Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LiTLfí sflsnn - P. H. Skau: Þrumuveður „Jeg fer þá með lestinni klukkan 17.40,“ sagði Elinor og kinkaði kolli í ákafa. Elinor var ein þeirra stúlkna, sem altaf hafði einliver ósköp að gera, en kom í rauninni skelfing litlu í framkvœmd. Hún var nefnilega óðagotsmann- eskja og það sagði lmn sjálf. Aðrir sögðu að hún væri gleymin. Enn aðrir — þeir sem best þektu hana — að hún væri subba. En það er nú dónalegt orð. „Það er helgidagur á morgun og þá fer lestin ekki kl. 17.40 heldur 17.25,“ sagði móðir liennar. „Æ, jeg steingleymdi þvi.“ „Þú gleymir altaf öllu!“ „Góða mamma, vertu nú ekki ön- ug við mig. Þó að þú hafir sjálf svona undravert minni og sjert svo hirðusöm og reglusöm — og alt svo- leiðis .... þá hlýtur þú að skilja „Góða, besta Elinor! Þig rennir víst ekki grun í live vel jeg skil! En einu sinni fjekk jeg eftirminni- lega áminning, af því að jeg gleymdi altaf, eins og þú gerir núna! Og jeg hugsaði mig aldrei um. Já, það er von að þú setir upp furðusvip — en þetta er nú satt! Jeg gleymdi hvað jeg átti að gera — jeg gleymdi að kaupa i matinn á laugardeginum, af því að jeg „hugsaði ekki um“ að það væri sunnudagur daginn eftir! Þú mátt trúa að jeg komst i margs- konar vandj;æði út af því. En verst af öllu var þó það, að jeg gleymdi að ekki má nota símann i þrumu- veðri. Jeg var nýlega búin að kynnast honum föður þínum þegar þetta skeði. Jeg var skelfing ástfangin af lionum! Og hann enda í mjer líka. En við höfðum ekki ennþá talast við til fullnustu — ekki talað út um málið. Við vorum stödd á þvi stígi málsins að-------á þvi stigi málsins, sem þú þekkir.“ Elinor roðnaði og sagði: „Jæja, hvað svo meira, mamma?“ „Það var eitt sumarkvöld, að við ætluðum út, okkur til skemtunar. Ilann hafði beðið mig að hjóla með sjer eitthvað út í sveit, en hann vissi ekki nákvæmlega hvenær hann yrði laus úr vinnunni og þessvegna lofaði hann að hringja til min siðar og láta mig vita, svo að við gætum afráðið ferðina endanlega. Það var óþreyja í mjer allan dag- inn en mje'r leið vel því að jeg hlakkaði svo mikið til ferðalagsins, sem jeg átti í vændum. Jeg vissi, að í þeirri ferð mundu úrslitaorðin verða sögð! Og auk þess var útlit fyrir besta veður. Jeg söng og trall- aði. Og svo leið að kvöldi. Jeg sat inni ' i stofunni hans pabba, rjett við símann, og beið. Sat og starði eins og dáleidd á símann. Jeg skynj- aði í rauninni ekki neitt annað en símann .... heyrði ekki hvað gerð- ist i kringum mig, — svaraði ekki þó að einhver talaði við mig. Alt í einu tók jeg eftir að farið var að þykna í lofti. Svört ský dró- ust saman. Svo sá jeg leiftri bregða fyrir og heyrði þrumu. Jæja, þá verður vist ekkert úr þesari ferð, hugsaði jeg. En jeg skil ekkert í þvi að hann skuli ekki hringja. Að hann skuli ekki stinga upp á að við förum á einhvern skemtistaðinn hjerna í bænum! Að hann skuli ekki láta mig heyra frá sjer! Því hafði jeg ekki trúað. Hann kærir sig þá ekki meira um mig en svona! En hann skal svei mjer ekki halda að jeg....... Jæja, svo að maður geri ekki langa sögu úr litlu efni: jeg fór út — heim til vinstúlku minnar Pabbi og mamma voru ekki heima heldur, svo að húsið varð mannlausl eft- ir. Þrumuveðrið leið hjá, svo að við fórum út að lijóla, vinstúlka mín og jeg. Nokkrum dögum síðar hitti jeg hann pahba þinn aftur. Jeg Ieit ekki við honum. Heilsaði lionum varla. En hinsvegar virtist liann líka vera móðgaður, fyrir sitt leyti. Eftir viku þóttumst við vera orðnir óvinir. Og þetta hefði getað farið laglega ef lukkan, sem er forráðamaður flónsins, hefði ekki skorist í leikinn á ný, og notað þrumuveður að vopni eins og i fyrra skiftið! Þetta var hálfum mánuði síðar. Við sátum heima við kvöldborðið. Jeg hafði mist matarlystin; hver veit nema það liafi verið aðdragandi þrumu- veðursins, sem átti sökina á þvi .... Jæja nóg um það, —■ en alt i einu byrjuðu þrumur og eldingar. Og alt í einu segir hann pabbi: „Hana nú, þarna taka þeir símann úr sambandi aftur, svo að jeg fæ ekki skilaboðin, sem mjer var svo áríðandi að fá i kvöld!“ „Þarna kemur það!“ hrópaði jeg, og röddin i mjer hefir víst verið eitthvað annarleg. „Það er ekki hægt að síma í þrumuveðri. Því hafði jeg gersamlega gleymt.“ Og foreldrum mínum til mikillar furðu gleymdi jeg alveg matnum, æddi fram í ganginn og fór i kápuna mína. Stundarfjórðungi siðar gekk jeg „af tilviljun" fram hjá portinu, sem jeg vissi að hann pabbi þinn gekk út um á hverju kvöldi um þetta leyti .... jeg kinkaði mjög vingjarn- lega kolli til hans þegar hann kom. Og hann staðnæmdist injög forviða og rjetti mjer höndina. Líttu nú á. Misklíðin var úr sög- unni, misskilningur sem auðvitað hafði orðið meiri en ella vegna þess, að liann hafði símað undir eins og fyrra þrumuveðrinu slotaði — án þess að fá svar, og stuttu síðar hafði hann sjeð mig hjóla á burt með vinstúlku minni.“ „Góða mamma! Ilugsaðu þjer ef jeg hefði gert ráð fyrir að lestin færi kl. 17.40 á morgun. Þá hefði jeg orðið strandaglópur. Og hvað heldurðu að Hugo hefði haldið um mig þá?“ „Já, þarna sjerðu, Elinor litla. Það getur verið hættulegt að vera gleymin.“ Egils ávaxtadrykkir ThEDdór flrnasan: TÓNSNILLINGAR LÍFS 0G LIÐNIR GIUDITTA PASTA 1798—1865. Að sjálfsögðu hefir kvenþjóðin komið ekki all-lítið við sögu á sviðí tónlistar. Hafa konur iðkað flestar greinar tónlistar, en þó yfirleitt ekki náð sjer verulega niðri nema í söngnum. En þar hafa einstakar kon- ur gert listinni slik skil að heimur- inn hefir staðið á öndinni. Mun nú hjer, i þessum þáttum verða sagt frá nokkrum slikum konum, þeim sem mest hafa skarað fram úr, og mun sjálfsagt einliverjum þykja tími til kominn, að á kvenfólkið sje minst, eða þeirra þátt í þvi að göfga og gleðja veröld vora með fögrum söng. Jeg mun þó ekki fara lengra aftur í tímann en til aldamóta átjándu og nítjándu aldar og byrja á ítölsku söngkonunni Giudittu Pasta. Fyrst framan af, eftir að tónlist var komin í það listræna horf, sem síðan hefir verið bygt á, þótti það ekki hlýða, að konur kæmi opin- herlega fram, hvorki i kirkjusöng nje á leiksviði. Þá sungu karlmenn kvenhlutverkin í óperunum, — jafnvel liin hæstu sópranhlutverk. Raunar gat varla heitið að þettta væri karlmenn, þvi að það voru geldingar frá bernsku, og fóru því ekki í mútur, en röddin gat hins- vegar jiroskast á sama liátt og kven- röddin. Frægastur slíkra sóprarn geldinga mun verið hafa liinn ítalski „sópran“ Carlo Farinelli (1705— 1782). Er um rödd hans sagt, að hún hafi verið „fegurst röddin, sem nokurntíma hefir heyrst“ Hræddur er jeg um, að eittlivað þætti mönn- um það óviðfeldið á vorri öld að horfa á og heyra til slíkra „sópr- ana“. Einu sinni henti það mig, vestan hafs, að jeg var í óperettu- leikhúsi, þar sem slíkur fugl kvak- aði af aðdáanlegri prýði, en jeg vissi ekki annað en þar væri „ó- svikinn" kvenmaður fyrr en í leiks- lok, er sópraninn var að þakka fyr- ir viðtökur áheyrenda, — og tók ofan hárkolluna eins og húfa væri. Kendi jeg þá óhugnaðar og jafnvel blygðunar, því að jeg hafði klappað þessum fugli ákaft lof i lófa og jafnvel sent blómvönd npp á leik- sviðið, sem jeg sá nú í höndum söngvarans. — Jeg ljet sem minst á mjer bera og fór út, en fanst allra augu á mjer hvíla, og andlit öll glottandi. — Þetta er útúrdúr. — en nú skal sagt frá. Giudittu Pasta, en hún var fædd einhverntíma á árinu 1798 í Comó, skamt frá Milano á Ítalíu. Var hún af Gyðingaættum og var ættarnafn- ið Negri. Hafði hún þegar sem barn haft ákaflega þróttmikla söngrödd og kirkju-söngstjórinn í Comó, Bartolomeo Lotti, tekið að sjer að þjálfa röddina. Mun það ekki hafa verið auðvelt að beisla þann mikla „kraft“ sem þar var fyrir, samfara ýmsum ójöfnum i „registrinu“, — eða á raddsviðinu, sem Pasta átti raunar erfitt með að sigrast á fram eftir öllum aldri, og gætti jafnvel nokkuð í söng hennar þegar hún var á besta skeiði, svo a$ segja í hvert sinn sem hún kom fram á leiksvið eða söngpall, þangað til hún var búin að „syngja sig upp“ — eins og við nefnuin það lijer. Það var eins og hún þyrfti í hvert sinn að samstilla raddböndin með því að reyna þau eins og þegar fiðlu- strengir eru stiltir til samræmis, áður en lag er leikið. Nú var það auðvitað svo, að á hennar tíð þekt- ust ekki ýmsar þær söngkenslu-að- ferðir, sem nú eru notaðar með góðum árangri til þess að sigrast á slíkum raddgöllum. Að öðru leyti mun Giuditta Pasta hafa þótt vera húin svo ágætum hæfileikum til þess að verða mikil óperu-söngkona, að ekki var í það liorft, að afla henni svo góðrar mentunar og þjólfunar, sem kostur var á. Mun það lika hafa ráðið nokkru, að það þótti snemma augljóst, að hún myndi hafa mikla leikarahæfileika. Var hún þvi sett lil náms í tónlistarskólann í Milanó og naut þar tilsagnar hesta kennar- ans, sem völ var á, en sá lijet Boni- facio Asioli (1769—1832), mikils- virtur tónfræðingur á sinni tíð og tónskáld. Var Giuditta undir hans hendi i nær 3 ár, og tók ákaflega mikluin framförum, þó að ekki tæk- ist til hlýtar að sigrast á þeim á- göllum, sem að framan getur. Árið 1815 fór hún að þreifa fyrir sjer um það, hvernig „lýðurinn" myndi taka sjer, og byrjaði á því að syngja á ýmsum smá-leikhúsum. í lok þess árs giftist hún tenórsöngv- ara, Pasta að nafni, og rjeðust þau (1816) saman til konungs-leikhúss- ins i Lundúnum (Kings Theatre), sem þá var langstærsta leikhúsið á Bretlandi og tók 3300 manns í sæti. En Giudittu var tekið fremur fá- lega, þegar hún kom þar fram. Ekki fjelst henni þó liugur, því þó að röddin væri að ýmsu leiti óþjál og stilnum enn ábótavant, þá bjó hún yfir ýmsum þeim hæfileikum sem miklu lofuðu, ef ástundun og þraut- seigja væri fyrir hendi — og það var siður en svo, að þar skorti nokk- uð á. Hún livarf aftur lieim lil Ítalíu og lagði sig alla fram til þess að sigr- ast á því, sem hún taldi standa sjer i vegi til sigurs og vinsælda. Kom hún svo fram af nýju í Feneyjum árið 1819, og tók þá keilur, eins og Danir kalla það, og fylgdi þeim sigri eftir i Rómaborg og Milano. í París söng hún liaustið 1821 (á italska leikhúsinu) og vakti þá nokkra athygli. Og meðan stóð á kon gressfundinum i Veróna árið 1822, söng liún þar við góðan orðstý -— og kom svo aftur til Parísar og varð þá fræg í einu vettfangi, svo að segja og vakti fádæma fagnaðaræs- ingu. Tónsvið hennar var mjög við- feðma (lága-A—háa-D). Hún átti að vísu enn erfitt með að „skila“ nokkrum tónum á þessu svæði. En söngur hennar var engu að siður svo listþrunginn og glæsilegur og meðferð hennar á hlulverkum svo gjörhugsuð og gagnfáguð, að jafn- vel hinir vandfýsnustu gagnrýnend- ur virtust alveg gleyma ágöllunum, Framhald á bls. 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.