Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 12
12 f ALKINN Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir 21 nm er kallað einu nafni „eðlishvatir“. Og jiær voru líka að verki. Það var barátta þeirra við skynsemina og tilfinningu, sem liafði hrjáð hann. Því að ímyndunaraflið og draumur unglingsáranna, þegar hugur- inn var sem hreinastur, höfðu nú setst að hjá hinni ungu stúlku, Valentine, hún var ung og fögur; hún var veik og kúguð, og harin var verndari hennar. Hún var mjög kvenleg, en aðeins kona fyrir hann; víg- girt borg, óumsetin og ótekin, og gullhlið og fílabeinshlið hennar voru honum ein- um opin; handan við þau hlið voru, að þvi er virtist, fágætir fjársjóðir og blíða og aðdáun, sem draumar æskunnar eru ofnir úr. Það hefði verið honum mikill Ijettir, ef liann hefði getað komið orðum að vand- ræðum sínum, en liann gal það ekki. Hann \issi það eitl, að hann var flæktur við við þær báðar. Hann hugsaði: og j&g er bölvaður asni að vcra það. Hversvegna er jeg að klifa á-------- En nú fjekk hann alt í einu nýtt að liugsa um. Han var staddur efst á Denwick hálsinum, þar sem skógurinn hætti, en sljettlendið byrjar. Þarna var hvergi hægt að skríða i felur, ef liætta bæri að hpnd- um. Tungl var ekki á lofti, en stjörnur blikuðu á lieiðum liimninum. Nóttin var að vísu dimm, en myrkrið þó ekki nægi- lega svart til þess, að ofsóttur maður gæti Philip Macdonald ferðast óhultur í skjóli þess. Sjómaðurinn lá endilangur á jörðunni og Betty flatmag- aði við liliðina á honum líkust gljáleitri vofu. Hann hugsaði ráð sitt og komst að þeirri niðurstöðu,. að til þess að komast heim áð hvíta húsinu yrði hann að legg'ja lykkju á leið sína, hraða sjer fyrst og fremst yfir sljettlendið framundan og inn í skógarþykknið, er lá milli vegarins, sein glitti í til liægri eins og silfurgrátt band, og járnbrautarlínunar hinsvegar. Þetta var sá hluti skógarins, er liann hafði farið í gegnum, þegar hann kom frá veitinga- kránni og hús frænku varð fyrst á vegi hans. Já, svona ætlaði liann að hafa það, og reyna síðan að lcomast inn bakdyra- megin. „Þá höldum við áfram, Bet!“ hvísl- aði hann og þau skriðu af stað. Hann var veiðimaður að eðlisfari engu síður en góður sjómaður. Á ótrúlega stutt- um tíma tókst þeim að komast ósjeð yfir bersvæðið og inn í koldimman skóginn handan og neðan við veginn. Tíkin hjelt sig altaf í námunda við hann, þögul og traust, nærri ósýnileg. „Nú er annaðhvort að hrökkva eða stökkva,“ sagði hann við sjálfan sig og reis gætilega á fætur og teygði úr sjer. Tíkin reis líka upp og fór að dæmi lians. Enn var haldið af stað og það var ekki laust við að hann hæddist að sjálfum sjer fyrir það, hve varlega hann fór. Rjett á eftir gægðist hann fram undan trje heim að húsinu, sem óljóst mótaði fyrir í mýrkr- inu. Skyndilega brast grein undir fæti hans vegna augnabliks óvarkárni og bresturinn Ijet eins og .byssuskot í eyrum hans. Hann brökk við. Betty leit til hans og hallaði undir flatt. Sjómanninum fanst votta fyrir ásökun í viðmóti hennar. Hann lagðist afl- ur kylliflatur og tíkin gerði eins. Þá rjetti hann úl aðra hendina og togaði blíðlega í eyrun á henni. Og enn mjökuðust þau hægt af stað, mjúklega og hávaðalaust eins og eðlur — — áfram einar tuttugu stikur. Þá tóku þau sjer hvíld og skriðu svo einar tíu í viðbót uns þau- ráku kollana í kalda og og dögg- vota rimlana á girðingunni umhverfis hús- ið. Þau tróðu sjer undir hana og rimlarnir skárust inn í bakið á sjómaninum svo að liann sárkendi til. En áfram var haldið .... með hvildum .... og loksins komust þau að öðrum Iiænsnakofanum. Þar stóð sjómaðurinn á fætur og stiklaði á tánum í löngum skref- um upp að húsinu. Það skrjáfaði í möl- inni, en það var örstuttur spölur frá stí- unni og' að dyrunum, sem hann hafði sjeð Vallí og frænku hennar koma út um og horft á þær gefa hænsnunum á meðan liann sat uppi í trjenu; honum þótti sem síðan væru liðnar margar vikur. en ekki aðeins tæpir tveir dagar. Hann sneri húninum hljóðlega, en hurð- in var læst eins og liann grunaði. Hann settist á hækjur sínar, tók um hausinn á Betty og ljet vel að henni. Svq sagði hann — eins og Tom hafði kent lionum: Legstu niður! Niður! Niður! Vertu svo viðbúin; viðbúin/“ Hún blammaði sjer á jörðina og hvarf alveg inn i myrkrið undir breiðri syllu, sem var á lága glugganum á lappir sínar og spent eyrun beindust KROSSGÁTA NR. 462 Lóffrjett skýring. 1. Rótarávextir, 2. Tveir eins, 3. Eiga, 4. Vín, 5. Gælunafn, 6. Drykk- ur, 7. Dögun, 8. Titill, 9. GoS, 10. SpiIIir, 12. Rógburður, 14. Veiki, 16. Rangt, 19. Hæfileikar, 21. Háls, 23. Sjálfstæði, 25. Óp, 27. Beyging- arending, 29. Fjell, 30. Skammst., 31. Voði, 33. Sagnmynd, 35. Duflið, 38. Fornt nafn, 39. Púka, 43. Fnæsa, 44. Æða, 47. Steinefni, 48. Þvo, 50. Sagnbeyging, 51. Skammst., 52. Hrylla, 54. Þvaga, 55. Hljóðfæri, 56. Kvenmannsnafn, 57. Rugga, 59 Svalla, 61. Trúir ekki, 63. Dimm, 66. Spil, 67. Dreif, 68. Þrír eins, 69. Stöðvarskammst. 71. Utan, 73. Tveir eins. Lárjett skýring. I. Verkfæri, 7. Seinn, 11. Manns- nafn, 13. Fita, 15. Á i suður Ev- rópu, 17. Dunda, 18. Reikning, 19. Tveir eiins., 20. Upplirópun, 22. Jarmur, 24. Viðskeyti, 25. Horfi, 26. Glópur, 28. Fært til, 31. Rölt, 32. Ferðalags, 34. Fiskur, 35. Öldu, 36. Stefna, 37. Fornt viðurnefni, 39. Forfaðir, 40. Á litinn, 41. Rjett verð, 42. Þrír samstæðir, 45. Dul- nefni, 47. Trje, 49. Streymdi, 51. Glitra, 53. Glögg, 55. Háma, 56. Sýður, 58. Staður, 60. Fiskur, 61. t Fóðra, 62. Hljóm4 64. Fóstra, 65. Efnafr.skammst., 66. Mjólk, 68. Glingur, 70. Bor, 71. Spilin, 72.. Orga, 74. Ættarnafn, 75. TilkaLI. LAUSN KRBSSGÁTU NR.461 Lárjett ráffning. 1. Kærir, 7. Skálm, 11. Ólöfu, 13. Æskan, 15. Tó, 17. Agli 18. Raul, 19. Jó, 20. Let, 22. Ga, 24. Tt, 25. Söl, 26. Ofar, 28. Grátt, 31. Þökk, 32. Nurl, 34. Áll, 35. Fúgu, 36. Þökk, 37. Af, 39. Fa, 40. UII, 41. Akra- fjall, 42. Ess, 45. Ká, 46. Sl, 47. Err, 49. Mæra, 51. Eli, 53.Alfa, 55. Gára, 56 Brall, 58. Ólga, 60. Ert, 61. Ka, 62. Of, 64. Aur., 65. Mi, 66. Mora, 68 Ögur, 70. R G, 71. Þerna, 72. Linur, 74. Iðunn, 75. Amtið. Lóðrjett ráffning. 1. Iíatla, 2. Ró, 3. Ila, 4. Rögg, 5. Búi, 6. Mær, 7. Skut, 8. Kal, 9. Án, 110. Mjólk, 12. Flag, 14. Satt, 16.. Óefni, 19. Jökul, 21. Taug, 23. Sálufjelag,. 25. Sögu, 27. Rr, 29. Rá, 30. Tl, 31. Þú, 33. Lakka, 35. Falla, 38. Frá, 39. Fas, 43. Smári, 44. Sært, 47. Elfa, 48. Ragur, 50. Ra, 51. Er, 52. II, 54. Ló, 55. Gemsi, 56. Barn, 57. Lagi, 59. Argað, 61. Korn, 63. Funa, 66. Men, 67. Aaa, 68. Öld, 69. Rum, 71. Þú, 73. Rt. ■f* Allt með ístenskum skipuin! t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.