Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 6
(j F Á L K I N N Theodór Árnason: Operur, sem lifa. - LITLfl SflGflN - WILLY CORSARY: Ljós angna hans. GÓÐAN DAGINN, John,“ sagði Erik Dallan innilega. „Jeg skal trúa þjer fyrir því, að það hefir kostað mig ærið erfiði að finna þig.“ Blindi maðurinn sneri sjer á hljóðið. „Hefði jeg vitað að þú kæmir heim mundi jeg liafa sjeð um, að þú fengir heimilisfangið mitt,“ sagði hann. „En jeg hjelt að þú yrðir cin- hversstaðar úti i heun' til adiloka. Við höfum lítið um okkur og lifum rólegu lífi hjerna úti í sveitinni, konan mín og jeg. Hjer koma ekki aðrir en hún móðir mín og nokkrir gamlir kunningjar stöku sinnum.“ „Verður þetta ekki einmanalegt fyrir konuna þína til lengdar?“ spurði vinurinn. „Hún er ung, eft- ir þvi sem mjer cr sagt.“ „Jú, en hún vill lielst hafa það svona,“ sagði blindi maðurinn. „Jeg hefi oft stungið upp á því við hana að við leigðum okkur íbúð í bæn- um og dveldum þar kafla úr árinu, svo að hún gæti fengið tækifæri til að heimsækja kunningja og vini og koma í samkvæmi. En hún vill ekki lieyra á það minst. Og ástæðan til þess er sú Hann hugsaði sig um dálitla stund áður en hann hjelt áfram. „Jeg get sagt þjer þetta alveg eins og það er, Erik. Þú ert elsti og besti vinur minn. Þú hefir ekki sjeð konuna mína ennþá. En þegar þú hefir sjeð hana þá múntu uppgötva að hún er .... já, blátt áfram ljót. Hún hefir sagt mjer það sjálf — aldrei hefi jcg sjeð hana. En jeg þakka guði fyrir þetta, því að það hefir orðið okkur til hamingju. — Þegar jeg varð fyrir slysinu í veiði- ferðinni fyrir fimm árum, sem kost- aði mig sjónina, óskaði jeg þess i gremju minni, að jeg hefði niist lífið um leið og sjónina. Sú tilfinn- ing eymdar og vonleysis sem gieip mig, var svo sterk að jeg misti á- hugann fyrir öllu og öllum, og jeg bjóst við að jeg mundi aldrei læra að sætta mig við örlög mín. En uú hefir mjer tekist þetta eigi að siður, og það á jeg að þakka skilningi og ástríki konu — hennar, sem nú í fjögur ár hefir verið eiginkona mín og besti fjelagi. Hún hjúkraði mjer fyrstu og örð- ugustu vikurnar, þegar jeg formælti örlögum mínum og þráði það eitt að fá að deyja. Hún gerði nýjan mann úr þessum aumingja, sem jcg var orðinn. Hún var Ijós augna minna — í þess orðs göfugasta skiln- ingi. En jeg dirfðist ekki að segja, að jeg elskaði hana. Jeg vildi ekki láta hana bindast mjer — örkumla- manninum. Blindi maðurinn þagnaði sem snöggvast, starði þegjandi fram og brosti, en hjelt svo áfram: „Jeg barð- ist við þrá mína og sagði ekki neitt, enda þótt jeg hlyti að finna, að hún bar hlýjan hug til mín. Einn daginn sagði hún mjer, að hún hefði verið úti með frænda sínum, og þá varð mjer svo órótt, að jeg kom þvi upp um mig live vænt mjer þótti um hana. En þó þorði jeg ekki að biðja hana um að verða konan min. Það var liún, sem sagði úrslitaorðin. Hún fjell á hnje við rúmstokkinn minn og sagði, grátandi og hlæj- andi í senn, að jeg þyrfti aldrei að vera afbrýðissamur gagnvart sjer, því að hún væri svo ófríð, að eng- inn maður myndi nokkurntíma vilja gefa lienni hýrt auga. Það var á þessu augnabliki, sem lífsþrá mín kom á nýjan leik. „Elskan mín,“ sagði jeg fagnandi. „Er þjer alvara að vilja binda þig blindum manni?“ „Jeg elska þig,“ sagði hún hljóð- lega. „Og það ert þú en ekki jeg, sem hallar á i þessu máli. Því að jeg er ófrið, John — svo ófríð, að jeg mundi eflaust hafa verið ein- mana alla lífsleiðina, ef þú hefðir ekki sjeð aumur á mjer.“ „Guði sje lof,“ sagði jeg fagnandi. „Þá veitist mjer sú gæfa, að eiga þig um aldur og æfi.“ „Svona var aðdragandi hjóna- bands okkar,“ sagði blindi maður- inn. „Og nú skilur þú kannske, hversvegna það kostar konuna mína ekki neina fórn, að hafna öllu því, sem fagrar konur meta meira en alt annað í veröldinni. En Hfsógæfa hennar, sú að hún' er ófríð, hefir orðið lífsliamingja okkar beggja.“ Hann hnykti höfðinu. „Þei, Þei, þarna kemur hún ... .“ Hurðin laukst upp og blindi mað- urinn brosli, þegar hann heyrði hið ljetta fótatak konu sinnar á gólf- inu. „Anna María, við höfum fengið góðan gest,“ sagði hann. „Þetta er Erik Dallan, elsti og besti vinur minn. Hann hefir átt heima crlend- is í mörg ár.“ Erik Dallan stóð upp og hneigði sig djúpt fyrir konu hins blinda vinar sins. — Hún var ein friðasta konan, sem hann hafði nokkru sinni augum litið. mt m m m* n* WASHINGTON-BERGNÁLIN. „Obelisk" George Washington er eitt tignarlegasta og stórfenglegasta minnismerkið, sem til er í heimin- um. Stendur þessi bergnál i liöfuð- borg Bandarikjanna, Washington, og er reist til minningar um fyrsta forseta Bandaríkjanna og þann mann sem höfuðborgin er heitin eftir, og sem Bandaríkin eiga sjálfstæði sitt öllum öðrum fremur að þakka. Það var sannmæli, sem umboðsmaður Bandaríkjanna hjer á landi sagði i fyrra, er liann afhenti Landsbóka- safninu að gjöf öll rit George Wash- ington, að hann hefði verið Banda- ríkjunum það, sem Jón Sigurðsson var íslandi. Minnisvarði þessi er 169 metra hár, eða hærri en turnar dómkirkj- unnar í Iíöln og gerður úr hvitum marmara. Enginn stöpull er undir þessari steinnál, hún rís upp úr grænni grundinni. Þar er ekkert út- flúr, en hinar óbrotnu línur hins hvíla stuðuls eru svo stórfenglegar, að þær gagntaka áhorfandann. Berg- nálin er hol að innan og er þar 900 þrep upp að ganga, uns komið er upp í nálaroddinn, en þar er hið feg- ursta útsýni. Vitanlega hafa Amer- ikumenn líka sjeð fyrir þvi, að hægt sje að komast alla leið upp í lyftu. TANNHÁUSER Efnis-ágrip Rómantísk ópera i þrem þátt- um. Texti og tónverk eftir R. Wafener (1813—1883). Ljóða- flokkurinn fullsaminn vorið 1843, en tónverkið í apríl 1845. Frumsýning i Dresden 19. ukt. 1845. Breytt i íburðarmeira horf og þannig fyrst sýnd í Paris 1861 — og hefir verið og er enn þannig sýnd. Eins og hjer er sagt að ofan, samdi Wagner þessa óperu (texta og tónverk) á árunum 1843—45, og var þá í Dresden lengst af. Það var honum, meðal annars, fjötur uiu fót, að hugmyndir hans voru miklu slór- fenglegri og glæsilegri, en líkindi voru til að þýsku leikhúsin rjeðu við í þá daga, eða þýskir leikhus- gestir kynnu að meta. Einkum með tilliti til leikhúsanna, varð hann þvi að „slá af“ nokkru af þeim glæsi- leik, sem fyrir honum vakti. Og þetta er raunar sá eini „afsláttur“, sem Wagner Ijet nokkurn tíma eft- ir sjer að gefa af hugmyndum sín- um. Tannháuser var þess vegna mun fátæklegar „til fara“, þegar hann kom fyrst fram á leiksviðið í Dres- den 19. október 1845, heldur en óperan er nú, þar sem hún er leik- in á fullkomnum leikhúsum. Aðal- breytingin var sú, að Wagner bætti í og breytti nokkuð þættinum, sem gerist í heimkynni Venusar. Gerði hann þetta upphaflega að tilmæl- um Napóleons III., þegar leika átti óperuna í Paris 1861. Varð þessi breyting til þess meðal annars, að í tvær aðalpersónurnar virtist verða meira spunnið, þau Venus og Tann- hauser. Með óperunni Taunháuser hófst nýtt tímabil i sögu þvskra leikhúsa. Tannháuser er með ait öðru yfir- bragði, en óperur sctn áður )>ekt- ust. Óperan er öllu fremur harmleik- ur (drama), en söngleikur. Hlut- verk hljómsveitarinnar er slikt, að menn rak i rogastans. Og jafnvel hinir víðsýnustu og gáfuðiislu tón- snillingar gátu ekki fclt sig við þá byltingu, sem Wagner boðaði þar, — fyr en löngu síðar. Hljomsveilin er svo að segja alstaðar yfirgnæí- andi. Hlutverk þeirra, sem á leik- sviðinu eru er ekki lengur aðallega i þvi fólgið að syngja heldur öllu fremur að tala og leika. Það var eng- in furða, þó að menn þyrftu nokk- urn tíma til þess að venjast þessu. Þetta var fyrsta óperan, sem samin hafði verið í þessu formi, eða sem „drama“ eins og Wagner nefndi það sjálfur. En í svipuðu formi voru síðan allar hinar síðari óperur lians. Og nú er Tannháuser önnur rnest dáða og vinsælasta ópera Wagners. Efnið sótti Wagner í forna helgi- sögu um meistarasöngvarann Tann- háuser (sem sennilegt þykir að sje sama persónan og Heinrich von Ofterdingen), sem alsstaðar vann öll verðlaun fyrir snildarlegan söng sinn, og allra hjörtu fyrir glæsilega og göfugmannlega framkomu. Hann tekur, meðal annars, þátt i söngvarakepni (turneringu) í Wart- burg„ og hlýtur þar pálmaviðar- sveiginn að verðlaunum, en að auki hafði sigurvegaranm verið heitið liönd Elísabetar, frænku greifans af Thiiringen. En í stað þess að haga sjer svo, sem vænta mætti af skyn- sömum manni, hverfur hann alt i einu, þessi Ijettúðugi riddari, frá heitmey sinni og glaumi hirðarinn- ar, og veit enginn hvað af honum hefir orðið. Sannleikurinn er sá, að hann hefir flækst í net Venusar, en hún heldur til með liirð sinni í fjalli einu (Hörselberg) skamt frá Eisenach, og hefir Tannháuser dval- ið hjá henni árlangt, þegar leikur- inn hefst. En hann er orðinn bæði leiður og þreyttur á ástarofsa Venusar og þó að hún neyti allra sinna heitustu töfra, fer Tannháuser frá henni og sver þess eið að koma aldrei aftur. Með þessu hefst fyrsti þáttur. Hygst Tannhauser nú að bætá fyrir syndir sínar og lifa heilögu líferni. Þegar hann kemur niður í hinar fögru sveitir, fyrir ofan Wart- burg, heyrir hann, i fyrsta sinn í heilt ár, fuglana syngja, smalana leika á flautur sinar, og þunglama- lega söngva pilagrímanna, sem eru á leið til Rómaborgar. Hann fyllist sorg og hugarangri, krýpur niður og biðst fyrir. Þá ber þar að greif- ann af Turingen og eru í fylgd með lionum nokkrir söngvarar, og þar á meðal besti vinur Tannháusers, Wolfarm frá Eschiuhach. — Þeir fagna nú með kærleikum vini sín- um, en hann verst frjetta um það, hvar liann hefir alið manninn. — Minnir Wolfram hann þá á Elísai betu, og verður það úr, að Tann- háuser fer með þeim til Wartburg. Nú stendur einmitt svo á, að nú á að lialda árshátíð söngvaranna. En annar þáttur hefst með því, að þau hittast Elísabet og Tannháuser, og hann biður hana af alhuga að fyrirgefa sjer og taka' sig í sátt. Tek- ur hún Tannháuser með blíðu og býður hann velkominn úr „útlegð- inni“. Og nú er í annað sinn heitið hinum dýru verðlaunum; hönd Elísabetar, fyrir besta sönginn, og hygst Tannháuser að vinna þau verðlaun á ný. Greifinn leggur svo fyrir, að söngvararnir skuli leggja út af ,,ást“ i lögum sínum og ljóðum — en söngvararnir eru siðan kall- aðir fram með nafní, hver af öðr- um. Fyrst syngur Wolfram von Eschinbach, — syngur hann ástinni lof og lýsir henni sem lind, djúpri og tærri, uppsprettu þess, sem æðst sje og helgast með hverjum manni. Walter von der 'Vogelweide dáir göfgi ástarinnar, en göfgi ástarinn- ar fái því aðeins notið sín, að hún sje sálræn. Það sje sú eina ást, sem meistarasöngvararnir vilji. kannast við. Tannháuser er mjög á annari skoðun og dregur ekki á það dul í Ijóði sinu og lagi„ enda er hann reyndari maður en hinir, eftir dvöl- ina hjá Venusi og lítur ástina öðr- um augum. Er söngur hans ástriðu- þrunginn og hánn syngur um hold- lega ást. Og þegar hinir fara að gera að honum óp, kemur yfir hann Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.