Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N NORDAHL GRIEG. Framhald af bls. 5. mynd, sem jeg þreytist aldrei að horfa á: hópur af ungu, glöðu fólki á leið til fjalla. En Ijósmyndarinn hafí5i verið skáldhneigður og hafði talið rjett að láta prenta neðan á myndina: „Jeg slepte min kvide til viddens vang“. Jeg varð alll- al’ jafn fjúkandi vondur vfir slíku vanþakklæti. Oftast lágum við i fletum inn i svefnskálunum. Einn flug- maðurinn var að lesa bók eftir André Maurois: „Listin að lifa“. Áttundi kaflinn hjet “Listin að verða gamall*. Annar liðsforingi lá bara og gerði ekkert. Hann var mildur, þögull, nærri þvi óþolinn, koin inn á liverju kvöldi klukkan átta. Jeg skildi ástæðuna þeg- ar jeg flaug með honum í fvrsta skifti. Því þá var maður um borð, sem mjer fanst jeg aldrei hafa sjeð áður, snar í hreyfingum, nærri því eins og tígrisdýr, ið- andi af fjöri, altaf jafn glaðvak- andi á hverri sekúndu í tólf langa tíma. Það var maður sem lifði fyrir starf sitt. Maðurinn sem altaf lá fyrir á kvöldin. Svo var það að eina nótt, þegar stormurinn virtist fara vaxandi, sló alt í einu öllu í dúnalogn, að íslenskum veðursið. Það var kyrt, stjörnubjart og norður- ljós. Símahringing: Þið eigið að fara út! ! Jafnvel utanveltumaður eins og jeg fann, livernig tilveran hafði öðlast tilgang á ný. Fín- gerð glóð tilgangsins mettaði blóðið, það var einhver djúp sæla fólgin í því að fá að fara á fætur þarna í isköldum skál- anum og klæöast flugfötunum. Efst í fatalirúgunni á bekknum lágu livítu, þunnu silkihansk- arnir, sem maður notar undir skinnvetlingunum. Þetta var eins og maður væri að fara í brúðkaup. í „messunni“ beið flugmaður- inn sem lijelt vörð; mennirnir þar og í eldhúsinu voru komnir á fætur og liöfðu kaffið tilbúið. Það er hest að segja það ulidir eins: þeir lcunna þessari vinnu illa, þeir liafa farið að heiman til þess að berjast, og margir þeirra liafa stofnað lífi sinu í voða til að komast út, — en ekki lil þess að þvo upp í eld- húsi. Vonandi verða þeir látnir lausir og lofað að gera það, sem þeir þrá að fá að gera. En á svona næturstundum er eins og hýrni yfir þeim. Hvenær sem alt var á tjá og tundri kringum þá gátu þeir afborið mikið. eitt vita þeir að minsta kosti i hjarta sinu: þegar svo bar við að flug- vjel kom ekki heim að kvöldi, þá voru það þeir, sem höfðu kvatl landa sína hlýrri kveðju í síðasta sinn. Við flugum yfir bæ einn á leiðinni út á hafið. Ljós loguðu í g'lugga og glug'ga á stangli. Að öðru leyti svaf bærinn, dimmur undir snævi þöktum þökum. Um kvöldið þegar við komum heim var ljós í Jiverj- um glugga, eins og jólaskart eftir síðustu límana, sem við flugum í dimmu áður en við náðum landi. Það var altaf eitt- livað við þenan bæ, sem hrærði hug minn, er jeg flaug yfir liann kvölds og morgna. Af ein- hverri ástæðu fanst mjer skvld- leiki milli hans og barnæslcunn- ar, mili hans og barna, sem áttu eiin að fá að sofa nokkra tíma, eða barna, sem höfðu rutt borð- stofuna og lásu lexíurnar eða ljeku sjer. Hann var svo frið- samlégur og vinalegur, svo ná- lægur og svo óendanlega fjar- lægur. Þegar jeg sá í loftinu Ijós- ker flugvjelanna, sem komu inn, á leið til lendingarslaðar- ins, fanst mjer jeg vita ástæð- una til þess, að allir þessir menn um borð liöfðu íarið út. Þeir höfðu farið suður í Allants- haf, austur í áttina til Noregs, norður í þokuheima, veslur þangað sem Grænlandsjöklar síga í sjó, þeir liöfðu þrælað, vakað og barist fyrir því að komast heim í þennan bæ, í sínu eigin landi. í Noregi, í Eng- landi og í Ameríku. Svo var það einn dag að jeg leit norsku flugherbúðirnar í síðasta sinn. Jeg var um borð i fjögra hreyfla sprengjuflug- vjel, Liberator, á leið suður á bóginn. Við runnum vallar- brautina og fórum lágt yfir skálana og norska fánann. Bráðum býst jeg við, að þessi litla landspilda við sjóinn verði aflient aftur íslensku þjóðinni, sem liefir leyft norskum frænd- um að nota hana í frelsisbar- áttu sinni. En í hartnær tvö ár liafa Norðmenn búið þarna, slritað og vonað og viljað, lagl til orustu og máske aldrei kom- ið aftur — svo að í augum Nor- egs verður þessi ófrjóa hraun- spilda, sem stormur og regn æðir yfir, aldrei ókunn fold. Egils ávaxtadrykkir i Drekkiö Egils-öl J Vjelaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753 — Skúlatúni 6 — Reykjavík ERAMKVÆMIR: Vélaviðgerðir Vélasmíði Uppsetning á vélum og verksmiðjum. Gjörum við oo ojðrum upp bátamótora. SMÍÐUM ENNFREMUR Síldarflökunarvélar ískvarnir Rörsteypumót, Holsteinsvélar. * Tilkynning Það tilkynnist hjer með, að ujer undirritaðir höf- um selt versluninni Sjóklæði & fatnaður s.f. viðgerðarstöð vora með öllum tilheyrandi áhöldum og er hún því hjer eftir oss algerlega úviðkomandi. H. f. Sjóklæðagerð íslands Samkvæmt ofanrituðu höfum við undirritaðir keypt viðgerðarstöð Sjóklæðagerðar Islands og rekum hana hjer eftir í sambandi við Verslunina Sjóklæði og fatn- aður s. f. Guðmundur Hansson Sverrir Sigurðsson ATHU GIÐ ! Vikublaðið Fálkinn er seldur í lausa- sölu i öllum bókabúðum og mörgum tóbaksbúðum, kaffistofum og brauð- sölubúðum. Snúið yður þangað, eða beint til afgreiðslunnar, þegar yður vantar vinsælasta heimilisblaðið — VIKUBLAÐIÐ .FÁLKINN*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.