Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Þegar Sívaliturn var bygður Þó að Sívaliturn við Kaupmang- aragötu geti ekki talist mikið mann- virki á nútíma mælikvarða, þá mun því hafa Verið svo varið, alt ,fram á okkar daga, að liann var allra bygginga frægastur í munni manna hjer úti á íslandi. Bar hvorttveggja til, að turninn var með einkenni- legu sniði, og svo hitt, að hann stóð andspænis Garði — Regensen — en þar var heimili flestra íslenskra stúdenta fyrrum, og aðrir íslending- ar munu aldrei hafa dvalið svo iengi í Kaupmannahöfn, að ekki kæmu þeir á Garð. Því er ekki úr vegi, þó að nokkuð sje sagt hjer frá Sívala- turni eða Rundetaarn, hvernig hann var til orðinn og hvaða hlutverk honum var ætlað. yngra, húsameistara, og þótti erfitt verk. Sú kvöð var lögð á „bændur prófessoranna" — þ. e. háskólans — í Tune, Hamsö, Sömme og Vold- borg-hjeruðum, að þeir tæki upp grjót í ökrum sínum og flytti það til Kaupmannahafnar, og í brjefi frá konungi, dagsettu i Kolding i janúar 1638, brýnir hann fyrir bændunum og „koma þessu í framkvæmd með- au færi sje gott“. Þetta grjót var notað í undirstöðu turnsins og kirkjunnar. En veggirn- ir sjálfir voru gerðir úr útlendum steini, svonefndum „múffum", eins- konar múrsteini, sem danskar tígul- steinabrenslur höfðu ekki lært að gera þá. Þessi cteinn var pantaður frá borgara einum i Emden í Þýska- Sívaliturn sjeður úr garðinum á Regensen. Sívaliturn er áfastur við Trinitat- iskirkjuna í Kaupmannahöfn, en í raun og veru er alls ekki hægt að kalla hann kirkjuturn, því að hann er alls ekki í neinu samræmi við kirkjuna, nje með venjulegu kirkju- turnasniði. En það gengur enginn svo um Köbmagergade að hann taki ekki eftir þessum einkennilega turni, sem hvergi á sinn líka á Norður- löndum. En hvergi nýtur maður eins vel að sjá liann eins og úr Regensengarðinum, þar sem hann teygir sig yfir þökin á lestrarsals- álmunni. Og Sívaliturn er lika nátengdur Regensen. í fyrstu hafði verið gerð kapelía á Regensen, en hún reyndist brátt of lítil. Var þá ráðist í að leggja hyrningarstein að sjerstakri stúdentakirkju, þar sem nú er Trini- tatiskirkjan, árið 1637. En Kristján fjórði vildi slá tvær flugur í einu höggi og reisa jafnframt bókasafn og stjörnuturn. Hann lifði ekki að sjá kirkjuna fuligerða, því að hún var ekki vigð fyr en 1656, af Hans Svane biskupi. En turninn var full- gerður árið 1642. Þetta var einkennileg og frumleg bygging að ytra útliti, en ekki síður hið innra. í raun og veru má líkja turninum að innan við stóran hring- stiga, þar sem þó engin þrep eru í stiganum heldur jafn aflíðandi i hring, utan um gildan stöpul í turn- inum endilöngum, og er stöpull þessi holur að innan. Það var konungur- inn sjálfur, sem vildi hafa þetta byggingarlag, en framkvæmdin var í höndum Hans Steen'winckel hins landi og gekk seint að koma honum til Kaupmannahafnar. Á efri árum Kristjáns fjórða var litið um fje í ríkisfjárhirslunni enda stóð hann í miklum stórræðum. — Einkunnarorð hans vöru: Regna firmat pielas (Guðhræðslan eflir rikið), og voru slcammstöfuð R.F.P., en gárungarnir þýddu þessa skamm- stöfun með orðunum; Riget fattes penge (Rikið skortir fje), og var það síst að ástæðulausu. Það skorti fje til bæði turnsins og kirkjubygg- ingarinnar, og loks var afráðið að láta turninn sitja fyrir og fullgera liann af þeim efnum, sem fyrir voru, enda var hann fullgerður á fimm árum, eða 1642, svo sem áður var sagt. Kirkjuturn var þetta upp á sina vísu, en engar voru þar klukkurnar. Aðaltilgangurinn var að þarná skyldi vera stjörnuturn. Á sljettum þakpalli turnsins voru sett fimm „stjarnfræðishús“, Ijettir timburskúrar handa stjörnufræðing- unum að sitja í, er þeir gerðu athug- anir sínar. Og efsta hæð turnsins undir þakinu var líka ætluð stjarn- fræðingunum, og þar voru hin dýru tæki geymd i þremur herbergjun- um, sem báru nöfn hinna þriggja frægu stjarnfræðinga: Tycho 'Brahe, Longomontanus og Ole Römer. í brunanum mikla, 1728, komst eldurinn einnig í Trinitatiskirkjuna. Bókasafnið var geymt á kirkjuloft- inu og brann það og hin dýru áhöld í stjörnuturninum skemdust einnig. Ekki brann kirkjan þó meira en svo, að hægt var að vigja hana á ný árið 1731. Var bókasafni komið fyrir á kirkjuloftinu á ný, og stjarn- fræðitækin voru sett i litla kringl- ótta byggingu, sem reist var á þak- palli Sívalaturns. Þar var stjörnuturninn þangað til hann var fluttur í núverandi bygg- ingu sína i Botanisk Have árið 1861, og nú varð Siváliturn um brið út- sýnisstaður og var mikið sóttur af fólki sem vildi sjá yfir borgina eink- um áður en Ráðhústurninn kom. Þar þrammaði fólk upp múrlagðan, hall- andi veg, altaf í hring, uns komið var að stiga, sem lá um efstu hæðina upp á þakið. Þar var tvöföld girð- ing kringuin pallinn, önnur náði í bringu, en hin, sém var mikið yfir mannhæð, og með hvössum göddum hafð verið sett siðar, til þess að varna því, að lífsþreytt fólk fleygði sjer út af turnþakinu niður á götu, en þetta hafði þá komið fyrir. En síðan 1929 hefir turninn aftur fengið sitt upprunalega lilutverk, þó ekki sem stjarnfræðileg vísinda- stofnun, heldur sem uppeldisstofn- un í sömu grein, fyrir almenning. Nú geta menn farið upp í Sívala- turn til þess að skoða stjörnurnar i góðum kíki, og þar gefur góður maður því leiðbeiningar um hvað það sjer, og hvernig gangi himin- tunglanna er háttað. — Þeir sem oft hafa horft á Sívala- turn hafa eflaust brotið heilann um, lwað letrið á þeirri hlið hans, sem að Köbmagergade snýr, eigi að tákna. Þar stendur: Doctrinam et (svo kemur mynd af sverði, seni á að tákna rjettlætið) dirige (þá kkmur Jehova með hebreskum stöf- um) in (þá er mynd af hjarta) C 4 1642. Þessi stafaþraut ætti þvi að þýða: „Herra, stjórna þú trú og rjettlæti í hjarta Kristjáns konungs fjórða.“ Það sem einna einkennilegast þykir við Sívalaturn að innan er, að þar skuli ekki vera hringstigi með þrepum, heldur aflíðandi braut. Sú ástæða er talin til þess, að þegar Kristján konungur var kominn á efri ár var hann mjög lúinn og gigt- veikur. En hann vildi geta komið i stjörnuturn sinn, þegar honum leist. Þess vegna Ijet hann bera sig þang- að í burðarstóli, en auðvitað var burðarmönnunum hægara að ganga upp hallanda en stigaþrep. Sú saga er fræg, að þegar Pjetur mikli Rússa- keisari kom til Kaupmannahafnar í heimsókn til Friðriks IV., fór hann ríðandi upp í turninn, en drotning hans ók þangað upp í vagni, og mega menn marka af þvi, hve breið þessi hringbraut innan í turninum er. Einn dag er Pjetur stóð úppi á þakinu ásamt Friðrik IV. bauðst hann til að sýna veldi sitt með þvi að skipa einum hinna rússnesku fylgdarmanna sinna að hlaupa út af turnþakinu. Zarinn taldi vafalaust að maðurinn mundi hlýðnast skip- uninni þegar í stað. En Friðrik kon- ung langaði ekki tH að sjá slíka sönnun á ofurvaldi Zarsins. Þegar verið var að gera við Si- valaturn árin 1921—-22 kom það á daginn, að stólpinn mikli í miðjum turninum var holur að innan en víða op í holrúmið, sem síðan hafði verið hlaðið upp í. Þegar Englend- ingar skutu á Kaupmannahöfn árið 1807 munu bókaverðirnir á kirkju- loftinu hafa fleygt ýmsum dýrmæt- um handritum safnsins ofan í gíg- inn i stólpanum til þess að þau skyldu ekki brenna. Annars skemd- ist hvorki Trinitatiskirkjan nje Sí- valitúrn neitt við þessa árás, þó að hún eyðilagði mikið í þessum bæjarhluta, svo sem turnana á Frú- arkirkju og Nikulásarkirkju. Það er frásagnarvert ’af jiessum gíg í turn- stólpanum, að einu sinni datt dreng- ur ofan í liann án þess að meiðast. Sívaliturn varð 300 ára gamall á síðasta ári og ber aldurinn með sóma og lætur taka eftir sjer, því að hann stendur út í götuna. Um aldamótin voru þrengslin orðin svo mikil milli lians og Regensen og slys svo tíð þarna, að tekið var til bragðs að gera bogagöng undir Garð götumegin og gera þar braut fyrir gangandi fólk. Garður hefir löngum verið miðstöð íslendinga í Kaupmannahöfn, og þar af leið- andi var Sivaliturn besta kennileyti fslendinga meðan þeir voru að læra að rata um nágrennið þarna, í fyrstu stórborginni, sem þeir liöfðu komið i um æfina. HVER SAMDI LEIKINN. Frh. af bls. 6. að sig hafi dreymt um þessi við- skifti og fer heim í búðina til þess að athuga, hvort klæðið sje ekki enn á vísum stað. Þegar Klæðsalinn sjer Pathelin raun og veru á brott, flýtir liann sjer á nýjan leik til Pathelins. En nú þykist liann vera brjálaður og eys yfir hann miklum orðaflaum, fyrst á einni mállýskunni og svo á annari. Siðan eltir hann Klæðasal- ann um stofuna þvera og endilanga og hótar bæði honum og konunni sinni öllu illu. Konan lijálpar Pathe- lin til að gabba Klæðasalann, fyrst með því að segja, að voði sje á ferð- um og biðja hann að hjálpa sjer en en síðar með jivi, að ráðleggja hon- um að verða á burt sem skjótast, ef hann vilji halda lífinu. Hún segir, að æði grípi mann sinn í hvert sinn sem hann sjái ókunnuga, en þegar þau sjeu í einrúmi geti hún talið hann á að vera kyr í rúminu. Loks hypjar kaupmaðurinn sig á burt í mesta ofboði. En nú hefir Klæðasalinn mist nokkrar kindur og fer i mál við Smalann og sakar hann um að hafa stolið þeim. Smalinn fær Pathelin sem verjanda sinn. Þegar Pathelin kemur í rjettinn telur hann skjól- stæðing sinn á að látast vera brjál- aður, og þegar dómararnir fara að spyrja hann skuli hann engu öðru svara en: „Me—e“. Þegar Klæðasalinn sjer Pathelin í rjettinum þekkir liann hann þegar og fer undir eins að minnast á klæð- ið, sem hann hafði svikið út. Dóm- urunum reynist ómögulegt að fá Klæðasalann til þess að halda sjer við efnið, sem fyrir liggur, nefni- lega kindastuldinn, og sýkna þeir þess vegna smalann. En þegar að því kemur að Pathelin lögfræðingur fer að ganga eftir þóknun sinni hjá smalanum, þá svarar hann engu nema: „Me—e“. Drekkiö Egils-ðl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.