Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 þessara fanga voru svo illa staddar og þrautpíndar eftir styrjöldina aS stjórnir þeirra höfðu hvorki fje nje framkvæmdamátt til þess að koma þessum föngum heim. Og nú ætlaði sambandsráðið að freista þess hvers Alþjóðabandalagið væri megnugt í þessu máli. Þegar jeg kom til Osló gerði jeg Nansen orð (hann átti heima i Lysaker, sem er bæjarleið fyrir ut- an borgina), að jeg ætti heima í enska sendiherrabústaðnum, og hvort hann vildi vinsamlega láta mig vita hvenær han gæti tekið á móti mjer. Hálftíma síðar sá jeg gamlan Fordbíl staðnæmast við dyrnar á sendiherrabústaðnum, en þar sat Nansen við stýrið — eins og víkingur. Hann var þrjátíu árum eldri en jeg; hann var einn af fræg- ustu inönnum heimsins. En í stað þess að gera mjer orð um að koma til sin, var hann .sjálfur kominn þarna til að leita uppi þennan unga sendimann Alþjóðasambandsins. T ÆJA, svo kom hann inn í sendi- ** sveitarskrifstofuna, og í fyrstu setningunni, sem hann sagði, bað hann mig um að gera sjer grein fyrir hvernig ráðið hefði hugsað sjer fyr- irkomulagið á því að koma föngun- um heim. Á næsta hálftíma reyndi jeg að gefa honum þær upplýsingar um þetta mál, sem Alþjóðaban'da- lagið hafði viðað að sjer. En þar næst sat Nansen með mjer í sjö tíma og spurði mig i þaula, án þess að taka sjer nokkra málhvíld — han hjelt áfram að tala meðan við snæddum hádegisverð hjá sendi- herranum, og eins yfir teinu, alt þangað til fór að skyggja —• og tal- aði altaf um „repatrioteringuna“ (endurheimt ættjarðarinnar föngun- um til handa). Það varð að grafa upp landkort handa honum i safni sendisveitarinnar; leitað var í al- fræðibókina Encyclopaedia Brilann- ica; hver einasta tilgáta og tillaga var rædd og yfirveguð. Eftir að Nansen hafði lialdið þetta próf sitt í sjö tíma stóð hann upp og sagðist verða að fá eins til tveggja daga frest til þess að svara erindi mínu. Jeg man eftir að með an við ýttum Fordbílnum hans nið- ur ganginn í sendibústaðargarðin- um, til þess að fá hann til að kveikja var jeg að hugsa um, livort jeg mundi sjá þetta ofurmenni nokkurn- tima aftur. Mjer fanst það eiginlega ósennilegt. Því iað í viðræðu okkar gat jeg ekki svarað spurningu lians um, hve marga fanga væri eiginiega um að ræða. Jeg gat ekki staðgreint honum livar fangabúðirnar væru. Jeg gat ekki sagt Imnum hvort sovjet stjórnin í Moskva mundi verða okkur hjálpleg. Jeg gat ekki sagt lion- um hvar við ættum að fá skipin og járnbrautarlestirnar, sem til flutn- inganna þyrfti. Jeg gat ekki sagt honum liver ætti að sjá um undir- búning tjaldbúðanna á leiðinni, ein- angrunarstofnanirnar og sótthreins- unarstöðvarnar, matvælin eða fatn- aðinn, sem sjá yrði fyrir handa föngunum. Jeg gat ekki einu sinni sagt honum hvaðan við ættum að fá peningana til þess að gera alt þetta, sem jeg var að tala um. Og meðan jeg var að tala við liann gat jeg ekki varist þessari tilhugsun: „Hvaða heimsfrægur stjórnmálamað- ur þorir að hætta mannorði sínu í svona fyrirtæki?“ Þremur dögurn siðar bauð Nansen mjer til miðdegisverðar heima hjá sjer. Við töluðuin um alla heima og geima endilangt kvöldið — um Eng- land og Noreg, um skíðagöngur og laxveiði, um stjórnmál og rauna- ástandið, sem væri i heiminum eftir stríðið. En á striðsfangana var ekki minst með einu orði, og jeg hugs- aði sem svo: „Svona endar þá þetta.“ En þegar Nansen fylgdi injer til dyra og kvaddi, tók hann í höndina á mjer og sagði: „Segið Alþjóða- bandaráðinu að jeg taki boði þess. Og komið svo hingað á morgun, og þá skulum við gera áætlanir.“ T7ÁIR menn hafa fórnað jafnmikiu * og Nansen gerði, þegar hann varð við tilmælum Alþjóðasam- bandsins. Hann afsalaði sjer næði og þægindum, vinum og fjölskyldu, skógarferðum og fjallaverum í ætt- landi sínu, sem liann unni svo heitt, til þess að bjarga stríðsföngunum. Afsalaði sjer allri von um nýjar rannsóknarferðir, nýja visindastarf- semi, hann afsalaði sjer visindum sínum og bókunum sínum. Hann hafði gerstj þjónn Alþjóðasambands- ins, og hjeðan i frá átti liann ekki að fá neina livíid. Hversvegna gerði Nansen þetta? Tvent var honum í hug. Upplýsing- arnar, sem jeg hafði getað gefið honum um stríðsfangana, voru i stuttu máli þessar: Hálf miljón — eða máske heil — ógæfusamra út- laga, sem iifðu í vonlausri eymd i afskektum fangabúðum. Annað gat jeg ekki sagt honum með neinni vissu. En sjálfur held jeg, að þó að Nansen liefði vitað, að ekki væri liægt að koma málinu fram til sig- urs, hefði hann samt viljað gera til- raun. En það var eigi manngæska hans ein, sem rjeð svari hans, þvi að hann skyldi líka liina stjórnmála- legu þýðingu þessa fyrirtækis. Hann hugsaði sem svo, að ef Alþjóðasam- bandið gæti náð hagnýtum árangri, ef liann gæti sameinað óvini að sam- eiginlegu verkefni, er bygðist á gagn kvæmri hjálp — þá gæti hann má- ske lagt stein í grunninn að Alþjóða- sambandinu og hjálpað þvi til að eyða hatrinu og gremjunni, sem styrjöldin liafði skapað. Og jeg held að lian hafi vitað, að ef yfirleitt nokkur gæti ráðið þessu máli til lykta, þá hlyti það að vera hann sjálfur. Því að af eigin reynslu þekti hann öll viðfangsefnin, sem nauðsynlegt var að ráða fram úr. Og áður en hann tjáði sig fúsan til starfsins hafði hann notað sömu að- ferðina i herfangamálinu og hann hafði notað áður en hann lagði í norðurliöf með Fram. Hann sagði einu sinni, að vikum og mánuðum saman, áður en hann lagði í norð- urveg hafi hann löngum legið and- vaka á hverri nóttu, og verið að hugsa um óliöpp eða andstreymi, sem fyrir gæti komið. Og þegar hann kom úr þeirri ferð var það einhver sem spurði, hvort nokkuð hefði nú komið fyrir i leiðangrin- um, sem liann hefði ekki hugsað sjer áður en hann fór af stað. „Nei,“ sagði Nansen. „En jeg hafði hugsað um ýmislegt, sem ekki kom fyrir.“ ANNIG var þessu háttað i út- lagamálinu. Nansen gekst i það, með sínu lifandi og óbilandi hug- kvæmniþreki. Hann átti einstæða hæfileika i þá átt að skipuleggja alt út í æsar, hann átti þá trú að örð- ugleikarnir væru til þess að sigrast á þeim, gáfuna til þess að blása samverkamönnum sinum lifsanda í brjóst og aðstoðarmönnunum-hrifn- að og orkumagn, sem slagaði liátt upp í það, sem hann sjálfur átti. Hann var vanur að segja, að „það erfiðasta er þetta, sem tekur dálitinn tima, það ómögulega tekur dálítið lengri tíma.<< Og hann sannaði þetta í útlagamálinu. En jeg held að eng- inn annar inaður í Evrópu hefði get- að ráðið þvi máli til hlunns með sigri. Á sama veg fór um öll þau störf, sem hann tók að sjer fyrir Alþjóða- sambandið. Þeir voru vanir að segja þar, hvenær sem við byrjuðum á ein- hverju nýju, að nú hlyti það að mistakast. Árið 1921 var samþykt að reyna að lijálpa rússnesku flótta- mönnunum í Vestur-Evrópu; þetta var sama árið sem það gerðist að- kallandi að safna peningum og senda inat til þess að bjarga tólf miljón- um manna, sem stóðu í gini svelti- dauðans austur í Rússlandi sjálfu. Árið 1922 kom fram tillaga um það, að grísku flóttamennirnir í Litlu- Asíu skyldu fluttir á nýbýli i sinu forna föðurlandi; og skömmu siðar um það, að grískir og tyrkneskir herfangar — og siðar einnig annað fólk þessara tveggja þjóða — skyldu hafa vistaskifti, þannig að hver kæmist heim á sína eigin fóstur- mold. Árið 1923 kom fram tillaga um það, að Armenar, hinir marg- lirjáðu, sem höfðu dreifst um meg- inland álfunnar, skyldu njóta að- stoðar þjóðbandalagsins til þess að eignast nýtt lieimili i Erivan. En altaf töldu liinir „liagsýnu stjórn- málamenn“ að hugmyndin væri ó- framkvæmanleg. Og altaf hugsaði Nansen málið í þaula, gerði áætlan- ir og koin svo málinu fram, með óbifanlegum vilja og liarðfengi. Og í dag eru yfir hálfa miljón herfanga, i ýmsum löndum Evrópu, heil milj- ón heimilislausra Rússa víðsvegar um hnöttinn, miljónir — jafnvel tíu miljónir — fórnarlamba liungurs- neyðarinnar i Rússlandi, fimm milj- ónafjórðungar Grikkja og tugþúsund- ir af Armenum viðsvegar um heim, sem blessa nafn Nansens fyrir það, sem hann gerði. Engri af áætlunum Nansens skeikaði; aðeins ein var ekki framkvæmd að fullu og öllu. T_TVERNIG var hann þá, þessi járn- maður megingjarðanna, sem bauð ísnum í norðurhöfum og stjórn málamönnunum í Genf byrginn? —- með jafngóðum árangri livorum um sig. Þegar jeg hitti hann í fyrsta sinn var hann sextugur. En þegar jeg rifja upp myndina af honum í með- vitund minni, eins og hann var þeg- ar hann gekk um salina á fundum Alþjóðasambandsins i Genf, eða þegar hann var að ganga upp stig- ana í gistihúsinu þar, og steig þrjú þrep í einu skrefi, þá stendur hann fyrst og fremst fyrir hugskotssjón- um mínum sem fremsti íþróttamað- urinn, sem jeg hefi augum litið. Noregsmeistari i þolhlaupi á skaut- um varð liann þegar liann var seyt- ján ára, tólf sinnum tvímælalaus skíðameistari lands síns, jafnoki Eskimóa í róðrarlistum á liúskeip- um — jeg efast uin, hvort liann hefir nokkurntima átt sinn jafningja i fimi og orku þeirri, sem íþrótta- mann má prýða. Og næst blasir hann við mjer, sem djarfasti maðurinn, sem verið hefir uppi. Hversu margir eru þeir, að af sjálfsdáðum mundu vilja eiga næturstað aðeins eina nótt, við að- eins annan mann, norður á rekandi hafisjökum norðurlieimskautshafs- ins, eins og hann gerði, þegar hann lagði af stað fótgangandi til þess að komast á lieimskautið? Hversu margir mundu kæra sig um að standa einir uppi á Alþjóðasam- bandsfundi í Genf, eins og hann gerði stundum, andspænis að kalla mátti öllum fundarmönnum, og halda fram því, sem hann taldi rjett? Jeg man eftir honum einu sinni, þegar hann var að berjast fyrir þvi, ásamt Cecil lávarði að Albaníu yrði veitt innganga í Alþjóðasamband- ið. Það var í rauninni enginn, sem fylgdi þeim að málum, og Cecil spurði Nansen, livort hann vildi halda málinu lengra. „Þá endar það með því, að öll stórveldin verða á öndverðum meið við okkur,“ bætti hann við. „Auðvitað," sagði Nansen, sem þá var fulltrúi Noregs, einnar af smáþjóðunum. Og þeir komu mál- inu fram. Þeir sigruðust á stórveld- unum. Albania gerðist meðlimjur bandalagsins. Og að minsta kosti tvisvar á árunum milli fyrstu og annarar heimsstyrjaldarinnar studdi Albania að því að varðveita friðinn í Evrópu. Stundum hafði Nansen það til að vera kátari en nokkur maður, sem jeg liefi fyrir liitt. Þó að jiað væri i lýjandi erindum stundum var alt- af skemtileg unun að ferðast með honum. Þegar jeg lendi í roki á sjó verður mjer ávalt liugsað til Nan- sens, þar sem hann stóð í lyftingu á litlum, griskum tundurspilli, sem var að brjótast áfram gegn stórsjó í Hellusundi, en af andlitinu á Nan- sen ljómaði ánægja og gleði yfir stympingunum við sjóinn. l^ANSEN liafði unun af einföld- um lilutuin og látlausum mönn- um. Honum þótti vænt um skepnur, á þann hátt sem aðeins útiverumönn- um er tamt. Honum þótti vænt um börn — hversu þrcyttur og úttaug- aður sem hann var, sá jeg aldrei að hann nennli ekki að tala við börn í skólaporti. Honum þótti vænt um frumrænt fólk — þegar hann tók til máls- i Genf um verndun sumra frumstæðra þjóða fansl mjer altaf, að hann væri einasti maður- inn, þar á þingi, sem skildi þær, þvi að meðan hann var að tala mun liann hafa liaft i huga friðelsku og gestrisnu Eskimóana, sem liann hafði einu sinni dvalið hjá. Hann elskaði æskuna, heilbrigði æskunnar, frækni hennar og feg- urð. Hina björtu og ljómandi út- sýn æskunnar; rjettlætistilfinningar hennar og heilindi hennar og kviða- leysi. Oft varð lionum það að orði, að það væru gönilu mennirnir, sem æltu sökina á styrjöldinni. En umfram alt elskaði liann frið og rjettlæti. Hann hataði þjáningar Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.