Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflBflfl - Douglas Newton: Eltur og fundinn PHILIP ELTON varð að játa, að Liclitfield lögregluspæjari var nærgætinn maður. Hann hafði kos- ið að leysa frá skjóðunni eitt kvöld- ið, þegar Mary var í heimsókn hjá systur sinni. Ekki svo að skilja að Philip væri ekki örvæntingarfullur samt. „Jeg býst við að þjer vitið, hvers vegna jeg er hjerna?“ sagði Licht- field. „Ofurlítið!" tautaði Elton. „Jeg lieyri að þjer sjeuð lögreglumaður." „Jú, að vissu leyti. Jeg er að leita að manni, sem heitir Fletcher, eða rjettara sagt: hann gekk einu sinni undir nafninu Paul Fletcher.“ Philip Elton, sem lijet rjetlu nafni Paul Fletcher, reyndi að láta ekki á neinu bera, þegar liann heyrði sitt rjetta nafn nefnt. „Fletcher?“ endurtók hann, eins og úti á þekju. „Jeg minnist ekki að liafa heyrt það nafn nokkurn- tíma á þessum slóðum.“ „Það cr sennilegt!“ sagði Licht- field. „Hann hefir breytt um nafn, enda liafði liann gilda ástæðu til þess.“ Elton reyndi að svara eins og sjer væri málið óviðkomandi, en muldr- aði, svo að ekki heyrðust orðaskil. Vissi hann ekki ástæðuna. Og hafði luin ekki kvalið hann árum saman? „Þessi Fletcher komst í bobba fyrir fimm árum,“ sagði Lichtfield. „Það var eitthvað í sambandi við þjófnað i Englandi. Hann hvarf ger- samlega þangað til að jeg uppgötv- aði slóð hans hjerna.“ „Fimm ár?“ tókst Elton að muldra „það er langur timi. Jeg get varla hugsað mjer að þjófur þori að haf- ast við á sömu slóðum í fiinm ár.“ „Það mun hann samt hafa gert,“ sagði Lichtfield og dró seiminn til þess að orðin hefðu meiri álirif. „Enda var þetta ekki venjulegur glæpamaður. Hann hefir að eins framið þennan eina þjófnað. Ann- ars hefir hann verið ráðvendnin sjálf. Jeg býst við að hann hafi ætlað sjer að verða áfram í þessu kyrláta þorpi; verða hjer til æfiloka og reyna að gleyma.“ „Og máske að reyna að verða að betri manni,“ sagði Elton stutt. „Ja-á, verða æruverður borgari. Það mun líka vera þess vegna, sem honum hefir.tekist svo vel að fela sig.“ „Þetta hlýtur að vera ömurleg æfi hjá honum,“ sagði Elton. „Hugsa sjer: að vera liundeltur fyrir — hm —- yfirsjón, eftir að hafa lifað sem lieiðarlegur maður í fimm ár. Og — hver veit nema liann hafi gifst sið- an og eigi fjölskyldu." Hann kinkaði kolli í áttina til herbergisins við svalirnar. Stundum vöknuðu Bill og litla barnið einmitt um þetta leyti; þess vegna hafði liann orðið heima meðan Mary fór til systur sinnar. Theodór Árnason: Operur, sem lifa. Parsifal eíííp U/agner Skyldu þau vakna í kvöld um það bil, sem liann yrði tekinn fastur? Hann heyrði þurra rödd lögreglu- mannsins halda áfram: „Það kemur ekki mjer við. Jeg verð að halda mjer við staðreynd- irnar.“ „Skyldu lögreglumennirnir nokk- urntíma kynnast öllum staðreynd- unum?‘“ tók Elton fram í. „Neyðin hefir máske rekið þennan mann til að drýgja þennan glæp? Stundum lenda heiðarlegir menn i slíkum vandræðum, að þeir grípa til ör- þrifaráða. Og þjer segið lika, að ekki sje glæpahneigð i þessum manni.“ „Jeg viðurkenni að það var svo!“ sagði Lichtfield. „Það kom í Ijós þegar hann hafði brotið brýrnar að baki sjer. Hann var algjörlega háð- ur gömlum, ríkum frænda sínum, sem var sjervitringur. Fletcher kvæntist gegn vilja gamla manns- ins, sem svifti hann þegar allri stoð. Þau sveltu, Fletcher og konan hans. Hún tók banvænan sjúkdóm. Frænd- inn skeytti því engu. Ilann þver- neitaði þegar Fletcher kom og bað hann um peninga til að bjarga lífi konu sinnar. Þjer sjáið að þetta hefir verið hörmuleg aðstaða. í ör- væntingu sinni braust hann inn í liús frænda síns og tók það, sem hann þurfti. En það bjargaði ekki lífi konunnar. Hún dó daginn eftir — og Fletcher hvarf sama daginn.“ „Og samt hafið þjer hundelt liann í fimm ár?“ hrópaði Elton. „Nei„ jeg hefi ekki haft þetta með höndum nema síðustu árin. Síðan jeg fjekk skipunina frá Englandi hefi jeg unnið málinu að staðaldri." „Og þjer haldið að þjer finnið hann á þessum útkjálka?" sagði Elt- on og var mikið niðri fyrirr. „Já, nú held jeg að jeg hafi fundið hann,“ svaraði hann rólega. „Þjer virðist vera viss í yðar sök!“ Elton spenti greipar. „Nokkurnveginn viss. Jeg hefi t. d. mannlýsinguna: svart hár, brún augu, grannur en sterkbygður. Hæð 170 cm. Aldur nálægt 32 ár.“ „Það getur átt við tugi af mönn- um.“ „Já. En svo er eitt. Hann er með stórt ör á bakinu. Frá hægra herða- blaði niður undir mjöðm.“ „Á bakinu á honum?“ Hann reyndi að láta kaldhæðni skína úr rödd- inni. „Hvernig hafið þjer hugsað yður að láta manninn sýna það?“ „Fólk baðar sig mikið hjer í hita- beltinu — og maður er ekki of góð- ur til að taka eftir.“ Örvæntingin, sem einu sinni hafði gjört hann að þjóf, smaug gegnuin hann á ný. Hann var kominn í snör- una. Nú beið lians aðeins fangelsið — rúst hinnar endurheimtu ham- ingju hans. Hann starði eins og mannýgt naut á gestinn. Jæja, liann hjelt að það væri svona auðvelt? — En hann ætlaði nú ekki að láta sigra sig bar- dagalaust. Vitið varð að þoka fyrir blindri örvæntingu. Lichtfield var sterkleg- ur, en þarna sást á skóflu, sem stóð við svalirnar. — Eitt högg með henni og þá mundi Licthfield tæp- lega smella handjárnunum um úlf- iiði hans. Og á eftir .... En hann hugsaði ekki um þetta: á eftir. Fimm ára kviði varð að hams- Efnis-ágrip Hálíðasöngleikur (Búhnenweih- festspiel*) i þrem þáttum. Texti og tónverk eftir R. Wagner. — Fyrstu frumdrættir að ljóðafl. ritaðir í Zúrich 1857. Ljóðaflokk- urinn fullsaminn og gefinn út 1877, en tónverkið fullgert 1879. Leikurinn fyrst sýndur í Bay- reuth fyrir „áskrifendur“ 26. júlí 1882, en opinber frumsýning 30. júli s. á. Síðan var leikurinn sýndur árlega í Bayruth og hvergi annarsstaðar í 21 ár. Mikill hluti *) „Búhnenweih-festspiel“, — með þvi er átt við, að söngleikur þessi var „tileinkaður" hátíðasýningum Bayruth-leikliússins, enda hvergi sýndur annarsstaðar í meir en tvo áratugi, lausri örvænting, sem útilokaði alt nema tilhugsunina um flótta. Elton stóð upp og færði sig nær skóflunni; hann greip um skaftið. „Þjer virðist lialda, að jeg sje þessi Paul Fletcher, sem þjer eruð að leita að, er ekki svo?“ spurði hann hásum rómi. „Jeg er svo að segja við því bú- inn að heyra yður játa það.“ „Nú, og ef jeg játa það — — hvað þá?“ „Mjer þykir vænt um að heyra þetta, lir. Fletclier,“ sagði Licthfield hlæjandi. „Jeg bið yður að afsaka að jeg verð að fara svo varlega. Eignir þær, sem frændi yðar arf- leiddi yður að, eru miklar. Og freist- ingin því mikil fyrir aðra, að lát- ast vera erfinginn.“ Það glamraði þegar skóflan datt. Fletcher starði á sterka manninn: „Frændi minn arfleiddi mig?“ „Já, að aleigu sinni, hr. Fletcher! Hann sá áður en hann dó, hve illa lionum hafði farist. Það var dauði konunnar yðar, sem opnaði augu hans. Hann hafði ekki haldið, að hún væri eins veik og hún var. Svo reyndi hann að hafa upp á yður. En það var einx og þjer hefðuð sokkið í jörðina, hr. Fletcher, og lögfræð- ingarnir, sem höfðu tekið að sjer málið, gáfust up við það. Þegar frændi yðar dó fyrir ári liðnu, af- hentu þeir mjer málið. Þetta var eng- inn barnaleikur, en skrifstofan okk- ar vill ógjarnan gefast upp — — og nú er jeg kominn hjerna.“ „Skrifstofan? En þjer sögðust vera leynilögreglumaður?" „Já alveg rjett? Maður sem lög- fræðingarnir fengu til þess að ráða fram úr málinu — finna yður.“ „Og yfirsjón mín?“ „Hún er grafin og gleymd fyrir mörgum árum. Undir eins og frændi yðar vissi að það voruð þjer, sem höfðuð brotist inn hjá lionum, ljet liann inálið niðurfalla. — Nei, nú er jeg liissa. Hjelduð þjer að jeg kæmi í nafni rjettvisinnar? Það var skrítið. Jeg sem hefi verið að eltast við yður til þess að afhenda yður tvær miljónir.“ tónverksins var fluttur (texta- laust) í Albert Hall, London 10. nóv. 1884. Utan Bayruth var leik- urinn fyrst sýndur á Metropolit- an i New York 24. desember 1903. Þegar atliugaðar eru dagsetning- ingarnar og ártölin, sem tilfærð eru hjer að ofan, verður manni það ljóst, að Wagner hefir ekki kastað hönd- unum til þessa snildarverks. Hann kastaði raunar aldrei höndunum til nokkurs Verks. Þau voru gjörhugsuð marg-lagfærð, áður en hann hleýpti þeim „af stokkunum“, og það er ekki síst þess vegna, sem heimurinn var lengi að melta þau eða venjast þeim, — lengi að venjast nýbreytn- inni, enda var það svo margt í verk- um Wagners, sem mönnum kom al- veg á óvart fyrst í stað, skildu ekki — og sögðu þá bara: þetta er ekkert annað en sjerviska, tildur og stór- menska. En heimurinn er nokkuð naskur á að „þvo gullið úr sandin- um“, þó að stundum taki jiað liann langan tíma að sjá í „pönnunni“ annað en svartan sand. Nú er heim- urinn löngu búinn að viðurkenna, að það var gull i „pönnu“ Wagners. Og dýrast var það og liátignarleg- ast sem siðast kom úr deiglu hans, liinna miklu leiksviðsverka, en það var Parsifal. Þetta verk ætlaði hann sinu eigin leikliúsi, Bayruth-leikliús- inu, það var tileinkað þvi og átti að vera árlegur liátíðaleikur þess. Og bæði er það, að Wagner hefir lagt sig þar allan fram og auk þess er verkið svo þrungið slíkri alvöru og helgi, að nefna mætti jafnvel heilagan eða himneskan innblástur. Talið er t. d., að vart muni vera til jafn helgi-þrungin og trúar-þrungin tónsmíð, og sú er Wagner fljettar þar um lieilaga kvöldmáltíð. Parsifal varð siðasta leiksviðsverk Wagners, og er honum fagur minnisvarði. Hann Ijest rjettu missiri eftir að Parsifal var fyrst leikinn i Bayruth. Aftur er jiað þýska helgisagan um Grail, liinn lieilaga kaleik, sem er uppistaðan í þessu verki. Leikurinn liefst í skógi á völlum þeim, sem Grail-köppunum, eða gæslumönnum hins heilaga kaleiks er helgaðir, — skamt frá Monsaloat-kastala, Öld- ungurinn Gurnemanz er að vekja tvo riddarasveina til morgunbæna, og leggur jafnframt fyrir tvo varð- mennina að búa Amfortas konungi þeirra laug, en liann er þjáður mjög af svöðusári, sem galdramaðurinn Klingsor hefir veitt honurn, en Kling- sor þessi er svarinn óvinur alls þess, sem heilagt er, og þá fyrst og fremst Grails og gæslumannanna. Titurel, faðir Amfortas hafði látið reisa kastalann til þess að varðveita þar kaleikinn, og vakið heilaga menn lil þess að gæta hans og annast lielgiþjónustur. Þeir Gurnemanz og varðmennirnir ræðast nú við um líð- an konungs, en þá kemur til þeirra ineð miklu óðagoti Kundry hin göldrótta, en hún er í þjónustu Klingsors. Hún hefir verið dæmd til Frh á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.