Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 7
FALKINH 7 Hjer birtist enn ein myncl af eyðimerkurófriðnum, sem nú er lokið. Hún er tekin við Maretli-víglínuna svonefndu, syðst i Tunis, og sýnir nokkrar hetjur úr 8 hernum vera að ryðja sjer braut yfir gaddavirsflækjur, sem settar hafa verið til varnar. Þetta er ein skriðdrekategundin uf mörgum, sem notað- ar voru í eyðimerkurhernaðinum. Er jjetta amerikönsk gerð og kend við Grant hersliöfðingja. Skriðdreki jiessi er ekki stór, en vel vopnaður og afar hraðskreiður. Við Medjes-El Bab í Tunis stóð látlaus orusta í átta klukkustundir uns öxulherinn tjet undan siga og banda- menn komust inn í þorpið. Fundu ]>eir þar í húsi seytján sinna manna, alla sœrða, sem höfðu verið handteknir í fyrri orustu. En þeir fundu líka hylki þau, sem sjást hjer á myndinni. Þau voru full af skotvopnum og hafði verið varpað niður með fallhtífum Þjóðverja meðan á orust- unni stóð, til þess að bæta úr skotfæraskorti Þjóðv. og ítala Daglega heyrist nú talað um árásir á ítalskar borgir, i frjettaskeytunum, og þó að þær árás- ir sjeu einkum á Sikiley, þá eru þær einnig geerðar á meginlandið, meðal annars borgirnar Turin, Milano og fíenua. Myndin sýnir flugmann við stýrið á sprengjuflugvjel sinni, en á jörðu má greina verksmiðjuhverfi i Turin, sem á að verða fyrir sprengjunum. Myndin er tekin „milli bardaganna“ þegar 8. herinn var að sækja i sig veðrið og styrkja aðstöðu sína i sókninni vestur yfir Tripolitaníu. Þarna sjest Montgomery hershöfðingi horfa á eina fallbyssuna, sem komið hefir verið fyrir á ströndinni, skamt fyrir vestan Benghazi. Hjer eru menn úr 8. hernum, að æfingu með skriðdreka skamt frá Marethviglínunni, meðan þeir voru að búa sig undir atlöguna að þessu virkjakerfi, sem talið var sterkasta vígstöð öxutherjanna á undanhaldinu til Tunis. En Mareth-línan var rofin fljótar en nökkurn varði, af hinum sigursœla 8. her.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.