Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 4
4 fálkihn Basilica San Lorenzo fnori ie mnra. Eftir Guðbrand Jónsson prófessor Rómaborg er um margt merkileg borg. Jeg á hjer ekki beinlínis við hið mikla og al- kunna fornfræðigildi hennar, jjví þó margar sjeu merkilegar borgir í þeim efnum í álfunni, þá er enginn vafi á því, að þar ber hún af öllum. Árið 1931 voru íbúar borgarinar tæp 1 miljón, og liún er því í stærstu borga röð, en ef maður til dæm- is er staddur uppi á bvelfingu Pjeturskirkjunnar og lítur yfir borgina, furðar mann á því bvað hún er lítil um sig, og lætur sjer jafnvel delta í hug að þetta sje blekking ein. En ef menn fara þvert og endilangt um borgina í strætisvögnum eða gangandi, er ekki lengi verið að komast að raun um, að svo er ekki, því hvert sem farið er, eru leið- ir allar skammar, móts við það, sem er i öðrum jafn stórum borgum. Rómaborg er líka í rauninni þjettbygðasta borg álf- unnar, og er maður reikar um göturnar, er fljótgert að átta sig á því, því það eru aðeins aðalgöturnar, sem eru breiðar eins og aðrar stórborgargötur, en ef komið er út fyrir þær, eru göturnar örmjóar, og sumar í rauninni ekki nema sund, stundum svo þröng, að ef mað- ur stendur í þeim miðjum og rjettir frá sjer liendurnar, ligg- ur við að sje liægt að snerta húsveggina beggja vegna. Borgin má um margt muna tímana tvo og jafnvel enn fleiri, og einnig um íbúatal. Á fyrstu öldum eftir Krists burð hafði hún um eina miljón íhúa eins og nú, en á miðöldum komst í- búatalan niður í 50.000 manns, og um miðja öldina sem leið, var hún ekki orðin hærri en um 180.000. Borgin spenti á fyrstu kristnu öldunum yfir 12,3 kíló- metra svæði, var óvíða meira en 8 kílómetrar á veg og lá innan horgarmúra, gem Aure- iíanus keisari bygði í lok 3. ald- ar. Þeir voru 16 kíiómetra iang- ir, 17 metra háir, 4 metra breið- ir og með 13 portum, og innan þeirra liggur borgin í öllu veru- legu enn, þó að nokkrum stöð- um hafi á síðari tímum mynd- ast nýhverfi utan múranna. Mikið af því, sem í þá daga var utan borgarmúra, er utan þeirra enn. Víðast hvar um alla Mið- Ítalíu, og reyndar víða þar í landi, má segja, að nútiðin bók- staflega standi á eða búi í for- tíðinni, beint eða óbeinl. Á þetta ekki livað minst um við Róma- horg. Það sem nýtt er hefur oftast verið hygt upp á rústum hins forna, og það liggur undir því í jörðinni, þrungið af gildi menningarsögu og listar. Öll hin rómverska jörð er einn lielgidómur minninganna. Það þarf naumast annað en að sópa moldinni til hliðar ineð hönd- unum, og þá er komið ofan á einhverjar minjar hins liðna. Hvað lítið sem það kann að vera berst þó hin rómverska anda- gift til manns upp úr brotun- vm: Mas'c skal lina, litur steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Það er varla tekinn svo grunnur í Rómaborg eða lögð leiðsla í götur þar, að ekki komi upp einhverjar merkar forn- minjar. Þó ekkert væri, nema sljett óbygð jörð í Róm, mundi hún hvarvetna i djúpi sínu geyma dýrmæti og yrði þess vegna að vera friðuð fyrir að- kasti, þvi hin rómverska menn- ing hefur ekki aðeins gildi fyr- ir ítölsku þjóðina, heldur fyrir allan heim. En Róm er ekki aðeins fræg af minjum keisaratímanna, heldur ekki síður af kristileg- um minjum miðaldanna, end- urlífgunartímabilsins og síðari alda. Enda þótt landið helga sje átthagar kristninnar, er Róm þó vagga evrópskrar kristni og hef- ur mótað hana, í hverri mynd, sem hún birtist nú á dögum. Margt þeirra minja stendur enn ofanjarðar í fullri dýrð og ber hinum svokölluðu svörtu mið- öldum vitni um það, að þrátt fyrir hið svonefnda myrkur þeirra, þá voru þær þrungnar af anda listar og hagleiks. En margt af þessu er einnig horfið ofan í skaul jarðar, og geymist þar. Sumar binar frægustu og elstu kirkjur borgarinnar standa á rústum tveggja og jafnvel þriggja kirkna, þeim e’dri. Ein ágætasta kirkja borg- arinnar, San Clemente, stendur ofan á tveimur fyrirrennurum Kirkjan San Lorenzo fuori le mura sínum. Fyrsta kirkjan var gerð úr íbúðarhúsi hins heilaga Cle- mens páfa fyrsta. er var þriðji maður á Pjetursstóli eftir Pjet- ur postula, og beið píslarvætt- isdauða á dögum Díckletíans. Á fjórðu öld eftir Krist var þar bygð ný kirkja á hinni fyrstu, sem mokað var ofan í, en nýju kirkjuna skemdu Normannar 1084, og var þá enn mokað of- an i þá rúst og á 12. öld bygð þar sú kirkja, er stendur enn í dag. Var hún bygð nákvæmlega eftir hinni anari kirkju, og er eins og liún var að utan og inn- an; í henni er geymdur helgur dómur Clements páfa. En til marks um það, hvé jarðvegur í Róm hefur hækkað, síðan síð^ asta kirkjap var bygð er það, að hún stóð i öndverðu á jafn- sljettu, en nú er gengið um all- mörg þrep niður að henni. — Þessar fornu kirkjur eru að því leyti merkilegar, að þær eru vitni bæði keisaratímans og hinnar lcristnu aldar, og það í fleiri en einum skilningi. Sum- part eru þær beinlínis sjálfar frá síðustu dögum keisaranna, sumpart eru þær forn musteri, sem hafa verið gerð að kirkj- um, eins og t. d. hið fræga Pantheon, eða þær eru að meira eða minna leyti bygðar upp úr efni, sem tekið er úr fornum húsum. Enda þótt íbúatölu borgarinnar hraðhrakaði fyrri part miðalda, stóðu hinar fornu byggingar svo til óhaggaðar fram á 8. öld, og sumar mildu lengur; síst er því fyrir að synja að einhverjir foi'feðra vorra, sem voru Rúmferlar, hafi sjeð sum þau hús þar, er nú eru undir lok liðin. Hin fornu liús voru því tilvalin grjótnáma fyrir borgarana, og skemdirn- ar á hinu fræga fornleikhúsi Cólosseum. stafa t. d. allar af þeim orsökum. Þá er það enn, að þegar kirkjur hafa verið reistar, þá hafa oft verið sótt- ar súlur og annað skraut í hin mannauðu hrörnandi musteri og notað til að prýða með hin nýju guðshús. Langflestar eru slíkar kirkjur svo' fornar eða með svo fornlegum brag, að þetta fer alt ágætlega, en stund- um vill kirkjustillinn stangast nokkuð við súlurnar. Jeg nefni sem dæmi einu kirkjuna í Róm, sem er í gotneskum stíl, Maríu- kirkju á Mínervuhofi — Maria sopra Minarva —, en í hana liafa verið settar kórinthiskar súlur úr fornu musteri, og kem- ur kirkjunni og þeim lieldur illa saman, og þó betur, en bú- ast hefði mátt við. Um Róm er það sannast að segja, að það er bókstaflega naumast bleltur þar, sem ekki hefur að geyma minjagrip í jörðu eða á. Jeg efast ekki um, að þeir sem loftárásina gerðu á Róm um daginn, hafi verið allir af vilja gerðir til að forð- ast að skemma minjarnar, en hinsvegar furðar mig á því, að þeir skuli liafa verið svo fá- kunnandi um borgina, að þeir viti ekki, að það er livergi hægt að kasta sprengjum á hana, að nokkrar líkur sjeu á því, að komist verði hjá því að skemma einhverjar þær minjar, sem enginn vildi án vera. Það er búið að þrautbenda á þetta, en einn helsti leiðtogi bandamanna, Churchill forsætisráðherra, hef- ur fyrir skemstu lýst því yfir, að árásunum verði lialdið á- fram. Hvað sem málstað aðilja Iíður, þá er það, fyrir hvern þeirra sem er, varhugavert að hafast slíkt að, ófriður vinn- ur fyrir líðandi slund og kemur fljótt aftur, en listin er fyrir eilifðina. Það virðist og lík- legt, að því marki, sem loftá- rásunum er ætlað að ná, verði eins vel náð með öðru móti en árásum á borgina, enda er þar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.