Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 9
FALKINN 9 veggnum og reykti, og þá stund- ina, sem sigarettan var ekki i munninum á henni þá blístraði hún eitthvert af síðustu plágu- lögunum, sem mest var dansað eftir. Flint bankasendill liafði stundum hrist hæruskotna liöf- uðið, er hann horfði á þennán fulltrúa tísku-æskunnar. en á þriðja degi fór hann að hug- leiða dagfar liennar i sambandi við þjófnaðina, sem hjeldu ó- slitið áfram. f öðrum lielmingi gangsins, sem var 16 metra langur, voru hvorki hurðir nje gluggar eða skot, þar sem hægt væri að fela sig. En liinn helm- ingurinn, sem stóð lóðrjett af sjer við þann fyrri var öðru vísi. Þar var 2 metra djúpt skot inn að hvelfingunni, inn á milli snyrtiklefanna. Sitt hvoru meg- in við skotið voru þrennar dyr inn í fatageymslur og .snyrti- klefa og voru snyrtiklefadvrnar næst skotinu. Það var auðvelt að skjótast úr snyrtiklefanum inn í skotið að livelfingunni, en hinsvegar átti þjófurinn á hættu að sjást þegar hann kæmi út aftur, ef einhver kæmi sam- stundis út úr fatageymslu karl- mannanna, sem var innst i ganginum. Cooksey fulltrúi þóttist viss um, að tveir lilytu að standa að þjófnaðinum, eða að þjófurinn hefði aðstoðarmann, sein aðvar- aði hann þegar hætta væri á ferðum. Það gæti verið Amy Bealy. Já, í rauninni hlaut það að vera hún. En hvernig fór hún að því? Efvtil vill með einhverju lag- inu, sem liún var að blístra? Cooksey datt þetta í hug eftir að hann var farinn að venja komur sínar inn í ganginn '\mdir því yfirskyni að fá sjer eina pípu, en í raun rjettri til að athuga Amy Bealy, þegar hún * var að dilla sjer frammi í gang- inum. Þegar einhver af karl- mönnunum, sama liver var, kom út á ganginn, þá blístraði hún „Here eomes the Music", en þegar sami maður fór inn aftur þá blístraði liún altaf „Charlie is going to Town“. Það náði ekki nokkurri átt að reyna að banna henni að vera í ganginum, því að þá mundi þjófurinn verða var um sig og ekki aðhafast neitt. Og jafn óliugsandi var að reyna að finna þjófinn með því að ná fingraförum af seðlunum, þvi að þeir fara margra á milli. Einnig mundi fjöldi af fingra- förum vera á hurðinni að hvelf- ingunni. Og ekki stoðaði að láta gjaldkerana merkja seðlana, ef einn þeirra kynni að vera þjóf- urinn. Cooksey fulltrúi sat „heima lijá sjálfum sjer“ og var að hrjóta heilann um hvernig hann ætti að ráða þessa gátu. Það var alls ekki vistlegt herbergi, sem hann var í, þvi að gamaH banka- sendill hafði ekki efni á að leigja sjer nema Ijelegt her- bergi. En alt í einu datt hon- um nokkuð í liug — það var ofur einfalt, en ef það hefði áhrif þá mundi honum takast að ná í þjófinn fyrirhafnarlítið. Hann fór þegar í strætisvagn og ók til Battle bankastjóra. Það eina sem við þurfum er áreiðanleg, ung stúlka, til þess að setja upp gildruna, sagði hann að lokum, er liann hafði lýst hugmynd sinni fyrir banka- stjóranum. — Við höfmn ungfrú Freneli sagði Battle. — Hún er sú eina, sem veit iiver þú ert, og hún er nægilega vel greind. Það tók alls ekki langan tíma morguninn eftir að setja ung- frúna inn í málið. Að endingu tók Cooksey upp litinn poka og' fjekk henni. — Hjerna er duft, sem þjer eigið að dreifa yfir peninga- ]jokana í geymsluhvelfingunni. Þjer fáið lykil að lienni hjá Battle bankastjóra, og banka- stjórarnir kalla alla karlmenn- ina saman á fund meðan þjer eruð í hvelfingunni. Þú getur vísl fundið einhverja átyllu til þess, sagði hann og sneri sjer að Battle. — Sei, sei já, láttu mig um það! Það er ýmislegt, sem við þurfum að tala saman um á næstunni, hvort sem er, og mjer er alveg sama þó að við gerum það í dag. — Ágætt! Fulltrúinn sneri sjer aftur að ungfrú French. — Undir eins og þjer eruð búin farið þjer í næsta símaturn og hringið til mín og látið mig vita, að alt sje tilbúið. Jeg verð á sendlastofunni. Og svo sjáum við hvernig gengur. Bankanum var lokað ldukk- an 15, eins og vant var, og Cooksey fulltrúi sat og beið í eftirvæntingu í sendlastofunni, eftir að hringingin kæmi. Gildr- an hafði verið sett upp, en það var smuga á lienni, sem þjóf- urinn gæti komist gegnum. — Skyldi honum hugkvæmast að nota sjer það? Loks kom orðsendingin, sem hann beið eftir. Cooksey þakk- aði fyrir og hringdi til Battle bankastjóra, og þegar starfs- fólkið var albúið til að fara lieim, nokkru siðar, fjekk það hoð um að koma í fundarsal- inn. Það varð ekki lítið forviða þegai- það sá sendilinn Flint þar með báðum bankastjórun- um. — Konur og karlar! lióf Flint máls. — Eins og flestum ykkar mun kunnugt hefir talsvert ver- ið um stuldi hjer í bankanum upp á síðkastið, og jeg býst við að ykkur sje það áhugamál, ekki siður en bankastjórunum, að þessir þjófnaðir komist upp, og að þjófurinn eða þjófarnir náist. Jeg vona að þið afsakið, að jeg liefi siglt undir fölsku flaggi hjerna. Jeg heiti Cooksey fulltrúi frá lögreglunni í New York. Nú heyrðisl undrunarkliður frá mannsöfnuðinum, en þó varð fólkið enn meira hissa er liann hjelt áfram: — Jeg hefi leyft mjer að setja upp gildru fyrir þjófinn, og þess vegna bið jeg ykkur að koma hjer og sýna mjer hend- urnar á ykkur. Hann tólc vattlagð og litið glas með gulum vökva, og jafnóðum að fólkið rjetti fram hendurnar strauk liann um fingurna á því með vattinu. Komu þá gulbrún- ir blettir þar sem strokið var. Nú kom hver eftir annan til hans og eftirvæntingin og kvíð- inn óx eftir því sem lengra leið á. Hver af starfsbræðrunum var þjófurinn? Alt í einu tók Cook- sey viðbragð — það var Rankin gjaldkeri, sem var hjá honum þá. Bláir blettir komu á fing- urna á honum, þegar Cooksey strauk þá. — Hjerna er þjófurinn! hróp- aði Cooksey ánægður. — Eða haldið þjer að það þýði að neita? spurði hann gjaldkerann sem var ungur maður og i- smeygilegur í andliti. — Jeg skil ekki livað þjer eigið við, sagði Rankin, hinn rólegasti. — Ekki það? Eigið þjer kanske jafn erfitt með að skilja lög? spurði hann og fór að blístra „Here comes the Music“. Þá leit gjaldkerinn ósjálfrátt til Amy Bealy, sem fölnaði svo að sjáanlegt varð gegnum farð- ann, og tók krampataki um handtöskuna sína. — Eða viljið þjer kanske heldur heyra þetta? Cooksey blístraði nú „Charlie is going to Town“. Litið þjer bara á hana. Nú er engin miskunn hjá Magn- úsi. En til þess að gera kvölina sem stysta ætla jeg að biðja alla nema Rankin og ungfrú Bealv að fara út. Og svo eitt enn: Jeg ætla að biðja ykkur öll um að þegja yfir þessu. Fólkið fór alt út úr salnum steini lostið, og Cooksey lok- aði dyrunum á eftir því. Svo sneri hann sjer að þjófnum af- hjúpaða og sagði honum, að bankastjórnin hefði ákveðið að láta málið ekki ganga til lög- reglunnar, með því skilyrði að hann borgaði aftur fúlguna, sem hann hafði stolið. Voru peningarnir ekki i hans vörsl- um enn þá? Rankin kinkaði kolli. — Jú, þeir voru það. Það er að segja, nokkur hundruð dollurum hafði hann eytt, bætti hann við. 0 gast ekki útskýrt hvern- ig þú fórst að því að láta fingurna á honum verða bláa? spurði Battle hankastjóri. — Cooksey sat með þeim háðum bankastjórunum og var að snæða miðdegisverð á „Troca- dero“, nokkrum klukkutímum seinna. — Mjer er engin launung á því. Þetta var ofur einfalt mál. Jeg mintist atviks, sem fyrir mig kom einu sinni á stúdents- árum mínum. Jeg ætlaði á dans- leik, en fjekk alt í einu óþol- andi tannpínu, þegar jeg var í þann veginn að fara. Það var orðið of áliðið til þess að' fara til tannlæknis og of langt í lyfja- búðina og út úr vandræðum bar jeg joð á tannholdið, til þess að sjá hvort verkurinn sví- aði ekki. En þá kom ofurlítill dropi á skyrtubrjóstið mitt, og var hlár hlettur eftir. Með öðl'- um orðum, joðið litar línsterkju bláa, eða kanske öllu fremur öfugt. Það var sterkjuduft, sem ungfrú French fjeklc til að sáida yfir peningapokana, svo að þjófurinn lilaut að fá það á fingurna undir eins og hann snerti við pokunum og opnaði þá. Og svo — jæja, þið sáuð sjálfir, að jeg penslaði fingurna á fólkinu með joðspritti. Og árangurinn var ekki lengi að koma í ljós. — Afbragð! sagði Battle. — Þessi aðferð gat ekki mistekist. — Mistekist? Jú, vissulega, svaraði fulltrúinn hægur. — Ef Rankin gjaldkeri liefði þveg- ið sjer um hendurnar á eftir að liann var í geymsluhvelfing- unni, þá hefðum við staðið uppi eins og glópaldar og fengið langt nef.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.