Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 LEÐURBLÖKUR 1 BELFRY. Farmhald af bls. 11 „í svefnlierbergi mínu,“ sagði jeg lil skýringar. „Drottinn minn, þjer eigið við peningaskápinn ?“ ,jJá, jeg er hræddur um það.“ „Persneska höfuðfatið mitt!“*kall- aði frúin óttaslegin upp yfir sig. „Tordýflarnir mínir!“ sagði sir Borwick og hljóp æstur út að dyrum og út í ganginn. „Tordýflarnir mín- ir!“ Konan hans og jeg eltum hann þar til hann var kominn í svefnherberg- ið, sem fyrir ráninu hafði orðið. Dálítill áhugasamur hópur hafði þegar safnast þar saman, vafalaust fyrir tilstilli aðvífandi þjóns, þarna var yfirþjónninn Munnings, Barber næturvörður og tvær þjónustustúlk- ur, sem stóðu i dyragættinni og voru eitthvað að skríkja í æsingi. Sir Borwick stjakaði kvenfólkinu til hlið ar og gekk rakleiðis að peninga- skápnum, leit sem snöggvast inn í hann og sneri sjer síðan að Munn- ings. „Hefurðu hringt á lögregluna?“ spurði hann. „Jeg ætlaði að fara til þess,“ sagði Munnings. „Jæja, gerðu það undir eins.“ „Gott og vel sir Borwick." Munn- ings gekk á brott. Húsráðandinn sneri sjer að næt- urverðinum. „Hvernig gerðist þetta?1 spurði hann. „Það veit jeg ekki, lierra. Kanske að þessi maður — og hann benti á mig — gæti frætt okkur um það?“ „Vissulega," stamaði jeg. „Auð- vitað — jeg — jeg —“ „Gott og vel —?“ húsráðandinn ávarpaði mig. — „Þú svafst hjer í nótt geri jeg ráð fyrir?“ „Ekki vitund,“ sagði jeg sannleik- anum samkvæmt. „Þú hafðir þetta herbergi, hvað?“ „Fræðilega sjeð er það rjett.“ „Jæja þá, lialtu áfram og segðu okkur söguna. Hvernig komust þjóf- arnir inn?“ „Inn um gluggann geri jeg ráð fyrir.“ „Iieyrðirðu ekki til þeirra?“ „Nei, það get jeg ekki sagt.“ „Ef til vill hafa þeir ráðist á hann í svefni og barið úr honum vitglór- una,“ gat frú Trout sjer til. „Þváður,“ sagði sir Borwick, „þess hefði ekki þurft með!“ Mjer likaði illa sneiðin. „Jæja þá Biffin, hjer hafðir þú nú ráðin. — Ilvað gerðist? Hvað gerðir þú þeg- ar þjófarnir komu?“ „Það er staðreynd, að jeg var ekki hjer,“ sagði jeg. „Ekki hjer?“ „Hvar var Ponto,“ sagði frú Trout. „Hann svaf líka annarsstaðar,“ sagði jeg. „Hann er varðhundur við yðar hæfi!“ kallaði sir Borwick hryss- ingslega. „Það er þessi fuglatik, þarna uppi á bænum,‘ sagði frú.Trout. „Jeg varð þess vör síðastliðin föstudag, er við gengum fram hjá, að Ponto rendi tiJ hennar hýru auga.“ „Látum Ponto eiga sig,“ sagði sir Borwick. „Á jeg að skilja yður svo,‘ hann hjelt áfram að horfa á mig með óskemtilegu augnaráði, „á jeg að skilja yður svo,að þjer hafið elcki eytt nóttinni i yðar eigin svefn- herbergi?“ „Nei,“ sagði jeg. „Jeg meina já .... það er að segja .... jeg . Húsráðandi sneri sjer að hinum áhugasama liópi í kring um okkur. „Farið aftur til vinnu ykkar,‘ sagði hann við þjónustustúlkurnar. „Þú, Barber, getur beðið fyrir utan í ganginum. Jeg þarf að tala við þig seinna. Albert —“ hann sneri sjer að þjóninum, sem hlustaði á alt, er fram fór gapandi af undrun — „út með þig!“ Jeg varð svo eftir einn með hús- ráðanda og húsfreyju. „Jæja, lierra minn! Jæja, minn ungi vinur —“ sir Borwick ávarp- aði mig i tón, sem jeg myndi hafa harmað i hvaða öðrum kringum- stæðum sem væri. — „Jeg væri yð- ur mjög þakklátur, ef að þjer vilduð vinsamlegast segja mjer hvernig þjer eydduð síðustu nótt.“ „Á leðurblökuveiðum/ sagði jeg i mesta sakleysi. „Reynið ekki að hafa mig að háði herra minn!‘ „Þess þarf ekki með,“ sagði jeg, „jeg meina, jeg er ekki að því.“ „Á jeg þá að skilja yður svo, að þjer hafið ekki verið í yðar eigin svefnherbergi?“ „Já,” sagði jeg. „Jeg held að yð- ur ætti að skiljast það.“ „Þjer hafið þá í raun og veru ver- ið i — í — herbergi einhverrar annarar persónu?' „Jæja — já — gera má ráð fyrir því.“ „Maria,“ sir Borwick snéri sjer að konu sinni. „Jeg held, kanske, að það væri betra að þú færir.“ „Jeg vildi heldur vera kyr," sagði frú Trout og varð, svo virtist mjer, óvenjulega feimnisleg. „Eins og þú vilt.“ Hann óvarpaði mig aftur. „Jeg vil ekki vera að eyða orðum að þvi hvilíkur einstakur þoipari jeg held að þjer sjeuð.“ Og svo bætti hann við. „Það fer lest til Lundúna klukkan 10.35. Þjer get- ið ekið með kenslukonuvagninum á járnbrautarstöðina.“ „Kenslukonuvagninum —?” sagði jeg mótmælandi. Hann stöðvaði mig með augnatilliti. „Þjer megið teljast heppinn, að vera ekki látinn fara gangandi,“ lijelt hann áfram. „En áður en þjer farið er eitt, sem jeg verð að krcfj- ast vitneskju um. í hvaða lierbergi — ?“ „Jeg neita að segja yður það,“ greip jeg fram i. „Sem sómamaður __<» „Þú gætir varla vænst þess að hann — “ sagði frú Trout. „Sómamaður! Pu! Sir Borwick sópaði konunni sinni til hliðar. „Segið mjer nafn þessarar kven- sniftar þegar i stað,“ þrumaði liann, „og jeg skal sjá um að hún komist út úr húsinu!“ „Það getur vafalaust ekki verið frú Earthenwell,“ greip konan hans fram í, „eða vesalings litla ungfrú Cheap, eða Alice Glown?“ „Alice? Jeg myndi eins vel geta haldið að það væri María. Auk þess,‘ bætti frú Trout við, „þá er hún enn þá í sorgum vegna móður sinn- ar.“ „Frú Wipdlesliam gamla kemur ekki til greina/ hjelt húsráðandi áfram. „Þá eru einungis ungu stúlk- urnar eftir,“ sagði frú Trout. „Það getur þó ekki verið —!" sir Borwick sneri sjer að mjer eins og tígrisdýr, „Ef að jeg hjeldi slíkt mögulegt hjer i minum húsum —! Svei mjer þá sem jeg myndi þá ekki láta yður giftast stúlkunni ó morgun!“ „Gott og vel!“ sagði jeg, „mjer stendur svo sem á sama.“ — Á meðan að Biffin hafði verið að segja mjer þessa sögu, sem var nokkuð löng, höfðum við verið að ■nga fram og aftur við norðurinu- gang dýragarðsins. Og nú hafði hann hlje á frásögn sinni og jeg sá hann renna , augunum í áttina að inn- gönguhliðinu, en inn um það var nú einmitt einhver mjög yndisleg- ur kvenmaður að koma ásamt tveim- ur litlum stúlkum, auðsjáanlega tví- bUrum og svo sem fjögurra ára að aldri. „Þú verður að ljúka sögu þinni,“ sagði jeg. „Jeg bíð endisins með eft- irvæntingu.“ „Hjerna eru þau!“ svaraði hann, virðandi mig algjörlega að vettugi. „Halló Júlía,“ kallaði hann, þegar þrenningin hafði færst nær og var komin til móts við hann. Og svo sneri hann sjer að mjer. „Þú þekkir ekki konuna mína, eða hvað? Júlía, þetta er fornvinur minn.“ Við tókumst i hendur. „Jeg held að við höfum aldrei sjest óður,“ sagði Júlía. „En jeg veit alt um yður,“ svaraði jeg. „Hvað hefirðu verið að segja hon- um,“ spurði hún manninn sinn hlæjandi. .......... „Ekkert elskan min.“ Hann sneri sjer að tvíburunum. „Komið börn, við skulum gefa leðurblökunum/ „Percy er stórhrifin af leðurblök- um,“ sagði Júlía. „Það get jeg vel skilið,“ sagði jeg. Árni Ólafsson þýddi. að jeg hafi farið að spyrjast fyrir um hann ?“ SjómaSurinn hristi höfuSiS. „Nei, en þú hefir samt einhverja hugmynd um hann. Jeg sje það á þjer!“ „Þú ert bráðskarpur, Stubbur .... Jæja þá, jeg hefi hugmynd um hann, og hún er sú, að þetta jarðhús hafi eitt sinn til- heyrt eigninni hjerna fyrir ofan.“ Hann benti yfir öxlina á sjer með þumalfingrin- um. „Ha?“ sagði sjómaðurinn hvatskeytlega. „HvaS er nú það?“ „Friars Mallow,“ svaraði Tom. „ÞaS er kona sem á húsið núna, lafði Creighton. Hún er ekkja. Hann fjell 1916. Jeg var ráðs- maður hjá honum þrjú árin á undan. Þá komst jeg yfir þennan kofa .... þurfti enga leigu að borga, en sá um jörðina, og rjeð mjer sjálfur. Okkur kom vel saman, húsbóndanum og mjer. Og hún er ósvikin hefðarkona, það má liún eiga. Um mán- uði eftir að ég flutti í kofann, var jeg eitt sinn að þrífa gólfið .... og þá rakst jeg á lausu helluna. „Heldurðu virkilega, að þau hafi ekki vitað um þetta?" spurði sjómaðurinn van- trúaður og sló út með hendinni. „Það er einmitt það sem jeg held .... Sjáðu nú til, Stubbur, Creigliton hjónin fluttu ekki til Frians Mallow fyrr en ’14, en þar áður tilheyrði staðurinn Mallocks- ættinni, sem nú er liðin undir lok. Hann keypti Friars af skiftaráðendunum.“ Sjómaðurinn leit hvössum augum á gest- gjafa sinn. „Heldurðu að þetta Mallocks- fólk hafi ekki vitað um það?“ Tom ypti öxlum. „Það get jeg ekki sagt um. En þau höfðu ekki minstu hugmynd um staðinn. Það fullyrði jeg hiklaust ....“ „Tom! Tom!“ kallaði Vallie úr rúmi sinu, og rödd liennar var há og óþolinmóð. „Hverskonar staður er þetta, sem við er- um á?“ Sjómaðurinn kerti hnakkann og skelli- bló. Hann sagði hálf hlæjandi: „Hún hefir rjett fyrir sjer. Þetta var hálf gerður útúrdúr/1 „Það var það að sumu, en ekki öllu leyti .... en svo að við snúum okkur að nýj- um tilgátum — hvað heldurðu að við sje- um langt frá sjó?“ „Svona fimtán til sextán mílur.“ Tom kinkaði kolli. „Þú ferð skrambi nærri um það. Jæja, tilgáta mín er sú, að smyglarar hafi notað þetta jarðhús fyrir vingeymslu. Hvað segirðu um það?“ Sjómaðurinn bandaði frá sjer reyknum og benti á tunnuskriflin. „Ætli að þú eigir ekki kollgátuna ....“ „Og jeg held líka, hjelt Tom áfram, „að það hafi eitt sinn legið göng lijeðan og alla leið til Friars.“ Hann benti. „Það hefir auðsjáanlega verið fylt upp í þennan hluta af veggnum þarna.“ Rödd Vallí kvað enn einu sinni við i eyrum þeirra, en nú var liún ekki lengur hávær og skipandi. „Æ, góði Tom, ætl- arðu ekki að segja mjer livaða staður þetta er í raun og veru?“ Sjómaðurinn settist á rúmið. „Hann er undir jörðinni .... undir kofanum hans Tom. Þetta er fylgsni, sem enginn lifandi maður veit imi, nema við þrjú. Skilurðu nú?“ „Nú skil jeg. Þetta er einkenhilegur stað- ur .... en jeg kann vel við mig hjerna.“ Hún sneri ljósa höfðinu og litaðist um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.