Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N KYRRAHAFSLEIÐANGURINN Allir í björgunarbátunum „Svona er þá þetta lygna Kyrra- haf/' hugsaði jeg. Öldurnar kring- um okkur voru tvisvar sinnum hærri en jeg, þó jeg þyki langur, og þegar flugvjelin hossaSist upp og niður, marrandi í liáifu kafi, var erfitt að halda jafnvæginu. Bartek hjálpaði mjer til að losa björgunarbátinn minn qg stjaka honum upp að vængnum, svo að Adamson, sem var illa meiddur, gæti rent hjer niður í hann. Bartek fór næst. Þegar jeg reyndi að Iiringa mínum eigin 185 punda búk fram í í bátnum, var ekki orðið rúm eftir, jafnvel þó að dvergur hefði átt í hlut. Cherry, Whittaker og Reynolds voru þegar komnir niður i hinn stærri bátinn, en tveggja manna bát urinn var á hvolfi og Alex og De Angelis voru að reyna að draga hann upp að vængnum, báðir í sjónunu Honum hafði hvolft þegar Alex steig ofan í hann og fóru þeir þá báðir í sjóinn. Jeg var í vand- ræðum, því að áður en mjer hafði tekist að losa aluminiumsárarnar i bátnum hafði hann rekið að stjelinu á flugvjelinni og lá við sjálft að okkur hvolfdi. Bátinn hafði fylt af sjó. Jeg veit ekki hve lengi við vorum að koma okkur í lag, en það gerðist fljótar, en við hjeldum. Flugvjelin flaut enn, þó að liún væri komin djúpt. Nú var kallast á milli bátanna og þegar okkur hafði rekið 50 metra eða svo frá vjelinni kallaði einhver: „Hver liefir vatnið?“ Enginn hafði það. Og enginn hafði nestið heldur. Jeg er viss um, að enginn okkar skildi fyllilega þá hvað þetta þýddi. Sumum kann að þykja undarlegt að við skyldum gleyma nesti og vatni, eftir undirbúning þann, sem við höfðum gert, en því er til að svara að fátið og áfallið, særðu mennirnir, sjógangurinn og bisið við bátana olli því að við gleymdum þessu. Þegar síðasti maðurin komst út úr vjelinni var vatnið orðið i hnje inni i henni, dótið, sem við höfðum tek- ið saman var einhversstaðar niðri í lienni og hafði kastast til við á- reksturinn. Eftir nokkrar umræður kom okkur saman um að fara ekki að vjelinni aftur, því að hún gæti sokkið þá og þegar. Þetta var óráð. Vjelin var á floti í minsta kosti 6 mínútur. Jeg var að ausa bátinn með hattinum mínum þegar einhver kallaði: „Þarna fer húnl“ Stjelið lyftist hátt upp, riðaði og sökk svo, líkt og um skip væri að ræða. Þá var klukkan 14.26, þann 21. október. Nú kom snærið utan um mig í góðar þarfir. Vindur og sjór rak bát- ana fjær hvorum öðrum, svo að jeg kallaði til hinna, að festa línunni í bátana, svo að við værum bundnir saman, með um 20 fet bili á milli. Cherry var kapteinn, svo að hans bátur var fremstur, minn var ann- ar og síðast kom tveggja manna bát- urinn. Þetta fyrirkomulag liafði sína II. Fyrstu þrettán dagarnir í bátunum. Úr bátnum sáu þeir stjeliö á vjelinni lyftast, og svo sökk hún. galla, vegna öldugangsins, sem olli því, að bátarnir toguðu hver í ann- an og kiptust saman á víxl. En jeg liygg, að ef við hefðum orðíð við- skila mundu fáir okkar eða jafnvel enginn liafa komist lífs af. Hraustur maður getur lifað lengi einn, en þó lifa f.'eiri saman lengur. Jeg man ekki vel hvað gerðist þetta fyrsta kvöld. Löðrið og grænn sjórinn gekk í sífellu inn í bátinn °g Je6 jós timunum saman með bless- uðum gamla hattinum mínum. Þetta liðkaði skrokkinn og olli því að jeg hugsaði ekki of mikið. MATVÆLIN: Fjórar appelsínur. Einliverntima um kvöldið athug- uðum við „eignir“ okkar. Hið eina matarkyns var fjórar apelsínur, sem Cherry hafði stungið i vasana áður en liann lenti, súkkulaðiplatan sem jeg hafði með og eitthvað sex súkku- laðistykki, sem Alex átti. Súlckulað- ið var aldrei etið. Það sem Alex átti liafði eyðilagst þegar hann fór í sjóinn, og varð hann að henda því. Daginn eftir, þegar jeg fór að gæta að mínu, var það orðið að grænni leðju, sem hvorki jeg eða fjelagar mínir vildu snerta við. Svo að appelsínurnar voru einar eftir. Jeg vissi að maður getur lifað lengi matarlaus og vatnslaus og hafði því meiri áhyggjur af fátaskortin- um. Engir voru sæmilega klæddir nema Adamson og jeg. Hann var i einkennisbúningi sinum og með liúfu og jeg var í bláum sumarfötum með hálshnýti, vasaklút og sjálfblekung. Hinir, sem höfðu búið sig undir að þurfa að synda, höfðu fleygt af sjer skónum og höfuðfötunum. Eng- inn hafði húfu eða peysu, en flug- mennirnir báðir höfðu skinnjakka. Sumir höfðu fleygt af sjer sokkun- um. Bartek var nakinn, að öðru leyti en því að hann var í skyrtu. Það kann að vera að jeg hafi gleymt einu eða tvennu, en annars var þetta alt og sumt, sem við höfð- um meðferðis: ferða-apótek, 18 merkjaljós og byssa til að skjóta þeim, tvær handdælur til að ausa bátana og dæla lofti i þá, tveir skeiðahnífar, tvær beygitengur, lít- ill vasakompás, tvær skammbyssur, sem Cherry og Adamson áttu, tvö austurtrog úr gúmmí, þrír pakkar níeð gúmmilimi og bótum, einn fyr- ir hvern bát, nokkrir blýantar og uppdráttur af Kyrrahafinu. Við höfð- um allir sigarettur, en sjórinn komst í þær svo að við hentum þeim strax. Loks hafði Reynolds tvö færi með önglum, sem hann hafði náð í úr fallhlíf eftir að við lentum. En beitu höfðum við enga, svo að veiðihorf- urnar voru litlar, nema okkur tæk- ist að skjóta máf. En þetta fyrsta kvöld gerðum við okkur ekki grein fyrir hve fátælcir við vorum. Við vorum þreyttari en svo, að við færum að gera okkur rellu út af því. Þrír eða fjórir af piltunum voru mjög sjóveikir og mjer leið ekki vel heldur, þó að aldrei seldi jeg upp. Adamson var sárþjáður í bakinu; í hvert skifti sem báturinn hjó, fanst honum eins og verið væri að merja í honum nýrun. En jeg var hræddari um Alex, í litla bátnum aflasta. Hann hjelt áfram að kúgast löngu eftir að hinir voru hættir þvi. „Hvað gengur að lionum?“ kallaði jeg til De Ange- lis. „Jeg veit ekki,“ svaraði hann, „hann hefir líklega drukið firn af sjó þegar hvolfdi undir okkur.“ Sólin gekk snögglega til viðar, ísköld þoka þyrlaðist upp yfir haf- inu og tunglið kom upp — það var fögur sjón. Hákarlarnir gera vart við sig. Við skiftum okkur í vaktir, tvo tima í senn. Jeg hjet 100 dollara verðlaunum þeim, sem fyrstur sæi land, skip eða flugvjei, þó það kunni að þykja flónslegt nú. En enginn sofnaði þessa fyrstu nótt. Við vorum votir og aumir. Þó dró úr sjógang- inum undir miðnætti. Það var hlýtt bæði i lofti og sjó, en þó fanst mjer eins og skvett væri á mig ísvatni í hvert skifti sem gaf á bátinn. Við Bartek skiftum um stað á hverjum klukkutima til að skiftast á um að hafa skjól liMor af öðrum. En mjer hitnaði aldrei og stóð þvi mest af nóttinni i austri, til þess að reyna að verjast kulda. Ilákarlatorfa hafði farið að elta okkur undir eins og okkur rak frá flugvjelinni; sjórinn virtist fullur af þeim. Þeir voru alt af að reka sig í botninn á bátnum. Það var hægt að finna til skrokks- ins á þeim, þegar hann snerti gúmmídúkinn. Og liöggin voru svo sterk að báturinn lyftist 3—4 þuml- unga. Það var lengi að birta af næsta degi, gráa þokan eyddist smámsam- an svo að sólin gat brotist í gegn. Oklcur var marga klukkutíma að hitna því að næturþokan hafði nist okkur inn að beini. Eins og jeg hefi sagt þá áttum við fjórar appelsinur, en við ákváðum að geyma þær. Mjer var falin varsla þeirra með al- mennri atkvæðagreiðslu, og Cherry afhenti mjer þær. Þó var afráðið að skifta þeirri fyrstu hálfri þá um morguninn, og taka síðan hálfa á dag. Með því móti gætu þær enst i átta daga. Jeg skifti appelsínunni í tvent, helmingaði svo helminginn, og síð- an fjórðungana i tvent, svo að liver maður fjekk áttung úr liálfri app- elsínu. Geta má nærri að jeg skifti jafnt, því að sjö menn voru vitni. .Teg skoðaði meira að segja appelsín- una í krók og kring í heila mínútu áður en jeg skifti henni.-Sumir sugu og átu börkinn, en við Cherry geymdum okkar börk í beitu. Menn liafa lent i sjóhrakningum fyrr og ýmsir hafa hrakist lengur á sjónum en við gerðum. Það sem kvaldi okkur mest var, eins og þjer munuð geta nærri, liungur og jiorsti, liiti og kuldi og sívaxandi magn- leysi. Að sumu leyti voru annar til áttundi dagurin verstir. Sjórinn varð sljettur og gljáandi, sólin skein brenn heit allan daginn; bótarnir hreyfð- ust ekki og það var slakt á snærinu milli þeirra. Mjer fanst jeg finna þef af stiknandi holdi og af bráðn- andi gúmmíi. Oltkur logsveið í andlit, liáls, úlf- liði og fætur, sem sólin brendi í sífellu. De Angelis og Whittaker sem voru útitcknari en við fyrir, fengu viðnámsbetra hörund i tíma, en við stiknuðum dag eftir dag. Hendurnar ó mjer bólgnuðu og blöðrur komu á þær, og þegar saltur sjórinn kom við þær logsveið mig og svo brendi sólin þær á ný. Jeg hefi enn hrúður á hnúunum, þremur mánuðum eftir. Við fengum Ijót dreyrandi sár á munninn. Reynolds, sem ekki hafði neitt til hlifðar fótunum á sjer, varð allur útsteyptur í sárum. Hann brann meira að segja á iljunum. Þessir fyrstu 5—6 dagar eru verstu dagarnir, sem jeg hefi Iifað. Nóttin, sem jeg lá i brotinni flugvjel skamt frá Atlanta, með dauðan mann lim- lestan undir bringunni liafði átt sínar kvalir fyrir mig. Eri þá hafði kvölin verið blandin óráði, og eftir nokkra stund heyrði jeg mannamál í myrkrinu. En þarna í Kyrrahafinu fanst mjer likast og verið væri að steikja mig á teini. Jeg hefði verið illa kominn ef jeg liefði ekki haft hattinn minri. Jeg fylti hann með sjó og þrýsti honum svo niður á eyru. Þegar við björguðumst voru börð- in rifin af að nokkru leyti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.