Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 sínum betra hlutskiftis. Hann ætlaði að fara, en dokaði við: „Hvernig líður konunni hans? Jeg á við, Riis er kvæntur, er ekki svo?“ „Frú Riis líður ekki vel. Það er bót í máli að þau eiga ekki börn. Hann situr á járnbrautar- skálanum á hverju kvöldi og drekkur hálfflösku af portvíni. Sumir borgarar bæjarins hafa þann sið.“ — „Viljið þjer gera mjer greiða?“ Engström tók upp budduna. „Hjerna eru fimm krónur. Vilduð þjer ekki kaupa fyrir mig blóm og leggja á gröf Madsen gamla — þá hefi jeg borgað skuldina.“ Maðurinn lofaði því og fylgdi gestinum til dyra. Engström hjelt á hattinum í hendinni og hjelt á stað áleiðis til járnbraut- arstöðvarinnar. Hann langaði ekkert til að sjá meira af bæn- um framar. Fyrir mörgum ár- um hafði hann hatað vin sinn af lífi og sál, vegna þess að unga stúlkan, sem þeir unnu báðir, hafði tekið Axel fram yfir hann. En nú var þetta hat- ur horíið að fullu og öllu. 1 stað þess var komin meðaumkv- un með þessum tveimur mann- eskjum, sem höfðu verið honum svo afdrifarík í æskunni. Það var rdunalegt, að þeim skyldi hafa farnast svona. Hafði Axel ekki altaf verið að guma af þessari ágætu framtíðarstöðu, sem biði hans í höfuðstaðnum, þegar hann yrði eldri. Engström varð fljótari, en hann hafði búist við á járn- braútarstöðina. Biðsalurinn var tómur og enn var hálfur annar tími þangað til lestin átti að fara. Hann hjelt áfram inn í veitingaskálann. Hann var farið að svengja. Skálinn var ekki stór, en þar var þetta sjerstaka biðsalsand- rúmsloft, samsett úr margskon- ar tóbaksreyk, margskonar ryki og margskonar gufum. Honum fanst áreynsla að sitja í þessu Iofti, eftir gönguna úti í góða loftinu. — Úr eldhúsinu lagði stybbu og matarlykt. Eftir því sem hann sat lengur þess minna varð úr matarlystinni. Hann var eini gesturinn þania, sem svaraði stundarfjórðungi. Svo kom gestur inn og settist við borð í liorninu, án þess að fara úr frakkanum. Engström sá í speglinum yfir eldhúslúk- unni hver þetta var og leit því ekki við. Ef hann hefði ekki vit- að, að Axel var vanur að koma í stöðvarskálann um þetta levti, hefði honum aldrei dottið í hug, að þessi hrörlegi, bogni maður væri æskuvinur hans frá göml- um dögum. Hvernig var mögu- legt að nokkurt andlit gæti breyst svona? Og þetta var þá maðurinn hennar Irenu! Skyldi það vera mögulegt að brosá eins og engill eftir mörg ár í hjónabandi með manni, sem að því er virtist hirti ekki einu sinni um að þvo sjer? Frammistöðustúlkan kom með matinn, sem Engström hafði beðið um, og setti um leið liálf flösku af portvíni á borðið bak við. Engström sá í speglinum, að Axel helti í fyrsta glasið, en tók eftir að hann helti niður á dúkinn og setti flöskuna frá sjer í flýti, skelkaður eins og liann hefði sjeð afturgöngu. Síðan stóð maðurinn upp og kom hægt að borði Engströms. „Er .... þetta ekki .... Kar- sten?“ Hann rjetti fram hönd- ina og Engström á móti. „Gott kvöld, Axel! Jú, það er jeg. Jeg átti leið hjerna um. Jeg hefði auðvitað átt að heimsækja þig, en viðstaðan hjerna er svo stutt. — Lestin min fer eftir klukkutíma. Sestu hjerna hjá mjer.“ „Það var bara tilviljun að jeg kom hjerna inn í kvöld. Mig langaði alt f einu svo mikið í glas af víni. Læknirinn segir að maginn í mjer hafi svo gott af því. Má jeg ekki bjóða þjer glas með mjer?“ Riis sótti glasið sitt og flösk- una. Engström fanst eins og það rjettist úr honum á leiðinni, en máske hefir það verið ímynd- un. „Þú hefðir eiginlega átt að koma heim til mín, Karsten — konan mín hefði haft svo gam- an af því.“ Riis settist. Og svo drakk hann út úr glasinu í ein- um teyg. „Henni liður vel ..... kon- unni þinni?“ Fngström spurði með varúð. „Þakka þjer fvrir, ágætlega. Hún er miklu betri núna. Hún hefir verið hálfgerður ræfill í nokkra daga. Jæja, það lá nú við að við yrðum óvinir forð- um, en svo fór það svo, að hvor- ugur okkar fjekk liana.“ „Ertu ekki kvæntur írenu?“ Engström gleymdi alveg matn- um. „Nei, það fór nú á aðra leið. Hún vildi mig ekki þegar á átti að herða. Nei, lnin giftist kaup- manni hjerna norðurfrá. Hún dó fyrir sjö árum, já; svo fór nú það.“ ,,Jeg hafði ekki hugmynd um þetta “ Engström brosti þrevtu- lega. „Jeg hefi eiginlega aldrei gleymt henni.“ „Já, hún var Ijómandi falleg þá, en þú mundir víst ekki hafa þekt hana, ef þú hefðir sjeð hana seinni árin.“ „Það er auðvitað óvíst .... við breytumst öll þegar árin færast yfir. En hvernig líður sjálfum þjer? Jeg labbaði hjer upp í bæinn áðan, og hann virð- ist hafa breyst mikið.‘ „Já, hann hefir gert það. — Hafðirðu tal af nokkrum? Riis helti hægt i annað glas. Eng- ström tók eftir augnaráði hans og það vakti athygli lians. „Jeg hitti engan, sem jeg þekti . . jeg kom aðeins inn á einum stað til þess að kaupa mjer vindla. „Jæja, nú er jeg ekki Iengur i bankanum, skilurðu. Það var engin framtíð í þvi. Jeg vildi ekki húka þar og ganga mjer til húðar, svo að jeg náði mjer í sjálfstæða stöðu. Jeg hefi vöru birgðir til sölu fyrir ýms góð fyrirtæki. Engström ýtti frá sjer disk- inum. „Þá hlýtur þú að eiga góða daga.“ „Já, jeg hefi góðar tekjur, þó að jeg beri það ekki utan á m jer eins og konan mín segir. Hún er altaf að jaga mig fyrir að jeg gangi í gömlum fötum og sje svo illa til fara. En hvernig líður þjer sjálfum?“ Það lá við að Engström spyrði: „Hvers vegna ertu að þessum skrípaleik?“ En hann gat ekki sagt þessi orð. Hann tólc eftir að glasið, sem Riis notaði, var stórt. Flaskan var um það bil tóm. „Mjer líður prýðilega. Jeg hefi verið að heimsækja vin minn hjerna norðurfrá.“ „Þú hefir ferðast mikið er- lendis. Jeg hefi lesið um þig 'í blöðunum. Varst það ekki þú, sem bygðir brúna þarna ein- hversstaðar í Suður-Ameríku? Þjer hefir svei mjer gengið vel, þó að þú næðir ekki prófi fyr en seint.“ , „Mjer var engin leið opin til að stunda nám fyr en eftir að jeg hafði fengið arfinn Manstu e"kki hve skyndilega jeg fór hjeðan? Síðasta kvöldið sem við vorum saman varst þú að tala um framtíð þína. Manstu það kvöld?“ Engström vissi vel að þessar spurningar mundu vekja endurminningar, sem máske mundu særa Axel, en það var líka tilgangur hans. Hvers vegna átti maðurinn að fara í hundana, ef nokkur leið væri enn til þess að bjarga hon- um? „Það kvöld?“ Riis hafði lyft glasinu hálfa leið upp að munn- inum, þegar spurningin kom, en hann hætti við að súpa á því. „Hvað áttu við?“ „Við vorum að koma heim úr samkvæmi .. írene gekk á milli okkar, jeg man það kvöld vel, það var stjörnubjart og dálítið frost. Þú varst að segja okkur frá hvað bankastjórinn hefði hrósað þjer og lofað að greiða götu þína. Og þú vissir nákvæmlega hvenær þú mund- ir verða forstjóri sjálfur.“ Engström talaði hægt og var fastmæltur, og hann horfði fast í augun á Riis. Hann yfirvegaði hvert orð sem hann sagði. Af ásettu ráði brá hann upp mynd af fortíðinni fyrir vini sínum, mynd sem nú var glötuð. Hann vonaði að hann mundi standa upp og grýta glasinu í gólfið — að orð hans mundu verka þannig, því að þau voru ætluð manni, sem var orðinn sljóg- ur á líkama og sál. En ekkert skeði. Engström hefði jafnvel þótt vænt um ef vinur hans hefði staðið upp — án þess að svara einu orði — ef hann hefði aðeins getað reiðst eðlilegri reiði. En Riis sat kyr. Hann l'eit undan og fiktaði við stjettina á glasinu. En þeg- ar undirgangurinn heyrðist i lest, sem nálgaðist stöðina, þá hrökk hann í kuðung. „jÞetta var nú næturlestin, sem ekki stendur við hjerna, og þá kemur lestin þín eftir tíu mínútur.“ Hann rendi leifunum úr flöskunni í glasið sitt og tæmdi það í botn. „Annars þarf jeg víst að fara líka.“ Þeir urðu samferða fram í biðsalinn. Engström nam staðar augnablik og hafði ekki augun af álúta manngarminum, sem geklc gólfið áleiðis að dyrunum. Hann var í vafa um hvort hann ætti að sýna honum meðaumkv- un eða gera sig reiðan. Svo gekk hann út að stjett- ardyrunum, sem lokuðust að baki honum. Hann fann enn þá þefinn úr biðsalnum í nösunum, þegar hann sá ljóslcerið á lestinni, sem átli að flytja bann á burt, eftir þriggja tíma viðdvöl í bæ endurminninganna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.