Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 8
8 fálkihn Leyndarmál morðingjans Lungt, langt í vestri reis hœðin „Siaux Look Out“ upp úr hinum miklu, öldóttu flatneskjum og aðeins nafnið bendir á forna frægð Sioux- Indíánanna, sem hæðin dregur nafn sitt af. Á blómaskeiði þessara frægu veiði kappa og stríðsberserkja, var hæð- in hinn þýðingarmikli púnktur kyn- þáttarins, og þar stóðu útverðirnir i öllu sínu fjaðraskrauti og stolti með höfuðleður óvinanna dinglandi um beltið, og hjetu jjví að fjölga þeim, ef óvinirnir í vestri og suðri voguðu sjer inn fyrir sjóndeildar- hringinn; og arnarhvöss augu út- varðanna litu róleg en rannsakandi yfir hin ystu hæðadrög — þar gátu óvinirnir átt það til að leynast. En í norð-vestri lá hinn mikli skógur, þar sem Sioux-kynþátturinn hjelt til undir verndarvæng hins mikla anda. Svo liðu tímarnir og hin „hvita menning“ ruddi sjer veg vestur á bóginn. Hún þóttist hafa not fyrir þessa útvarðarstöð Indiánanna, en þeir voru ekki alveg á sama máli, og svo var barist nótt og nýtan dag, viku eftir viku, og Indíánarnir gerðu ýmist að tapa hæðinni eða þá að taka hana aftur með skörpum á- hlaupum og miklu manntjóni. Loks kom þó að þvi að liinir eirrauðu hermenn töpuðu og þeir, sem ekki fjellu, lögðu á flótta inn í skóg- ana. Þar flökkuðu þeir um í nokk- urskonar ónáð og reiðileysi, þar til „hinir bleiku menn“ fundu það út, að Indíánarnir voru injög sólgn- ir í áfenga drykki, jafnframt því sem þeir urðu ölóðir, i orðsins skýrustu merkjngu. Þetta notaði hin „hvíta menning“ sjer ágætlega, eins og alt annað í „Krig og Kær- lighed“, helti þá rauðu fulla, og keypti síðan af þeim landið fyrir brennivín, en í nokkurskonar heið- ursskyni yfir hraustum fjendum skýrði hún liina herteknu liæð „Sioux Look Out“ og reisti þar sið- an járnbrautarstöð. Þvi eins er það, að á hæðinni, þar sem áður stóðu eirrauðir stríðsmenn á verði, stend- ur nú rauðmálað liús með flagg- stöng. Þetta er aðeins afskekt og ein- mana járnbrautarstöð, langt frá öllum ys og þys stórborgarinnar, en þrátt fyrir það, hafði jeg flækst þangað i nokkurskonar ógáti, eins og minst verður á síðar. Jeg sat á tunnu fyrir framan stöðvarhúsið, og horfði til norð- vesturs, þangað; sem miðsumarsól- in var að liverfa i purpurarauðri glóð á bak við trjátoppana; og er siðustu geislarnir hurfu í litskrúði vestrænnar, viltrar fegurðar, laut jeg áfram i þögulli lotningu fyrir allri tilverunni- — svo sannarlega, sem nokkur guð var til, þá var liann virkur þáttur í þessu há-klassiska listaverki náttúrunnar. Ekki veit jeg hve lengi jeg sat þarna, snortinn af undramætti tig- inna náttúrudásemda — er jeg varð þess var, að einhver ávarpaði mig. — Ertu langt að kominn „ókunn- ugur“? sagði hás og annarleg rödd að baki mjer. Rödd þessi var í svo hróplegu ósamræmi við alt, sem i kring um mig var, og j)ó sjerstak- lega stemninguna, sem hvíldi eins og ljúfur draumur yfir huga mín- um, að ósjálfrátt komst jeg í ilt skap. — Var einhver sem bað þig að spyrja að þvi? svaraði jeg önugur eins og dogmatisk piparmey og leit við. Jeg sá tötralega klæddan mann, standa mcð hendur í vösum og horfa á mig með tortryggilegu og um leið auðmjúku brosi í gráum djúptliggjandi augum, undir dökk- um, loðnum brúnum. Munnurinn var stór, varirnar þykkar og sam- anpressaðar, nefið liátt og íbogið, og það var einhver ógnnn í hörðum andlitsdráttunum, sem voru eins og meitlaðir í fölt og magurt andltið. Dökt hárið var hæruskotið i vöng- unum og fjell í mjúkum bylgjum niður á herðar. Maðurinn var hár, herðabreiður, dálítið lotinn, eins og af elli; í stað skóa hafði hann strigatuskur vafðar um fæturnar. Aldur hans gat verið einhversstaðar á milli 35 og 55 ára. Hann hjelt á gríðarstóru hveitbrauði undir ann- ari hendinni, en reyktum fleskbita undir hinni. — Nei, sagði hann, sem svar við hinni miður kurteisu spurningu minni — en jeg hjelt kanske, já mjer datt svona i hug, hvort þú værir ekki svangur, og hann skotr- aði augunum til brauðsins undir hendinni. — Og svo ætlaðir þú að gefa mjer eina góða máltíð, sagði jeg glottandi. Heiðursmaður ertu! — Kanske tvær, sagði hann, og jeg sá þreytulegan brosglampa bregða fyrir i augum hans. — Hvað kemur þjer til að hjóða mjer mat? spurði jeg tortrygginn, þvi margra ára flakk viðsvegar um heiminn hafði kent mjer margt. — Mig vantar svo tilfinnanlega fjelaga, næstum stundi hann upp af svo mikilli og auðsjáanlega óaf- vitandi hreinskilni, að jeg varð straks forvitinn. — Félaga?! át jeg eftir alveg grallaralaus. — Já, fjelaga, flýtti hann sjer að segja. Jeg er svo einmana þarna í kofanum minum, og hann benti til skógarins. Þarna á jeg bæði góð- an og skemtilegan bjálkakofa, en jeg hefi engan til að tala við á kvöldin .... þau eru svo löng. Það var heimur af söknuði í málrómnum og augun urðu rauna- leg. — Það var annars skrítið með þessi augu. Jeg hafði alla tíð verið upp með mjer af því, hve fljótur og viss jeg var að sjá hvaða persónu hver hafði að geyma, með því að líta í augun á viðkomandi; en þessi augu — þau liöfðu að geyma svo mikið sambland af öllu því frosti og öllum þeim funa, sem í einni mannssál getur grautast, að jeg vissi bara alls ekki hvað jeg átti að halda. Það var engu líkara, en að maður- inn væri á ' milli vita: væri ljós rökstuddrar hugsunar þessa stund- ina, en óður af heiftúðugum geðs- hræringum hina stundina. — Gerðu jiað nú, ókunnugur, hjelt hann áfram, að konta með mjer heim og borða kvöldverð mjer til samlætis, og ef lm ált engan viss- an stað í nótt, þá geturðu sofið þar líka. Jeg hefi tvö rúm og nóg af hlýjum loðfeldum og skinnum. Maðurinn liafði nú vakið forvitni mína fyrir alvöru, svo að jeg ákvað að fara með honum. Það var eitt- hvað einkennilegt og dularfult við þetta hörkulega andlit, sem jeg varð að kynnast hetur, þvi að jeg hefi altaf verið áfjáður í að leita uppi og kynnast persónum af sem allra ólíkustu tegundum. Þar fyrir utan var jeg orðinn matlystugur. Það voru að minsta kosti 12-—14 tímar siðan jeg hafði smakkað matarbita, og þá ekki haft annað en liálft liveitibrauð og einn lauk, og það lítinn lauk. Þessu liafði jeg skolað niður með köldu vatni, sitjandi flöt- um beinum í skröltandi góssvagni. Síðan hafði jeg lagt mig á hart gólfið, haft járnbút fyrir kodda — Jakob hafði jjó stein, er hann dreymdi um himnastigann — og sofnaði svo innilega fast að jeg vaknaði ekki, er eimlestin stansaði við „Sioux Look Out“. En það ólán hafði viljað til, að vagninn var eitt- hvað lítilsháttar bilaður, svo hann var tekinn úr lestinni og skilinn eftir, en hún hjelt sjálf áfram skilj- andi mig eftir í vagninum. Þannig geta forlögin leikið saklausan flæk- ing grátt, mitt í sólargeislum dags- ins. — Jæja, sagði jeg og stökk af tunnunni — jeg kem með þjer. — Þakka þjer fyrir, sagði maður- inn, og svo gengum við samhliða, án þess að mæla orð, í áttina til skógarins. Bjálkakofinn stóð í allstóru rjóðri skamt inni í skóginum. Hann var lágur, eins og flestir slíkir kofar eru, ferkantaður, einar dyr, gluggi á norður og suður lilið, tvö rúm, slegin saman úr óhefluðum borðum, ómálað borð, tveir bjálkastólar, elda- vjel — sennilega mjög gömul — stóð úti í einu horninu. í rúmunum voru nokkur gæruskinn og einn þykkur loðfeldur i hvoru. (Maður- inn er sem sje veiðimaður á vet- urna, en hálfgeggjaður einstæðing- ur á sumrin, hugsaði jeg.) Gólfið var mjög óhreint, haf'ði sennilega ekki verið þvegið í marga daga, jafnvel vikur. Nokkrir pjáturdiskar, krúsir og annar liúllumhæ horðbún- aður var í kassa á gólfinu. — Þetta er nú heimilið mitt, sagði ma'ðurinn, og leit með nokkurskon- ar velþóknun í kring um sig. — Ágætt heimili! svaraði jeg, sem átti ekkert heimili, og er jeg leit á rúmin, fór notaleg vellíðan um mig allan; enda voru nú sjálfsagt þrjár vikur liðnar síðan jeg hallaði mjer upp í rúm síðast. Þær nætur, sem jeg ekki hafði sofið á hörðu gólf- inu í járnbrautarvögnum liingað og þangað, hafði jeg hreint og beint látið fyrirberast undir berum himni og allar mínar jarðneskar eigur, fyrir utan fötin, sem jeg stóð i — voru einn tannbursti, sápuspil og vasaklútur. —• Þú skalt bara sjá hvað verður hjer hlýtt og notalegt, jeg meina heimilislegt, liegar jeg er búinn að kveikja eld í vjelinni, sagði mað- urinn, og fór út. Hann kom aftur að vörmu spori, með nokkra viðrabúta, og litlu síðar liafði liann kveikt upp eld. Á meðan hann matbjó, hallaði jeg mjer upp í annað fletið og hefði sennilega sofnað, ef hann hefði ekki verið að sífeldu rausi, og vissi jeg aldrei afmennilega hvort hann var að tala við mig eða sjálf- an sig. Einu sinni sneri hann sjer jjó að mjer, og sagðist heita Charles og móðir sín hefði verið frönsk — það er alt, sem jeg veit um ætt lians — síðan raulaði liann heilmikið, ýmist á ensku eða frönsku, og voru það alt raunaleg lög, sem stungu i slúf við sjálfa persónuna. — Maðurinn er eitthvað hinsegin, hugsaði jeg og dró ýsur. Loksins varð jjó maturinn til, og við settumst að snæðingi. Herra minn trúr! Ilvað lyktin al' angandi matnum skar innan hungr- uð vitin. — Charles hafði steikt tvö egg á mann og nokkrar sneiðar af reyktu fleski, þar fyrir utan var hveitibrauð, smjörlíki og rjúkandi kaffi á borðinu. Og af jjvi að birtu var fatið að bregða, kveikti hann á kerti, sem hann stakk í flöskustút. Á meðan við mötuðumst, sátum við andspænis hvor öðrum við borðið. Charles sat þöguli á meðan við mötuðumst og virtist vera annars hugar. Hann virtist gjörsneyddur öllu, sem kallað er „borðsiðir sið- mentaðra manna'* og starði án af- láts á kvist í borðinu, og leit ekki á mig, frekar en jeg væri ekki til. Hann gaf skollann í hnífapörin, sem liann hafði lagt við diskinn sinn, og snæddi rjett og sljett með fingrunum, og endaði með þvi að sleikja diskinn sinn. — Var Jjað á Jjennan hátt, sem þú jjvoðir diskinn síðast, sem jeg er að borða af? spurði jeg dálítið hranalega. Iiann leit snögt upp; andlit hans varð ennjjá fölara, en Jjað var í ver- unni. — Þykist Jjú vera siðaður, bölv- aður flækingurinn Jjinn! öskraði hann, sýnilega hamslaus af vonsku, og augu hans loguðu af hatri og — hamingjan góða! — mjer sýndist af blóðjjorsta; eða var Jjað kanske vegna þess, að það var farið að fara um mig? — Jeg skal segja þjer það, næst- um öskraði hann með hárri en sterkri rödd, að jeg var einu sinni talinn bæði siðaður og mentaður borgari í .... Það var eins og rödd hans hefði verið slitin snögglega i sundur. Hann fól andlitið í höndum sjer; herðarnar skulfu lítið eilt, eins og af niðurbældum grátekka, og alt i einu varð jeg Jjess var að hann grjet. — Ó, guð minn góður! Ó, guð minn góður! stundi hann. Það er svo langt síðan, svo óendanlega langt síðan. Jeg stóð upp og lagði aðra hönd- ina ljett á herðar hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.