Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N S k r f 11 u r. VNcyw bSS&NbURNIR Þumalingur lendir í æfintýri „Eigum við að skreppa ofan i fjöru,“ spurði Lix tvíburabróður sinn fyrsta morguninn, sem þeir voru í Látravík í sumarfríinu með mömmu sinni. „Sjálfsagt!“ sagði Lex og svo hurfu þau. Það var eitt leiðinlegt við tvi- burana Alexander og Angelicu — sem venjulega voru kölluð Lex og Lix, því að nöfnin voru alt of löng á svona litla krakka — eitt leiðin- legt: hvað þau voru liugsunarlaus. Auðvitað datt þeim ekki í hug að vera óþæg, en þau voru svo ólm í að komast í fjöruna, að þau gleymdu alveg að spyrja mömmu sína leyfis; þau hurfu bara, og þegar þau áttu að fara að borða morgunmatinn, vissi enginn hvar þau voru. „Æ, æ!“ audvarpaði mamma, sem hafði vanist hugsunarleysinu í tvi- burunum þessi sjö ár, sem þau höfðu lifað, „ætli þau komi eki þegar þau eru orðin svöng, — ef eitthvað hefði orðið öð þeim, þá mundi jeg hafa verið látin vita.“ Þetta svndi, að mamma var hyggin og þekti krakk- ana. En þau hlupu nú af stað, qg stað- næmdust fyrst við horngluggann á búð, þar sem sýnd voru leikföng. Þetta voru alls ekki eins fín leik- föng og í stóru búðunum í borg- inni, en einmitt þess vegna leist krökkunum betur á þau. Þarna voru brúður og örkin hans Nóa og nokk- ur dráttardýr og tveir bátar, og svo auðvitað fötur og skóflur og skeiðar til að grafa sand með og nokkrar gúmmíblöðrur. „Hvað eigum við að kaupa?“ spurðu þau bæði í senn, því að þeim datt svo oft það sama i hug báðum. „Eigum við að kaupa fötu og skóflu og nokkur sandmót?“ spurði Lix. „Nei, ertu frá þjer, hvað ætli sjfe varið í það? Við getum fengið lán- aða slceið heima til að grafa með og notað kökumótin fyrir sandmót,“ svaraði Lex, þó að það væri nú undir hælinn lagt hvort mamma hans vildi lána honum mótin og skeið- ina. „Jeg kæri mig ekkert um brúður!“ Lix fyrirleit þess háttar leikföng. „Ekki nema lifandi brúður.“ „Lifandi brúður!“ át Lex eftir með fyrirlitningu. „Ef jeg sje nokk- urn tíma lifandi brúðu, þá skal jeg kaupa hana hönda þjer,“ sagði hann, því að hann þóttist viss um, að lifandi brúða væri ekki til. Loks kom þeim saman um að kaupa tvær gúmmiblöðrur og þegar þau höfðu fengið þær áttu þau enn peninga eftir. Svo hjeldu þau áfram og námu staðar augnablik til þ^ess að klappa hundi fátæka mannsins og gefa honum tvíböku, sem Lex fann hann i vasa sínum. „Þetta er svo góður hundur,“ sagði Lix og hjelt áfram; hún Ijet sem hún tæki ekki eftir að Lex lagði tíeyring í bollann fátæka mannsins. Lex . var svo brjóstgóður, en vildi ekki láta á þvi bera. Loks komu þau niður í fjöru — en,n hvað það var gaman þarna! Á báðar hendur var gráhvítur, mjúkur sandur en fyrir utan bláar, silkigljáandi öldur og sló á þær gullnum blæ þar sem sólin skein; himininn var líka blár með ljettum ljósum skýjum hjer og hvar; þetta var fagur sumardagur, heitur en þó ekki mollulegur, svo að það eng- in furða þó að börnin gleymdu tím- anum. Nú komu fleiri börn og Lix og Lex tóku eftir að það var glatt á hjalla þar sem ísrjómasalinn var að selja. „Eigum við ekki að fá okkur is- rjóma iíka?“ spurði Lex. Systirin var til í það — þú átt aura enn ■— og svo fóru þau að vagninum. „Líttu á!“ sagði Lix og tók í ermina hans bróður síns. „Sjáðu dverginn, sem dansar þarna á borð- inu hjá ísrjómasalanum!“ „Þetta er — skelfing lítill dverg- ur!“ svaraði Lex steinhissa. „Dvergur!“ heyrðist mjó en mjög greinileg rödd segja. „Skelfing ertu vitlaus! Sjerðu ekki að jeg er hann Þumalfingur?" „Það er alveg rjett. Þetta er hann Þumalfingur!“ hvíslaði Lix og sperti upp augun. Fötin hans hengu til þurks á segl- garnssnúru yfir ísvagninum. Sjálfur var hann klæddur í einn bikarinn, sem ísin var seldur í, og hann fór honum vel.' Á höfðinu hafði hann brodd af kramarahúsi. „Hann datt ofan i mjólkina,“ sagði ískökusalinn, „svo að jeg varð að veiða hann upp úr, færa hann úr og þurka fötin hans — en ekki gat jeg látið hann vera ber- an, svo að jeg færði hann í papp- irsbikar.“ Krökkunum leist einstaklega vel á Þumaling, en Lix tók í ermina hans bróður síns og hvíslaði: „Þú lofaðir mjer lifandi brúðu — gefðu mjer hann Þumaling! Hann er lifandi og hann er eins og brúða — æ mig langar svo til að eiga hann, og jeg skal fara vel irteð hann.“ Lex varð að játa að það var. satt, sem systir hans sagði; hann hafði lofað henni lifandi brúðu, og þarna var Þumalingur ........ „Get jeg lceypt hann?“ spurði hann. „Hvað áttu við?“ sagði ísmaður- inn. „Viltu eiga þumaling og fara vel með hann?“ Það er handa systur minni,“ svar- aði Lex og Lix kinkaði kolli. Þumalingur horfði á þau á vixl, svo hló hann og sagði: „Þið megið gjarnan fá mig, en ef mjer leiðist hjá ykkur þá hefi jeg einhver ráð að komast i burt.“ ísmaðurinn gaf þeim sína ísvöfl- una hvoru fyrir aurana, sem Lex átti eftir, svo tók hann fötin hans Þumalings saman, því að þau voru Gamli maðurinn: — Það var rjett hjá ykkur, drengir minir, að tína þetta pappírsrusl upp af götunni. Hvað gerið þið svo við það? Strákarnir: — Við stingum þvi ofan i póstkassana. Húsbóndinn: — Gefið þjer betlar- anum nokrar tómar flöskur, hann getur selt þær fyrir nokkra aura. Vinnukonan: — Hann virðist hafa þekt betri daga, veslingurinn. Húsbóndinn: — Jæja, gefið þjer lionum þá kampavínsflöskur! — Konan min á afmæli á morg- un og jeg veit ekkert hvað jeg á að gefa henni. — Spurðu hana þá hvað hún óski sjer. — Nei, svo mikið hefi jeg ekki efni á að borga. Olsen: — Ungfrú Irma, haldið þjer ekki að þjer gætuð lært að elska mig? Irma: — Nei, Olsen, það get jeg aldrei lært. Olsen: (hristir höfuðið): — Mjer datt þetta í hug. Þjer eruð orðin of gömul til að læra. orðin þurr. Lex stakk þeim í vasa sinn, en Lix bar Þumaling í hend- inni. Þau fóru út í fjöru, þar sem skjól- gott var. Þar voru sandhólar, sem skygðu á, svo þau gátu verið út af fyrir sig. Þumalingur sagði þeim frá ferða- lögum sinum og þau hlustuðu vel á, lengi, lengi, þangað til þau urðu alt i einu svo syfjuð, að þau gátu ekki lialdið augunum opnum —. „Sofið þið hjerna, krakka-angar!“ sagði mamma þeirra, þegar hún fnn þau, er hún fór niður í fjöru til að fá sjer sjóbað. „Og þið hafið engan morgunmat fengið ennþá.“ Lix og Lex rjettu úr sjer og njeru stýrurnar úr augunum. Þau voru orðin svöng og spruttu á fætur. „En hvar er Þumalingur?" spurði Lix og skimaði i kringum sig. í sandinum hjá þeim lá tómur ís- bikar og broddur af isvöflu — en Þumalingur var horfinn og lika fötin hans. „Ykkur hlýtur að hafa dreymt þetta, börn,“ sagði mamma þeirra, og síðarmeir lá við að börnin tryðu þessu, því að ísmaðurinn kannaðist alls ekki við að hafa sjeð þumaling og látið hann fara i bikar, eða þurkað fötin hans. En þau vissu nú samt að þetta var satt, en það er bara svo skrítið með fullorðna fólkið — það trúir aldrei því, sem er verulega gaman að. — Var þjer ekki ljettara þegar ræn- inginn slepti þjer? — Nei, en jeg var tvö hundruð krónum ljettari. Njáll tæknir: — Hafið þjer lesið bókina mína um svefnleysi? Pátl læknir: — Já, hún er ágæt. jeg steinsofnaði áður en jeg var bú- inn með tvær síður. Hún: — Þú getur ekki ímyndað hvernig sveimað var kringum mig i sumarfriinu. Hann: — Jú, jeg veit að það var óvenjumikið um mý í sumar. Frú Gudda: — Finst yður vera mikill sparnaður að því að búa til matinn sjálf, frú Snudda. Frú Snudda: — Já, tvimælalaust. Maðurinn minn og krakkarnir borða ekki nema helming, þegar jeg bý til matinn sjálf. — Talar dóttir yðar erlend tungu- mál? — Já, dálítið. Hún getur sagt já á sex tungumálum, ef ske kynni að einhver útlendingur bæði liennar. IVIV/VMI/V — Halló, Franz, hvernig liður þjer. Hvar áttu heima núna? — Reynimel 165, á kvistinum. — Á kvistinum? Veslingurinn. — Ertu nú sokkinn svo djúpt? Móðirin: — Drengurinn minn er dálítið seinþroska, svo að þegar þjer farið að kenna honum megið þjer ekki ætlast til of mikils af honum. Kennarinn: — Jeg heimta ekki nema tvær krónur um tímann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.