Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 14
14 FALKINN Auglýsing um takmörkun á vatnsnotkun úr Vatnsveitu Reykjavíkur. Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 6. þ. m. var gerð eftirfarandi ályktun: Vegna þess að tilfinnanlegur vatnsskort- ur hefir verið í ýmsum hverfum bæjar- ins undanfarið, er brýnt fyrir bæjarbú- um að fara eins sparlega með vatn og frekast er kostur. Til þess að reyna að ráða bót á vatnsskort- inum, ákveður bæjarstjórn að banna með öllu að vatn sje notað á þann hátt, að því sje sprautað úr slöngum við gluggaþvott, húsþvott, gangstjettaþvott, og bifreiða- þvott. Við slíkan þvott má nota fötur eða önnur hæf ílát, en þá er bannað að láta sírenna í þau vatnsveituvatn. Ennfremur er sjerstaklega brýnt fyrir fólki að takmarka eftir föngum vatns- notkun við þvotta á fatnaði, og láta ckk* sírenna þar heldur, nje við afvötnun á matvælum. Brot gegn þessum fyrirmælum ber að lita á sem misnotkun vatns og skal loka fyrir vatnið hjá þeim, sem brotlegir reynast, eftir reglum sem bæjarráð setur. Vatnsveita Reykj avíkur Sporthúfugerðin h. f. Framleiðir og selur beint til kaupmanna og kaupfjelaga: ENSKAR HÚFUR, margar tegundir. DRENGJA- HÚFUR. —SKÍÐAHÚFUR. — KVENSLOPPA, mis- lita, margar gerðir. — KVENSLOPPA, hvíta. — NATTFÖT, karlmanna. — KAFFIPOKA. Skrifstofa og vörubirgðir Austurstræti 17. Sími 3582 og 4427. GENERALMAJÓR ÓOUGLAS WIMBERLEY, sem er l 8. hernum, foringi 51. Hálendingadeildarinnar, sjest hjer í ráöagerðum með nokkrum foringjum sinum, og er mynd- in tekin meðan sókn 8. hersins var að elta Rommel vestur nxeð Afrikuströndum. Ilefir herdeild hans þótt ein hin sigursœlasta l 8. hernum, enda þykja hinir skotsku Ilálendingar bardagu■ menn fráir og þolnir. Douglas Wimberley var í síðasta strlði sem liðsforingi i þessari sömu herdeild og gekk i hana aftur 10Í0, sem foringi hennar. Það hefir verið sagt um generalmajór- inn, að lwort hann stjórni fleiri eða færri mönnum, þ. e. a. s. frá 500 eða 20.000, þá beri hans sveit ávalt af. BRESKI FÁNINN YFIR TRIPOLIS. Enn eru ekki komnar neinar myndir af falli borganna Tunis og Bizerta. En hjer er mynd af breska fánanum i Tripolis, er hann var dreginn upp bar, eftir fall borgarinnar, og Mussolini misti síðasta hluta nýlenduríkis síns l Afríku i hendur 8. hers- ins. Siðustu mánuðina hefir Tripglitanía verið undir stjórn Breta, og þegar þetta er skrifað eru þeir ásamt bandamönmxm . * sínum, Amerikumönnum og Frjálsum Frökkum að afvopna síð- ustu leifar möndulveldaherjanna í Tunis. Visindamaður einn hafði reiknað að í einu meðalstóru vatnsglasi sje nægilegt vatn til þes að gera þoku- bakka, sem sje einn metri á þykt, sex metrar á hæð og 60 metra lang- ur. Meðai vatnsdropar, sem þoka myndast af eru 1/50 úr míllimetra i þvermál en minstu dropar, sem mældir hafa verið, ekki nema 1/200 úr millimetra. Stærstu droparnir eru í svonefndri votri þoku, en þeir minstu i þurru þokunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.