Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 5
F Á K I N N 5 Úr hestvík við Þingvallavatn. Vigf. Sig. ina og sofnaði aftur. Löngu seinna vaknaði jeg, sá að degi var tekið að halla, hnippti þá í manninn minn, sem aldrei liafði rumskað og vakti hann. Stóð- um við þá upp og hristum okk- ur, gengum niður á Þingvöll og mættum þar öllu fólkinu, sem var að koma af fundinum, því fundurinn var búinn. Hitt- um við ýmsa kunningja svo sem Árna og foreldra mína og var nú byrjað að leita fyrir sjer um gistingur Foreldrar mínir ætl- uðu að gista á Brúsastöðum um nóttina og leituðum við þvi fyrst til Sigmundar bónda, en hann vissi ekkert hvernig hög- um var liáttað heima lijá sjer og vísaði okkur til Björns Jóns- sonar og þeirra forsprakkanna. Gengum við síðan frá Herodesi til Pílatusar og vísaði hver frá sjer og að lokum var ekki ann- að fyrir liendi, en að ríða suð- ur um nóttina og slóst Árni í förina með okkur. Vorum við hjónin á einu máli um það, að v þetta ferðalag liefði ekki mátt tæpara standa. En við hugguð- um okkur við það, að sunnu- dagur væri að morgni og skyld- um við þá gera okkur glaðan dag í bænum. Riðum við svo suður um nóttina, í svarta þoku og súld og komum dauðþreytt til bæjarins kluklcan að ganga fimm um morguninn. Voru þá engir strákar á ferðinni til að flytja hestana, spretti þá aum- ingja maðurinn minn af og flutti sjálfur hestana inn fyrir Laugar. En jeg valdi mjer hið góða hlutslcifti og fór að hátta. Einhverntíma komst maðurinn samt i rúmið og sváfum við síðan bæði sætt til klukkan að ganga tíu um kvöldið og höf- um við víst lielst skemt okkur við að vera útsofin, það sem eftir var dagsins. Síðar um sumarið lögðum við í annan leiðangur til Þingvalla. Það var 1. ágúst, en 2. ágúst áttu hátíðahöldin fyrir konung- inn að fara fram. Ætluðum við þá að kanna ókunna stigu og fara Dyraveg, sem er með skemlilegri leiðum lijer nær- lendis. Liggur vegurinn með rót um Hengilsins og í gegnum nokkra af Hengladölunum, en þeir eru, eins og ýmsir munu kannast við, eitt af þvi, sem er óteljandi hjer á landi. Kem- ur maður svo ofan í Grafning. Vísaði Ogmundur Sigurðsson skólastjóri okkur rækilega til vegar, áður en við lögðum af stað og áttum við ekki að geta vilst, enda gerðum við það ekki, að svo miklu leyti, sem við fór- um að lians tilsögn. Við lögðum af stað úr bæn- um um miðjan dag og var þá krökt af fólki upp um alla vegi. Komumst við í fylgd með mönn- um úr Landsbankanum, Alberti Þórðarsyni bókara, Guðmundi Loftssyni, konu hans og mág- konu og með þeim var enn- fremur vinur okkar, Sigurður Eiríksson regluboði. Ekki man jeg hvort þau ætluðu upphaf- lega sömu leið og við, en þau slóust að minsta kosti í förina. Sigurður hjelt þvi reyndar fram alla nóttina, að við hefðum al- drei á Dyraveg komið og vær- um alt af að villast, en við ljet- um það eins og vind um eyrun þjóta. Við fórum út af aðalveginum í Svínahraunsbrúninni og fylgd- um lienni síðan og götutroðn- ingum nokkrum, þangað til komið var í Engidal og Marar- dal. En þegar þeim sleppir er farið yfir liæð eina litla eða þröskuld í dal, sem jeg þekki ekki nafnið á, en úr lionum kemur maður í Dyradalinn, er hann grösugur í botninn eða var það á þeim árum, en við endann á honum eru Dyrnar. Er það hlið eitt milli tveggja hárra kletta. Ekki vildi vinur Sigurður neita því, að þetta væru Dyrnar, en taldi enga hættu á öðru, en að við mund- um villast aftur af veginum og taldi okkur liafa gert það. Úr Dyradalnum er farið upp i liliðina og tekur þá við mó- helludalur, er galan klöppuð í móhelluna, en eftir það er farið í austurhlíð sjálfs Hengilsins og er dálítið bratt þar ofan. Þegar komið var ofan á jafn- sljettu var farið að skyggja. Var þá faríð að svipast eftir Nesja- völlum, því að þar höfðum við ákveðið, að fá að liggja i hlöðu eða heygarði um nóttina. Áttu þeir að vera fyrir sunnan okk- ur, þegar af fjallinu kom. En þeir fyrirfundust ekki. Þeir munu hafa legið í leyni í skugg- unum af Jórutindi þessa nótt. Voru þeir Albert Þórðarson og Sigurður sendir út af örkinni til að leita að bænum, en komu aftur jafn nær, sagði Sigurður, að ekki væri von á neinum Nesjavöllum þarna, því að við værum ramvilt, eins og liann hefði altaf sagt. En ekki vild- um við skrifa undir þetta. Var það þá samþykt í einu liljóði að hafa orð leiðsögumannsins að engu og snúa norður á bóg- inn og leita að NesjavöIIum í þátt átt og var sú leit síðan hafin. Riðum við lengi nætur og komum þá meðal annars í Kleif ina, en ekki nutum við fegurð- ar liennar, því að svo var skugg- sýnt. Man jeg að Kaalund segir, að Kleifin sje einhver yndis- legasti blettur á íslandi og þótt víðar væri leitað. En aldrei rák- umst við á neina Nesjavelli, enda hafði Ögmundi ekki skjátl- ast í því, að þeir áttu að vera fyrir sunnan okkur. Sáum við þá þann kost vænstan, að spretta af hestunum og leggjast til svefns úti á víðavangi. Sváf- um við bærilega, þrátt fyrir það, að rigning og önnur óþægindi voru að angra okkur. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.