Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 EFTIR SAMFUNDI Á HAFINU. / vetur tvístraði tundurspillirinn „Garth“, undir forustu commander Scratchard, þýskri E-bátasveit, sem hafði gert ár- angurslausa atlögu að skiplest á Norðursjónum. Þetla var i myrkri, en bátarnir fundust með því að skjóta Ijóssprengjum, sem vörpuðu birlu á sjóinn. Hriðskotabyssurnar á ,,Garth“ tvistruðu bátunum og hittu einn þeirra, en i öðrum kviknaði og skotfærabirgðir hans sprengdu hann í loft upp. Sjö af Þjóð- verjunum björguðust ásamt skipshundinum. og aðeins einn þeirra var alvarlega særður. — ■ VIÐ GABES-SKARÐ. Tíu milum fyrir norðan bæinn Gabes í Tunis er fjaltaskarð eitt, sem hentugt er til að búast til varnar í. Var því spáð, að 8. hernum breska mundi veitast erfitt að komast norður úr því skarði á leið til Bone-höfða. En það fór á aðra leið. Vörn Þjóð- verja var biluð, enginn stóðst hinn ósigrandi 8. her, sem óð áfram lil næstu stöðvar, við Wadi Akari. Hjer sjást breskir ,,tilhreinsunarmenn“ að merkja með hvítu svæði bau, er þeir hafa hreinsað jarðsprengjur úr, svo að bifreiðarnar sjái hvar þeim er óhætt að fara. 1z LERIÍASAMKUNDAN var hald- •*•*■ in í Stóra-þorpi. Þegar talað er um klerkasam- kundu, er einnig átt við kanúka. Fjölda margir menn halda að kan- úkar sjeu prestar, sem ekkert hafi fyrir stafni; að það sjeu menn sem hafi góðar tekjur, sem hugsi eink- um um að láta sjer líða vel. Sumir halda jafnvei að ávaxtamauk og rjómi sje liin daglega fæða jjeirra. Þessu var að minsta kosti ekki þannig háttað með kanúkana í Stóra-þorpi; þeir höfðu litlar tekj- ur og það var miklu algengara, að hjá þeim væru saxaðar baunir og annað grænmeti á borðum, heldur en akurhænsn eða þesskonar góðgæti. Þar fyrir tel jeg líklegt, að kan- úkarnir hafi ekki verið fráhverfir góðum mat, ef þeim bauðst hann á annað borð. — En sleppum því að sinni. Er saga þessi gjörðist bjó á „Sant- Mári“ maður að nafni Pjetur. Pjetur þessi, hafði getað verið hamingjusamasti maðurinn í öllu þorpinu. — En, það var einkum eitt sem olli honum hugarangurs, og rak alla lífsgleði á flótta frá hon- um; og tilefni allra þessara harma var tólf dala landsskuldar afgjald, sem honum bar að greiða árlega til klerkasamkundunnar í bænum. Margir ykkar munu nú ef til vill hugsa með sjer, að tólf dalir sjeu of lítil fjárupphæð til þess að það svari kostnaði að vera geðillur út af. — Það er líka að vissu leyti rjett at- hugað. — En Pjetur var á annari skooun. Það er heldur ekki alt af sem menn geta selt sig inn í eða skilið sorgir annara. — Og tólf' dalir voru þó altjend 30 frankar. Pjelur var ekki mönnum sinn- andi, þegar liann mundi eftir þess- um leiðinlega útgjaldalið. Hann gat ekki sofið, og honum fanst jafnvel óbragð vera af matnum. En út yfir tók þó á degi hins heilaga Michius- ar, þegar hann fór í kistuhandrað- ann og taldi fram spegilfagra skild- ingana. Síðla nætur, áður en fuglarnir hófu morgunsöngva sína, lá Pjetur vakandi í rúmi sínu, sárþjáður af \ HEFNDIN þessari hugsun. Alt i einu gefur hann Katrínu konu sinni olnboga- skot og segir við liana: „Heyrðu kona, loksins hefir mjer komið ráð í hug.“ „Það er gott! Eigðu það fyrir þig, og lofaðu mjer að sofa í friði.“ „Láttu ekki svona kona! Það er dagur á lofti. — Taktu eftir því sem jeg ætla að segja þjer, jeg er altaf að reyna að finna ráð til þess að geta losnað við að þurfa að greiða jarðar-afgjaldið til klerka- samkundunnar. — Eða þá að öðr- um kosti að fá að greiða það í eitt skifti fyrir öll. — Hvernig lýst þjer á þetta?“ „Æ, góði vertu ekki altaf með þetta nöldur! Kanslce væri það besla lausnin, þá yrði líklega friður á eftir fyrir þessum endemis píslar- söng þinum. — En heldur þú að kanúkarnir fallis| á þetta?“ „Jeg er nú ekki mjög smeikur við það, að þeir geri mjer ekki þann greiða. — Enda er þetta ekki nema sanngirnis krafa frá minni hálfu. — Nú, og auk þess, eru kanúkarnir bestu kunningjar mínir. Jeg trúi því tæpast fyr en jeg tek á, að þeir muni • bregðast mjer.“ „Hvaða astæðu ættu þeir líka að liafa til þess?“ „Æ, jsetta kvenfólk! Það er altaf svo úrræðalaust. Og hver svo sem endirinn verður, þá ætla jeg strax í dag að hafa tal af kanúkunum.“ — Er degi tók að halla, klæddist Pjetur í viðhafnarbúning sinn, og hjelt á fund kanúkanna. Pjetur hjelt fyrst á fund yfirkan- úkans, og talaði máli sínu við liann. — „Kæri Pjetur!“ svaraði kanúkinn, „jeg heiti þjer þvi, að jeg skal inuna Saga eftir Eugéni Plaucud eftir þjer, en auðvitað verð jeg svona til málamynda að bera þetta undir hina bræðurna." Pjetur gekk á fund þeirra hvers um sig, og bar upp erindi sitt fyrir þeim. Og þeir svöruðu allir á eina lund, að þeir ættu erfitt með að neita honum um nokkurn greiða. Og hjetu honum að þeir skyldu muna eftir honum. Þegar Pjetur kom heim neri liann saman lófunum af kæti yfir árangri ferðarinnar, og sagði við konu si,na: „Jæja Ivatrín! Þá er nú þetta vandr- æðamál loksins klappað og klárt. — Þvi segi jeg það, sem jeg hefi allaf sagt, að kvenfólk er bara kven- fólk, og er altaf sjálfu sjer líkt. — Þú hefðir bara átt að sjá hversu kanúkarnir tóku á móti mjer. — Þetta eru mestu ágætismenn.“ „Mikið dauðans flón getur þú verið,“ sagði Katrín, og hrærði i grautarpotlinum. Sunnudaginn, næsta þar á eftir, var klerkasamkundan kölluð saman til að ræða þetta landsskuldarmál. — Og allir kanúkarnir, — hver einn og einasti, án undantekningar; þver- tók fyrir að verða við óskum Pjet- urs. Vesalings maðurinn gat hvorki neitt svefns nje matar fyrst í stað eftir þessi vonbrigði. „Hefðu þeir bara látið vera með að lofa því, að inuna eftir mjer.“ Tautaði hann í sífellu. Ivona hans þagði, þó henni fyndist ekki ástæða til annars, en að gera gys að lionum fyrir flónskuna. En hún var vænsta kona og hálf vorkendi bónda sin- um. Pjetur jafnaði sig þó von bráðar aftur; hjann umgekst kanúkana eins og ekkert hefði ískorist, og mintist ekki framar á þetta mál. — En liann beið rólegur eftir degi liefndarinn- ar. Hátíðisdagur heilágs Kláusar fór í hönd, og var það afmælisdagur Pjeturs. Hann fór að nýju í spari- l'ötin, og gekk á fund kanúkanna, og bað þá að gera sjer þá sæmd, að borða miðdegisverð hjá sjer á af-1 mælisdaginn. Kanúkarnir þurftu ekki að halda neina klerkasamkundu til að ræða þetta mál. — Og næsta sunnudag, er þeir höfðu lokið tiðasöng, fóru kanúkarnir að tínast upp að „Sant- Mári“. Þeir voru banliungraðir og hlökkuðu mikið til matarins, sumir sögðu, að þeir hefðu kvöldið áður farið i lyfjabúðina, til að verða enn þá lystugri. — En óvíst er livort það er satt. Hvort sem þetta er skröksaga eða ekki, þá var víst um það að garnirn- ar gauluðu i kanúkunum af hungri; þegar þeir fóru að setja pentudúk- ana á sig. Til þess að ná sjer ennþá betur niðri á kanúkunum liafði Pjetur látið bera alla rjettina á borðið: Súpu, grænmeli, steik og ábæti. — Og ' auk þess var grjðarstór tóm tin-skál, á miðju borði. Er gestirnir höfðu beðið borðbæn- ina og blessað matinn; sögðu þeir allir einum rómi, að Pjetur væri fyrirmynd annara að rausn og höfð- ingsskap. Það var sannarléga ánægjulegt að sjá kanúkana sitja til borðs. Augun ljómuðu og vatnið kom fram í munn- inn á þeim. Matarilmurinn var lika ágætur og það var auðsjeð að þeir ætluðu að gera matnum bestu skil. „Eftir hverju erum við annars að biða?“ sagði Brandur kanúki, sem var glorliungraðastur þeirra allra. Þá stóð Pjetur upp í skyndi, þreif hvert matarílátið á fætur öðru og fleygði öllu í stóru tin-skálina á borðinu. Súpunni, grænmetinu, steik- inni og vínföngunum. Og hrærðri svo sem ákafast i öllu saman. „Hvað ertu að gera maður?“ liróp- uðu kanúkarnir hver í kapp við ann- Framliald á næstu siðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.