Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.05.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N FIRMAÐ HðJGAARD l SCHULTS A.S 25 ÁRA Á laugardaginn var átti eitt athafnarmesta verkfræð- ingafirma Norðurlanda, H0jgaard & Schultz A/S í Kaup- mannahöfn 25 ára afmæli. Vegna þess að þetta firma hefir einnig haft með höndum framkvæmd helstu mann- virkja hjer á landi síðustu árin, sem sje Ljósafoss-virkj- unina, Laxárvirkjunina og nú síðast hitaveitu Reykja- víkur, mun lesendum Fálkans vera forvitni á að kynn- ast athöfnum þessa mannvirkjafirma dálítið, og skal því sagt nokkuð frá því, í tilefni af afmælinu. — AÐ voru verkfræðingar Knud H0jgaard og Sven Schultz er stofnuðu firma það, sem ber nafn þeirra, 1. maí 1918. ,Sá fyrnefndi var þá á 40. árinu og liafði 15 ára reynslu að baki sjer i verkfræ'ði, þar af 7 ár í Danmörku og 8 ár í Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi. — En Scliultz verkfræðingur var 32 ára og bafði unnið ýms verk- fræðistörf i 9 ár, lengst af erlendis. Fyrsta verkið sem firmað tók að sjer var að smíða skip úr stein- steypu hjá Flydedokken. Var það eimskip, sem lijet „Bartels“, 1800 smálestir. Þá bygði firmað dráttar- brautir og verksmiðjuhús lijá smíða- stöðinni í Köge, en að öðru leyti starfaði það að ýmsum fyrirtækj- um, sem ráðist var i erlendis og innanlands, ekki sist i sumum hinna nýju ríkja, sem risu upp á rústum ófriðarins. , Skal þá fyrst getið hinnar miklu bafnar í Gdynia í Póllandi. Þegar Pólverjar fengu sjálfstæði sitt og að- gang til hafs um „pólska liliðið" vantaði þá algerlega höfn. Verslun þeirra bafði áður að mestu leyti gengið um Danzig, sem þá varð fri- riki. Rjeðust Pólverjar þá í að byggja nýja böfn við Danzigflóa vestanverðan, skamt fyrir norðan Danzig og var Hpjgaard & Scliultz falin framkvæmd þessa mikla verks. Einnig tók firmað að sjer framkvæmd ýmsra mannvirkja i hinum Eystra- saltslöndunum, svo sem brúargerðir í Kowno, höfuðstað Lithauens, bafnargerðir í Memel og Riga, járn- brautarlagningar i Lithauen og Est- landi, o. fl. í Portúgal bygði H0j- gaard & Scbultz höfn í Setubal, og i samvinnu við F. L. Schmidt & Co., sem er einn mesti sementsvjelafram- leiðandi lieimsins; endurskipulagði það portúgölsku sementsbrensluna „Secil“ og breytti lienni í nýtísku borf, og er þar framleitt eitt besta sement i heimi. Ilin dönsku firmu eru meðeigendur i sementgerð þess- ari. Með ýmsum fleiri útlendum mann- virkjum bafa Hpjgaard & Schultz baft liönd í bagga, bæði um fram- kvæmdum og útvegun stofnfjár, bæði heima og erlendis, og í sambandi við ýms mannvirki erlendis hefir það greitt götu danskrar framleiðslu af bygingavörum, svo sem sements Kay Langvad yfirverkfræðingur. til hafna- og brúargerða og allskon- ar járnvöru, sem unnin hefir verið i Danmörku. Þó að ýms slærstu mannvirkin, sem firmað liefir framkvæmt, og lijer hefir verið drepið á, sjeu er- lend, er ekki svo að sklja, að H0j- gaard & Scbultz hafi ekki verið at- liafnamiklir beima fyrir líka. Því að einmitt á framkvæmdunum í heima- landinu byggist stundum að miklu leyti aðstaðan til þess að geta tekið að sjer mannvirki erlendis í sam- kepni við önnur firmu. Meðal ann- ars verður firmað að liafa á að skipa duglegum verkfræðingum, en það er eigi síst undir þeim komið, hver aðstaðan verður i samkepninni. F.n það er alkunna, að danskir verk- fræðingar hafa á sjer orð fyrir sjer- staklega mikla kunnáttu og hæfni, og verkfræðingaskólinn danski — Polyteknisk Læreanstalt — er ef- laust einn af bestu verlcfræðinga- báskólum í beimi.------- -----Meðal mannvirkja Hpjgaard & Schultz í Danmörku má nefna brýr fyrir dönsku ríkisjárnbraut- irnar; tvær stórar vindubrýr, aðra við Korsör (Halskovbro) en bin ér Langabrú í Kaupmannaliöfn. Einnig tók firmað að sjer stækkun hinnar miklu rafstöðvar Örstedsværket í Kaupmannab. og stórbyggingar fyr- ir ölgerðina Carlsberg og Tuborg, margra hæða báar bifreiðageymslur i Kböfn, gasstöð í Korsör, eigin verksmiðju fyrir Bonnapípur og aðrar steinsteypupipur o. fl. o. fl. Á siðari árum befir firmað m. a. bygt tvær stórhafnir. Er önnur þeirra höfnin i Funchal, liöfuðstaðn- um l Madeira, þar sem m. a. var bygður afar langur hafnargarður. Hitt ér ný fiskveiðaböfn í Póllandi, skamt fyrir norðan Gdynia. Ileitir sá staður AVielkawiess og er þar sandströnd fyrir opnu bafinu, Eystrasalti. Þá skal vikið sjerstaklega að þeim mannvirkjum, sem H0jgaard & Schultz hafa liaft með höndum hjer á, landi. Það er alkunna, að þegar ráðist var i fyrsta stórmannvirkið bjer á landi, hafnargerðina i Reykja-. vik, varð það einnig danskt mann- virkjafirma, N. Monbergs etatsráð, sem tók að sjer framkvæmd fyrsta verksins, liafnargarðanna allra og elsta hafnarbakkans, og stýrði Kirk heitinn verkfræðingur þvi. Firpia Monbergs liefir síðan liaft með höndum önnur liafnarvirki lijer á landi, svo sem í Vestmannaeyjum, og annað danskt firma tók að sjer byggingu nýs hafnarbakka i Reykja- vikurhöfn (Kampmann, Kierulf & Saxild). — Að vatnsveitu Reykja- víkur störfuðu og danskir verkfræð- ingar. En með Sogsvirkjuninni kemur firmað Hpjgaard & Scliultz fyrst við íslenzka sögu. Sogsvirkjunin var ekki boðin öll út í einu lagi, held- ur rafmagnshlutinn sjerstaklega, en slífla og stöðvarhús og mannvirki öll við Sogið sjerstaklega. Tilboð H0jgaard & Schultz í þennan aðal- hluta Sogsvirkjunarinnar, eða virkj- unina sjálfa, þótti aðgengilegast og tók firmað þetta verk að sjer og framkvæmdi það á árunum 1935 til ’37 en það haust var stöðin tckin til afnota. Var stöðin teiknuð af vatnsvirkjasjerfræðii^gnum . Berdal, sem jafnframt var trúnaðarmaður bæjarins og eftirlitsmaður gagnvart verktaka, og lauk bann miklu lofs- orði á bve vel verkið væri unnið og allar kröfur uppfyltar til þess ýtrasta. Yfirverkfræðingur firmaans við verkið var fyrstu tvö árin Schröder Pedersen en síðasta árið Kay Langvad, sem síðan hefir haft Rafstöðin við Ljósafoss.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.