Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 S j ómannadagurinn VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf. Skraððaratiankar. Það Sannast svo oft í íslensku þjóðlifi máltækið: „Fyrst er alt frægast". Við erum svo skrambi dug- legir að byrja á einhverri nýjung- inni og göngum þá að framkvæmd hennar með miklu málskrafi og hrifningu og tölum um „þjóðnytja- fyrirtæki“ og margt annað fallegt. En svo er tvent til: annaðhvort geng- ur fyrirtækið vel eða ilia. Gangi það illa vill ofl svo reynast, að þrek skorti til þess að standast örðug- leikana og að alt fari í hundana og falli í rúst það, sem búið var að gera. Og þetta er ekki nema mann- legt. En hitt er öfugmælakendara og síður i ætt við heilbrigða skynsemi að fyrirtækið megi ekki heldui' ganga vel. En þessa hugsunarháttar gætir einnig mjög hjer i landi. Skilj- anlegt verður það þegar um það tæki væri að ræða, sem reisti vel- gengni sína á okri og mergsygi skiftavinina. En gersamlega óskilj- anlegt verður það þegar um það éina fyrirtæki i landinu er að ræða, sem að sönnu má heita þjóðþrifa- fyrirtæki, og var stofnað af þúsund- um einstaklinga til þess að koma fótum undir íslenskar millilanda- siglingar. Eimskipafjelag íslands er bráð- um þrítugt. Það var stofnað með samhug og velvild þjóðarinnar — það þótti svo þarft fyrirtæki og sjálfsagt, að ekki þótti tiltækilegt að rifast um það. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fjelagið var að vísu heppið í uppliafi. Það fjekk tvö fyrstu skipin sín með ágætum kjör- um — ef samið liefði verið ári seinna mundi fjelaginu hafa reynst ofvaxið að eignast þessi tvö fyrstu skip. Og landsmenn viðurkendu allir að i síðustu styrjöld hafi skip Eim- skipafjelagsifts forðað landinu frá miklum vanda, þvi að þá voru eng- ir samningar við neina hernáms- þjóð um erlendan skipakost. En fjelagið græddi. Og þá reis stjórnmáladraugurinn upp við dogg og það tók að verða reimt kringum fjelagið. Krabbamein íslensks þjóð- lífs var að reyna að granda fyrir- tækinu. Svo komu erfiðu árin, kreppuárin. Var ekki öll þessi kreppa Eimskipafjelaginu að kenna? Nú skulum við naga! sögðu Gróu- börnin, og þau nöguðu og nöguðu. Fjelagið stóð af sjer kreppuna, og komst á sæmilegan starfsgrundvöll á ný. Og svo kom nýja striðið og Þó að sjómenirnir væru ekki sem allra heppnastir með veður á minn- ingardegi sínum, síðastliðinn sunnu- dag, mun óliætt að fullyrða, að há- tíðahöldin liafi farið fram með meiri prýði og almennari þátttöku i þetta sinn en nokkurntíma fyrr, síðan far- ið var að lialda daginn hátíðlegan. Þátttakan var meiri en áður, hæði af hálfu sjómanna og annara, og dag- skráin fjölbreyttari. Eiginlega hófst dagskráin á laug- ardaginn, því að þá fór fram kapp- róðurinn á Rauðarárvík. Þátttakan var afarmikil og af einu skipi voru jafnvel tvær keppendasveitir. í kapp róðri stærri skipanna urðu skarp- astir skipverjar af „Helgafelli", sem þó voru nýkomnir í höfn og höfðu ekki haft tóm til æfinga. Rjeru þeir skeiðið, 100 inetra, á 4 mín. 47.7 sek., og er það nýtt met, og unnu „sjómann“ þann, lágmynd eftir Ás- mund Sveinsson, sem Morgunblaðið gaí til verðlauna, og nýjan fána, sem jafnan á að fylgja skipi þess flokks, sem vinnur kappróðurinn. — Verðlaun fyrir skipshafnir af skip- um minni en 150 smál. vann skips- höfnin á „Már“, á 5 min. 1% sek., og unnu June-MunktelI-bikarinn, sem gefinn er af formanni June-Munk-" fjelagið græddi á ný. Og nú var haf- in ný sókn. Fjelagið átti sem sje mesta sökina á verðbólgunni og dýrtiðinni! Nú liggja siðustu reikn- ingarnir fyrir um hag fjelagsins. Og hvað kemur nú næst fjelaginu til áfellis? tellverksmiðjanna, og uinboðsmanni þeirra á íslandi, G. J. Johnsen stór- kaupmanni. Er hikar þessi skorinn úr harðviði og hið ágætasta Völund- arsmiði. — Alls voru það fimtán skipshafnir, sem tóku þátt i kapp- róðrinum. — Reiptog og kappsund hafði verið áformað í sambandi við Sjómannadaginn, en fórst hvort- tveggja fyrir. Á sunnudaginn fylktu sjómenn liði við Stýrimannaskólann og gengu i skrúðgöngu um bæinn og suður á íþróttavöll. Þar hjelt biskupinn ræðu og minntist einkum sjómanna þeirra, sem fallið hafa í baráttunni við Ægi á undanförnu ári. Af hálfu sjómanna talaði Henry Hálfdánar- son loftskeytamaður, en af liálfu út- gerðarmanna Loftur Bjarnason. — Loks talaði Vilhjálmur Þór ráðherra. Á milli ræðanna Ijek Lúðrasveit Reykjavíkur en barytonsöngvarinn Guðmundur Jónsson söng einsöng. Um kvöldið voru samsæti sjó- manna á Hotel Borg og í Oddfellow. Var útvarp þaðan, svo að allar ræð- urnar (þær voru haldnar á Borg) heyrðust ekki aðeins á báðum stöð- um lieldur'og um land alt og á skip- um úti í hafi. Samkvæmisstjóri á Borg var Sigurjón Á. Ólafsson fyrv. alþingismaður, en ræður fluttu Guð- mundur Oddson skipstjóri, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri og Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri. En á milli skemti hljómsveit útvarpsins, Karla- kórinn Fóstbræður, Brynjólfur Jó- liannesson las upp sögu og ýms sævarkvæði en Sigfús Halldórsson söng. Var gerður hinn besti rómur að skemtun þessari og fóru sam- sætin prýðilega fram og með mikl- um sóma. Þess er enn ógetið, að í hófinu var gamall sjómaður heiðr- aður að vanda. í þetta skifti varð fyrir valinu Sveinbjörn Egilsson fyrv. ritstjóri Ægis og ritari Fiski- fjelagsins. Vera má að yngri kyn- slóðin þekki liann aðeins sem skrif- stofumann og rithöfund, en áður en liann settist i skrifstofustólinn hafði liann stundað sjómensku ára- tugum saman, fyrst sem háseti á út- lendum skipum — og fór þá víðar um veröldina en flestir íslenskir sjómenn hafa gert — síðan tók hann stýrimannspróf í Danmörku og stýrði skipuin um langt skeið, uns hann hætti siglingum, nokkru eftir aldamót. Varð liann siðar hinn öfl- ugasti og að mörgu leyli fyrsti tals- maður sjómannastjettarinnar, eink- um að því er snerti öryggismál henn- ar og má segja, að liann sje vel að þeim heiðri kominn, sem Sjómanna- dagsráðið hefir nú sýnt honum. Flutti Sigurjón Ólafsson honum ávarp und- ir borðum, einkar hlýlegt, og tóku veislugestir undir það með marg- földum húrrahrópum. Ennfremur voru skemtanir bæði í Alþýðuhúsinu og í Iðnó og fjölhreytt skemtiskrá á háðum stöðuiÁim. Að vanda var lagður sveigur á gröf ókunna sjómannsins í Fossvogi um morguninn og á samkomunni á í- þróttavellinum blakti saknaðarfán- inn fyrir framan ræðustólinn, með stjörnu fyrir hvern sjómann, sem á árinu fórst. 1 þetta sinn voru stjörn- urnar 64. En auk þeirra druknuðu 26 konur og menn (flest með Þor- móði), svo að alls hefir þjó*Bin mist 90 manns í sjóinn síðan á siðasta Sjómannadegi. Efri myndin er frá íþróttavellin- um, tekin meðan biskup er að halda ræðu sína, og sjest þar saknaðar- fáninn. En sú neðri er af Lúðra- sveitinni í fararhroddi skrúðgöng- unnar, sem er á leiðinni suður á íþróttavöll. Sjómannadagsmerki voru seld á götunuin allan daginn og ennfreinur Sjómannadagsblaðið, sem var upp- selt uin miðjan dag. Guffný Ásberg, Keflavík, varff fim- tug 2. júni s. I.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.