Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 11
F ÁLKINN 11 Faðirinn. Frh. af bls. 6. betur. Ein afleiðingin af ráðríki konunnar hefir orðið sú, að maður- inn hefir ekki hækkað í embætti eins og vera har. Tvent er honum eftirskilið: stoltið yfir Bertliu dótt- ur Jseirra, og v.onin um að vísinda- störf, sem hann liefir lengi unnið að, muni gera hann frægan. Hann er ákveðinn í Jjví, að hverju sem tauti skuli hann ráða framtíð dótt- ur sinnar, en einnig í því efni verð- ur kona hans honum ofjarfl. Hún hefir losað sig við læknir- inn í þorpinu, sem Jiekti hana ol' vel og neitaði að verða henni hjálp- legur í því að koma áformum henn- ar fram. í staðinn hefir hún fengið Östmark nokkurn lækni til þess að setjast að í þorpinu og talar þannig við hann, að hann fer að gruna, að maðurinn hennar sje ekki heill á sálinni. Takist henni að fá mann- inn sinn dæmdan geðveikan, l)á ræður hún ein öllu um framtíð Berthu, Stjúpmóðir hennar og meira að segja gömul fóstra kapteinsins leggjast á eitt með frú Láru um að fá kapteininn úrskurðaðann geðbil- aðan. Þegar leikurinn hefst er kapteinn- inn að ávíta þjón sinn fyrir breytni hans gagnvart einni vinnustúlkunni á helmilinu. Þessi þjónn heitir Nöjd. Hann heldur þvi fram, að maður geti aldrei vitað hvort maður eig: barn, sem manni er kent, og fer kapteinninn nú að ígrunda þessa staðhæfingu. Setning, sem frá Lára segir af tilviljun, veldur Jjví, að kapteinninn fer að efast um hvort Bertha sje í rauninni dóttir hans. Og Lára sjer sjer leik á borði að láta hann efast um þetta áfram. Of- an á hugarangur hans af þessari á- stæðu bætist svo það„ að liann kemst að þvi, að Lára hefir stungið undir stól öllum brjefum til hans og frá, viðvikjandi vísindastarfi hans og uppgötvunum. Vegna tafarinnar, sem af l)essu leiðir, verða Þjóðverjar fyrri til að eigna sjer samskonar uppgötvanir og kapteinninn og gera þær opinberar. Hann hefir mist tækifærið til að verða frægur maður og' ánægður maður. Ef Bertha er ekki dóttir hans þá getur persónuleiki hans ekki haldið áfram að lifa í henni. Þessi tilhugsun er verri cn svo að liann geti afborið hana, og nú grípur hann vitfirringin, sem kona lians hafði verið að spá. f . Stór-Þýskaland var skelíing veikl og gerði boð eftir hinum fræga lækni Churchill. Hann skoðaði sjúk- linginn og sagði: „Þetta stafar af fæðuskorti.“ „Fjarri fer þvi,“ sagði Stór-Þýska- land og sneri sjer til hins fræga sjerfræðings Roosevelt. .Þetta er eitrun, sem stafar af gerfiefnum,“ sagði hann. „Áreiðanlega ekki,“ sagði Stór- Þýskaland og firtist, en sneri sjer síðan til hins heimsfræga skurð- læknis Stalins. „Þetta er augljóst mál,“ sagði hann. „Það er Litla-Þýskaland, sem er að fæðast.“ n —————— MANNTJÖN Ölfusá hefir um margar aldir vaidið miklu tjóni og erfiðleikum. Álitlegur mætti virðast sá fjöldi raanna, sem áin hefir stytt aldur. fyrir eðlileg æfilok. Og auk þess hefir áin „bíst, haft skeintun bezta“ af Jjvi „að banna ferðir manna“. Dæmið af J>ví, liið elsta og átakan- legansta, er í Sturlungu III., á tveim stöðum með dálitlum mismun. Var það hin háðulegasta lirakför, er þeir Sturla Sighvatsson á Staðarlióli og Hrafn Oddsson á Sauðafelli, riðu vestan úr Dölum austur heiðar til Öifusár, í vetrarmyrkri og hrak- viðri, fyrir jólin 1252. Gissur jarl bjó Jiá i Kallaðarnesi, og átti nú 70 manna flokkur að grípa gæsina í búri sinu. En Ölfusá sagði nei, og barg Jiað sinn lífi og limum Giss- urs og margra annara. Hafði áin þá hlaupið fram, er að var komið i asaleysingum, og var langt yfir ó- færu. Flokkurinn tók því það ráð, að snúa heim sneyptur aftur — í svo miklum stormi og lirakviðri, að, mörgum hjelt við króknun. í íramhaldi af grein rninni um Ölfusá og ferjustaði Jiar (í Kallaðar- nesi sjerstaklega. Árbók Fornl.fjel. 1927 bls. 35—57), liefi jeg tínt sam- an annál, um druknaða menii i Ölfusá og við hana. Að þeim 'undan- skildum þó, er druknað liafa í sjó við ármyniiið, eða J)ar í nánd. Ann- állinn, 'sem birtist lijer, gelur þó ekki náð yfir tengra tímabil aftur í tím- ann en J)riðjung á 15. öld. Áður eru allir slíkir atburðir gleymdir og glataðir, vegna frásagnarleysis. Má og líklegt telja, að á söguöld og svo lengi sem almenningur iðkaði sundlistina, liafi færri druknað í vötnum en síðar, þegar nálega eng- inn maður kunni að halda sjer á floti. Og a. m. k. i Kallaðarnesi, hef- ir ferjustaðurinn verið miklu mjórri og hætluminni og liægari, en á sið- ustu ötdum, éftir að áin braut sig út í áta, eyrar og grynningar. Annáll druknaðra manna í ölfusá. 1508, eða nálægt J)ví ári,1) hafði margt fólk utan yfir á og sunnan heiði safnast að krossinum i Kall- aðarnesi og messunni J)ar. Skeði þá sá atburður tveim nóttum eftir messuna (16. sept..), að á heimleið þyrptisl of margt fólk i ferjuskipið sem var stór teinæringur, svo að skipið sökk með öllu fótkinu á miðri ánni ,,á Stapanum“. Drukn- uðu J)ar allir er i skipinu voru, en tala l)eirra er óviss, því sumir vitdu telja þá 30 aðrir 40 eða 50, segir sjera J. Eg. (Nálægt 40 manns er einua liklegast að yrði ofhleðsla á stóran lOæring). Meðal druknaðra 1) Sjera Jón Egilsson ritar þetta ártal (Safn t. s. ísl. I., 47) cftir afa sínum, sjera Einari Ólafssyni í Iiruna. Hann liafði verið 11 árai þegar þessi stórfeldasta druknun varð, og gat því vel munað árið og atburðinn. Mun þvi ritvitla eða mis- lestur eftir Jón próf. Halldórsson í Biskupasögum (I 62), þar sem ártal- ið er 1518. En eftir því liefir þó Sveinn próf. Nielsson tekið ártalið upp í Prestatal sitt (bls. 74). í ÖLFUSÁ var Böðvar prestur Jónsson að Görð- uni á Álftanesi. Lík hans rak síðar á (Gaulv.) „Bæjarfjörur með hand- bókina á hálsinum. En dóttur hans fundu þeir i Þorláksliöfn út á sjó, með klæðum og öllu silfri.“ 1516 (eða 1515 i sumum annál- um), druknuðu fimm menn í einu út í ósnum við Ölfusá fyrir utan Arnarbæli.' Var þar þá almennings- vegur úr öllum sveitum, en lagðist af úr þvi (Safn I. 48).i) 1521—40 á dögum Ögmundar bisk- ups druknuðu í cinu fimm menn á „Fossferju“, tveir bræður og þrír staðarmenn. „Þá spenti fram i hávaðana. (Sbr. 1584). 1542. Úr Þorlákshöfn sigldu menn inn fyrir Óseyri og ættuðu áð Hrauni í Ölfusi. En er þeir voru komnir yfir ferjustaðinn inn á eyr- ar, er mælt „að þeim liafi komið lil og flogist á í skipinu, og steypt svo'iindir sjer. Þeir höfðu hlaðið með mjöl og skreið. Þar var me.ð prestur úr Ölfusinu, er Hrafn hjet og þar druknaði hann og 10 menn með honum.“ (Safn T. 73. Sbr. Prtal S. N. 64). 1571. Erlendur bóndi Erlendsson i Kallaðarnesi druknaði þar á leið að Arnarbæli. Hann var afi sjera Erlendar Jónssonar, sem varð prest- ur í Kaliaðarnesi 1605. . Erlendur bóndi var frændi Gísla biskups Jóns- sonar. 1584. Jón (Sigurðsson) búandi i Kallaðarnesi, bróðir sjera Jóns á Ólafsvöllum og „mikið mannval“ druknaði líka þar á ferjustaðnum. Sama ár, eða nálægt því druknuðu 3 feðgar á „Fossferju í Flóa“. Fluttu þeir eitt naut og klofnaði skipið. ,,Fossferja í Flöa“ gat ekki verið á öðrum stað en Setfossi i Flóanum, og fullkunnugt mátti sjera Jóni Eg- ils. vera um þann ferjustað. Eftir að 2 nýnefdir bændur i Kallaðar- nesi (sennilega báðir gagnkunnug- ir ferjustaðnum) höfðu druknað þar á ferjustaðnum, liefir hann vafa— last verið orðinn hættulegur og þvi lagður niður, sem aðalferjustaður. Víst er 'þar ekki lögferja síðla á næstu öld (1692). Og var þá búið að flytja þessa lögferju litlu ofar, að Kotferju, sennilega á 16. öld. Er því líklegt, að um þetta bil hafi líka verið flutt yfir Ölfusá frá Selfoss. En ferja þar (neðan við brúna?) liefir verið of tæp og íiættuleg, og vegna þess færð ofar á liættu minni stað, að Laugardælum. Þar tetur Einar sýslum. Eyjótfsson nauðsyn- lega lögferju, 1692. Bæta vil jeg hjer við druknunum í Hvítá, þeim sem urðu spölkorni ofar en Sogið og Ölfusnafnið á ánni. 1609. Daði Árnason, Björnssonar Jónssónar biskups Arasonar, drukn- aði i Hvitá er liann vildi draga liest úr vök. Ilann var þá sveinn Odds biskups. Eigi sést hvar þetta var i Hvitá. 1617. Sigurður yngri, sonur Odds biskups Einarssonar í Skálholti J) Þorvaldur próf. Thor. inun liafa misskilið þetta um ósinn við Ölfusá, og gert úr honum vað yfir ána sjálfa. En til þess liggja livorki líkindi nje rök, að þar liafi nokkru sinni getað verið reiðfært vað. — (Freðabók II. 216). druknaði í Hvítá hjá Brúnastöðum i Flóa. Líkið fanst síðar í ánni, á þeim stað sem hani gól, er hafður var með í leitinni. (1625. Sigurður Árnason i Ölfusi druknaði fyrir þing. — í Ölfusá?). 1627. Druknuðu 10 menn á Kot- ferju. Meðal þeirra liefir verið Eirík- ur sonur Árna próf. i Holti, Gísla- sonar biskups Jónssonar, og að lik- indum svili hans, Árni Eyjólfsson frá Saurbæ (á Kjalarnesi?). Þeir áttu (Helgu og Margrjetu) dætur sjera Erasmusar Villadssonar stift- próf. í Odda. (ísl. Árb. 6. k. 20). 1645. Druknaði af veikum ís á Ölfusá, Jón Halldórsson ráðsmaður Brynjólfs biskups i Skálholti og bróðir konu hans, og með honum „skólapersóna", Böðvar Steindórs- son. Lík Jóns fanst og var jarðsett í Skálholtskirkju miðri. En hitt líkið fanst ekki. 1654, 26. okt. druknaði aðstoðar- prestur í Arnarbæli, Gísli Jónsson, i díki (eða Síki) nokkru við Ölfusá „með undarlegum atburðum“. Hann var sonur sjera Jóns Gíslasonar í Steinsholti. 1657, 1. okt. fórst ferjuskip á Kotferju, stafaði af ofhleðslu og myrkri. Druknuðu 3 menn, en 1 komst af. 1660. Um alþingi druknaði Hákon Bjarnason (óvíst hver) i Þorleifs- læk í Ölfusi — við ána sennilega. Fór á liesbak úr bát, og sukku báð- ir. Hesturinn var áður hafður á eftir bátnum. Sumir telja að fleiri menn liafi þá druknað. 1678. Einar Kleinensson drukn- aði í Þorleifslæk við Ölfusá. 1686. Fyrir jótaföstu, druknaði maður (af ís?) í flóðum þeim í Ölfusá, sem cigi eru langt frá Arn- arbæli. 1687. Piltur 8 ára, Jón sonur sjera Odds Árnasonar i Arnarbæli, ráfaði út á ísinn á Ölfusá, eftir föður sín- um er fór ríðandi. Líkið fanst þá er isa leysi af ánni. Eftir þetta undi sjera Oddur ekki í Arnarbæli og liafði því brauða skifti við sjera Sigurð Eyjólfson á Kálfatjörn. 1693. Maður druknaði i Ölfusá, hjet Erlendur Filippusson. 1697. Menn ætluðu að tvímenna á ís yfir Ölfusá. Sá er aftar sat, rann af hestinum þá er þeir hleyptu of- ani. Hann druknaði en hinum varð bjargað og hestinum. 1704. Bátur fórst á Ölfusá með 2 mönnum, er voru að sækja hrís í Öndverðarnesskóg i Grimsnesi. 1709. Karlmaður einn og tvær ungar konur, úr Kallaðarneshverfi, vildu komast til Laugardælakirkju, gengu upp ísin á Ölfusá og drukn- uðu. 1725. Maður druknaði „í Ötfusá“ hjá Langholti í Flóa. Hann var að riða út í hólma eftir eggjum. (Sama ár druknaði maður i Varmá í Ölfusi). 1734. Druknuðu 2 menn í Ölfusá. —■ Aðrir í Ölfusinu. (Þetta ár druknuðu 70 menn af róðraskipuni víða um land). 1744. í Ölfusinu fjell af baki og druknaði i læk, Árni próf. Þorleifs- son í Arnarbæti. 1743—85. Á þeim árum, sem Þor- steinn Magnússon var sýslumaður i Rangárvallasýslu, strauk frá lionum þjófur, úr járnum, er stolið hafði til 9 hundraða. Fanst hann við Kotferju hjá Ölfusá. Ferjmaður var utan ár. Og meðan kallað var til lians, komst Framhald á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.