Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 8
I 8 F Á JL K 1 N N SKOTTULÆKNIRINN Smásaga eííir Eugéni Plaucud Það var sunnudagur. Hámessunni var lokið fólkið Ijyrptist út úr kirkj- unni. Þá heyrðist alt í einu hljóð- færasláttur frá torginu; bjöllu- trumba var slegin og leikið undir á flautu. „Hvað er um að vera, Nourado?" spurði Souzon grannkonu sína. „Þetta er skottulæknirinn, sem er nýkominn til bæjarins.“ „Hvaða erindi á hann hingað?“ „Hvaða erindi ætli þeir eigi þessir skottulæknar? Hann ætlar auðvitað að selja eitthvert meðala- sull. Rjett einn í viðbót, sem ætlar að hafa fje út úr fólki.“ „Mjer er nokkuð sama um það, við skulum koma þangað snöggvast; litlu telpuna mína klæjar altaf á nefinu, og hún sefur með opin aug- un. — Komdu með!“ „Bíddu ögn! Jeg þarf að laga mig dálítið til.“ Svo örkuðu þær af stað. Er þær komu á torgið, stóð skottu- læknirinn uppi á vagninum, sem var hinn skrautlegasti, og hrópaði hásöfum: , „Vinir minir! Þið skuluð ekki láta ykkur detta í hug, að jeg sje einn þessara venjulegu skrumara. — Nei! það er nú eitthvað annað. Jeg er læknir, meira að segja frægur lækn- ir frá Paris.“ „Auðvitað hefði mjer verið í lófa lagt, að fara að eins og stjettarbræð- ur mínir gera; gengið hús úr húsi, og skemt mjer við þessar algengu sjúkravitjanir. Það hefði verið um- stangsminna og þægilegra, fyrir mig. — En jeg er of kærleiksríkur til að Paris sje nógu stór fyrir mig, — Jafnvel Lundúnaborg, er of lítil fyrir mitt kærleiksríka hjarta. — Kæru vinir, trúið mjer! f mínum augum, eru allir menn, bræður og systur, þess vegna ferðast jeg á milli.“ „Alstaðar þar sem jeg er á ferð, verða sjúkir heilbrigðir. Blindir fá sýn, og daufir heyra. Jeg liefi ver- ið í Lapplandi og Kóngó, Egyfta- landi og Persíu. Jeg hefi þáð dýrar gjafir af furstum og konungum. — Keisarinn i Kína, vildi endilega að jeg settist þar að, og yrði heimilis- læknir sinn; hann skrifar mjer næstum vikulega, og biður mig að koma þangað aftur. — Við þúumst meira að segja, eins og hestu vinir.“ „Jeg þarf svo sem ekki, að ferð- ast , svona á milli; jeg á gnótt af gulli og silfri og góðum gripum. — En, mannkærleikinn — þörfin, til að líkna, knýr mig til að vera á sífeldu ferðalagi.“ „f öllum þeim löndum', þar sem fólk hefir notað smyrsl eða inn- tökulyf frá mjer, hverfa sóttir og krankleiki. — Þar er andarteppa, kölduflog og hitasótt orðin gjörsam- lega óþekl fyrirbrigði; sem fólkið talar um eins og þjóðsögur.“ „Meðölin frá mjer hafa áhrif á blóðið, gallið, nýrun og lifrina. Þau eru alveg óbrigðul fyrir taugaslapp- ar konur. Líkþorn og hverskonar óþægindi hverfa á flótta fyrir þeim undraverða krafti, sem fylgir þeim. — Það er varla til sá sjúkdómur, að þau megni ekki að ráða bót á honum.“ „Ef þið brennið yklcur eða farið úr liði, þá munið að nota smyrsl frá mjer. — Jeg dreg ekki tennur úr fólki, en þeir sem nota meðöl frá mjer, þurfa ekki á aðstoð tannlækn- is að halda.---Jeg er sannorður, og enginn skrumari. — Ykkur er óhætt að trúa þvi, að jeg er engin svika- hrappur.“ „Lyfin, sem jeg ráðlegg fólki að nota, eiga engu síður vel við hina ýmsu húsdýrakvilla. Ef þið notið þau, þurfið þið ekki að óttast, að asninn fái kveisustingi, kindurnar kláða eða bráðapest. Þið getið jafn vel varið svínin fyrir gigtarhnútúm og flesksullum.“ ,Góðir liálsar! — Það sem jeg segi ykkur er sannleikur ekkert annað en sannleikur! — Já, sannleikurinn hreinn og ómengaður! — Jeg hefi aldrei saurgað varir mínar með ó- sönnu orði.“ „Besta sönnunin fyrir því, að ykkur er óhætt að trúa mjer er, að þegar jeg var í Ameríku, en þar er fólk, sein getur lesið hugsanir manna og lætur ekki leika sig grátt. — Þar var aðgangurinn svo mikill að fá meðöl hjá mjer að lá við slags- málum og mannfjöldinn bar mig á gullstól, eins og gert er við fræg- ustu hnefaleikameistara.“ Hann hafði látið dæluna ganga, án þess svo mikið sem að snýta sjer eða ræskja sig. — Hver veit hvað Jengi hann hefði vaðið elginn, ef kirkjuklukkan hefði ekki slegið tólf í þessu. Er hann hætti að tala, varð troðn- ingur mikill og stympingar við vagn- inn. Allir þurftu að kaupa undra- lyfin, sem læknuðu flestar mein- semdir og sjúkdóma. „En hvað þetta er laglegur mað- ur.“ sögðu konurnar. — „Sá kann nú að mæla með sinni vöru.“ „Sjáðu, úrfestina hans! Nourado( Og hestana hvað þeir eru fallegir með fjaðraskúf í faxinu.‘ Bjöllu-trumban var slegin öðru hvoru. Lyfin runnu út; skottulækn- irinn átti fult í fangi með að af- greiða alla þá, sem höfðu þörf fyrir undralyfin. Börnin grenjuðu, strákarnir tog- uðu í hárið hver á öðrum; hund- arnir flugust á, og ruddust inn í mannþvöguna. Catárri, hjeraðslæknirinn i bæn- um, staldraði við um hríð. Hann var með göngustafinn sinn og gl.er- augun, eins og hann var vanur. — Hann einblíndi á skottulækninn. „Hvar i ósköpunum hefi jeg sjeð þetta andlit áður?“ tautaði hann fyr- ir munni sjer. Og reyndi árangurs- laust að ryfja það upp. Þegar undralyfin voru uppseld, hjelt Catárri læknir lieim til sin, eins og aðrir. Þá vissi hann ekki fyr til, en slegið var kankvíslega á öxlina á honum, og er liann leit við glotti skottulæknirinn framan i hann. „Jæja Catárri! Hvernig gengur það?“ „Nei, nú er jeg alveg hissal Es- cudet, er þetta þú? — Jeg hefi staðið hjer siðasta hálftimann, og horft á þig, en gat ekki komið því fyrir mig liver þú varst. — Var það þú, sero stóðst uppi i vagnin- um og bullaðir þessa endemis vit- leysu?!“ „Já, auðvitað var það jeg!“ „Hvað hefur þú eiginlega fyrir stafni?* „Jeg leik skottulækni, þú þarft ekki að gretta þig svona, þesskon- ar menn erij móðins nú á dögum.“ FLJÚGANDI STÓRSKOTALIÐ. Hin hraða framsókn Montgomerys vestnr Afríkuströnd i vet- ur var eigi hvað síst að þakka hinni miklu. stoð, sem landher- inn hafði af fiugliðinu. Hjer er teiknimynd af Boston sprengjuflugvjel enskri, sem er að eyðileggja flutningabílalest fyrir óvinunum. „Það segir þú satt! — En að flækjast svona á milli, með bjöllu- trumbu og flautu. Því hefði jeg ekki trúað að ætti fyrir þjer að liggja, Escudet." „Það stafar af þvi kunningi góð- ur, að þú veist ekki hvað það er að þola skort! — Þú hefur auðvitað haldið að jeg væri orðinn virðuleg- ur læknir? — Þú veist það sjálfur, að jeg er hvorki heimskari nje tor- næmari, en gengur og gerist. — í bænum þar sem jeg ætlaði mjer að setjast að, var læknir fyrir, mesti endemis asni, liann var ekki læknir, nema að nafninu til. — Við háð- uin liarðvítuga baráttu, en hann var mjer lilutskarpari Þetta var sjálfselskufullur og fávís gortari; hann var alveg áð springa af hroka og drembilæti. — Hvað átti jeg að taka til bragðs? — Þá sagði jeg við sjálfan mig: „Jæja kunningi, nú verður þú að haga seglum eftir vindi og taka fólkið eins og það er. Einu mennirnir, sem komast áfram í heiminum, eru þeir sem til einskis eru nýtir — ef þeir eru bara nógu grobbnir.“ —■ Á þennan hátt varð jeg skottulæknir. — Fólkið — fjöldinn! Catárri, það er eins og það er tekið — það dailsar eftir þeirra höfði, sem kunna tökin á að kitla tilfinn- ingar þess. — Jeg sagði við sjálf- an mig: „Kitlaðu tilfinningar lýðs- ins, þá drýpur smjör af hverju strái þar sem þú ferð.“ „Escudet! Er þetta virkilega þú? sem talar svona. — Þú ert ekki leng- ur sá sami Escudet, sem jeg þekti í æsku. Hvað heldur þú að fólk segi um þig?“ „Hvað fólk segir um mig?!! Mik- ið dauðans fífl getur þú verið mað- ur........ Er ekki lífið alt saman lýgi? Er ekki sagan eintóm lýgi? Hafa ekki mikilmennin verið drembilátir gortarar? — — Nú, Catárri minn, hversu hátt sem menn- irnir eru settir, þá eru og verða þeir auðtrúa flón, sem flaðra upp um þá, sem kunna tökin á þvi að strjúka þeim. — Það sannast best á því, að skottulæknirinn Escudet, hefur á hálfri klukkustund plokkað meiri peninga út úr lýðnum, en virðuleg- um Catárri hjeraðslælcni tekst á ein- um eða tveimur mánuðum.“ „En, Escudet! Þú hefir þó sam- visku? — Samþykkir hún þessa hegðun?“ „Samviska mín er hvítari en mjöll- in, og þar að auki er hún sem ný. —Jeg nota liana nefnilega aldrei.“ „Þú hefir skrítnar skoðanir á fólk- inu!“ „Það er nú svo! — Við skulum ræða það mál nánar. — Fólkið — fjöldinn; það er skemtilegt umtals- efni. — Hefir það nokkurntíma þekt hægri hönd frá þeirri vinstri. — Hefir það nokkurntíma gert greinar- mun á rjettu og röngu? — Það, sem þú sást áðan hefði þó átt að opna augun á þjer.“ „Segc/u mjer í trúnaði! Hvað heldur þú að margir, sem liugsa og nota slcynsemina hafi verið ineðal þeirra þúsunda, sem gláptu áðan á vagninn minn eins og naut á ný- virki? .... Tuttugu, þrjátíu, í mesta lagi fimmtiu. — Það fólk er vitan- lega í tíma og ótíma viðskiftavinir hins hálærða lijeraðslæknis Catárri. — En hvað sem þú segir — og hvað sem þú gerir. — Þá er og verður af- gangurinn fórnardýr skottulæknis- ins. S. K. Steindórs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.