Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.06.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald Sjómaðurinn deplaði augunum, svo lítið bar á, framan í Tom. Hann sagði: „Hvenær sástu kvikindið síðast, Vallie mín?“ „Það eru einar þrjár, fjórar vikur síð- an.“ Hún gnísti tönnum og bætti við. „Og fegin verð jeg. Hún grjet og barmaði sjer öll ósköp — og jarðaði hana svo sjálf.“ „Á!“ sagði sjómaðurinn. „Þar slapp liún \ el .... Hún liefir auðvitað troðið of miklu • í hann; kvenfólkinu hættir oft við því. Gefið honum of marga sykunnola og sæt- indi, en ekkert kjöt.“ Það var eins og leiftur fornrar gremju bljesi sem snöggvast nýju lífi í óbeit henn- ar á umtalsefninu, og hún sagði: „Jæja, sama er mjer úr hverju hann drapst .... en það var ekki af sætindaáti, því að þau voru aldrei til.“ „Nei, ekki það. En livernig var það ann- ars með konfektið?“ Tómlætið í rödd sjó- mannsins var aðdáunarvert. „Nú ertu farinn að stríða mjer!“ Hún liló upp við öxlina á honum. „Ekki var það dauðaorsökin, því að Teenie hrökk upp af daginn sem það kom.“ „0, jæja þá,“ sagði liann og geispaði letilega, en drap aftur titlinga í laumi framan í Tom. „Jeg er orðinn stirður af að sitja. Varaðu þig ....“ sagði hann og stóð upp af rúminu, rjetti upp handlegg- inn og teygði úr sjer. Stúlkan fylgdi hrevf- inguin hans með galopnum augum, „Sá er nú stór! Finst þjer liann ekki stór, Tom glúpnaði og kinkaði livita kollinum. „Víst er hann það.“ Hann stóð nú einnig á fætur og beygði hnén á víxl, til þess að liðka þau. „Hann er fjári stór; hann er það í öllum skilningi. Þú kannast við orðtakið: stór skrokkur, en hrat í heilastað.“ Að svo mæltu sneri hann sjer við og tók i hand- legg sjómannsins. „Komdu, Stubhur. Við skulum fara upp. Þú verður að hjálpa mér að taka til.“ „Alt í lagi!“ sagði sjómaðurinn. „Og þú sjerð um þig, vinkona?“ Hún brosti lil hans. Nú hafði hann séð þetta bros einum fjórum sinnum, en áhrif þess á sjómanninn mögnuðust við hvert nýtt bros í stað þess að minka. „Jeg er svo syfjuð,“ sagði hún og lagðist aftur upp í rúmið og lijúfraði sig undir á- breiðunni. Sjómaðurinn hafði ekki að henni augun. Aftur var togað i ermina lians og Tom sagði: „Áfram með þig!“ Og sjómaðurinn hlýddi .... Hann þreif- aði sig áfram á eftir gestgjafa sínum, fram þröngu, dimmu göngin og upp járnstig- ann uns þeir stóðu aftur á kofagólfinu. Tom gekk frá hellunni og ýtti rúminu aft- á sinn stað. Betty lyfti efri vörinni og brosti til þeirra, svo að skein í vígtenn- urnar. Hún lá kyr á sama stað og hjelt vörð. Sjómaðurinn brosti kankvís út í annað munnvikið og spurði: „Viltu konfekt?“ Tom starði á hann og svörtu augun hans leiftruðu. „Við livað áttu, eiginlega?“ „Skildirðu ekki, hvers vegna jeg gaf þjer merki áðan,“ „Ef til vill, ef til vill ekki .... En þú miðar í blindni, sonur sæll!“ „En hvernig get jeg annað, Sje maður staddur í skógi með hundið fyrir augun, og lileypi maður af skoti, nú þá hittir mað- ur trje! Og það er einmitt það, sem jeg hefi gert.“ „Ef til vill; ef til vill ekki“ rumdi í Tom. „Þú ert óþolandi þverhaus, efasemda- gepilU og luhbalegur karlfauskur“ sagði sjómaðurinn með breiðu bi-osi. Tom hló dátt. „Hlæ þú bara. Blessaður hlæðu, þangað til löngu eyrun þín rifna frá kjálkunum. En þú hlýtur þó að skilja það, að góðgætið i öskjunni var ekkert hollmeti . . . Skaði að kerlingartíkin skildi ekki prófa það á sjálfri sjer áður en hún gaf liundinum það.“ „Heyr, heyr!“ „Já. En svo maður haldi sjer við efnið. Er þjer ljóst, hvað við erum komnir vel á veg .... eftir einn einasta klukkutíma? Hugsaðu þjer bara. Nú vitum við liverja hún umgekst; við vitum, áð einhver reyndi að koina henni fyrir kattarnef með því að senda henni þetta sælgæti. Þetta vitum við, en hins vegar er manni næst að halda, að það liafi verið einn af sama sauðahúsi, sem að sendingunni stóð. Ennfremur hénd- ir framkoma hennar til þess, að hún hafi sjálf álitið, að það hafi verið einn þeirra, er búa lijer í nágrenninu — þeir Rudd, Ridgeway og Pole. í hvert sinn er þeir komu bauð hún þeim konfekt og liló við um leið. Jeg heyrði hana meira að segja sjálfur segja það, eins og þú veist. Spurn- ingin er þá þessi: Hvað getum við gert? Svarið er: Við Ieitum upjii þá Rudd, Pole og Ridgeway — höldum okkur við þessa þrjá til að hyrja með. Það auðvéldar sak- irnar mikið, að mínum dómi. Þú skilur hvað jeg er að fara?“ Tom kinkaði kolli. „Já, jeg skil .... jeg skil, og það fyrir góðri stundu. Jeg býst við að þú hafir á rjettu að standa. Maður veit þá altjend hvar leggja skal fyrstu snöruna. En ....“ Hann þagnaði og ypti öxlum. Sjómaðurinn skundaði til lians i einu skrefi og sló á aðra efagjörnu öxlina. „Um livað ertu að hugsa karlinn? Ot með það.“ „Jeg var að hugsa um,“ rödd hans var hikandi, „. .. . var, svona að velta því fyr- ir mjer, hvort ekki væri rjettara, að við ljetum heilbrigða skynsemi ráða í þessu máli.“ „Heilbrigða skynsemi?“ „Já .... eh, jeg held það væri skynsam- legra, að við skýrðum lögreglunni frá því, sem við nú höfum komist að. Það er þeirra atvinna að fást við slika lduti; við erum bara viðvaningar .... og eigum að öllu leyti örðugt um vik.“ „Kallarðu þetta heilbrigða skynsemi?“ Tom hnykti höfðinu liarðákveðinn. „Jeg álít,“ sagði sjómaðurinn með nokkr- um þunga, „að sje þetta, sem þú sagðir heilbrigð skynsemi, þá á hún alls ekki við í þessu tilfelli. 1 því umhverfi ....“ IJann kreysti öxlina, sem hönd hans hvíldi á. „Skilurðu það ekki, maður, að ef við fær- um að segja lögreglusnápunum frá þessu .... við vitum að saga okkar er sönn, en hvað geta þeir dæmt um það? Við gætum ekki einu sinni sagt þeim, liver hefir sent öskjuna. Og livar stöndum við þá? Get- urðu, sagt mjer það? Og það sem meira er um vert, hvað yrði um Vallí? Þú veist það ofurvel; þeir væru neyddir til að taka hana fasta, jafnvel þótt þeir grunuðu hana ekki um glæpinn, en það gera þeir undir eins .... Og ef þeir setja hana inn, þá sleppir hún sjer alveg . . . .“ Það færðist smámsaman hros yfir and- litið á Tom gamla. „Þú hefir rjett að mæla Stubbur,“ sagði liann. „Alveg laukrjett. Jeg hefi raunar alt af haft ýmugust á heil- brigðri skynsemi .... Og svo ekki meira um það.“ Sjómaðurinn dró stól að borðinu og tók sjer sæli. ,,Já, hvað sagði jeg .... Hvað er þá næsta mál á dagskrá?“ Tom gekk til hans og tók sjer stöðu hinu megin við borðið. Svo sagði hann með hægð: „Það er það, að jeg fer, sæki Rudd og keín með hann liingað og rek úr honum garnirnar.“ Sjómaðurinn samsinti þessu. „Það verð- ur þá fyrsta sporið — og vonandi í rjetta átt.“ „Þú getur legið á lileri, og fylgst með. Við úthúum það einhvernveginn.“ „Ekki er það lakara!“ svaraði sjómað- urinn. Síðan komu þeir sjer saman um tilhög- unina, og er alt var klappað og klárt tók sjómaðurinn til máls. Hann náði í veskið sitt og tók úr þvi gulnaðan hrjefsnepil. Með hliðsjón af honum, útskýrði hann ein- slök atriði á hernaðaráætluninni, sem gekk i gildi samstundis. Að því búnu þögðu báð- ir um stund. Þeir sátu hvor á móti öðrum og studdu olnbogunum á borðið. Hægt og hægt fyltist kofinn af þjettum, bláleitum reyk, er steig upp úr pipum þeirra. Báðir hugsuðu sitt, livor á sina vísu. VI. kafli. Það var orðið dimt og skuggalegt inni i kofanum. í myrku skoti andspænis dyr- unum glitli í daufar glæður seinni elds- ins, sem kveiktur var þann daginn. Kofa- dyrnar stóðu í hálfa gátt og Betty lá ská- halt yfir þröskuldinn með trýnið og fram- fæturna fyrir utan, en bústinn bakhlut- ann fyrir innan. Annað lífsmark var ekki sjáanlegt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.