Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN - LiTLfi 5nBnn - Erik Bertelsen: Hver skaut hvern? TT ENSLUKONURNAR Mörk og Weber keyptu sjer sumarbústað saman út við sjó, og þær voru báð- ar skotnar í Mikkelsen kennara. — Það hjelt liann að minsta kosti. Þær voru altaf að bjóða honum heim. Jú, hann langaði mikið til að sjá sumarbústaðinn — bara að hann hefði tíma til þess, en hann var altaf að stúdera — rannsaka þýð- ingu Goethes fyrir nútímann. En livað sem því liði — hann væri altaf velkominn. Hann var oft laus liálfan dag i einu. Sannast að segja gekk livorki nje rak með Goethe-rannsóknirnar. Hann gat ekkert átt við þær í góða veðrinu. En samt lagði hann ekki upp að heimsækja dömurnar. Sum- part var hann í vafa um, hvort það væri hann persónulega, eða vísinda- maðurinn, sem þær dásömuðu. Og svo flökraði það að lionum, hvort ekki væri betra að vera piparsveinn. Því miður hafði Goethe ekkert sagt um það. Svo kom fram á haust. Dagarnir urðu svalir. Vetrarkvöldin mundu gefa honum nægan tíma til visinda- iðkana. En skyldi nokkuð verða úr þeim? Þeir eiga svo marga kúnn- ingja, þessir piparsveinar. Nei, ef nokkuð ætti að verða úr verki, þá yrði hann að eignast konu og lieim- ili. Og svo fór hann í sumarbústað- inn einn sunnudag í september. — Honum var ekki í liug að biðja þeirra, hvorugrar. Hann ætlaði að eins að kynna sjer hvor þeirra mundi hæfa honum betur. Að því er hann hjelt var Mörk meiri hús- móðir en Weber var andlegar sinn- uð. Reynslan staðfesti þetta. Mörk sá um húsverkin. Undir eins. og hún hafði boðið hann velkominn hvarf hún fram í eldhús. En Weber sýndi gestinum í kring og virtist hún gera • það með mikilli ánægju. Eiginlega hafði Mikkilsen ekkert á móti því að vera með henni. Hún var fall- egri og ræðnari en Mörk. En hon- um fanst að hún gæti talað dálítið ó- skáldlegar um daginn og veginn. Hann sá enga ástæðu til að kalla þetta litla timburhús laufskála, þó að þar væri öllu vel til liagað. Og nýplægt garðkrýli var heldur eng- inn rósalundur. Hann sá að þreytandi mundi reyn- ast að una í ektastandi með svona manneskju. Og yfir matnum kóln- uðu tilfinningar hans gagnvart Web- er talsvert. Því að hann kunni að meta góðan mat og fann, að Mörk mundi vera mikill matgerðarsnill- ingur. Honum gast líka vel að því hve hæversk hún var. Honum þótti beinlínis vænt um hana, þó að liann vildi ekki sýna það meðan aðrir voru nærri. Þess vegna talaði hann meira við ungfrú Weber. En þær misskildu víst þetta báðar. Þegar Mörk fór að taka af borð- inu ætlaði Weber að hjápa til, en Mörk afþakkaði boðið: „Nei, láttu mig um þetta. Tala þú við Mikkel- sen.“ Weber hlýddi þegjandi. Hún ljet Mikkelsen setjast í hægindastól og fór að tala uin Goethe. En Mikkel- sen var áhugalítill um liann og vildi heldur tala um matinn. Hann þóttist hlusta á Weber, en hugur hans var allur i eldhúsinu, þar sem glamrið heyrðist í diskunum. Svo varð hljótt frammi. Nú mundi hún víst koma inn. En hún kom ekki. Og þegar Weber bað hann að lýsa skoðunum Goethes á ástinni, þá tók liann ekki eftir spurningunni, en svaraði úti á þekju: „Hvað skyldi vera orðið af henni ungfrú Mörk?“ „Jeg hugsa að liún hafi farið út í garð.“ „Ættum við ekki að fara út til hennar?“ „Sama stendur mjer,“ sagði Web- er, hálf afundin. En um leið og þau stóðu upp heyrðist hvellur uppi á lofti. Þau liorfðust skelkuð í augu. Weber fölnaði. Og Mikkelsen spurði, með öndina í hálsinum: „Hver — skaut —- hvern?“ í sama bili heyrðist dropi falla. Þau litu bæði upp og sáu rauðan blett í loftinu, og svo hnigu þungir dropar niður á stofuborðið. „Blóð!“ æpti Weber. „Hún hefir skotið sig!“ Mikkelsen tók öndina á lofti: •— „Hver hefir skotið sig?“ „Ungfrú Mörk, besta vinkona mín!“ liljóðaði hún i móðrsýkis- kasti. „Þetta er yður að kenna. Þjer eruð afstyrmi. Þjer eruð þorpari!“ „Kæra ungfrú Weber —“ mald- aði Mikkelsen í móinn. „Kæra, kæra — minnist þjer ekki á kærleika við mig. Þjer ættuð að skammast yðar fram á grafárbakk- ann! Hún elskaði yður. Þjer viss- uð það. vel. En þjer ljetuð hana í óvissu. Þjer kvölduð hana. Þjer liafið varla talað orð við hana í allan dag. Og nú hefir hún drepið sig í örvæntingu yfir þessum þorp- aralegu aðförum yðar!“ Svo glenti hún upp augun eins og hún sæi eitthvað hræðilegt. Hneig niður á sófann og stundi. Mikkelsen leit við. í dyrunum stóð Mörk, bráðlifandi. Hún spurði rólega: „Hvað gengur á hjerna?“ En Mikkelsen benti á blettinn á borðinu og sagði: „Heyrð- uð þjer ekki skotið uppi á lofti? Einhver skaut sig — eða einhvern annan!“ Mörk gekk að borðinu, drap fingr- inum i pollinn og sagði: „Saft! — Ribsberjasaft! Við eigum tvær flösk- ur uppi á lofti, og tappinn liefir vist sprungið úr annari þeirra. Viljið þjer koma upp og sjá?“ Hann leit til Weber og sá að ekki liafði liðið alveg yfir hana. Svo fór hann með Mörk upp á loft. Það var eins og Mörk hafði haldið. Saftin liafði ólgað og tappinn látið undan með hvelli. Þegar þau komu ofan aftur sáu þau Weber bregða fyrir. Hún var komin í ferðaföt og hvarf út um dyrnar. Mikkelsen varð órótt. „Hvers vegna fer hún?“ spurði hann. „Hún blygðast sin víst fyrir mis- skilninginn,“ svaraði Mörk bros- andi. „Og víst enn meira fyrir hvernig hún skammaði yður.“ Hver samdi leikinn, OQ hvert er efni hans? flntDn TjekDu Fæddur í Taganrog í Rússlandi 1860, d. í Badenweiler í Þýskalandi 1904. Um allan heim er rússneska skáld- ið Anton Tjekov kunnur fyrir smá- sögur sínar. Sem smásagnaliöfundur ber han nhöfuð og herðar yfir flesta samtiðarmenn sina, og fjöldi fólks hefir dáð þessa grein skáldskapar lians án þess að hafa hugmynd um, að hann var líka frægt leikritaskáld, og enginn samtíðarmaður hans í Rússlandi var jafnvígur honum á allar greinar ritlistarinnar. Og þó var hann sonarsonur ánauð- ugs bónda, sem hvorki kunni að lesa og skrifa. En þessi afi hans hafði kaupsýsluvit, og með ýmiskonar verslun fjenaðist liann svo, að hann gat keypt sjer og fjölskyldu sinni frelsi. Pavel sonur hans var lika duglegur kaupmaður og dugði vel í versluninni, sem faðir lians rak í Taganrog. Græddist þeim fje þangað til járnbraut var lögð um nágranna- bæinn, því að þá dróst verslunin frá ’%/r*//*//^i^//*//*//*//+//^/s+//*//+//*//**r»//*/,%//+//*//*//%//%//^/+/ „Heyrðuð þjer þá ....?“ „Jeg heyrði hvert orð. Mjer var ómögulegt annað. Jeg kom hingað inn til að athuga, hvort skotið hefði verið hjer. Mjer heyrðist það.“ „Hm! — hvernig datt henni i hug að segja Jietta við mig. Höfðuð þjer sagt henni að ....?“ „Nei, en máltækið segir: „Margur heldur mann af sjer.‘ „Jú, jeg get hugsað mjer, að hún hafi hugsað sitthvað um mig. En þjer, ungfrú Mörk — ?“ Spurningin varð ekki lengri og hún svaraði engu. Þau horfðu bara hvort á annað, og hvorugt leit und- an. Og þegar Weber hafði jafnað sig eftir geðshræringuna nokkrum dög- um seinna mfæ mfæ mfæmfæymm hjónin í ertnistón: „Hver skaut hvern?“ þá urðu þau að svara því hreinskilnislega, að þau hefðu ekki hugmynd um það. Taganrog. Þetta gerði út af við versl- un Tjekovs gamla og fjölskyldan komst á vonarvöl. Hún fluttist þá til Moskva, að und- anteknum Anton hinum unga. Hann varð eftir og liafði verið sjeð fyrir mal og húsnæði í þrjú ár, þangað til hann lyki námi við gagnfræða- skólann í bænum. En siðan fór hann til Moskva og tókst að komast í háskóla þar. Ætlaði hann sjer að verða læknir. Eri hann varð að vinna ekki aðeins fyrir sjálfum sjer lieldur einnig fjölskyldu sinni, og þess vegna fór liann að semja smá- sögur fyrir gamanrit eitt, sem kom út vikulega. Það eru þessar sögur, sem almenningur i Rússlandi þekkir Tjekov einkum af enn þann dag i dag, þó að ýmsar aðrar Jijóðir mundu telja þær sóðalegar og lítil listverk. Sögurnar' og leikirnir, sem hann samdi eftir að hann, var orðinn fullþroska maður, og sem í þýðing- um á erlend mál hafa skapað hon- um heimsfrægð eru lítt kunn í Rúss- landi, nema af fámennuin hópi mentamanna. Maðurinn Tjekov var mjög fje- lagslyndur. Hann vildi helst altaf vera í fjölmenni og á lieimili hans var jafnan margt gesta sainankomið. En lengst af æfinni átti liann við sjúkdóm að stríða, því að hann var tæringarveikur. Þó að hann væri læknir sjálfur, þá hirti hann lítt um að fara eins A'arlega með sig og nauðsynlegt var. Loks bar sjúkdóm- urinn hann ofurliði, þegar hann stóð i blóma listar sinnar, aðeins sex mánuðum eftir frumsýninguna á leiknum Kirsuberjagarðurinn. Hjá enskumælandi þjóðum eru þrír aðr- ir leikir hans í jafn miklum metum. Þau leikrit heita: Máfurinn, 'Vanga frændi og Sgsturnar þrjár. KIRSUBERJ AG ARÐURINN. Frú Ranevsky og Anya dóttir hennar koma heim úr Parisardvöl og komast þá að raun um, að auglýst hefir verið uppboð á ættaróðali þeirra fyrir skuldum. Fjölskyldunni finst Jiað óbærileg tilhugsun, að missa kirsuberjagarðinn sinn, því að livítu blómin i honum eru ein sælasta bernskuminning hennar. En frú Ranevsky er kærulaus og skilur ekki gildi peninga. Gayef bróðir hennar er jafn mikið barn þegar peningar eru annars vegar. Barbara stjúpdóttir hennar er eina mann- eskjan i fjölskyldunni, sem veit hvað peningar eru — en hvernig á hún að útvega þá? Lopahkin, sem áður var þræll, er orðinn rikur landeigandi. Hann er gamall vinur og aðdáandi frú Ran- cvsky og ráðleggur henni að rifa liúsið á landareigninni og eyðileggja kirsuberjagarðinn, en leigja svo landið fyrir byggingalóðir. Þá hafist svo mikið upp úr því, að öllu sje borgið. Leigan muni gefa svo mikið af sjer, að frúin geti lifað og látið eins og lienni líst til æfiloka. En hún vill eklci fara að þessu ráði, finst það ganga of nærri sóma sinum, og svo er ástin á kirsiberja- garðinum. Hún slær málinn á fresl, en vonar að eitthvert kraftaverk komi henni til bjargar. Þannig líð- ur fram að uppboðsdeginum. Amma frú Ranevsky hefir sent henni 1500 sterlingspund og frúin og bróðir hennar halda að þessi upphæð geti bjargað málinu við. En þegar Gayef og Lopahkin koma aftur af uppboð- inu, fær hún að vita, að upphæðin Framliald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.