Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 5
F Á LKI NN 5 tímabila úr veraldarsögunni, sem nú eru að fullu glevmd: þegar það gat liðist stjórnmála- mönnum og hershöfðingjum að vera eklíi nema tuttugu ára. í hópi Islands-flugmannanna eru tvennskonar menn, ólíkir, og hver flokkurinn sínum kost- um húinn. Eldri flokkurinn hef- ir lært flug heima, í flugskóla sjóhersins. Þeir hafa verið æfð- ir við að skipa fyrir, eru bæði sjómenn og flugmenn og kunna hvorttveggja. En þeir unna sjó- hersvenjunum meira en öllu öðru. Þeim finst herbúðin vera skip, varðflokkarnir heita Kon- ungsvaktin og Drotningarvakt- in. Hinir, sem eru fleiri, liafa lært flug í Canada og hafa ekki tamið sjer neinar erfðavenjur. Fjelagslundin er þeirra fyrir- mynd, þeir bera aðeins hollustu- hug til loftsins og flýtisins, sem ekki á sjer neina fortið. Þó að stundum sje ekki nema fárra ára aldursmunur á þess- um flokkum, eða einstakling- unum í þeim, þá finnst manni sem hjer sje um tvær kvnslóðir að ræða. En þeir erfiða saman, lifa saman, og deyja stundum saman. — Sumarið leið. í nokkura mánuði liafði jeg ekki samband við flugmennina; en þegar jeg hitti þá næst, þá skeði það í kirkjugarðinum, þar sem þeir voru að fvlgja þremur fjelög- um sínum til grafar. Northrop- vjel ein hafði brotnað í spón við land. Foringi sveitarinnar hafði farið á vettvang til að sækja þá. Þeir voru bornir um borð i vjelina hans, vafðir i ullarvoðir; svo flaug hann með þá heim. Fyrstu hausthretin lagði yfir landræmuna, sem var milli okk- ar og hafsins. Ungu flugmenn- irnir fjórir, sem hjeldu heiðurs- vörð við hina sameiginlegu gröf riðuðu þegar vindhviðurnar dundu á þeim. íslenski vigslu- biskupinn stóð í hempunni, sem lagðist rennvot að líkama hans, og hrópaði gegn óveðrinu, sem reif orðin af munni hans og af- máði þau. Stundum heyrðum við sem næstir stóðu þó setn- ingar á stangli. „Kjemp for alt hvad du har kjært.“ En við skildum lílca það, sem við ekki heyrðum. Því að utan úr fjarð- armynninu, þar sem sjórinn faldaði livítu, geisaði ofviðrið yfir gröfina — heimur og starf- staður hinna látnu var kom- inn til að bera þeim vitni — og ómælisrúm loftsins, þar sem þeir höfðu starfað með svo miklum hetjudug. II. Nokkrum mánuðum síðar, þegar jeg var með ameríkanska hernum, sá jeg á sementsgráum köldum nóvemberdegi, dil, sem hreyfðist í fjarska i kirkjugarð- inum. Það var aftur norski fán- inn, sem hafði verið sveipað um kistu. Northropvjel hafði lent í sjóinn. Sama daginn kom frjett um, að níu manns væri saknað. Catalinavjel hafði far- ið á haf út til þess að leita að björgunarbátum frá skipi, sem sökt hafði verið með tundur- skeyti. Flugvjelin hafði sent ioft skeyti; hún hafði lolcið erindi sínu, bátarnir höfðu tekið stefnu til lands og björguðust skömmu síðar. En Catalinavjelin komst aldrei heim aftur. Nokkrum dögum síðar flutt- ist jeg út að flughöfninni til þess að fá að taka þátt í starf- inu þar nokkrar vikur . Dauðinn hafði verið gestur þar, en hve fjarri fór þvi, að flugmennirnir vildu beygja sig fyrir honum. Að því er snerti starf flugliðsins þá af- skrifuðu þeir þá dauðu, eins og tapaða eign. Að því leyti höfðu þeir „dottið upp fyrir“ En þeir neitúðu að afskrifa þá sem lif- andi og nálæga vini. Orðin, sem þeir höfðu sagt, ýmislegt, sem þeir höfðu aðhafst var daglega eins og skemtileg raunvera. I eiginlegasta skilningi orðsins spauguðu þeir látnu meðal þeirra. Það var ekki aðeins í sjálfs- vörn gegn sorginni, að fvrsti flokkurinn frá Canada strengdi þess heit innbyrðis, er þeir höfðu lokið náminu, að syrgja ekki þó einhver glataðist úr hópnum. Þetta var ekki aðeins digur- barkaleg og nauðsynleg krafa um að lífið yrði að ganga sinn gang, og að gott skap en ekki súrt, sje gagnlegasta sálará- standið á tólfstunda Catalina- ferðalagi. Eigi var því heldur til að dreifa að fremsta skilvrðið til harms væri eigi til staðar: til- finningin um að einhver sje horfinn, en jeg sje eftir. I styrj- öld veit ekki hermaðurinn og sist af öllum flugmaðurinn hve- nær mörkin liverfa milli þess að sakna og vera saknað. Jeg held að innileg trygð við hina dánu hafi verið fólgin í þessu fasi, sem að þvi er virðist var likast ljettlyndi. Hinir lif- andi vissu hvað hinir höfðu viljað, í þessu stríði. Þetta var barátta, ekkert annað en barátta — ekki angurværð. Þegar frið- urinn kemur er hægt að nota tölu fallinná fjelaga sem mæli- kvarða á stríðið. En þangað til er tala fallinna fjandmanna mælikvarðinn. í hinum örugga, óbukanlega og glaða vilja til þess að ljúka hlutverkinu, var það, sem hinir dánu áttu heima. Einn laugardag við liðsröð- un var tveggja mínútna athöfn vegna hinna níu, sem siðast fjellu. Foringinn mælti nokkur orð og sagði síðan skipunarorð- ið: „Takið ofan!“ Það var alt og sumt, það var nóg. Um hríð var jeg með Cata- linaflugvjelum í ferðum þeirra til hafs. Hlutverkið gat ýmist verið á tveimur heimshöfum: Atlantshafinu eða íshafinu. Við lögðum af stað í myrkri og kom- um aftur í mvrkri. Það var kominn vetur, dagsbirtan stutl og kuldinn bitur. Þegar við flug- um í mikilli hæð fanst manni fæturnir dauðir, eins og málm- urinn undir þeim. Við flugum könnunarferðir yfir hafið og liringsóluðum máslce stundum nokkra tíma kringum skipalest, sem seig grá og hægfara áfram. Við flugum aðeins það, sem flugmennirnir kölluðu „þreyt- andi ferðir“, tólf til fjórtán tíma i striklotu, án þess að nokkuð bæri við. Svo er um margar flugferðirnar, en ekki allar. — Vegvísarinn sýndi mjer upp- dráttinn sinn, sundurtættan af þýskum vjelbyssukúlum og at- aðan í blóði, hans eigin. Hann var nýkominn af spítala. Við komum aftur heim um kvöldið. Oft gat jeg ekki annað en hugsað um hvílíkur munur er á starfi þessara flugmanna og skaplyndi þeirra. Þeir eru ó- þolinmóðir, frekir, þeir vilja hitta óvini; en í staðinn hitta þeir oftast ekki annað en eyði- legt haf. Hlutverk þeirra er að eins þetta: að vera þar. Þess vegna halda kafbátarnir sig í fjarlægð eða sigla í kafi; þeim vinst kanske ekki einu sinni tími til að komast í færi undir næturárásirnar. Þegar flugvjel- in kemur heim og hefir ekki frá neinu að segja hefir hún samt unnið starf. En það starf finst mönnum með lioldi og blóði svo hræðilega óbeinlínis. Skipalestin, sem þær áttu að lijálpa, heldur áfram einhvers- staðar úti í myrkrinu. Hún sig- ur áfram út af starfssviði flug- mannanna, þeir fá ekki að vita hvort skipin komast í höfn, — Mennirnir á skipunum starfa líka, þeir flytja vopn og her- gögn á fjarlæga liöfn. Mánuð- um seinna eru Þjóðverjar flæmdir úr rússneskri borg; með olckar skilningi á hlutunum ,vit- um við að flugmennirnir, sem áttu viðburðalausan dag úli á hafi, og sjómennirnir, sem eldci fengu að drepa, en í mesta lagi voru drepnir, áttu sinn leyni- lega, nauðsynlega, sviplausa þátt í þessum sigri; vitið segir okkur þetta en ékki þolinmæð- in. En máske er þetta ein þeirra byrða, sem mennirnir verða að bera í þessu stríði. Baráttan er svo stórkostleg, svo þung, að hjól sögunnar hreyfast svo hægt að ekki verður fundið, við átalc miljóna af nafnlausum mönn- um. Og það er verðugt hlutverk norskum flugmönnum, þó auð- mjúkt og tilkomulaust þyki, að reyna að gera hafið tryggara þeim her norskra sjómanna, sem dag og nótt stritar fyrir því að hjólið snúist. Einn dag sat norskur skip- stjóri í flugmannamessunni. — Einn af dánu flugmönnunum var fóstursonur hans og hann hafði nýlega mist tvo bræður á Atlantshafi. Hann sat og var að fitla við línuna á litlu flagg- stönginni, sem stóð fyrir fram an hann á borðinu; svo dró hann flaggið sem snöggvast í hálfa stöng. Hann var að minn- ast þeirra þriggja, sem höfðu fallið, lilið við hlið. — Svo hófust vetrarstormarn- ir. Ekki hægt að fljúga, dag eftir dag. Loftið var grátt eins og aska, við vorum í botni árs- ins. Norska flaggið sýndist ekki rautt heldur svart eins og blóð- lifrar í eilífu rökkrinu. Það var engin hressing að storminum, hann virtist seigur, hann var eins og sjálft iðjuleysið hjá okk- ur. Við röltum um í herbúðun- um og hraumylsnan malaði sundur sólana okkar. Slcálarn- ir skulfu í rokinu, þrátt fyrir hnjeháa girðinguna úr malar- fyltum bensínbrúsum, sem hlað- ið hafði verið kringum þá, til þess að verjast versta roldnu. Skrifstofurnar voru sumpart ofurstórir kassar, sem flugvjel- arnar höfðu komið i; á hliðun- um stóð enn, eins og áminning til veðurofsans: „NB. Þessi hlið upp!“ Það væri i rauninni ástæða til að sakna skemtilegrar heimilis- prýði, sem var á einni flugstöð- inni úti á landi: þar hafði flot- holt undan flugvjel verið reisl á endann, eins og risavaxin hvaltönn úr málmi, og fest með strengjum. Þetta var náðhús herbúðarstjórans, þröngt að vísu en gotneskt. Iðjuleysið varð eins og sótt. Það stoðaði lítið að spila á grammófón i „messunni" eða sitja og góna á fallega röð af norskum vetrarmyndum á veggjunum. En þó var það ein Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.