Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.05.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Meðan liann lá veikur hafði kunningi lians einn tekið fáein málverk eftir liann og lcomið þeim fyrir hjá málverkasala í fáfarinni götu. Stærsla myndin var landlagsmynd úr fjallahjer- aði í Norður-ítaliu og sá móta fyrir sjónum út við sjóndeildar- hringinn. En hópur af snjólivít- um álftum var á flugi og har við bláan himininn. Hann hafði kallað þessa mynd „Á vorleið norður“ og bæði hann og kunn- ingjar hans töldu þetta bestu myndina, sem hann hafði nokk- urntíma málað. Nú hatt hann vonir sínar við þessa mynd. Ef honum tælcist að selja liana eða einhverja aðra fyrir sæmilegt verð, hefði hann nóg fyrir fargjaldinu heim. Málverkasalinn hafði verið einstaklega þægilegur og sett „Á vorleið norður“ á hesta stað í sýningargluggunum, og gert það sem hann gat til að sclja myndina. En þó verðið væri mjög lágt, þá hafði enginn kaupandi hoðist enn þá. Nú fór að horfa óvænlega fyr- ir Eskil Elm. Um nokkurt skeið hafði hann orðið að lifa af brauði, sem selt var í ódýrustu hrauðsölúbú'ðum, Og appelsín- um, sem seldar voru á götuhorn- unum i fátækrahverfunum. — Þetta var ekki næringarmikil fæða, og honum lá við örvænl- ingu. Svo var það einn dag síðdeg- is, að liann fór inn í litlu mál- verkaverslunina. Ekki af þvi að hann gei'ði sjer nokkra von — en það skaðaði samt ekki að reyna. Málverkasalinn kom á móti honum. „Jæja, nú er myndin seld,“ sagði hann, einkennilega kvíð- inn á svipinn, „það er að segja upp á vissan máta. Og senni- lega fyrir skammarlegt verð.“ Eskill starði forviða á liann. „Upp á vissan máta, segið þjer! Og sennilega fyrir slcammarlegt verð. Viljið þjer eklci tala greini- legar. Jeg er að rifna af foi'- vitni.“ „Jú, signor. Orðalagið sem jeg viðlief á alveg við ástæðurnar. Lítið þjer á sjálfur. Og svo rjetti hann Eslcil innsiglað umslag. Utan á var skrifað á ítölsku: „Gerið þjer yður ánægðan með innlagða uppliæð? Vonandi er myndin orðin helmingi meira virði eftir nokkur ár.“ Engin undirskrift var á brjefinu. „Auðvitað afhenti jeg ekki myndina," sagði kaupmaðurinn „því áð jeg hefi ekki hugmynd um live mikið er í umslaginu. Líklega ekki nema eitthvert smáræði! Hann getur sótt mynd ina síðar, ef þjer gangið að til- boðinu.“ Eskill liafði opnað umslagið meðan þessu fór fram. 1 þvi voru tveir seðlar — tveir þús- und líra seðlar. Hvernig átti að skilja þetta? Hann stóð þarna sem steini lost- inn og starði á seðlana tvo. Hon- um fanst þetta heinlínis vera auðæín Og hann átti þessa seðla. Ótrúlegt. Óskiljanlegt! Málverkasalinn hafði snúið sjer undan á meðan. Þetta var nærgætinn maður og vildi lielst ekki sjá vonbrigðin á andliti málarans, er hann sæi innihald- ið í umslaginu. Því að hann var viss um, að þar yrði að eins vonbrigði að sjá. „Nú þarf jeg að boiga yður umboðslaunin yðar,“ sagði Eslc- ill og hrosti. „Getið þjer skift þúsund líra seðli?“ „Þúsund líra — sögðuðu þjer þúsund?“ hrópaði málvei’kasal- inn, „Þetta finst mjer ótrúlegt. Nærri því þrefalt meira, en þjer settuð upp á myndina —“ „Já, takið þjer á betur. Jeg fjekk tvöfalt meira. En getið þjer ekki sagt mjer liver kom með peningana. Haldið þjer að það liafi verið landi ininn?“ ,Það var hæjarsendill. Venjm legur bæjarsendill.“ „Nú, en hver lceypti. Hver hefir sent þennan bæjarsendil?1 „Það hef jeg enga hugmynd um.‘ „Jæja, nú lileyp jeg út og' fæ þessu skift. Þjer skuluð fá um- boðslaunin yðar þegar jeg kem aftur — og svolítið meira. Verið þjer sælir á meðan — og þakka yður fyrr!“ „Og Eskill þaut út úr búð- inni og veifaði umslaginu yfir liöfði sjer. Eskill Elm hjelt heim nolckru síðar. Eftir að heim kom tókst honum að selja nokkrar mynd- ir, þó að verðið væri ekki sam- bærilegt við 2000 lírui'nar, sem hann liafði fengið fyrir mynd- ina í Florens. En honum leið vel og það lá vel á honum. Hann átti peninga upp á vasann og það virtist svo, sem fó.lk vænti sjer mikils af honum. Atburður- inn í Florens liafði liaft mikla þýðingu fyrir hann — ekki pen- ingarnir sjálfir fyrst og fremst, en liann hafði fengið sjálfs- traust við þetta. Það mundi á- reiðanlega hafa verið maður, sem hafði vit á list, sem hafði keypt myndina — maður sem sá, að hún var mikils virði. Því að myndin var í raun rjettri dýrgripur, það sannfærðist liann um nú. Hún var hvort- tveggja í senn gerð af mikilli tækni og af mikilli listhneigð og djiipum skilningi. Yfir mynd inni var blær bæði úr norðri og suðri, liún var skýr og dul- arfull í ,senn, í lienni var bæði gleði og þrá. Svo að hann gat þá málað; hann var í raun rjettri listamaður. Nú var um að gera að starfa, afkasta miklu, svo að hann gæti lialdið sýningu í haust. Hann byrjaði, fullur af áhuga og mál- aði nálægt tíu myndir. Svo fór liann með þær í höfuðstaðinn og þar lijelt hann sýningu í sam- lögum við nokkra aðra unga listamenn. Allmikla athygli hafði þessi tilstofnun vakið áður en sýn- ingin var opnuð, og á opnunar- daginn var liúsfylli af gestum. Auðvitað var Eskill viðstaddur, og var honum órótt innanbrjósts í fyrstu. En hann jafnaði sig fljótt, því að eigi aðeins kunn- ingjar hans á líkum aldri held- ur og eldri listamenn. sem við- urkennlngu liöfðu' náð, óskuðu lionum til hamingju með fram- lag hans til sýningarinnar; ýms- ir tóku svo djúpt i árinni að tala um „snild“, svo að Eskill komst brátt í besta skap. Og nú kom liann alt í einu auga á Karen Linde þarna i mannþrönginni. Hann fann blóð- ið streyma fram í kinnarnar. IJún hafði verið svo ofarlega í huga lians og draumum núna síðustu árin — eiginlega fanst honum hann hafa barist bar- áttu sinni fyrir augliti hennai’, hún liafði verið á bak við at- hafnir hans og vilja. En liann skildi þetta fyrst nú á þessu augnabliki, þegar hann sá liana aftur. Hvað hún var orðin undurfögur! Og heimS- borgari. Hann nálgaðist hana hikandi og heilsaði. Hún hrosti og rjetti honum hendina. „Jeg var einmitt að svipast um eftir þjer, Eskill. Gaman var að við skyldum hitt- ast. Komdu nú og sýndu mjer myndirnar þínar.“ Og það gerði hann og Karen sýndi bæði skilning og áhuga á þeim. „Jeg lield þú megir reiða þig á að þú færð góða dóma,“ sagði hún. „Þú ert búinn að sigra. Annars er jeg forviða á live miklu þú afkastar. Mest af því, sem hangir hjerna er víst innan við ársgamalt.“ „Það er salt,“ svaraði hann. „Að vísu hefi jeg málaði eldri myndir, og sumar þeirra hefði mig langað til að hafa hjerna, en það er ekki hlaupið að þvi að ná í þær.“ „Getur maður ekki fengið sín- ar eigin myndir lánaðar til að hafa þær á sýningum, þó mað- ur liafi selt þær. Maður þarf að sýna livernig maður hefir þroskast.“ „Það er ekki nema sjálfsagt. Jeg var líka að hugsa um þetta en hætti við það, vegna þess að ekki var hægt að ná til myndar- innar, sem jeg hefði helst viljað liafa lijerna af þeim eldri. Jeg málaði hana suöur í Florens og seldi hana þar — með kyn- Iegum hætti. Jeg liefði viljað eiga þá mynd — en, sem sagt — jeg seldi hana.“ „Við skulum vona, að hún hafi komist í góðar liendur,“ sagði hún og brosti. „Kanske þú eignist liana aftur einhvern- tíma.“ „Jeg er vonlítill um það. Jeg veit nefnilega alls eklci hver keypti hana. Það er skrítið, en svona er það nú samt.“ Þegar þau fóru út af sýning- unni stakk Ivaren upp á því, að þau gengi svolítið sjer til hress- ingar, því veðrið var golt. Þetta varð löng ganga. Þau gengu í tvo tíma, án þess að vita af því. Og þegar Eskill loksins liafði kvatt Karen við dyrnar hjá frænku hennar, fann hann til nýrrar og óumræðilegrar ham- ingju í hjarta sínu — aldrei liafði hann órað fyrir að slík fegurð væri til í lífinu. Og á morgun áttu þau að hittast á sýningunni aftur — Karen hafði stungið upp á þvi. Þegar hann kom inn á sýn- inguna daginn eftir nam hann staðar og stóð eins og steinn og starði á vegginn, sem mvnd- irnar hans liengu á. Þar-------þar lijekk myndin hans frá Florens! Hann stóð lengi og gat elcki áttað sig. Hvernig í ósköpun- um stóð á þessu? Var það sjón- hverfing? Svo fann hann að komið var við liandlegginn á honum. „Finst þjer liún ekki hanga á góðum stað?“ heyrði hann að rödd sagði rjett lijá hönum — röddin, sem liann elskaði Hann leit við. Þar stóð Karen. Eitt augnablik leit hann á liana — svo breiddist heitt, titrandi bros uni andlitið á honum, og ósjálfrátt tók liann liönd lienn- ar og kysti liana. „Það varst þá þú!“ sagði hann lágt. Hún svaraði engu, en horfði á hann. Hvað þau töluðu saman næstu tímana vita aðeins gömlu kast- aníurnar, sem þau gengu undir — fram og aftur og án þess að þreytast. En áður en þau skildu — og þau voru skelfing lengi að kveðj- ast — sagði hann: „Þá fáum við að eiga mynd- ina frá Florens — bæði tvö, elskan min.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.