Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 9
F A L K I N IS 9 um og heyrðist þá vera pískrað hak við pálina þar .... Hann gægðist og sá þá Sonju halla höfðinu upp að öxlinni á Schlumberger. Dicky þakkaði hamingjunni fyrir að pálminn var þar sem hann var, og stóð þarna lcyr. Um stund var hann sem steini lostinn. Hvernig bar að skilja þetta? Sonja var dóttur Schlum- hergers til skemtunar? Var hugsanlegt að hún væri ástfang- in af föður hennar? Og hann .... Dicky fanst þessa stundina að Schlumberger væri einstak- lega ógeðslegur maður, enda þótt hann gæfi sjer ekki tíma til að athuga hvernig á þessari tilfinningu stæði. Jæja þá! Sonja virtist ekki hafa neitt á móti því að giftast Schlumberger! Honum fanst þessi tilhugsun bæði hlægileg og óþægileg. Og þó .... hvað kom honum þetta eiginlega við. Hafði hann ekki sjálfur sýnt ungfrú Schlumberger (eða má- ske rjettara sagt: peningunum hennar)1 ríkulegan áhuga. Hann reyndi að hlera samtal Sonju og Schlumbergers, en það var ekki hægt, og þegar Sonja sýndi á sjer fararsnið flýtti hann sjer úr felustað sinum bak við pálnjann. Dicky Bayes var nýsofnaður þegar hann vaknaði við eitt- livað hljóð utan af ganginum. Það var eins og þjónn væri á hlaupum um ganginn og ljeti miðdegisgongonginn gjalla, en áður en hann hafði hugleitt, hvort gistihússtjórinn gæti leyft sjer þesskonar gaman, heyrðist aftur fótatak og svo var lamið á hurðina hjá honum. — Eldur, monsieur! Fljótt! Fyrst af öllu datt Diclcy Sonja í hug. Hann fleygði af sjer yfirsænginni og þreifaði með fótunum eftir inniskónum sínum en hugsaði jafnframt um hvort lyftan myndi vera í gangi ennþá. Honum varð rórra er hann mintist þess að Sonja og Marguerite voru háðar í gömlu álmunni, þar sem tvöfalt verð var greitt fyrir herbergin vegna Hinriks IV. Dicky hleypti sjer í yfirfrakkann og hljóp út á ganginn. Þar var troðfult af fólki og allir voru að flýta sjer út, sem mest þeir máttu — stjökuðu og hrintu til þess að komast að stiganum niður í dagstofuna . . en þetta var ekki leiðin, sem Dicky hafði hugsað sjer að fara heldur átti hann að sækja á móti straumnum. Fallegar, ung- ar stúlkur voru allsstaðar fyrir hoaum, skartgripaskrín rálcust í hann og hvað eftir annað þrifu gamlar dömur í hann og hróp- uðu: Þjer eruð að villast! „Afsakið þjer, afsakið þjer,“ tautaði hann utan við sig og þreifaði sig áfram. Þetta var eins og martröð. — Hann hljóp og hljóp, en virtist ekki þolca neitt áfram; loks varð reykurinn þjettari og færri og færri urðu á vegi hans. Þegar hann kom að gamla hringstig- anum fræga var þar ekki nokk- ur maður, sem gat dáðst að stökkinu, sem hann tók yfir fimm fyrstu þrepin. Gamli við- urinn logaði eins og kvoðutrje og logarnir strukust um hann, en hann varð fljótari en svo, að þeir gætu kveikt í lionum. Hann æddi upp stigann og sveif á dyrnar hjá Sonju. „Halló, Dicky!“ Hún var enn í silfurbrydda kjólnum sínum og stóð við gluggann, og róin í rödd henn- ar verkaði á hann eins og köld hönd væri lögð á ennið á honum. „Jeg er kominn til ag hjarga yður!“ sagði hann og flýtti sjer að loka hurðinni, svo að hún skyldi ekki sjá, hvernig um- horfs var fyrir utan. Sonja hleypti brúnum. „Eru engir slökkviliðsmenn hjerna. Haldið þjer ekki að þeir verði fyrir vonhrigðum þegar þeir koma?“ Honum fanst þessi gaman- semi hennar ekki vel viðeig- andi, ekki síst er hún sá, hvernig hann var útleikinn, sótugur og sviðinn. ,Þeir eru ekki komnir enn þá,“ syaraði liann kuldalega. „Það litur svo út, sem við sje- um lokuð inni þangað til þeir koma. Jeg var úti á glugga- stallinum, en það virðist ekki liægt að komast niður þaðan.“ „Á gluggastallinum?“ Hann horfði forviða á silfurkjólinn hennar og tók eftir grænni rák á honum, ofan frá hnje og nið- ur á ökla. Það líktist ekki Sonju að fara svo óvarlega með föt- in sín. „Já, það er ómögulegt að kom ast þaðan. Jeg sje ekki að þjer getið lijálpað mjer á annan liátt en þann, að styðja mig út að brunaliðsstiganum, þegar hann verður reistur upp að gluggan- um.“ Þegar Dicky fór að yfirvega það mál sá hann að það gat hann ekki heldur .... en það var óþarfi að minnast á það. Hann sneri til dyra og ætlaði út sömu leið, en þá mundi hann að stiginn niður hlaut að vera orðinn alelda. „Það eina væri þá,“ sagði Sonja, „að þjer settust og reykt- uð eina sígarettu meðan þjer bíðið.“ Dicky var þakklátur fvrir ráð- ið, og leitaði í vösum sínum og náði í sígarettu. ,Jeg hjelt að þjer reyktuð ekki nema dýrar sígarettur, Dicky!“ Nú brosti hún í fyrsta skifti til hans, gegnum sígarettureyk- inn. Tóhakið hafði góð áhrif á hann, og hann reykti ákaft. Þau skyldu komast út. Þá tók hann eftir að Sonja horfði á hann geislandi augum og augnabliki síðar þreif hún í handlegginn á honum. „Dicky, mjer hefir dottið á- gætt ráð í hug! Yður er borgið úr þessu. Það er ekki jeg, sem þjer eigið að bjarga heldur Marguerite!“ „Marguerite?“ Hún benti á rúmið, þar sem eitthvert fatahrúgald lá. „Þetta er Marguerite. Það leið undir eins yfir hana.“ Dicky færði sig nær og komst að raun um, að þarna sást reyndar á hausinn á ungfrú Schlumberger út úr fatahrúg- unni. „Takið þjer hana upp og ber- ið hana út að glugganum. Stig- inn er reyndar ekki kominn enn en þetta lítur vel út — þegar maður sjer það neðan frá.“ Hinn lirausti björgunarmaður færði sig nær rúminu með sem- ingi og tók í sængurnar. Svo tók hann hina þungu byrði og bar hana út á gluggasvalimar, og komust áhorfendurnir niðri allir á loft þegar þeir sáu þessa sýn. „Getið þjer ekki riðað dálítið á fótunum?“ hvíslaði Sonja, er hafði falið sig bak við glugga- tjaldið. Dicky hlýddi og riðaði eitt skref aftur á bak og hallaðist upp að gluggapóstinum. „Er Schlumberger gamli þarna niðri?“ „Eldd sje jeg betur. Hann æðir þarna fram og aftur fyrir fram- an mannþyi-pinguna og baðar öllum öngum, og svo er hann að kalla eitthvað, en jeg heyri ekki hvað hann segir.“ „Hann er líklega að gefa sam- þykki sitt,“ sagði Sonja. Alt í einu heyrðust há gleði- óp frá mannfjöldanum. „Þetta er til yðar, Dickv!“ „Nei, jeg er hræddur um, að það sjeu dælurnar, sem eiga þessi óp. Nú eru þeir að reisa stigana.“ „Það hlýtur að vera spenn- andi,“ tautaði Sonja. Hreimur- inn í röddinni var þannig, að Dicky gat ekki stilt sig um að líta við, og alt í einu gerði hann sjer ljóst, að þessi ró og kæru- leysi í lienni var ekki annað en uppgerð, og að liún var í raun- inni hrædd. Án þess að hugsa sig frekar um slepti liann ung- frú Schlumberger, svo að hún datt með dynk, og hljóp til Sonju. „Róleg, Sonja, þetta er hráð- um afstaðið. Þeir bjarga okkur eftir augnahlik. Ekki að vera hrædd!“ „Jeg er ekkert hrædd,“ sagði Sonja. Hann dró hana niður á legu- bekk við hliðina á sjer og lagði kinnhia að hárinu á henni. Það ilmaði eins og gamaldags hlóma heð. „Hvað er það. sem þier not- ið i liárið ?“ „Lavendel.“ Dicky rjetti úr sjer. „Segið þjer mjer Sonja. ætlið þjer að giftast honum?“ „Hverjum?“ „Svona nú. Ekkert látalæli!“ hrópaði Dicky ákafur. „Auðvit- að á jeg við Schlumberger. Ætl- ið þjer það ?“ „Hvers vegna eigum við að vera að tala um það?“ sagði hún ertandi. „Jeg vildi óska að þjer gerð- uð það ekki, Sonja. Þjer verðið eklci hamingjusöm i þvi hjóna- bandi.“ „Jeg fæ livað sem jeg óska mjer.“ „Og hvað hafið þjer við það að gera?“ Þau horfðu um stund livast hvort á annað, en áður en þau gátu hugsað sig um og pexað áfram, sást haus á manni upp yfir gluggalcarminn. „Dicky, þarna er stiginn kom- inn.“ Dicky hljóp eins og örskot, tók ungfrú Schlumberger upp og rjetti slökkviliðsmanninum hana. Hann stóð augnablik kyr til þess að ná jafnvæginu, svo hvarf hausinn á honum liægt niður, en Dicky fór að sófanum, þar sem Sonja stóð, föl og skjálfandi. .Hvernig datt yður i hug að gera þetta, Dicky. Nú hafið þjer mist af tækifærinu.“ „Mjer er sama. Hevrið þjer nú, Sonja. Áður en við förum út um gluggann, ætla jeg að áegja yður, að ef þjer giftist karlinum og jeg giftist Margue- rite, þá verðum við hæði ógæfu- söm. Jeg veit það. Jeg veit vel hvað jeg segi, og jeg hugsa fvlli- lega skýrt.“ Hann sá að liún hlustaði á hann, og að liún skildi liann. Og svo tók hann heníiinni um lierð- arnar á henni. Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.