Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 11
FALKINN 11 &3i-s Sýning nútíma grafiskrar listar enskrar. Eítir CampbEll Dodgsan Esq. C.B.E. Campbell Dodgson, sem skrifaö hefir eftirfarandi grein um ensku sýninguna, er British Counsil gengst fgrir hjer um þessar mundir, er tal- inn glöggskygnasti núlifandi Eng- lendingur á grafiska myndlist. Hefir hann valið myndir þær, sem eru á sýningunni. Mun flestum því þykja góð leiðbeining að þvi, sem hann segir um sýninguna i eftirfarandi máli: Það úrval nútíma stungumynda enskra, sem hjer er saman komið, er skipað vandlega völdum sýnis- hornum eftir eigi aðeins hina fremstu myndskurðarmenn heldur einnig eft- ir hina yngri kynslóð, sein eigi hefir enn lilotið viðurkenningu fyrir myndir sínar, hvort heldur þær eru gerðar með etsun, þurrnál (dry- point), stungu, ,aquatint‘, steinprent, trjáskurði eða ýmsum litprentunar- aðferðum. Meðal listamanna, sem eiga verk á sýningunni eru ýmsir meistarar í að skera eftir myndum annara. Sir Frank Short er t. d. kunnur fyrir hve meistaralega hann sker „mezzo- tint“-myndir eftir verkum Turners, Watts og fleiri málara. En í Eng- landi eins og í öðrum löndum má lieita að það sje liðið undir lok að gera koparstungur eftir málverkum. Hinn nýnefndi, aldni listamaður, sem var forseti kgl. Málverkaetsara- og koparstungumanna-fjelagsins frá 1910 til 1938 og prófessor í mynd- skurði við Kgl. Listskólann i South Kensington 1913—24, á fáa eftirmenn í þessari grein myndgerðarinnar. Eftirmaðiu- hans í báðum embætt- unum, prófessor Maccolm Osborne heldur áfram kenslunni i öllum þeim tæknigreinum við Kgl. Listaskólann, sem enska myndgerðarlistin að miklu leyti byggist á og sem svo margir nemendur hafa liaft gagn af, en sjálfur er hann fyrst og fremst etsari. — í samræmi við nútima- smekk og með viðurkenningu á því að það hafi meiri þýðingu fyrir vora kynslóð, hafa að eins frumgerðar koparstungur verið sýndar á þess- ari sýningu. Ef svona sýning nútíma kopar- stungumynda hefði verið reynd fyrir tuttugu og fimm árum, mundi hún hafa orðið miklu einhæfari. Þegar grafiska listin var endurvakin á ár- unum 1850—60, en að því stóðu einkum þeir Seymur Haden og Whist- ler, sem tengdu þessa listgerð sam- líma lireyfingu í Frakldandi, — var það einkum etsun og þurrnál, sem notað var. Ekkert annað, nema ein- staka „mezzotint“ og „aquatint“ sást í myndaskram Etsara- og kopar- stungumannafjelagsins frá 19. öld, en stofnandi, hvatamaður og fyrsti for- seti þessa fjelags var Haden og fje- lagið stofnað 1880. Um 1890 hefst endurfæðing steinprentunarinnar, með nokkrum myndum eftir Charles Shannon, og trjáskurðarmyndarinn- ar.Að undanteknum nokkrum mynd- um eftir Seymoqr Haden eru þetta einu myndirnar af þessum gerðum, sem sáust á sýningum fyrir aldamót- in. Kringum 1895 kom nýtt líf í stein- prentunarmy’ndirnar, sem einnig áttu Whistler mikið að þakka, en það lif var frekar áberandi en raunveru- legt, þvi að Charles Goulding reyndi þá að vekja fyrir þessari listgrein áhuga málara, sem ekki voru kunn- ugir þessari aðferð og skorti tækni í lienni. Meiri varð árangurinn af viðleitni Josephs Pennell og af stofn- un Senefelder Club árið 1910, en hann helgar sig framförum stein- prentmyndanna. Hinar árlegu sýn- ingar þessa klúbbs lialda enn áfram og mikið verk og gott liefir verið unnið hin síðari ár i steinprentun- arstofum „London County Central School of Arts“ undir stjórn F. Ern- est Jacksons, A. S. Hartricks og W. P. Robins, sem stjórnuðu skólanum liver eftir annan — þar á meðal til- raunir ineð litprentanir. Meðal ann- ara steinprentunarmanna frá eldri tíð, sem tengdir eru Senefelder Club en ekki skólanum, verð jeg að nefna E. J. Sullivan heitinn, Jolin Copley og konu lians, Ethel Gabain. Hin fyrsta endurvakning frum- legrar trjáskurðmyndalistar, sein jeg hefi drepið á, tók langan tíma og náði yfir takmarkað svið. Meðal þeirra fáu listamanna, sem tóku þátt í henni, auk Charles Ricke.tts og T. Sturge Moore, má nefna Lucien Piss- arro, Reginald Savage, sir William Nicholson og Williain Strang, sem þó liefir gert miklu betri verk í eir. Annar flokkur trjáskurðarmanna starfaði í Birmingham. Mikill hluti trjáskurðarmynda frá þeim timum kom út í bókum, sem prentsmiðjur Vale, Eragny og Essex gáfu út, og í mánaðarritunum, sem gefin voru út í takmörkuðu upplagi, svo sem „The Century Guild Hobby-Horse“ og „The Dial“. Sem sjerútgáfur eru trjáskurðarmyndir frá siðasta tug 19. aldar varla til, nema lítið eitt af handprentuðum eintökum eða próf- örkum. Eftir ófriðinn 1914—18 komust trjáskurðarmyndirnar í tísku. Gamla aðferðin, að draga myndina upp á fjölina og skera burt trjeð á milli línanna var nú úr tísku. Margir mál- arar, sem aldrei liöfðu notað etsun við grafiska list fóru nú að iðka trjeskurð með hvítum linum. Þessi aðferð var kend rækilega í listskól- anum og trjeskerararnir náðu góð- um árangri, þar á meðal margar konur. Stofnað var fjelag trjeskurð- armanna (um nokkur ár voru tvö fjelög í samkepni í þessari grein og hjeldu sýningar samtímis),, og síðan 1920 hafa myndgcrðarmenn í trje verið teknir inn í Kgl. etsara- og málmstungumannafjelagið, sem enn lokar dyrum sínum fyrir steinprents- mönnum og litprentunarmönnum. En hinir siðarnefndu hafa um langt skeið liaft sitt eigið fjelag fyrir „Graver-Printers in Colour“ og for- setar þess hafa verið Theodore Russel, William Giles og (síðan 1939) John Pratt. Flest verk með- limanna í þessu fjelagi hafa verið prentuð á trje, með aðferð, sem komin er frá Japan. Þessi aðferð kom til Englands á síðasta áratugi 19. aldar með J. D. Batten, sem nú er dáinn og F. Morley Fletcher (er nú á heima í California), en þeim kendi japanskur myndgerðarmaður, sem átti lieima í London. Þessi upp- runi aðferðarinnar hefir stundum orðið til þess, að myndgerðarmenn- irnir hafa sjálfrátt eða ósjálfrátt stælt japanskar myndir þessarar tegundar, en á síðari árum hefir mönnum lærst að heimfæra liina austrænu tækni lijá vestrænum fyrir- myndum. Nýrri er aðferð sú að skera mynd- ir í linoleum (linocut); eru þær að jafnaði prentaðar með litum og fyr- ir nokkrum árum var farið að halda sýningar á svona myndum. Þó að margir hafi gert lítilfjörlegar mynd- ir af þessari gerð, vegna þess að aðferðin er auðveld, þá lífga þess- ar linoleummyndir upp á hverri svartlistarsýningu. Mikilsverðari er ný grein stungu- listarinnar, sem hefst um árið 1923, endurlífgun hinnar svonefndu „line- engraving". Aðferð 19. aldarinnar, sú að grafa í eir með al, liafði að lieita mátti gersamlega dáið út með þeirri öld eða jafnvel fyr. Þeir sem endurfæddu þessa list voru einkum menn, sem hjuggu til ex libris (bók- merki) og var C. W. Sherborn (1831 ■—1912) þeirra frægastur. Skömmu eftir styrjöldina fóru sumir lista- menn — nokkrir höfðu byrjað sem etsarar en aðrir notað alinn frá byrj- un — að nota „line-engraving“ til að gera myndir, sem hægt væri að prenta í nokkrum eintökum. Meðal þeirra sem lengst lcomust i þessari grein vil jeg nefna Stanley Ander- son, Robert Austin og William Wash- ington. Þessir sjergreinarmenn hafa engan fjelagsskap liaft með 'sjer; flestir þeirra sýna verk sín með öðrum myndstungumönnum. Jeg hefi minst á nokkur fjelög myndstungumanna og tvo listskóla þeirra, af mörgum fleiri, sem til eru, og myndstunga er kend í. En eng- inn má lialda að allir enskir mynd- stungumenn sjeu í þessum fjelög- um eða hafi lært í þessum skólum. Einstaklingseðlið er ríkt í lundar- fari Englendingsins, í listinni eins og i öðru. Margir af okkar ágætustu myndstungumönnum eru óháðir öll- um fjelögum og oft eru þeir sjálf- mentaðir. Og sumir eru ekki enskir heldur Skotar. Þetta má sýna með því að nefna nafn Williams Strang, sem nú er látinn, og núlifandi mynd- gerðarmanna svo sem sir D. Y. Cameron, sir Muirhead Bone og James McBey. Iðkun etsunar og myndstungu er mjög útbreidd í Skot- landi og þar er „Scottisli Society of Print Makers“ en forseti þess er E. S. Lumsden í Edinburgh. Meðal annara frægra manna, sem ekki eru í enska fjelagsskapnum má nefna W. S. Sickert, Frank Brangwyn, Auguslus Jolin og Francis Dodd. í írlandi er myndstunga ekki iðkuð — jeg veit ekki hvers vegna. Jeg hefi sagt að myndstungusýn- ingin fyrir 25 árum hefði orðið miklu fábreytilegri en nú, að þvi er tækni snertir. Það pma gildir fyr- irmyndir þær, sem listamennirnir velja sjer. Margir af etsurum vorum, þar á meðal ýmsir þeirra, sem fær- astir eru i tækninni, halda sig enn mest að landslagi og húsum eða mannvirkjum, sem hafa verið aðal- hlutverk myndstungumanna, siðan list þeirra hóft til vegs á ný, fyrir nálægt 80 árum. En á siðustu árum hefir hugur listamannanna sem bet- ur fer hneigst að fjölbreyttari verk- efnum og að etsa mannamyndir. — Tískustefnurnar frá meginlandinu, svo sem futurismi, kúbismi og sur- realismi, hafa haft minni áhrif á myndstungumennina en málarana. Það er einkennilegt fyrir land okkar að þeir myndstungumenn, sem að- hyllast þennan smekk, geta sam- ræmt hann algerlega heilbrigðri tækni; byltingin í liststefnunni freistar þeirra ekki til hroðvirkni. Campbell Dodgson. Alveg dæmalaus! Framhald af bls. 9. það, meðan maðurinn hennar var fjarverandi, að reyna að hlífa honum við óþægindum og reyna að forða honum frá fjár- tjóni? Mikil hepni var þetta, að hún skyldi brenna brjefinu. Og Flo var líka ágæt! Var það ekki? Lífið var yndislegt! Hvað var það, sem frú Garr- att hafði sagt um hana? .. Að liún væri — — dæmalaus! Dæmalaus! Hún? Nei. Þar skjátlaðist henni frú Garratt sannarlega .... Nei, það var lífið — lífið sjálft, sem var dæmalaust. /V/W/V/V/V/V/V Hver samdi leikinn? Framhald af bls. 6. ið annað en draumur. En eigi að síð- ur ávítar hann Sigismund fyrir livernig hann hafi liagað sjer við konunginn og ekki haft stjórn á sjálf- um sjer. Síðar um daginn koma pólskir byltingamenn í fangelsið og frelsa Sigismund, og stjórnar Ros- aura þeirri för. En þegar liann kem- ur á fund konungs neitar liann að taka við kórónunni af byltingamönn- unum, en fær föður sínum hana aft- ur. En skömmu siðar kemst liann að því, að Astolfo liefir rofið heit sin við Rosauru, og snýr þá við blað- inu, og krefst þess að fá að eiga Estrellu. r Drekklö Egils-öl 1 S WAW J 1 P rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ínægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & CO. h.f. Sími 3183.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.