Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 Gustav fimmti Svíakonungur. Mgndin tekin af honum áttrœðum. Gustav V. Sviakonungur 85 ára VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjalteated Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Slmi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Skraðdaraþankar. Hvenær kemur innrásin? spyr Pjétur Pál. Og Páll fer að tala um Balkan og Ítalíu, en þá keraur það upp úr kafinu, að það er alls ekki sú innrás, sem Pjetur á við, lieldur innrás Möndulherjanna i ísland. Því að Pjetur vill halda því máli vnk- andi, hverju sem tautar. í fyrra um þetta leyti tók annar- hvor Reykvíkingur innrásarjóðsótt, þó að enginn yrði árangurinn, sem bétur fór. Þá var það talin brýn þörf að koma börnunum í sveit — ekki vegna þess að þau hefðu gott af sumardvölinni, heldur einkum til þess að forða þeim undan þýskum sprengjum úr lofti. Þessi sálsýki, sem Ineðfram var ávöxtur reyk- vískrar lýgi en sumpart kominn fram við undirróður vondra manna, hefir stórum renað á síðasta ári. í raun- inni er það alveg óskiljanlegt hvern- ig þessi veila hefir náð að þróast, því að öllum þorra þjóðarinnar finst stríðið koma sjer ekkert við, að öðru leyti en þvi, að gott sje að nota það til þess að græða á því. Þó að ilt sje frá að segja er síngirnin svo rík i huga fjölda íslendinga, að þeim finst ekkert athugavert við að lifa í vellystingum praktuglega, þegar öll vpröldin sveitist í baráttunni fyrir tilveru sinni og þeim hugsjón- um, sem íslendingar þykjast einn- ig hylla, að minsta kosti í orði. Það er hætt við því, að dómur sögunnar um ísland á tímum hinn- ar annarar lieimsstyrjaldar verði ekki vægur. Ef nokkur þjóð hefir nokkurntíma haft Mammon og mag ann fyrir sinn guð, þá höfum við gert það þessi undanfarin ár. Við dönsum kringum gullkálfinn, við haugum glysi og óþarfa inn í Iand- ið, og tökum til þess skipsrúm, sem betur væri til annars varið. Eyðum í það peningum, sem máske mun sjást að betra liefði verið að eiga til góða. Við skipum nefndir og ráð, en á öllu er þó sömu vetlingatökin og vitleysisfumið og einkent hefir framkvæmdavaldið í landi kunn- ingsskaparins. Það er yfirleitt ekki nein undantekning frá þvi að leyfa innflutning nema ein: Nýir ávextir mega ekki koma inn i islenska land- helgi, því að það gæti verið, að þjóðin yrði of heilsugóð á að eta þá. En gömul húsgögn, bifreiðar og lúxusfatnað hæfir vel að flytja inn frá þjóðum, sem verða að skamta sjálfum sjer flíkurnar utan á sig. Gustav V. Sviakonungur átti 85 ára afmæli i fyrradag; fæddur 16. júní 1858. Hann hefir nú setið á konungsstóli Svia um 36 ára skeið og notið fádæma vinsælda þjóðar sinnar. Rikisstjórnarár Gustavs konungs hafa verið, án samanburðar, lang- merkasta framfaratímabilið i sögu þjóðarinnar, enda leikur ekki vafi 4'því, að Svíar eru nú í allra fremstu röð menningarþjóða heimsins. Svíþjóð naut þeirrar hamingju að komast hjá þátttöku i heimsstyrj- öldinni 1914—’18 og enn sem koinið Fyrir nálega tveim árum var skipuð sóknarnefnd fyrir Hall- grímskirkju i Reykjavík. Eru er, hefir þjóðinni tekist að varð- veita hlutleysi sitt i yfirstandandi styrjöld. Gustav konungur er óvenju ern, þrátt fyrir hinn háa aldur, enda hefir hann jafnan iðkað iþróttir af kappi og hefir einkum þótt afburða- snjall tennisleikari. Mikil hátíðahöld hafa farið fram í tilefni af afmæli konungs, ekki að eins heima í Svíþjóð, heldur og hvar i hoiminum, sem Svíar eru samankomnir. Hjer í Reykjavik hafði sendiherra Svía gestamóttöku í tilefni af afmælinu. um 30 málsmetandi menn úr hinum ýmsu bæjarhlutum í nefndinni. Hefir hún svo skift með sjer verkurn. Eru 6 nefnd- armenn í happdrættisnefnd og eru það þessir menn: Aðalsteinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, Bjarni Benediktsson, horgar- stjóri, Eysteinn Jónsson, fyrverandi ráðherra, Felix Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri (er hann formað- ur nefndarinnar), Gústaf A. Jónasson, skrif- stofustjóri, Ludvig Storr, konsúll, Einar Kristjánsson húsameist- ari hefir starfað með nefndinni sem ráðunautur hennar. Upphaflega var áformað, að byggja hús, sem stofnað yrði til happdrættis um. Gaf Reykja- vikurbær lóð undir það og rík- isstjórnin veitti leyfi fyrir þvi að selja miða um land alt. — Þegar svo erfiðleikarnir jukusl með byggingarefni bg ýmislegt til húsagerðar, þótti nefndinni ekki fæi’t að keppa um það við þá, er voru með íbúðarhús í smíðum og tók því það ráð að fresta byggingu. En svo vildi til að nú fyrir skömmu bauðst nefndinni fullgert vandað íbúð- arhús með öllum þægindum og af svipaðri gerð og hús það, er áformað var að byggja. Rjeð- ist nefndin því í kaup á þessu húsi. Er það af sjerfróðum mönnum talið að minsta kosti tvö hundruð og þrjátíu þúsund króna virði með lóð og tilheyr- andi og er því stærsti happ- drættisvinningur, sem hjer hefir þekst. En það er ekki það út af fyrir sig, sem nefndin setur sitt traust á um árangur af þessu happdrætti. Nefndin leggur út í það í því trausti að allur þorri landsfólksins sje sammála um það, að upp eigi að rísa i höf- uðstað landsins stór og vegleg kirkja, sem beri nafn Hallgríms Pjeturssonar, sálmaskáldsins ó- dauðlega — og sein verði veg- legur minnisvarði um hann og musteri, þar sem trú lians og andagift verði túlkuð í nútíð og framtíð. Þess hafa sjest greini- leg merki viðsvegar af landinu, að fólki er dýrmæt minning skáldsins og að margir vilja leggja sinn skerf til minnisvarð- ans. Meðal annars vildi nefnd- in þess vegna gefa öllum tæki- færi til þess að leggja af mörk- um lítinn skerf eftir efnum og ástæðum. — Mörgum fi'nst það heppilegt tækifæri, sem þeir muni nota. Nú er sala liapp- drættismiðanna að hefjast. — Kostar hver miði kr. 10.00 og verða seldir um alt land. Dregið verður i haust. Dappdrætti llallgríiiiwkÍE'kjii

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.