Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 . ffoolwmt-byjBiníiœ Þó a5 Woolworth-byggingin mikla í New York hafi nú dregist aftur úr og mist heitiS „hæsta bygging heims- ins“, þá hafa þær byggingar, sem lengra hafa komist áleiðis til himna síðan, svo sem Empire State Build- ing og Cryslér Building, aldrei náð eins rikum tökum á hug manna og Woolworth gerði í gamla daga. Þvi að þessi mikli skýjakljúfur fjekk að halda tignarsæti sínu svo lengi, og fór á sínum tíma svo langt fram úr því, sem áður þektist, að hann stóð betur að vigi um að vekja aðdáun, en þeir sem eftir hann komu. Stórbyggingarnar í Ameríku eru nýjung, sem varla eða ekki þekkist í gömlu álfunni, Evrópu. í Evrópu bygðu menn úr steini, og því voru takmörk sett, hve langt þótt tækt að fara, á hæðina. En Amerikumenn notuðu nýtt byggingalag. Þeir bygðu stálgrind, sem varð máttarviðirnir, en fyltu síðan i grind þessa steini og steinlími. — Þetta byggingalag leyfði miklu meiri hæð, en áður tíðkaðist. Fjöldi hárra húsa reis upp í Ameríku, einkum í New York og Chicago, margfalt liærri en stórhýsi Evrópuborganna, og 20—30 hæðir þótti sjálfsagt á dýrmætustu lóðun- um. En svo koin Woolworth með sína 51 hæð, og varð hæsta bygg- ing yeraldar, þegar frá er skilinn Eiffelturninn, sem ekki er talinn með húsum. Ljósið úr turninum á Woolworth sást nær 160 kílómetra á haf út frá New York. Tvö ár var þessi bygging í smið- um, en kostaði ekki nema niu milj- ón dollara. Þar eru 2000 skrifstofur, og yfir Í0.000 manns starfa að stað- aldri i byggingunni. Þarna er heilt samgöngunet lyftivjela, til þess að annast flutninga þessa fólks svo og allra gesta' livert sem vera skal i bygginguna. Þar eru bæði „hrað- lestir“, og þjóta eins og ör væri skotið og staðnæmast ekki nema með margra hæða millibili — t. d. á þeim hæðum sem standa á rjett- um tug — og aðrar, sem staðnæm- ast á hverri hæð. Loks eru sjerstak- ar „leifturlestir“, sem þjóta í einni iotu neðan úr grunnhæð og upp á efstu hæðir. Þær eru einkum notað- ar af þeim mörgu, sem fara í þeim erindum, að njóta útsýnisins úr turn- inum. Nú eiga Ameríkumenn ekki leng- ur stærstu byggingu heimsins. Sov- jethöllin í Moskva er um 390 metra há, eða 90 metrum hærri en Eiffel- turninn. Tvær áðurnefndar bygging- ar í New York, Empire State og Crysler, eru einnig hærri en Eiffel- turninn, sú fyrri rúmir 370 metrar og sú siðari rúmlega 310 metrar. Var Crysler Building fyrsta húsið, sem fór fram úr hæð Eiffelturnsins. Ein bygging er enn ótalin, sem er hærri en Woohvorth, en það er Man- hattan-bankinn i New York. Hann er um 275 metrar. Þá kemur Wool- worth, sem er um 210 metrar. Bygg- ing lifsábyrgðarfjelagsins Metropol- itan Life i New York er aðeins 60 sentimetrum lægri en Woolworth. „Veistu hversvegna Þjóðverjar hafa gert alla gúmmískó upptæka i Noregi?" „Nei, það veit jeg ekki.“ „Þeir ætla að nota þá 1 Rússlandi, svo að undanhaldið þar geti orðið hljófflaust." TANNHÁUSER. Frh. af bls. 6. einhver fitons-andi, og hann syiigur hárri röddu lof Venusi, gyðju hinna heiðnu ásta. Áheyrendur hans verða allir sem steini lostnir. Þykjast menn nú skilja, hvar hann hefir alið manninn undanfarið. Það liggur nærri, að hann sje þarna ráðinn af dögum, svo mikil svivirða þykir öllum þetta. En Elísabet biður hon- um griða. Hún elskar Tannháuser og liún vonar, að henni auðnist að bjarga sál hans frá eilifri glötun. Verður það loks að ráði, að Tann- hauser slæst í för með floklci píla- gríma, sem eru á leið til Rómaborg- ar, og hygst hann að fá syndakvitt- un lijá sjálfum páfanum. í þriðja jiætti eru pílagrímar þess- ir að koma heim aftur. Bíður Elisa- bet ástvinar síns með mikilli eftir- væntingu, en liann er þá ekki með pílagrímunum. Biðst hún þá fyrir — biður heilaga Maríu mey í eld- heitri bæn — ekki þess, að henni sje gefinn aftur ástvinurinn, heldur að lionum verði fyrirgefið og að ódauðlegri sál hans sje bjargað. — Wolfram er hjá henni. Hann elslc- ar hana, en hann hugsar ekki um sína ást, heldur um líðan stúlkunnar því að liann sjer, að lífsþróttur hennar er óðum að fjara út, — og liann hugsar einnig til hins ógæfu- sama vinar síns. En nú kemur Tannhauser, alveg óvænt, — en þá er Elísabet látin. Hann er í pílagrímskuflinum og illa til reika eftir erfiða ferð og alveg árangurslausa, því að páfinn hafði útskúfað honum. Honum hefir verið tjáð það afdráttarlaust, að hann sje að eilífu glataður, og það, að hon- um verði nokkurntima fyrirgefin liin ægilega syndasekt hans, sje jafn ómögulegt og að viðarteinninn, sem liann hefir stutl sig við i ferðinni færi að skjóta frjóöngum og bera blöð. Er Tannháuser nú nær örvita af hugarangri og ætlar að leita til Ven- usar á ný, enda heyrir hann nú lokk- andi sírenu-söngva hennar. Wolfram leitast við að telja um fyrir hon- um og hvetur hann til að flýja. En Tannháuser virðist ekki heyra til hans. Hann leggur hlustirnar við söngvum Venusar. Nefnir Wolfram þá nafn Elísabetar. Og í sama mund sjest til likfylgdar, sem er að koma frá Wartburg, syngjandi jarðarfar- arsálma, og er opin líkkista borin fyrir. Það er lik Elísabetar, sem er í þessari kistu. Og þegar lík- fylgdin kemur þar, sem þeir fjelag- ar eru, fleygir Tannháuser sjer á hnje og lirópar: „Heilaga Elisabet, bið þú fyrir mjer!“ Hverfur þá Venus, en viðarfeinn- inn, sem Tannháuser hefir i hendi sjer, tekur alt i einu að skjóta frjó- öngum og blómstra. Tannháuser hefir verið fyrirgef- ið og hann andast þarna hjá fram- liðinni ástmey sinni. FRÚ BARNABY. Frh. af bls. 9. „Jeg geri ráð fyrir að konan min hafi fengið hugmyndina úr svoleiðis mynd.“ „En hvað er þá um þvotta- balann? Og þegar hún þvoði garmana af námuverkamönn- unum. Jeg man hvað við hlóum að þeirri sögu. Það var á þeim ATHUGIÐ ! Vikublaðið Fálkinn er seldur í lausa- sölu i öllum bókabúðum og mörgum tóbaksbúðum, kaffistofum og brauð- sölubúðum. Snúið yður þangað, eða beint til afgreiðslunnar, þegar yður vantar vinsælasta heimilisblaðið — VIKUBLAÐIÐ .FÁLKINN' þvottabala, sem hún sigldi inn í mestu höfðingjaklíkuna í London.“ Jeg varð að hlæja. „Herra min trúr, hvernig liún hefir haft okkur öll að leik- soppi!“ „Að minsta kosti hefir hún haft mig að leiksoppi,“ sagði Barnaby. „Frú Barnaby á sjer ekki sinn líka — og þjer hafið ástæðu til þess að vera montinn af henni. Jeg hefi altaf sagt að liún væri ljómandi. Hún skildi til fulln- ustu hugsanagang ensku liöfð- ingjanna — og hún sagði þeim eimnitt það, sem þeir vildu heyra. Jeg mundi ekki vilja koma upp um haná þótt gull væri i boði.“ „Þjer eigið ekki úr vöndu að ráða. London hefir fengið dugn- aðar samkvæmishetju, en jeg fer að verða hræddur um, að jeg hafi mist góða konu.“ Jeg liló. „Rjetti staðurinn handa Skammbyssu-Mike eru sljetturnar miklu fyrir vestan. Kæri Barnaby — þjer eigið að- . eins eins úrkostar. Þjer verðið að fela yður!“ „Þakka yður fyrir — jeg skal reyna að fara að ráðum yðar.“ En svei mjer ef mjer sýndist hann ekki vera súr á svipinn þegar hann hagði það. Roosevelt-stlttan. Nýlega var getið um það hjer í blaðinu, i grein um Henry Kaiser, hinn mikla framkvæmdajöthnn Bandaríkjanna, að hann liafi bygt þrjár mestu stíflur, sem til eru i ríkjunum, Boulder, Bonneville og Grandcoulee-stíflurnar, En áður hafði verið ein sú stifla, sem athygli vakti á líka leið og Woolworthbygg- ingin gerði meðal skýjakljúfa á sin- um tíma. Þessi stífla er kend við Roose- velt, liinn fyrri Bandaríkjaforseta sem lijet Theodore að fornafni. Og það vakti einkum fyrir þeim, sem stóðu að þessu mannvirki, að ná vatni til áveitu á ófrjó lönd, sem vel væru fallin til ræktunar. Banda- ríkjamenn hafa með aðstoð tækn- innar gert ræktanleg jarðsvæði, sem slaga hátt upp i alla Evrópu að flatarmáli. En það fyrirtæki, þess- arar tegundar, sem mesta athygli vakti á sinni tíð, er Roosevelt-stífl- an i Arizona, sem með fullum rjetti má teljast eitt mesta afrek verkfræði lcunnáttunnar. Roosevelt-stíflan þvergirðir far- veg Saltár (Salt' River), og fyrir of- an stifluna inyndast stöðuvatn, sem er um 200 ferkílómetrar að stærð. Úr því stöðuvatni er kleift að veita á um 1200 ferkílómetra svæði á þann hátt að þetta svæði, sem áður var eyðimörk, verði álíka frjósamt og Nilárdalur. Það var miklum erf- iðleikum bundið, að byggja þessa stíflu. Til dæmis má nefna, að vjel- unum, sem til verksins þurfti, varð ekki koinið á áfangastaðinn nema með þvi, að leggja langa járnbraut, þcirra vegna, utan i þverhníptum fjöllum, þar sem engum hafði þótt fært að leggja járnbraut áður. — En stíflan varð til. Og þrátt fyrir þann gifurlega kostnað, sem fyrir- tækið hafði í för með sjer, eru allir sammála um það nú, að það liafi þegar horgað sig. — Enda mundu Bandaríkjamenn tæplega hafa ráð- ist í enn gifurlegri fyrirtæki á þessu sviði siðar, ef byrjunartilraunin hefði ekki gefist vel. Egiis ávaxtadrykkir *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.