Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N LÆKNINUM SKJÁTLAÐIST Leynilögreglusaga eftir D. Sharp PARSLOW læknir kom þreytt- ur lieim úr sjúkravitjun. Ilann var ný setstur og ætaði að fara að drekka te þegar sim- inn hringdi. Hann muldraði ön- ugur, og gekk að skrifhorðinu og tók símann. „Parslow lækn- ir,“ sagði hann. „Þetta er Davis lögreglufull- trúi, herra læknir. Getið þjer komið heim til Osborne undir eins?“ „Hvað er að lionum? Getið þjer bent mjer á livað jeg á að hafa með mjer, Davis?“ Læknirinn hafði gleymt allri þreytu og var tilbúinn. „Það er liætt við að þjer get- ið ekki hjálpað honum, læknir. Hann er dauður r— skotinn — og morðvopnið finst hvergi.“ , „Hvert í heit....! Jæja, jeg skal vera kominn eftir fimm mínútur. Sælir á meðan.“ Parlow læknir lagði frá sjer símann, saup gúlsopa af tei og fór af stað. Davis fulltrúi opn- aði dyrnar þegar Parslow hringdi. Fulltrúanum gramdist þetta morðtilfelli, sem raskaði friði litla hæjarins. „Jeg verð að líta á hann,“ sagði Parslow. „Hvenær upp- götvuðuð þjer þetta — og hvernig?“ „Hann liggur inn i reykinga- herberginu,“ sagði Davis um leið og þeir fóru inn. „Philip Manderton hringdi á lögreglu- stöðina. Það var hann, sem uppgötvaði þetta. Hann kom til að skila hók, sem hann hafði fengið lánaða, og þá fann hann Osborne dauðan.“ Þeir ;fóru inn i reykingaher- bergið. Parslow varð hissa þeg- ar hann hitti bæði Philip Manderton og frú Serle þar inni. Frú Serle var mesti gerð- ar kvenmaður og ól upp hunda í öðrum enda bæjarins. „Gott kvöld frú Serle, hvað eruð þjer að vilja lijer?“ „Jeg kom til að fá hr. Os- borne til að kaupa af mjer hund. Hann talaði svo oft um það — en nú er það of seint.“ „Það er það,“ sagði Parslow þurrlega og gekk að líkinu. Dáni r'^ðurinn var með skot- sár mitt á milli augnanna. Hann hafði vafalaust dáið undir eins. — Læknirinn lagðist á hnje hjá líkinu. „Hm! — má jeg hreyfa hann ofurlítið, Davis? Jeg get ekki rannsakað hann meðan hann liggur svona.“ „Helst ekki, læknir. En ef þjer getið aðeins sagt mjer live lengi liann hefir verið dauður þá er jeg ánægður í bili. En vitanlega rannsakið þjer hann svo betur síðar.“ Parslow tautaði eitthvað og byrjaði svo á hinu leiðinlega verki. Hann hugleiddi alt, sem hann vissi um hinn látna, meðan hann var að mæla líkamshita hans. Hann hafði stundum kom- ið til lians í læknisei'indum og maðurinn hafði alls ekki verið honum að skapi. Upp á síð- kastið hafði Parslow farið að gruna, að Osborne væri ekki heiðarlegur maður. „Hann hefir verið skotinn standandi," sagði Parlow og beygði sig svo til þess að skoða augun í likinu, — „ef til vill í sama augnabliki og liann var að heilsa gestinum, sem kom.“ „En hver skyldi þá hafa kom- ið í heimsókn til hans?“ sagði frú Serle forvitin. „Engum hjer í bænum var vel til hans — en annars var það órjettmætt, fanst mjer. Að vísu var hann fálátur, en það hefir víst ver- ið mest af feimni.“ „Hann hefir að minsta kosti fengið heimsókn í lcvöld,“ sagði Parslow önugur. „Hve- nær komuð þjer annars frú Serle?“ spurði hann um leið og hann leit á hitamælirinn. „Jeg kom rjett á eftir hr. Manderton. Ef jeg hefði komið nokkrum mínútum fyr hefði jeg fundið liann.“ Það fór hrollur um hana. „Jæja, læknir.“ sagði full- trúinn. „hvenær haldið þjer að þetta hafi gerst?“ ~T>ARSLOW svaraði ekki strax. Han horfði enn á hitamæl- irinn. Það var eins og hann væri að reikna hugareiknings- dæmi. — Loks sagði iiann hik- andi: „Ja, jeg hallast að því, hm, að maðurinn sje dáinn fyr- ir skömmu — mjög skömmu. Að minni hyggju ekki fyrir meira en tuttugu mínútum. Hin andmæltu. „Tuttugu mín- útum! Nei, það hlýtur að vera lengra síðan,“ hrópaði frú Serle áköf. „Annars hefði jeg heyrt skotið. Jeg stóð hjerna við garðshliðið fyrir tuttugu mínút- um og var að tala við hana frú Roberts. Yður hlýtur að skjátl- ast, læknir. „Ef svo er, sem þjer haldið, læknir,“ sagði fulltrúinn, „þá bregðast allir útreikningar mín- ir. Jeg get mjer til að klukku- tími sje siðan.“ Parslow svaraði engu. „Nei, þetta er ekki rjett,“ sagði Philip Manderton álcveð- inn. „Þá liefði einliver átt að skjóta hann fimm mínútum áð- ur en jeg kom. Þá hefði jeg hlotið að sjá hann vera að skilja við.“, „Þið virðisl öll hafa betur vit á þessu en jeg,“ sagði Pars- low. „Jæja, segjum þá 25 mín- útur í mesta lagi. En ekki sek- úndu meira.“ „Já, en líkið er stirðnað," sagði Manderton. Parslow leit á hann og ypti öxlum. „Það kemur ekkert þessu máli við. Það er vitan- lega ekki eðlilegt, en heilsufar Osborne var ekki heldur eðli- legt. Gleymið ekki að jeg var læknir lians. Það er ekki hægl að gefa algilda reglu fvrir þvi hvenær lík stirðna. Annars segi jeg ekki annað en skoðun mína sem lælcnis," hætti hann við dálítið hvasst. „Það er alt i lagi, lælcnir, sagði fulltrúinn. „Jeg er ánægð- ur ef þjer endurtakið þetta við líkskoðunina. Svo að inaður- in liefir þá dáið milli klukkan 17.05 og 17.15 Og klukkan var 17.15 þegar Manderton símaði til lögreglunnar. Parslow læknir setti hitamæl- irinn í tösku sína og sneri sjer að Manderton. „Þjer voruð ekki lengi að sækja bókina og skila henni,“ sagði hann eins og hann hefði ekkert annað að segja. „Svo var yður fyrir að þakka.“ Manderlon sneri sjer að full- trúanum og sagði: „Læknirinn lofaði mjer að aka með sjer í bifreiðinni frá stöðinni. Jeg kom með lestinni 16.48. Svo fór jeg beint heim og sótti bókina. Jeg var hræddur um að gleyma henni aftur — jeg er með þeim ósköpum gerður að gleyma oft- ast að skila bókum, sem jeg fæ lánaðar.“ „Jæja,“ svaraði Davis úti á þekju, og skrifaði eitthvað i minnisbókina sína. „Hafið þjer annars nokkuð að segja lækn- ir?“ „Ekki annað en að jeg er reiðubúinn til að kryfja líkið hvenær sem vera skal — en þó verð jeg að liafa klukkustund- ar fyrirvara. En nú verð jeg að fara .... Þjer bíðið víst eftir Ijósmyndaranum og fingrafara- manninum? Hringið til mín á niorgun ef eitthvað gerist, Davis. Sælar, frú Serle — sælir Mand- erton.“ Og Parslow læknir flýtti sjer heim í teið. K EGAR viðtalstími Parslow var úti daginn eftir kl. IIV2 kom Davis. „Mig langar lil að tala dálítið við yður um morðmálið, læknir, ef þjer hafið tómstund. Jeg fæ ekkert up úr þjóni Osbornes — hann þegir eins og steinn. Það eina sem hann veit er að hann var i Dorcliester allan dagin i gær. Og enginn i bæn- um gelur sagt neitt frá Os- borne.“ „Philip Mandertop heimsótti hann við og við, og frú Serle hefir lika talað við liann stund- um. Yita þau ekki neitt um Osborne?“ „Nei, jeg yfirlieyrði þau í gær, og þau vita ekkert, sem máli skiftir. En þjer voruð læknir hans. Vitið þjer ekkert um efna- Iiag' hans? Han kallaði sig lifa á eignum sínum, en hvernig hefir hann komist yfir þær? Bankinn hans getur engar upp- lýsingar gefið.“ „Er það ekki?“ „Nei. Bankastjórinn vill fús- lega lijálpa okkur. En liann seg- ist oft hafa brotið heilann um hvernig liafi staðið á viðskifta- reikningi Osbornes. Það gæti virst svo, sem liann væri veð- málaráðunautur, segir hann. Þjer skiljið: hann lagði stórar summur inn í bankann en mjög mislangt Ifeið á milli.“ Parslow kinkaði kolli. „Jú, jeg skil, Davis. En hann fjekst ekkert við veðmál — svo mik- ið get jeg sagt yður. Mig hefir grunað dálítið um hann um nokkurt skeið, en sá grunur er reistur á veikum forsendum.“ „Oklcur hefir eflaust grunað það sama,“ sagði Davis. „Karl- inn hefir lifað á íjárþvingun? Það verður erfitt að finna morð ingjann, nema við náum í skrá yfir þá, sem hafa orðið fyrir barðinu á bonum. Sannast að segja langar mig ekki að hand- taka neinn fyrir morð á þess- konar blóðsugum.“ „Nei, en það er skylda yðar, Davis,“ sagði Parslow. „Jú — þáð mun vera svo,“ svaraði Davis með semingi. „Annárs hef jeg ástæðu til að halda, að morðinginn liafi lieimsótt Osborne í gær milli klukkan 15 og 16, ef til vill til

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.