Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N ATLANTIC BANK ETTA fer í taugarnar á mjer — ef þessir þjófnaðir halda áfram, getur það orðið vandamál fyrir okkur, sagði Battle bankastjóri. — Hægan, hægan! Ekki fer bankinn á hausinn, þó að hann missi 200 dollara? sagði Charles Holt, hinn bankastjórinn. Hann sat á kafi í stórum, leðurfóðr- uðum hægindastól í bankastjóra herberginu og var að reykja. — Nei, en tvö hundruð doll- arar á dag verða nálægt 60.000 dollurum á ári, og þú getur ekki neitað því, að stolið hefir verið frá okkur daglega, siðustu tvo mánuðina. Við höfum mist yfir 10.000 dollara. — Jæja, við verðum þá að snúa okkur til lögreglunnar, sagði Holt bankastjóri þvrkings- lega. — Lögreglunnar? Það var því líkast og að Battle væri að fá slag. Hann hafði of mikinn blóð- þrýsting og Holt hafði oft varað hann við að reiðast, en það stoð- aði aldrei nokkurn hlut. —— Maður getur orðið bálvondur af svona þvaðri! Ætlarðu að láta gera aðsúg að bankanum með því að kalla á lögregluna? Hvað lieldur þú að almenningur segi — veistu ekki hvernig ein fjöður getur orðið að fimm hæn- um, ekki síst þegar um peninga er að ræða. — Nei, við verðum að ráða fram úr þessu máli í kyrþey! — Hvernig hefir þú hugsað þjer framkvæmdirnar á því? spurði Holt og það brá fyrir kaldhæðnisbrosi á vörunum á breiðu andlitinu á honum. —- Hefir þú hugsað þjer að fara — allar virðingarfylst — á fund Sherlock Holmes og biðja hann um að rísa upp úr gröf sinni og ráða gátuna fyrir okkur. — Mjer finst þetta málefni sje alls ekki þess vert, að hent sje gaman að því, gelti Battle bankastjóri fram i. — En, ef jeg á að segja þjer allan sann- leikann, þá á jeg garplan skóla- bróður, sem er fulltrúi í lög- regluliðinu í New York. Jeg ætla að biðja hann um, að taka málið að sjer — vitanlega í kyr- þey! — Við hefðum tapað minna fje, ef þú hefðir hugsað út í þetta fyr, sagði Holt, í ögrunar- tón. — Jeg síma til hans undir eins — hann heitir Cooksey! svaraði Battle bankastjóri. Ef hann nær í áætlunarflugvjel- ina getur liann verið kominn hingað eftir tvo daga, eða þar um bil. Battle bankastjóri fór að skrif boi-ðinu sinu og þrýsti á hnapp. Ung stúlka kom inn að vörmu spori. Hún var með ljóst hár, liðað, gráeyg var hún, en greind skein úr þeim augum. Andlit hennai- var ófarðað, og þótti gest- inum — eða Holt bankastjóra — vænt um það. Hún kom inn með pappírsblokk og blýant í hendini. — Það var simskeyti, ungfrú French, sagði Battle bankastjóri. Til James Cooksey — ríkislög- reglan — New York. — Þarf á hjálp að halda. Komið með á- ætlunarflugvjelinni. — Undir skriftin er Michael. En munið, ungfrú: þetta er algert einka- mál! — Vissulega, herra banka- stjóri. Tveimur dögum siðar hljóp hár og knálegur maður, noklc- uð fullorðinn, með loðnar augna brúnir niður úr áætlunarflug- vjelinni. Battle bankastjóri í Atlantic Bank tók innilega á móti honum. — Jeg vona að þetta sje eltki neitt alvarlegt, sagði Cooksey fulltrúi þegar í stað. — Það er eftir því hvernig á það er litið. Mergurinn málsins er sá, að það hverfa peningar úr geymsluklefanum á hverjum degi, og það er alls ekki skemti- legt þegar til lengdar lætur, svaraði Battle. — Lengdar? Hvað lengi hefir þetta gengið svona? spurði full- trúinn, er þeir voru á leiðinni inn í flugvallarveitingasalinn. —1 tvo mánuði, og það vei'ð- ur okkur dýrt spaug. Auk þess erum við hræddir um að það kvisist meðal almennings, að ekki sje alt með feldu í bank- anum. Og þess vegna hefi jeg hugsað mjer að leita á náðir þínar og nota mjer hina al- kunnu snuðrarahæfileika þína, en vitanlega verður þetta að gerast með mestu leynd. — Jeg þakka skjallið, en þú skalt ekki gera þjer of liáar liug- myndir um mig, svaraði Cook- sey og, hló. — Mundu að jeg er vanur að hafa öll liugsanleg hjálpartæki við hendina, en hitt veit jeg ekki, hvernig jeg á að bjarga mjer einn. Jæja, á hverju eigum við að byrja? — Fyrst skulum við nú fá okkur matarbita, svaraði banka- stjórinn og benti á veitingaskál- ann. Battle bankastjóri stakk upp á því, að þeir skyldu fara inn í bæinn hvor í sínu lagi. Á þann hátt yrðu það ekki aðrir en Holt og ungfrú French, sem vissu nokkuð um komu fulltrúans. Gagnvart starfsfólkinu í bank- anum átti Cooksey að koma fram sem staðgengill fyrir einn sendilinn í bankanum, sem hafði orðið að fara á spítala til þess að láta taka úr sjer botnlangann. — Jæja, segðu mjer nú eitt- hvað frá þessu, sagði fulltrúinn. — Þú segir að það hverfi pen- ingar úr geymsluklefanum. — Hverjir liafa aðgang að hon- um ? — Holt og jeg, auðvitað, og svo gjaldkerarnir fjórir, Penn- wright, Rankin, Quain og Soft- man. Þeir sækja kassana sína klukkan níu og láta þá inn aft- ur klukkan sextán, þegar bank- anum er lokað. Eftir það sitja þeir venjulega um klukkutíma yfir reikningum og ganga frá þeim. — Hvenær dagsins heldurðu að þjófnaðurinn sje framinn? — Áreiðanlega milli klukkan 15 og 16. Við höfum þá reglu að Iáta gjaldkerana líta hvern eftir hjá öðrum, þegar pening- arnir eru taldir og látnir í poka, sem svo eru innsiglaðir. Eftir að pokarnir eru komnir i geymsluhvelfinguna þá er henni læst. Þessir 200 dollarar hverfa alt af eftir að pening- arnir eru komnir í geymslu- hvelfinguna. Á morgnanna er einn pokinn altaf opinn og horfnir úr honum rjettir 200 dollarar. — Falskir lyklar, vitanlega? —Já, enginn vafi á því. En spurningin er sú hver hafi þessa fölsku lykla. Það geta vitanlega verið einhverjir aðrir, en þeir, sem jeg hefi nefnt. — Hvers vegna hafið þið ekki sett vörð við geymsluhvelfing- una? — Hm! Þú hefir ekki sjeð . ganginn, sem liggur inn að hon- um. Þarna er livergi skot til að fela sig i. Og það sem verra er: snyrtiklefar starfsfólksins liggja út að þessum gangi. Það er ó- mögulegt að líta eftir livorl fólkið er að fara inn í snyrti- klefana eða livort það fer inn í hvelfinguna. — Hm! En livers vegna tekur hann nákvæmlega 200 dollara í einu? Hvers vegna tekur hann ekki meira? — Sennilega af varkárni. Ef við Ijetum gera þjófaleit á fólk- inu fyrirvaralaust og t. d. 1000 dollarar findust á einhverjum, þá mundi þetta þvkj a grunsam- legt, en hitt er ekki tiltökumál þó að einhver sje með 200 doll- ara á sjer. Það er eklci auðvelt heldur að merkja seðlana ,því það er einhver af þeim, sem daglega handfjatlar peninga i bankanum, sem er þjófurinn. ■— Já, þessi náungi er alls ekkert flón, sagði fulltrúinn og lagði í fleskið og eggin, sem af- greiðslustúlkan hafði látið á borðið. Hann át eins og liann hefði ekki smakkað mat i marga mánuði. Nýi sendillinn, sem kallaði sig James Flint, var þjettur karl og talsvert málskrafsmikill og varð brátt besti kunhingi starfs- fólksins. Hann var símasandi og „sögurnar“ hans gátu stund- um orðið dálítið þreytandi. En öllum var lilýtt til hans, og feg- urðardrotningin i bankanum, hún Amy Bealy, ljet svo lítið að brosa til hans. Hún var af blóðsuguættinni og var aldrei ánægð nema einhverjir af karl- mönnunum lægi á hnjánum fvr- ir henni, enda svikust þeir ekki um það. Hún var skartgjörn og liafði mjög gaman af að dansa „swing“ og „hot“. Og svo reykti hún eins og svín. Sjer til mikillar mæðu gat hún ekki reykt inni i afgreiðslusalnum og var þess vegna altaf að skreppa inn í ganginn til þess að fá sjer nokkra drætti úr sígarettunni. Þar var uppáhalds- staðurinn hennar, þegar húri var ekki vant við látin. Þá stóð hún og hallaði sjer upp að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.