skíðaheimili. Tvö þúsund krónur átti fjelagið til þessa fyrirtækis, þegar það var hafið, en kaupverð jarðarinnar var fjörutíu og fimm þúsund. Síðan hefir fjelagið varið nær sjötiu þúsund krónurn til ýmsra um- bóta á Hólnum. Ilúsakynnin liafa verið aukin og endurbætt, mikið keypt áf húsmunum, umbætur gerð- ar á heimreiðinni, stökkbrekka bygð uppi , i hlíð og nú siðast dráttar- braut gerð hjá stökkbrautinni. Kol- viðarhóll liefir náð tilgangi sínum, þvi að þessi fimm ár hafa nær 15.- 000 manns gist þar, til þess að stunda skíðagöngur og námskeið fje- lagsins eru orðin mörg og hafa jafn- an verið fjölsótt, enda hefir fjelag- ið jafnan haft úrvals kennurum á að skipa. Það er því tvímælalaust, að fyrir- tæki fjelagsins hefir* orðið til þess að auka mörgum ánægju og likam- lega heilbrigði. Það verður eigi með tölum talið hve mikils virði þessi heilsulind hefir orðið þeim, sem hana hafa sótt. En nú kemur galdurinn i málinu: Fjelagið á i dag Kolviðarhólinn með öllum mannvirkjum skuldlausan! Sumpart hefir peningunum verið náð inn með happdrættum, styrkir frá riki og bæ hafa ekki numið nema litlu broti af kostnaðinum. En ung- ir fjelagsmenn hafa unnið sjálfboða- liðsvinnu i miklum mæli og jafnan verið boðnir og búnir til að leggja hönd á plóginn. Þeir hafa rutt grjóti úr vegi og bygt stökkbrekkuna. og þeir hafa gert fleira. Það er því ekki smáræðis fje, sem þeir hafa sparað fjelaginu sínu með þvi að vinna ókeypis að mannvirki, sem ávalt mun vcrað þeim til sæmdar. Kolviðarhólsdæmið mætti vissu- lega verða öðrum til fyrirmyndar. Það sýnir hvílíkum þrekvirkjum má anna, ef viljinn er sterkur og á- ræðið mikið. En eftir því sem stjórn Kolviðarhóls ællar, þá er starfið þar aðeins nýbyrjað. Nú er í ráði að koma þarna upp íþróltavöllum og öðru sliku, þannig að þarna geti orðið sannkallað íþróttaheimili bæði vetur og sumar. Þeir sem hafa fylgst með liðnu fimm ára starfi, eru ekki 1 vafa um, að fjelaginu tekst að hrinda þeim áformum í framkvæmd. UMARGJÖF Barnavinafjelagið „Sumar- gjöf“ fær sumargjöfina sína Vtokkrum dögum seinna í ár lieldur en venjulega. Því aö svo hittist á, að sumardagurinn fyrsti fellur á Skírdag, en þá þykir ekki hæfa að halda skemt anir, og selja blöð og merki til ágóða fyrir barnaheimilin í „borgunum“ þremur, sem „Sum argjöf“ hefir komið sjer upp og rekur með mikilli i/rvði. Þess vegna flyst starf sumar- dagsins fyrsta á annan páska- dag og verður þá með líku sniði og venja er til á sumardaginn fyrsta, en þó ekki að öllu eins, því að helgidagur er. Aldrei hefir verið meiri þörf á því, að „Sumargjöf“ geti aukið starfsemi sína en einmitt nú. Högum margra mæðra hátt- ar þannig núna frekar en áður, að þær þurfa að stunda vinnu utan heimilisins, því að nú er ekki undan því að kvarta, að vinna ekki fáist. Og þar af leið- andi er dagheimila fyrir börn mikil þörf. Þau gera mörgum mæðrum kleift að stunda starf sitt, sem ella ekki hefði verið kostur á. Hinsvegar bæta þessi störf efnahag einstaklinganna, enda liefir þessa orðið vart í rekstri heimilanna, því að síð- asta ár greiddu aðstandendur þarna hlutfallslega meira af kostnaðinum en áður. Og síðasta ár var aðsóknin að heimilunum nær helmingi meiri en árið áður. Dagheimil- ið í Tjarnarborg starfaði þá rúmlega helmingi fleiri daga en árið áður, vöggustofan í Tjarnarborg og Vistarheimilið í Vesturbrg starfaði hvern dag ársins í stað rúmlega 200 daga árið 1942, og sumarheimilið í Grænuborg starfaði 79 daga en hafði alls ekíci starfað árið áður. Á sumardaginn fyrsta í fyrra varð ágóðinn af starfsemi dags- ins miklu hærri, en hann hafði nokkurntíma orðið áður. Þá urðu tekjurnar af deginum sjálfum merkjasölu og skemt- unum) um 43.500 krónur og af sölu Barnadagsblaðsins og rits- ins Sólskin um 13.500 krónur. Síst er „Sumargjöf“ vanþörf á ekki lakari árangri nú, þar sem alt liefir hækkað í verði siðan. Enda mun mega ganga að því vísu, að ef veður vei’ði sæmi- legt á 2. páskadag, muni Reyk- víkingar ekki bregðast þessu nvtsemdarfyrirtæki, sem nú hef- ir fyrir löngu sýnt og sannað, að það innir nauðsynjastarf af hendi fyrir bæjarbúa, með svo miklum myndarskap að fátítt er. 1 næsta blaði verður sagt nokkuð frá dagskrá barnadags- ins. En þetta verður að nægja þangað til. Hjer birtast tvær myndir af barnastofum „Sum- argjafar“. Efri myndin er frá leikskólanum í Tjarnarborg, en sú neðri úr vöggustofunni. ii Erum fluttir ■■■................. < > i > i> í Hafnarhvol við Tryggva- götu (1. hæð). i > i > i > i > !! Friðrik Bertelsen & Co. h. f. i > i > o Hafnarhvoli — Sfmar 1858 og 2877

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.