Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 3
FÁLKINfi 3 Aldarafmæli Edwards Grleg VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfratn HERBERTSprení. Skraddaratiankar. Aldrei verður of oft á þvi klifað við eyru þjóðar, sem kallar sig menningarþjóð, og meira að segja gortar i tima og ótímo af menningu sinni — og þó einkum forfeðranna — að ebki getur það verið skamm- laust, ef sómatilfinnin kemur nærri þeim hugsunum, að ísland-i«eigi ekki neitt listasafn eða þjóðmenjasafn. Söfnin eru til, eða vísir til þeirra. En þau lifa „á útigangi“ eins og próf. Haraldur heitinn Níelsson sagði forðum í háskólaræðu, er hann flutti. Síðan sú ræða var flutt hefir þó svo um skipast, að Háskólinn hefir eignast rnjög vegleg húsa- kynni og stúdentar hafa aðgang að tveim góðum, nýtisku bústöðum, undir eins og hernáminu lýkur. En listin og dýrmætustu eignir þjóðmenjasafnsins — þetta er í kössum i kjöllurum austur í Hrepp- um eða hver veit hvar. Listin er á vergangi, þrátt fyrir það að land- ið hefir á síðustu þremur áratug- um eignast fríðan hóp listafólks, einkum málara. Þeir sem eru komn- ir á síðari helming aldar, að aldri til, muna það vel, að um aldamót- in .var aðeins einn málari til á íslandi. Svo kom annar — og svo komu rnargir. Fyrir óheppilega tilviljun hefir málverkalist íslendinga orðið að bit- beini í munnum stjórnmálamann- anna. Fá dæmi eru til þess í sögu þjóða að stjórnmálomenn hafi þótt öðrum betur failnir til þess að segja almenningi sönn orð um list. Og þó að listmönnum ýmsum tak- ist misjafnlega, þá mun rjettast að láta sem minst um það. Því að það gleymist sem gleymast skal, og geymist, sem geymast skal. Því ræð- ur komandi kynslóð, en ekki sú„ sem er skirnarvottur að verkun- um. En á þeirri flæðiöld mammons, sem nú fer um landið, væri ekki nema þarft og rjett að gera ráðstaf- anir til þess, að landið eignaðist sæmilegt liús, sniðið við vöxt, fyrir íslenslct listasafn og þjóðmenjasafn. Það er dýrt að byggja stórhýsi núna en það er ódýrt að leggja krónurn- ar til hliðar núna, fyrir sliku húsi. Við höfum, okkur lil skammar, átt þjóðleikhús í smíðum í áratug. Það er sagt, að það geti eigi orðið full- gert fyr en eftir að striðinu er lolc- ið. Stríðinu lýkur og þjóðleikhúsið verður fullgert. Én næsta húsið í listarinnar þjónustu verður mál- verkasafnið. Vill ekki þing og stjórn Fáir menn á Norðurlöndum hafa sungið sig inn í fleiri hjörtu, en tónsnillingurinn Edvard Grieg. Tónsmíðar hans hljóma heimsend- anna á milli, við hin nyrstu höf og undir suðrænum pálmum og alls staðar hrífa þau hugina. En samt sem áður er það fyrst og fremst hjartá Noregs, sem syngur í tónum Griegs. í norsk þjóðlög, norska þjóð- trú og sagnir, sækir hann innbiást- ur sinn, kraft tóna sinna. Fimtánda júní síðastliðinn voru liðin hundrað ár frá fæðingu Ed- vards Grieg. Þess var víða minst, koma sjer saman um, að peningar verði i liandraðanum, lil jjess að reisa það að fullu, undir eins Og ófriðnum iýkur. til dæmis hjá löndum hans í Lund- únum. Heima í Noregi mundi lians áreiðanlega iiafa verið minst með stórkostlegum og veglegum hálíða- höldum, ef föðuriand hans hefði verið frjálst, en ekki hiekkjað við fangelsismúr nazismans. En á ald- arafmæli hans komu landar hans i Lundúnum saman í stærstu hljóm- leikaliöll Lundúna, Albert Hall, og iiyltu minningu lians. Þeir feðgar Hákon sjöundi og Ólafur rikisarfi, voru viðstaddir þessa Grieghljóm- leika, og margt annara þektra Norð- manna. Edvard Grieg fæddist í Björgvin 15. júni 1843. Faðir lians var kaup- maður og báðir foreldrarnir söng- elskir og listfengir. þó einkum móð- irin. Á unga aldri kyntist Edvard fiðJusnillingnum Ole Bull, sem kom honum i náin kynni við norsk þjóð- lög og norskt jjjóðlíf gegnum tón- listina. Ole Buli sá, að mikill og góður efniviður var í þessum unga vini hans og hvatti til þess, að hann yrði látinn leggja stund á hljómiist- arnám. Sextán ára gamall fór Ed- vard Grieg svo til Leipzig, sem þá var mikil hljómlistarborg og lræg, Ekki fjell honum jjó aliskostar við Leipzig og taldi uinhverfið þar ekki eiga við sig. Siðar dvaldist hann í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið, en síðan fluttist haún lieim til Noregs. Frú konungsstúkunni: Fru Gerd Grieg, Húkon konungur, Ólafur konungsson og Nordahl Grieg. Tónlistarstörf Griegs verða ekki rakin hjer enda hefir það verið gert á öðrum vettvangi. En allir þeir sem nokkru sinni hlýða á tónlist liafa eitthvað lieyrt af tónsmiðum Griegs og flestir hrifist af þéim. í samningu tónsmíðanna studdist hann mjög við norsk þjóðlög og al- þýðulög, en var eigi að síður frum- Iegur og sjálfstæður. Og þótt liljóm- list lians sje fyrst og fremst norsk, á hún jafnframt hið aljijóðlega, sem flytur liið staðbundna út yfir tak- mörk sín og gerir öllum þjóðum fært að njóta þess. Skipstapar Svía. Svíar hafa mist 204 skip, samtals 530 þúsurtd smá- lestir, síða.n stríðið hófst, en þeir hafa smíðað á inn- lendum smíðastöðvum 390.- 000 tonn í s.karðið. Samkvæmt skýrslum, sem birtar hafa verið í „Svensk Sjöfartstidn- ing“ liafði sænski kaupflotinn mist alls 204 skip, samtals 520.000 brúttó smálestir, til marsloka í ár. Þar eru meðtaldir þrir fislci-vjelbátar, sam- tals 620 smálestir. Skipatjónið er að svo stöddu orðið meira en það var í allri fyrri heimsstyrjöldinni, en þá var 247 sænskum skipum ým- ist sökt eða að þau voru tekin her- námi. Ef stóru farþegaskipin „Stock- holm“ og „Kungsholm“, sem Svíar urðu að selja, vegna þess að þau lágu í erlendum höfnum þegar styrj- öldin skall á, væru talin með, mundu enn hækka tölurnar, sem lýsa skip- tapa Svía i þessari styrjöld. Þegar hlutfalislalan er athuguð: hlutfall skipatjóns Svía í sambandi við stærð flotans fyrir stríð, reynist svo að Svíar hafa mist um 40% Frh. á bls. 14. Albert Hall, sem er stærsti hljómleikasalur Lundúnaborgar, var jijett- skipadur fólki. Meðal viðstaddra voru Hákon 7. Noregskonungur, Ólaf- ur rikiserfingi, meðlimir norsku stjórnarinhar og sendilxerrar erlendra rikjo við hirð Hákonar konungs. I konungsstúkunni sátu þau frú Gerd Grieg til hægri handar konungi og Noraahl Grieg til vinstri hand ar Ólafi Hákonarsyni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.