Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.07.1943, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN A. Coralie Stantow: Dularfulla hálsfestin Jeg er góður vinur Durance- hjónanna. Þau eru elskulegustu hjón, sem jeg hefi nokkurntinia þekt, og þessi einkennilega saga, sem jeg ætla nú að segja ykkur er um þau. Við skulum láta sálfræðingana eða guð- spekingana útskýra hana ef þeir geta. jeg slcil liana e'kki og get ekki útskýrt hana, en jeg segi frá atvikunum eins og þau komu fyrir. Fyrir ári hitti jeg Duranee á virkisstrætinu í París, en þar var jeg staddur í enskum er- indagjörðum. Jeg hafði ekki sjeð vin minn í heilt ár. Hann og kona hans eru á sífeldum ferðalögum. Þau eru ung, rík og barnlaus, og það er ekkert sem bindur þau við heimilið. Á sumrin í Noregi, á haustin í Skotlandi og um jólaleytið í Egyptalandi. Þannig er líf þeirra „Hvað er þetta! — í París í nóvember!“ hrópaði jeg þegar jeg liafði heilsað vini mínum. „Hversvegna njótið þið ekki sólskinsins á suðlægari strönd- um ?“ „Við erum líka á ferðalagi,“ svaraði liann. „Konan inín er ekki vel hraust. Það eru taug- arnar. Hún þarf meiri ró, og þessvegna búum við ekki í hús- inu okkar, heldur á Maurice- hótelinu.“ Jeg Ijet undrun mína í ljós og spurði hvort hún væri of veikburða til þess að taka á móti heimsókn. „Nei, það mun gleðja hana að sjá góðan og gamlan vin eins og þig,“ sagði hann. „Komdu í dag, en vertu við- búinn að sjá, að hún hefir breyst talsvert, síðan þú sgst hana seinast.“ » Jeg lagði ekki djúpa merk- ingu í orð hans. Jeg bjóst við að sjá frú Durance dálítið föl- ari og veiklulegri en hún átti að sér. Þið getið því ef til vill gert ykkur í hugarlund undrun mína þegar jeg sá hana, eins fallega og áður, með hinn fagra hörlindslit og skæru, bláu aug- un, en fallega, tinnudökka hár- ið hennar var orðið snjóhvítt! Útlit hennar var þó engan veg- in óviðkunnanlegt. Hún var jafn- vel ennþá meira töfrandi en áður. Mótsetningin milli silki- mjúká, hvíta hársins og svörtu augnabrúnanna og augnahár- anna gerði það að verkum að hún líktist málverki. En hvað hafði komið fyrir, sem gat or- sakað slíka breytingu hjá ungri konu, sem gat fengið allar ósk- ir sína uppfyltar? Jeg er í fylsta máta stjórnmálamaður og van- ur að halda tilfinningum mín- um i skefjum, þess vegna get jeg' hrósað mjer af þvi, að það var ekki minstu undrun hægt að lesa í svip mínum, þegar jeg hneigði mig fyrir hinni ungu vinkonu minni. Annars var tæp- lega hægt að sjá nokkra breyt- ingu á hinni töfrandi framkomu hennar. Aðeins tvisvar sinnum tók jeg eftir ókunnu bliki í augum hennar og einkennileg- um skugga, sem minti mig ó- hugnanlega á hvíta hárið. Hún yfirgaf okkur snemma, en maður hennar bað mig um að fara ekki strax. Þegar við höfðum komið okkur þægilega fyrir, sagoi hann alt í einu: „Þú varst liissa, Joliffe!“ „Jeg varð agndofa.“ sagði jeg. „Fallega hárið á konu þinni . . . .“ „Varð hvítt á einni nóttu,“ greip hann fram í. „Jeg ætla nú að segja þjer alla söguna. Jeg hef altaf borið traust til hinnar heilbrigðu dómgreindar þinnar og ef til vill getur þú sagt mjer hvernig á að hegða sjer gagnvart taugaveiklandi í- myndunum. Hann kveikti sjer í vindlingi og sagði mjer eftir- farandi sögu: „Fyrir sex vikum vorum við stödd á skartgripa- og lista- verkauppboði í Róm. Þar voru margir fallegir lilutir, þ. á. m. margir fallegir skartgripir, sem rómverekur kirkjuhöfðingi nokk ur hafði átt. Laust eftir miðj- an dag var boðin upp perlu- hálsfesti, sem konan mín varð ákaflega hrifin af. Perlurnar voru ákaflega stórar, en litur þeirra látlaus og lögunin var ekki sjerstaklega falleg. Það buðu ekki margir í festina og við fengum hana fyrir sann- gjarnt verð. Festin var hjer um bil þriggja álna löng og bandið, sem perlurnar voru dregnar á, var mjög sterklegt. Stella sagði . þegar hún hafði skoðað það: „Það væri hægt að hengja mann í þessari festi.“ Þetta sama kvöld fóriim við í boð, og Stella skreytti sig með festinni. Við fórum snemma heim og fórum að 'esa, því að við förum altaf seint að hátta. Rjett eftir miðnætti komu boð til mín þess efnis, að uppá- / haldsreiðhesturinn minn væri fárveikur. Jeg fór strax út i hesthúsið, en Stella hjelt áfram að lesa. Vesalings dýrið var mjög þungt haldið, en þó var von um að bjarga mætti lífi þess. Jeg Ijet sækja dýralæknir og við sátum yfir hestinum alla nóttina, en ld. 5 um •morguninn Ijet jeg skjóla hann, þar eð ekkért var fyrirsjáanlegt nema dauðinn. Þegar jeg kom inn tók jeg eftir að rafmagnsljósið í her- bergi konu minnar logaði, enn- þá, og mjer til mikillar undr- unar fann jeg hana sitjandi í sama stólnum, sem hún hafði setið i um kvöldið, og hún hafði hvorki farið úr samkvæm- iskjólnum nje teldð af- sjer skartgripina. Jeg sá að hún var sofandi, en þegar jeg nálgaðist hana rauk hún upp með and- fælum og rak upp svo voðalegl hræðsluóp, að jeg vona að mjer verði hlíft við að heyra nokk- urntíma annað eins. Jeg veit að jeg gleymi aldrei útliti henn- ar, vilta og tryllingslega augna- ráðinu í náföla andlitinu, og jeg ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar jeg sá, að tinnusvarta hárið hennar var orðið hvítt sem mjöll. Hún þreif í ofboði af sjer perlufest- ina, sem við höfðum keypt dag- inn áður og kastaði henni á gólfið. „Hún er bölvuð!" hrópaði hún. „Taktu liana burt! — — Þær eru rauðar af blóði!“ Jeg reyndi að sefa hana og eftir dálitla stund hafði hún jafnað sig svo að hún gat farið að segja mjér frá því sem kom- ið hafði fyrir. Hún kvaðst liafa sofnað út frá bókinni og sig liefði dreymt hræðilegan draum' Henni fanst hún sjá unga og fagra konu, klædda í miðalda- búning, sofandi í rikmannlegu herbergi, og um hálsinn bar hun sömu festina, sem Stella hafði fleygt frá sjer. Svo sá hún mann koma inn i herberg- ið, — mann, sem var klæddur í flauel og purpura og bar gim- steinum1 skreytt sverð við hlið. Hann læddist til sofandi stúlk- unnar og kyrkti hana með liáls- festinni. Stúlkan vaknaði ekki,, og festin slitnaði ekki; hún fullkomnaði hið viðurstyggilega níðingsverk. Stella sá manninn læðast út úr stofunni með djöf- ullegt ánægjuglott á illmann- legu andlitinu. Hún sá lík stúlk- unnar velta niður á gólfið og brostin augun stara á gylt loft- ið, en um háls hennar ljeku hvítar perlurnar.“ Sagan var svo hryllileg, og Durance sagði svo ‘einkenilega frá henni að mjer rann kalt vatn milli skinns og liörunds við hverja setningu í frásögn hans, og mjer fanst ískaldur gustur streyma um herbergið. „Þegar Stella liafði sagl mjer frá þessu,“ hjelt hann áfram, „kom sami angistarsvipurinn á andlit hennar, og þegar henni varð litið á perlurnar. sem láu í hrúgu við fætur hennar, byrj- aði hún að hljóða, eins og hún sæi þær ennþá um hálsinn á liinni ógæfusömu fórn mann- vonskunar. Jeg var dauðhrædd- ur við sálarástand hennar og til þess að reyna að láta perlurn- ar missa vald sitt yfir henni,, traðkaði jeg þær sundur ögn fyrir ögn með fætinum.“ Þegar hann hafði þetta máelt, tók hann litlar trjeöskjur, sem stóðu þar á borði, opnaði þær og ljet þær fyrir framan sig. I þeim var hvítt duft og silki- snúra, sem var nálega eins dig- digur og 1-eipi. Durance rjetti mjer annan enda hennar, en tók sjálfur'í hinn. Jeg skildi hann, steig tvö skref aftur á bak og við toguðum í snúruna, eins fast og við gátum. Venju- leg silkisnúra hefði slitnað strax, en þessi var svo ein- kennileg að hún virtist vera sterk sem kaðall. Við litum hvor á annan, og liann lagði snúruna í öskjuna aftur. „Þetta eru léifarnar af liáls- festinni,“ sagði hann, „en jeg hef ennþá ekki sagt þjer alt. I heila viku var Stella nær dauða en lífi af hitasótt og síðan liafa leiðinlegir draumar ásótt hana á hverri nóttu. Hana dreymir konu, sem leitar að perlunum, og svipur þessarar konu ásækir hana bæði dag og nótt. Hún hefir lýst andliti hennar fyrir mjer, og það er sjerlcennilega fagurt en mjög sorgbitið. Stella trúir því að liún muni einhvern tíma liitta þessa konu, og þá ætlar liún að gefa henni það, sem eftir er af hálsfestinni. En til allrar hamingju liræðir þessi draumur hana ekki, heldur fær hana til að gleyma þeim fyrsta. Jeg liefi gert margar tilraunir til að fá að vita, hver hafi átt festina, en þær hafa allar orðið árangurslausar.1 Jeg hef aðeins fengið að vita að festin sje ihjög gömul, og sumir hafa giskað á, að lienni liafi verið stolið frá einhverri Madonnu-mynd eða dýrlingslíkneski.----------Jæja, Joliffe! Þetta er nú sagan. Hvað

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.