Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Börnin eru látin hjálpa sjer sjálf, eflir því sem unl er. Hjerna er lítill hnokki, sem hefir oröið seinni en fjelagarnir að búa um beddann sinn undir nónblundinn. land. Og þeim fjölgar á hverj- um mánuði. Auk þess hefir barn- fóstruskólum fjölgað stórkost- lega. í byrjun ársins 1942 voru í landinu 1670 harnfóstrudeild- ir, sem önnuðust um yfir 48.000 börn. í London hafa framfarirnar orðið miklar í þessu efni. Fim- tíu hvildarheimilum í liöfuð- borginni var breytl í dagheim- ili, sem önnuðust um fjölda ung'ra harna. Elísabet drotning sýnir fóst- urheimilunum mikinn áhuga. Þegar hún heimsótti eitt þeirra í Windsor nýlega, sá hún með eigin augum hvað gert er fvrir börn á aldrinum 2—5 ára, sem eiga mæður, önnum kafnar við að smíða hergögn. „Af því að jeg er móðir sjálf,“ sagði drotn- ingin, „get jeg skilið, að hver einasta móðir afkastar helm- ingi meira verki en ella, þegar hún veit að vel fer um börnin hennar meðan hún er í vinn- unni.“ Eftir heimsóknina sendi drotningin mikið af myndabók- um,. leikföngum og dóti á fóst- urheimilið, með kveðju frá sjer og dætruni sínum. Ep jeg ætlaði að segja sög- una af frú Marv Briton og börn- unum hennar. Við skulum at- huga hvernig dagurinn líður hjá þeim. Á fósturheimilunum er börnunum kenl að þvo sjer sjálf, ckki siðnr en að þau vœru heima. Hjer er mynd úr „þvotta- húsinu". Frú Briton vinnur í stórri sprengjuverksmiðju. Maðurinn hennar stjórnar stórri Welling- ton-sprengjuflugvjel, en hún hjálpar til að gera sprengjurn- ar, sem varpað er yfir Þýska- land. Klukkan átta á morgnana fer frú Mary með John og Margaret á skemtilegt, nýtt dagheimili, þar sem lærðar barnfóstrur taka við þeim. Þarna er ágætt loft og á húsinu er mikið af glugg- um, svo að ekki vantar birtuna. I liúsinu eru tvær stórar stof- ur, önnur handa smábörnum undir tveggja ára aldri, en hin fyrir börn 2—5 ára. Þarna eru herbergi fj'rir heimilisfólkið, tandurhreint baðherbergi og langur gangur til að þvo sjer í, bjart eldhús með öllum nýtísku útbúnaði og — ef ske kvnni, að eitthvert barnið skyldi fá næm- an sjúkdóm — einangrunarher- bergi með öllum útbúnaði, þar sem hægt er að hýsa sjúkling- inn og sjá honum fyrir allri nauðsynlegri hjúkrun. Stofnuninni stýrir forstöðu- kona, og hefir hún sjer til að- sloðar þrjár lærðar barnfóstrur, kennara og tvær aðstoðarstúlk- ur. Börnin fá þrjár nærandi mái- tíðir á dag, þar á meðal rúm- an hálfpott af mjólk eða meira, og auk þess fá þau að jafnaði skamt af lýsi og malti. Heimil- ið liefir kælirúm fyrir mjólkina og malvælin. Þau eru lieilsusamlegir staðir, þessi fósturheimili. Eldri börn- in hafa mikið gaman af að hjálpa til að leggja á borðið og hjálpa þeim yngri. Dagurinn liður þannig, að börnin leika sjer, boz-ða, sofa og læra á víxl. Minstu börnin eru látin sofa einn til tvo tíma, bæði á moi-gn- ana og siðdegis, en eldri börn- unum er kent. Dagurinn líður fljótt, og klukkan sex eru þau tilbúin að fara lieim að sofa. Frú Bi-iton tekur börnin sín á heimleiðinni og liittir ekki fyr- ir tvö önug, úlfúðarfull og solt- in börn, senz lzeimta mat, held- ur tvö broshýr börn, sem líður vel og eru ánægð. Og fyrir fóstrunina borgar fi’ú Briton alls einn shilling á dag — matinn, baðið, kensluna, lýsið og alt annað. Þetta er í aðalatriðum saga þúsunda af enskum mæðrum, sem vinna í hei’gagnaverksmiðj- unum. Við þann fjölda fóstur- heimila, sem nú eru starfrækt, bætast óðum mörg liundruð, og að sama skapi fjölgar konun- um, sem ráðast í vinnu i her- gagnaverksmiðjunum. ÍTALSKT SKIP AÐ FARAST. Þetta italska olíuskip var i flutningum fyrir möndulveldin milli Ítalíu og Tnnis. En ameríkdnska sprcngjuflugvjelin, sem myndin er tekin úr, komst í fœri við skipið og tókst að kveikja í þvi úr 200 feta hæð. Urðu margar sprengingar í skipinu og það fórst eftir skamma stund. Hvaða dýr geta stolckið hœst? -— Svarið mun eflaust koma mörgum á óvart, því að hvalirnir, sern ann- ars virðast fremur þungir á sjer, geta hæglega stokkið átta metra upp úr sjónum. Tigrisdýrið, sem annál- að er fyrir stölck sín, kemst ekki nema fjóra metra í loft upp. Hund- ar geta stokkið þrjá metra og hest- ar rúma tvo rnetra. En i langstökki er kengúrudýrið í Ástralíu lang- fremst, og stekkur það nálægt tíu metra. Öðru rnáli gegnir ef maður miðar stökklengdiha við stærð dýrs- ins. Þá skarar flóin og engisprettan fram úr, því að þær geta stokkið mörghundruðfalda lengd sína. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.