Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 5
FÁLiUN N 5 _ A-<X-V : / Kew Gardens á sumardegi fyrir stríðið. Þar sem blómabeðin sjást er nú ræktað grænmeti og nytjajurtir. in liófst höfðu verið frumkvöðl- ap að því að rækta í Bretlandi sjálfu ýmsar fæðutegundir, lyfjajurtir og hráefni, sem á venjulegum timum er flutt til lándsins utan úr heimi. Grasafræðingarnir i Kew vita einhver deili á jurtagróðri þeim sem um þessar mundir fyrir- finst á svo að segja hverri fer- hyrningsmílu á yfirhorði jarð- arinnar. I>að er auðskilið mál hve óendantega mi'kils virði sú þekking er hermálaráðu- neytinu, þegar það er að undir- búa herferðir í fjarlægum lönd- um. En heima fyrir starfa vís- indamennirnir i Kew að stað- aldri að því, að finna á hvern liátt hægt sje að nota ýmsar jurtir og illgresi, sem vaxa i rik- um mæli lieima fyrir, í Bret- landi. Til dæmis hafa þeir lagt mikið kapp á að hagnýta brenni netluna. Úr blöðum hennar er hægt að vinna hið dýrmæta lyf clorophyl, sem nú er mikil eft- irspurn eftir, og úr stönglunum fást tægjur, sem liægt er að nota í margt, þar á meðal í sjer- staka tegund af pappír. I Kew Gardens er einnig, inn- an um hinar sjaldgæfustu hita- beltisjurtir, fyrirmyndar mat- jurtagarður enskur með full- komnasta safni afbrigða af ýmsum matjurtum — baunum, kartöflum, gulrótum og blóm- káli og öðru káltegundum, sem sjást að staðaldri á borðinu á öllum enskum heimilum Það er ung kona, sem sjer um þennan garð. Hún er þar allan daginn og hugsar um plönturnar sín- ar og svarar spurningum þús- unda gesta, sem að gerði bera, viðvíkjandi því hvernig þeir eigi að fara að láta matjurtirn- ar þrifast eins vel og þær gera þarna i fyrirmyndargörðunum i Kew. Maðurinn, sem stjórnar görð- unum í Kew, sir Geoffrey Ev- ans, er einmitt maður af því lagi, sem búast mætti við að hitta í því starfi. Hann er grá- hærður snillingur, með gamla reykjapípu úr maisköngli, geng- ur í ljósum fötum úr skoskum dúk og er með stóra, brúna skó á fótunum. Sir Geoffrey hefir ferðast um veröldina í heilan mannsaldur, og hefir gengt störfum í Ind- landi og Burma, Ástralíu, Fiji- eyjum, Nýju-Guineu og Vestur- Indíum. Kew hefir aldrei í sögu sinni unnið Bretlandi þarfara verk en þessi árin, nje samveldis- löndum Breta og öllum heimin- um. Þar hefir verið unnið starf, sem er til fvrirmyndar. Slysavarnir f Svfþjöð 36 slysavarnastöðvar með strönd- uni fram. — Tilraunir með björg- unarbáta úr stáli. Slysavarnir meðfram Svíþjóðar- strönd hafa nýlega verið auknar með þvi að bæta við nýjum björgunar- bátum og' öðrum útbúnaði. Alveg nýlega fjekk Slysavarnafjelagið, sem :ásamt liafnsögustjórninni hefir slysa varnirnar á hendi, hinn fyrsta björg- unarbát sinn úr stáli. Báturinn er smíðaður hjá Hammarby-smiðjun- uin og er í meðallagi stór, rúmlega 40 feta langur. Verður liann á björg- unarstöð við Eystrasalt og er með öllum nýtisku útbúnaði. Byrðingur- inn er soðinn saman, og vatnsþjett hólf í honum svo að hann á ekki að geta sokkið. Vjelin er 3ja kólf- hylkja Bolinder, og hólkur kringum skrúfuna til þess að verja hana á- rekstri og ís eða öðru rekaldi. Hrað- in er um 8 sjómilur. Báturinn hefir verið skírður „Bror Ulrich“ eftir síðasta landstjóranum i siðustu Vestur-Indianýlendu Svía -— St. Bartélemy-eyju, Sem Svíar seldu Frökkum árið 1878. Dóttir iandstjórans, Sigrid Ulricli, sem hef- ir greitt verulegan hluta af andvirði hátsins, var viðstödd er bálurinn liljóp af stokkunum og skirði hann. Sænsku slysavarnirnar eru nálægt 100 ára gamlar. Sneinma á 19. öld var farið að ræða um stofnun slysa- varnafjelags og slysavörnum komið á undir stjórn flotamálaráðuneytis- ins árið 1852. En sænska slysavarna- fjelagið, sem starfar á frjálsum grundvelli, var stofnað 1907 með nafninu „Sænska fjelagið til björg- unar skipbrotsmanna“. Nú liefir fje- lagið 20 stöðvar, tólf þeirra eru með vjelknúnum skútum, þrjár með stór- um björgunarbátum, sem hafast við úti á sjó, en 5 stöðvarnar hafa að eins rakettu-úthúnað. En liafnsögu- stjórnin hefir 10 björgunarstöðvar, og liafa sjö þeirra vjelknúin björg- unarskip. Eftirlitsbátarnir, sem eru með sjerstöku lagi og útbúnir með öllum hugsanlegum útbúnaði til siglinga, eru á sveimi meðfram ströndinni, þar sem hún er sjerstaklega hættuleg og lijápa skipum í neyð, aðvara sjófarendur og gefa þeim upplýsing- ar um hvar þeir sjeu staddir og þvi um líkt. Þessi sterkbygðu eikarskip, sem yfirleitt eru með líku sniði og fiskiskipin á vesturströndinni hafa reynst ágætlega til þess starfs, hverju sem viðrar. Hefir björgunarfjelagið samið um kaup á tveimur bátum af þeirri gerð í viðbót. Þeir verða 59 feta langir og verða smiðaðir ur timbri. En ef góð reynsla fæst á hinurn nýja stálbát — enn sem kom- ið er liefir hann reynst í alla staði vel — þykir líklegt að björgunar- skipin verði smiðuð úr stáli fram- vegis. UPPGJÖF — Þýskur liðsforingi sjest hjer rjetta upp hendurnar tit þess að biðjast friðar. Hann hefir unnið sjer eitt- hvað til ágætis, þvi að járnkrossinn er á brjósti hans. Myndin er frá Tunis. ltOBÍNSONAR NÚTÍMANS. Æfintýri Robinsons Crusoe hefir líklega orðið frægara í heiminum en nokkurt æfintýr af líku tagi og tekið menn fastari tökum, Víðsvegar á afskektum eyjum eru til menn, sem hafa orðið þreyttir á lieimin- um og tekið Robinson sjer til fyr- irmyndar og gerst einsetumenn. í Marmarahafi er til dæmis eyja skamt frá Oxia. Þar settist að fyrir fimtíu árum maður, sem Vassil hjet og lifði þar í fullkominni einveru Hann hafði orðið fyrir óláni í ástum og hjet því að snúa bakinu við ver- öldinni og' vonsku hennar og lifa einlífi. Hann kom þessum ásetningi sinum fram. Þarna bjó hann í lje- legum kofa og aflaði sjer matar sjálf- ur úr sjónum og skauti jarðar, þangað til tyrknesku stjórninni datt það snjallræði í hug, einn góðan veðurdag, að gera eyjuna að veru- stað fiökkuhunda. Samkvæmt lög- máli Kóransins má nefnilega ekki drepa hunda, og því var þetta ráð tekið. Þegar hundarnir komu þá livarf Vassil, og síðan hefir ekki tekist að finna hann. Ef til vili hefir liann fundið sjer aðra eyðiey og situr þar enn. Skipstjóri á frönsku skipi segir frá öðrum einbúa, ekki ómerkilegri. Skipstjórinn lenti fyrir mörgum ár- um við svolitla eyju, sem heitir Rinca og er við Magellansund, til l>ess að ná þar i vatn. Sjómennirnir urðu ekki lítið forviða er þeir rákust á livitan mann á eyjunni, klæddan í geitastökur. Var hann líkastur norðurlandabúa, en ekki gat hann talað. Þegar þeir spurðu hann hvort hann vildi ekki fara á brott með þeim, kom skelfingar- svipur á andlitið á honum og hann lagði þegar á flótta. Stafurinn J er á ’kínversku borinn fram á 145 iuismunandi vegu, og hver framburður fyrir sig gefur bókstafnum sjerstæða merkingu. Þaft er enginn furða, þótt útlendum þyki erfitt að læra kínversku! Hafa konur betri sjón en karl- menn? Eigi vitum vjer það, en hitt höfum vjer fyrir satt, að nær helm- ingi fleiri karlar gangi með gler- aiigu en konur gera. í Shell-Mex byggingunni i London eru 1486 gluggar, 700 trjehurðir. 365 stáíhurðir og yfir 30 kílómetra leiðslur fyrir heitt og kalt vatn. Lyfturnar i húsinu geta flutl 10.000 marins fram og aftur á hverjum klukkutima. Þetta mundi ekki ]>ykja mikið í New Vork, en London hefir til þessa ekki verið nein skýjakljúfa- horg og það eru ekki nema tiu ár eða svo, síðan farið var að byggja þar hærri hús en 11—12 hæðir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.