Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N TVÆR ÞINGVALLAFERÐIR. Frh. af bls. 5. Snemma morguns risum vi6 á fætur og bjuggumst til brott- ferðar. Var þá lagt á og sest á bak gæðingunum. En þegar við erum að leggja af stað, verður okkur litið niður fyrir fæturna á okkur og sjáum þá lcvos eina og bæ í henni, að vísu ekki Höfðum við þá legið úti þar við Nesjavelli heldur Heiðabæ. — túngarðinn um nóttina. Þóttist vinur okkar Sigurður Eiríksson, þá hafa fengið sönnun fyrir máli sínu. En það var samt mis- skilningur. Fórum við þá heim á bæinn og var þar eitthvað feira gesta. Þar fengum við kaffi og að þvo okkur og var svo lagt í síðasta áfangann of- an á Þingvöll. Komumst við þangað í tæka tíð, losuðum okk- ur við hestana og reiðtýgin á Kárastöðum og gengum það sem eftir var. Hátíðin byrjaði með ræðu konungs á Lögbergi. Á eftir honum talaði Finnur Jónsson prófessor og lýsti staðnum fyr- ir konungi og fylgdarliði hans, en eftir það voru glímur og eitthvað fleira til skemtunar. Jeg hafði auðvitað ekkert vit á glímu, en amaðist ekki við henni, af þvi að jeg þurfti ekki að taka þátt í henni sjálf, en jeg ljet hana eiga sig í þetta skifti. Voru mörg tjöld á völl- unum, eins og nærri má geta. Fór maðurinn min með mig inn í stórt tjald, sem þingmenn höfðu og bað einhvern þeirra fyrir mig, því að jeg var dauð- þreytt og syfjuð, Svaf jeg þar meðan glíman og skemtiatriðin fóru fram. Nú þótti ekki tiltækilegt að liggja úti aðra nóttina til. Var því farið að hugsa til heimferð- ar í fyrra lagi. Voru það mörg bundruð manna, sem áttu leið suður þessa nótt. Ein þeirra var systir mansins mins og í fylgd með henni voru nokkrar stúlk- ur úr Edinborgarverslun. Þær voru herfilega illa ríðandi og áttu misgott með, að sætta sig við það. Þær höfðu fengið „Thomsens-truntur“ til reiðar, en það er af þeim að segja, að Ditlev Thomsen kaupmaður, hafði verið svo forsjáll, að kaupa töluvert af hestum, sem ætlaðir voru til að leigja út við komu konungsins. En þeim, sem hestana höfðu valið höfðu verið mislagðar hendur með það. Voru margt af þessu hin- ar örgustu bikkjur. Þær voru allar merktar með stóru T á lendina. Þess vegna voru þær kallaðar Thomsens-truntur. En Thomsen vildi ekki una þessu nafni og breytti stafnum á lend- inni í F. En eftir það voi-u hest- arnir kallaðir „fákar“. — En Thomsen ljet sjer það lynda, því að hann skyldi ekki fyndn- ina. Vilborg Jónsdóttir, sem lengi var í Edinborg, var ein í þessari ferð. Hún var sárgröm yfir bikkjunni, sem hún sat á og vildi fá Árna til að ganga af Grána sinum og lána sjer hann, en hann daufheyrðist við þvi. Mágkona mín var aftur á móti hin kátasta og var allaf að stríða Vilborgu með því, að spyrja hana, hvort þær ættu ekki að láta hestana dansa dá- lítið. En Vilborg tók það óstint upp. En samt fór það svo, að hestarnir „dönsuðu“ með þær alla leið suður í Reykjavík og varð þeim ekki meint við og komumst við öll heilu og höldnu á leiðarenda. Nú eru bráðum komin tutt- ugu ár síðan og jeg kom síðast á hestbak og tel jeg það vel farið. Því að hest er að hætta hverjum leik, þá hæst hann fer og þeir, sem hafa þann sið, að detta af baki í hvert sinn, sem þeir koma á hestbak, ættu áreiðanlega ekki að leggja það fyrir sig og síst þegar aldur- inn gærist yfir þá. Ekki hýst jeg við, að það sem jeg liefi sagt um liina göfugu íþrótt, reiðmenskuna og ferða- lög yfirleitt, hafi áhrif á nokk- urn mann, nema það hafi þau áhrif, að jeg verði ekki beðin að flytja íþróttaþátt í útvarpið, en það verð jeg víst að sætta mig við. WIV/VlVlV Ivlæðskeri einn í New York vakti athygli á verslun sinni með því að auglýsa, að hann saumaði eingöngu föt á ístrubelgi. Streymdu brátt til hans menn, sem var býsna vel i skinn komið. Sá digrasti, sein hann saumaði föt á var 162 sm. um bring- una og 170 sm. um belginn, og not- aði flibba nr. 50. bað er orðið býsna fátt, sem ekki er bægt að kaupa vátryggingu á. Dansmeyjar válryggja á sjer lapp- irnar, píanosnillingar fingurna, söngvarar raddböndin og fegurðar- drotningar spjekoppana. Og ilmvatns fræðingar hafa vátrygt í sjer — þefvisina. Digur fjölleikahúskerling óttaðist að hún mundi fara að Ieggja af og válrygði sig því fyrir sliku böli, en reiðkona ein við sama fjöl- leikahús, vátrygði sig fyrir fitu. — ICvikmyndafjelag í Hollywood, sem var að gera út leiðangur upp í fjöll, vátrygði sig fyrir rigningu, en stór- bóndi einn vátrygði sig fyrir sól- skini. „Alltaf er það sama saga, sama eg I gamla daga.“ Sá er aðeins munurinn, að nú hefir EJKARBÚÐIN opnað á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10, og þar fær mannfólkið húsgögnin og búsáhöldin í nýja búið, og það gamla. f Það er líka óhætt fyrir þennan snáða að bæta við óskaseðilinn sinn því EIKARBÚNEN á nægar birgðir af alskonar leikföngum við hæfi barna á öllum aldri. Ekki missir sá sem fyrstur fær - Gjörið svo vel og líta inn. EIKARBÚÐIN Skólavörðustíg 10 Sími 1944

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.