Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNCSVU U/&NMRMIR Drekinn og boilurnar Einu sinni var kongur, sem þótti svo einstaklega góðar bollur. Ekki litlar og skorpnar bollur, lieldur stórar bollur með miklu al' rúsínum. Og áríð sem sagan gerðist vildi svo til að bolludaginn bar upp á afmælisdag drotningarinnar. „Nú skulum við gera okkur glað- an dag!“ sagði konugurinn og njeri saman höndunum. „Fæðingardag og bolludag í einu! Súkkulaði og þeyti- rjóma og bollur með — nam! nam! — en hvað jeg hlakka til!“ Og öll hirðin lilakkaði lika til, því að lienni þótti bollur góðar, ekki síst þessar, sem bakaðar voru fyrir bolludaginn. „Látið þið kalla á matsveininn,“ sagði kongurinn. Og nú kom yfir- matsveinninn og hneigði sig djúpt — nei, ekki gerði hann það nú, því að hann var svo feitur að hann gat ekki hneigt sig, en kongurinn fyrir- gaf honum það, því að hann vissi livernig á stóð. „Jæja, kunningi,“ sagði kongurinn og smjattaði. „Nú er afmælið drotn- ingarinnar bráðum!“ „Já, herra kongur. Jeg er búinn að kaupa súkkulaðið,“ sagði kokk- urinn. „Gott, kunningi, það var hyggi- legt, enda bjóst jeg við þvi af þjer. En hefirðu keypt nokkuð fleira?“ sagði kongurinn. „Já, jeg befi keypt sína ögnina af fleiru góðu.“ „Hefirðu keypt fínmalað hveiti og smjer, bestu tegund af eggjum, nokkra sekki af rúsínum, súkkat i stórum bitum og möndlur? Hefirðu alt sem þú þarft í bestu bollur, sem hægt er að baka i veröldinni?“ „Já, jeg hefi það alt og jeg skal baka bestu bollur, sem nokkurn- tíma hafa verið bakaðar i veröld- inni,“ sagði yfirmatsveinninn. „Það er gott,“ sagði konungurinn og sleikti út uin þegar hann hugs- aði til sælgætisins, „farðu nú að baka og bakaðu bæði dag og nótt og hafðu þetta eins gott og þú getur, svo að við getum haldið stóra bollu- veislu á mánudaginn. Matsveinninn reyndi að hneigja sig eftir því sem istran leyfði og fór svo fram i eldhús. „Byrjið þið nú öll!“ sagði hann við eldhúsfólk- ið. „Við eigum að baka bollur und- ir mánudaginn!“ Og nú var tekið til óspiltra mál- anna. Bollulyktina lagði um alla höllina og langar leiðir frá henni, svo að vatn kom í munninn á öll- um, sem komu nærri. „En livað jeg er orðinn þreyttur!" sagði yfirmatsveinninn, og alt að- stoðarfólkið hans geispaði og sagð- ist vera enn þreyttara en hann. En kongurinn, sem altaf liafði verið að koma i eldhúsið og smalcka, sagði: „Nú er jeg orðinn-svo saddur, að jeg má til að fá mjer blund.“ Svo fóru nú allir að sofa um kvöldið og steinsváfu þangað til yngsti kongssonurinn vaknaði um morguninn og kallaði: „Hvar eru bollurnar?“ Ja, hvar eru j)ær? hvergi sást svo mikið sem ein einasta bolla; þær voru allar horfnar, og l)ó höfðu þær verið mörg hundruð. „Það hljóta að hafa komið hingað ræningjar eftir að við sofnuðum,“ sagði drotningin loksins. Og kon- ungurinn sagði, að það væri áreið- anlegt. „Hvað á nú til bragðs að taka?“ sögðu hirðmennirnir. „Nú eru ekki nenia tveir dagar til afmælis drotn- ingarinnar.“ „Bakið þið fleiri bollur!“ sagði kongurinn, og gætið þið þeirra bet- ur en í nótt!“ Og svo var farið að baka og um kvöldið fóru allir dauð- lúnir i rúmið, en kongurinn sagði við varðmanninn: „Láttu allar boll- urnar inn í liátíðasalinn og vaktu við dyrnar, svo að engin komist inn í nótt!“ En um morguninn eftir var uppi fótur og fit. Ekki hafði verið hreyft við hurðinni að hátíðasalnum, en gaflinum í salnum, þeim sem hásæt- ið stóð við, hafði verið ýtt inn, og allar bollurnar voru horfnar. „Nú tekur út yfir allan þjófabálk!“ sagði kongurinn. „Hver stjórnar þessu? Engar bollur og nú er ekki liægt að baka fleirit Iíver getur þjófurinn verið?“ „Jeg veit það,“ sagði einn af her- mönnunum skjálfandi. „ Það er drekinn úr Sjömílnafjalli — jeg sá lionurn- bregða fyrir í morgun, þegar jeg fór heim. Og allir vita að bollur eru uppáhaldsmaturinn hans.‘ „Þá skipa jeg hermönnum mínum að drepa drekaskömmina undir eins!“ sagði konungurinn. „Og nú verður matsveinninn að reyna að baka einu sinni enn, því að annars höfum við ekkert á morgunn. Og hermennirnir verða að stúta drek- anum, svo að hann steli ekki frá okkur i nótt.“ En hermennirnir hlökkuðu nú ekkert til að berjast við -eldspúandi dreka, sem liafði jetið mörg þúsund bollur, svo að þeir afsökuðu sig. Sumir þeirra fóru að hósta og sögðust vera að fara i bóllð og drekka hafraseyði, aðrir gengu halt- ir og sögðust hafa hælsæri. Og hin- ir skulfu svo mikið að þeir mistu sverðin sín, svo að hershöfðingjan- um þýddi ekkert að senda þá af stað. En þá barst óvænt hjálp. Yngsti kongssonurinn kom hlaupandi og sagði: „Farið þið heim til ykkar, jeg skal sigra drekann einn!“ „Hvað segirðu?“ sagði konungur- inn forviða. „Hvernig ferðu að þvi?“ „Það er enginn vandi,“ svaraði prinsinn. „Skipaðu aðeins svo fyrir, að allar bollurnar sjeu látnar niður i garðskálann; svo fer jeg þangað aleinn, og á morgun •— ja, sjáðu nú til!“ „Þú munt ekki ætla þjer að sitja að bollunum cinn?“ spurði kongur- inn. Hann fór að gruna margt. En prinsinn virtist móðgast við Tillaga um nýja tegund af sokkaböndum handa konum, sem eru með börn i strœtisvögnum. — Hallál Jeg hefi fundið slroku- hundinn, sem þjer eruð að auglýsa eftir. — Þið verðið að doka við, svo sem hálftíma, meðan jeg dúklegg gólfið! þetta, svo að kongurinn sagði: „Jeg er að gera að gamni minu — gerðu eins og þú vilt.“ Þarna var haugur af nýjum boll- um, en prinsinn bað um ofurlítið af deigi. Hann sagðist ætla að baka nokkrar bollur i viðbót. Þegar dimdi af nóttu sat prinsinn og beið. Hann var sá eini-sein vakti — allir hinir sváfu dauðþreyttir eft- ir baksturinn. Og svo kom drekinn. „Gott kvöld,“ sagði prinsinn vin- gjarnlega. „Hjerna er jeg með nokkr- ar spánýjar bollur handa þjer!“ Og svo rjetti hann drekanum eina af bollunum, sem hann hafði bakað sjálfur. Og drekinn gleypti bolluna. „Meira!“ sagði drekinn og sleikti út um. Og prinsinn gaf honum fleiri og fleiri, þangað til drekinn fór að stynja. „Jeg er saddur, jeg get ekki etið meira — æ, en hvað er þetta! Jeg get ómögulega hreyft mig. Hvernig stendur á þessu?“ Þarna lá drekinn eins og skata og gat sig ekki lireyft. Og liann stundi og veinaði, en um morguninn fór prinsinn og sótti konginn og hirðmennina og stríðsmennina. „Sjáið þið!“ sagði liann sigri lirós- andi. „Nú liefi jeg veitt drekann — liann getur ekki hreyft sig.“ „Jeg bakaði nokkrar bollur sjálf- ur,“ sagði prinsinn, „en setti í þær blýkúlur og steinvölur i staðinn fyr- ir rúsínur og súkkat. Og þið sjáið þarna, hvernig það hefir verkað." Nú gat drekinn ekki gert neinuin mein, svo að það var liægt að temja hann og svo varð hann konunglegur hirðdreki, en fjekk ekki bollur nema þegar konungurinn gaf honuin þær.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.