Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 2
Nýi Garður vígður A laugardagskvöldið var fó'r fram vigsla Nýja Stúdentagárðsins við Háskólann. Hefir byggingasaga þessa ínenntamannabústaðar að l'lestu leyti orðið einkennileg, og er fróð- legt að bera sanian braðann, sem varð á undirbúningi og byggingu Nýja Garðs og liins gamla. Undir- búningurinn að byggingu og fjár- söfnun til Garðs hins ehlra hófst ljrettán árum óður en verkinu vœri lokið, en það var árið 1934, og hafði fyrirtækið þá þungan skulda- bagga á baki sjer, þó að bygging þessi yrði stórum ódýrari en Nýi Garður. En ákvörðunin um að b.vggja Nýja Garð (bún var tekin vegna þess, að fyrirsjáanlegt þótti, að setuliðið notaði Garð eldri sem hefir sami húsameistarinn, Sigurð- ur Guðmundsson, teiknað þá báða, liinn síðara ])ó i samvinnu við starfsbróður sinn Eirík Einarsson. Fyrsta skóflustungan að grunnin- um var tekin 2. maí í fyrra, en meistararnir Sigurður Jónsson og Zophonias. Snorrason önnuðust smíðina, • sá fyrri steinsteypuna og sá síðari' -trjevirki. Gústaf Pálsson Garðprófastur var ráðunautur bygg- ingarnefndarinnar og annaðist eft- irlit með framkvæmdum. En í nefnd- inni áttu sæti Ágúst H. Bjarnason og Alexander Jóhannesson prófess- orar, af hálfu Háskólans, Benedikt Bjarklind og Pjetur Thorsteinsson af Iiálfu Stúdenlaráðs, fyrir Garðs- stjórn þeir Ásberg Sigurðsson og Iiyggingarnefnd Nýja Garðs. Frá vinstri, sitjandi: Ásgeir Ásgeirsson, próf. Alexander Jóhannesson (form.) og próf. Ágúst H. Bjarnason. — Standandi frá v.: lögfræðistúdentarnir Lárus Pjetursson, Pjetur Thor- steinsson, fíen. Bjarklind (cand. jur.) og Ásberg Sigurðsson. sjúkrahús til ófriðarloka, en liús- næðisvandræði stúdenta hinsvegar enn tilfinnanlegri en nokkru sinni fyr) var tekin á stúdentafundi 23. mars í fyrra. Og nú stendur bygging- in að kalla niá fullgerð og hefir orðið til á lítið. fleiri mánuðum en Garður eldri árum, þrótt fyrir alla eklu á faglærðum mönnum. Segi fólk svo, að menntamennirnir sjeu ekki framkvæmdamenn á hagnýta svið- inu og að vísindin eigi aldrei -sam- leið með praktískum framkvæmd- um i sálu nokkurs manns! Og ann- að mætti og minnast á: Garður eldri fæddist í sluild. Garður yngri kostar 1280 þúsund krónúr, eða miklu meira en Þjóðleikhúsinu var i upphafi ætlað að kosta, en fæðjst skuldlaus. Því að framlög fil hans, að meðtöklum 300.000 kr. styrk og 150.000 króna ábyrgð ríkisSjóðs, stendur í járnum við byggingar- kostnaðinn. Af þessu má draga þá ályktun, að pyngjur einstaklinga og hins opinbera hafi opnast hlutfalls- lega meir en verðfalli krónunnar nemur, og sýnir þetta, að þjóðin lætur sjer eigi síður ant um að styrkja þjóðþrifastofnanir en að kaupa óþarfa. í Nýja Garði eru 57 einstakra •manna herbergi og er það nær 20 fleira, en á Garði eldra. Munurinn iiggur meðfram í þvi, að á Nýja Garði hefir ei gengið frá húsrúm- inu samkomu- eða fimleikasalur, sem í þeim eldri. Annars er margt skyll með þessum bræðrum, enda Lárus Pjetursson og Joks Ásgeir Ás- geirsson bankastjóri af hálfu rík- isstjórnarinnar. Það er þessi sjö manna nefnd, sem haft hefir veg og vanda af málinu og nú uppsker maklegan heiður af framkvæmdun- um. Á alt þetta drap formaður bygg- inganefndarinnar, Alexander Jó- hannesson prófessor, í liinni itar- legu ræðu, semi hann flutti við vígslu Nýja Garðs. Og hann drap vitanlega á margt fleira, sem hjer verður ekki talið, enda hefir ræðan verið birt í heild í sunlum dagblöð- unum. Hann þakkaði m. á. ríkis- stjórninni fyrlr viðaukastuðning þann er hún veitti, í samráði við Alþingi, þegar sýnt var að kostn- aðurinn færi langt fram úr óætlun (en hann mun upprunalega hafa ver- ið áætlaðúr 700—800 þús. krónur). Ríkisstjóri var viðstaddur vígslu- athöfnina, en hún hófst með því, "ð boðsgestir söfnuðust saman í ■anddyri Hákólans, en hjeldu þaðan í fylkingu með stúdenta í farar- broddi, en þeir skipuðu sjer í raðir við Garðdyrnar, er ríkisstjóri og aðrir gestir gengu inn. Hófst síðan „töðugjaldaveisla að afioknum mikl- um slætti“ eins og próf. Alexander Jóbannesson orðaði það, og henni stýrði próf. Ágúst H. Bjarnason. Lengstu ræðuna eða vígsluræðuna hjelt Alexander Jóhannesson, og af- henti hann í lok ræðunnar formanni Garðstjórnar, Ásgeiri Ásgeirssyni Senatorar heimsækia ísland í síðustu viku komu fimm öldungadeildarþingmenn frá U. S. A. Hl Reykjavikur og dvöldu hjer í tvo diga til uð lita eftir aðbúð hersins hjer. Ferðuðust þeir áfram til Eiulmds i sömu erindum og munu rekja herstöðvar þjóðar sinnar viðsvegar um heim og gefa þinginu skýrslu um ferðina. Frá vinstri sjást á myndinni: fírewster frá fylkinu Mai/ie, Chandler frá Kentucky, Leland Morris sendiherra 'Mead frá Ncw York, Russel frá Georgia og H. Calot Lodge frtí Massashusetts. Þessir „öldungar“ eru flestir milli fertugs og fftitugs. bankastjóra Nýja Garð og skilríki þau, sem lionum fylgjá. Ríkisstjór- inn hjelt ræðu og minntist með dæmum skilnings manna á hóskóla- stofnun, fyrir nokkrum áratugum, en slíkir ,,hugarórar“ voru þá nefndir ,,sjálfstæðisgorgeir“. Magnús Sig- urðsson bankastjóri drap á að mirtna væri um lántökur stúdenta nú en áður, en þó tæki það út yfir, er hægl væri að reisa stórbyggingu fyrir á aðra miljón lcróna, án þess að leila til bankanna um eyris lán. Fontenay sendiherra talaði um þá rjettarhugsjón, sem vakandi væri ó Nórðurlöndum en Kay Langvad yfirverkfræðingúr um hlutverk verk- fræðistúdenta i nútíðinni.' Af öðrum ræðumönnum má nefna frú dr. Kroner . þýskukennara, Ásgeir Ás- geirsson, sem þakkaði Nýja Garð og starf bygginganefndarinnar, ekki síst formanns hennar, Sigurð Nor- dal og Guðmund Finnbogáson. Próf. Alexander gerði í ræðu sinni grein fyrir fjársöfnuninni til Nýja Garðs. Hefðu' einkum tveir stúdent- ar, Gunnlaugur Þórðarson og Logi Einarsson gengið vel fram í Jiví að safna fje meðal kaupsýslumanna. Þá gaf ,,Tivoli-skemtun“ stúdenta af sjer yfir 60.000 krónur, en henni stjórnaði Guðbrandur Jónsson pró- fessor, Ásberg Sigurðssoh og Unn- fteinn Beck. Reykjavíkurbær hefir lagt fram og lofað samtals 100.000 krónum, en Akureyri lagl fram and- virði 2 herbergja (20.000 kr.) og eins herbergis þessi sýslufjelög: — Hafnarfjörður, Gullbringusýsla, Kjós- fjarðarsýsla, ísafjörður, Stranda- sýsla, V.-Húnavatnssýsla, Skagafjarð- arsýsla, Akranes, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla, V.-ísa- arsýsla, Siglufjörður, N,- og S,- Þing- eyjarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður- Múlasýsla og Vestmannaeyjar. Þá hefir Keflavík og gefið eitt herbergi. Eru þetta samtals 300.000 krónur, er safnast liafa á þennan liátt. í Til minhingar um einstaka menn hafa og ’nokkur herbergi verið gef- in nfl. -þessi: Geir T. Zoega rektor og konu hans, frú Bryndísi, Guð- mund Biríksson bæjarfulltrúa, Hann- es Hafstein, Hilmar Thors, síra Jón Halldórsson í Hítardal, foreldra Ársæls Árnasonar kafara, Tryggva Gunnarsson og Theodór Jakobsson, en eitt í minningu 'lifandi manns, síra Friðriks Friðrikssonar.. Versl- unarskólanemendur frá 1938 hafa gefið eitt herbergi og Fjelag ist. kvenstúdenta og S. Kampmann lyf- sali i Hafnarfirði tvö, sem kven- stúdentar eiga að sitja að. Sigurð- ur Árnason frá Höfnum gaf og eitt herbergi, en Kveldúlfur, Olíuversl- un íslands, S.Í.S. og Útvegsbank- inn sitl herbergið hver. Þrjú herbergi hafa verið gefin, Framhald á bls. 15. Vigfús Guðbrandssort, klæð- skerameistari, vavð 60 ára 5. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.