Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N / Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald gæti hafa átt þá .... Þeir vöktu hjá hon- um óljóst hugboð, og hann flýtti sjer yfir að borðinu og tók lokið af öðrum kass- anum. -,Ja, þvílík hundahepni !*‘ tautaði hann hrifinn, því að eínhver hafði verið svo hugulsamur að spara honum ómakið og fundið einmitt það sem liann var sjálfur að leita að. í kassanum lágu smáhögglar i röð og reglu; húið var að binda utan um þá, og blekið á miðunum, er festir voru við ])á var naumast orðið þurt. í einum höggl- inum voru sendibrjef með sömu smágerðu rithöndinni og var á blaðinu sem hann tók úr stirnaðri greip liinnar myrtu, en það lá nú ásamt öðru smádóti i treyju- vasa Toms gamla. Ilann las brjefin yfir í flýti og athugaði einnig bögglana. Svo gægðist hann í hinn kassann, en í honum voru engin brjef, heldur hálfbrunnið drasl úr eldstónni og hárnálar og eldspýtur og þessháttar, en jafn vendilega frá öllu gengið og í hinum kassanum; á merkjaseðlana var skrifað með klunnalegri hendi, hvar hver hlutur um sig hefði fundist. Það væri svnd að segja, að lögreglustjóri hjeraðsins vendi ekki menn sína á vandvirkni i starfinu. Sjómaðurinn stakk brjefunum í brjóst- vasa sinn, en ljet hitt kyrt. „Þakka yður hjartanlega fyrir hjálpina!“ sagði hann svo og sneri sjer að föngunum. Þeim gramdisl bersýnilega bros hans og' tilburð- ir engu minna en orðin, sem fylgdu þeim. Hann slökti á lampanum, þreil’aði sig út úr berberginu og lokaði hljóðlega á eft- ii sjer. X. KAFLI. Hann skundaði nú fram ganginn í átt- ina til eldhússins, en stansaði fyrir fram- an dyrnar á lierbergi því, er Vallí hafði húið i, stakk lyklinum í skrána og læddist inn fyrir. Hann gekk að rúminu, þar sem iögregluþjónninn kúrði enn, og skoðaði hann vandlega við birtuna frá vasaljósinu sínu. Rannsóknin leiddi í ljós ljóta skrámu á höfði mannsins, er hafði fengið aðkenn- ingu að heilahristing — sárið var að öðru leyti ekki alvarlegt og sjómaðurinn fór því rólegur út ifrá honum ,og læsti, en skildi lykilinn eftir í skránni i þetta sinn. Að svo búnu hjelt hann rakleitt fram i eldhúsið og lýsti á undan sjer. Hann rendi slánni frá hurðinni, er sneri út að húsa- garðinum og sneri lyklinum og opnaði upp á gátt. Hann hafði slökt á vasaljósinu áður en hann opnaði, en þegar hann kom út í hlýtt og gagnsætt næturhúmið og kallaði lágt á Betty, heyrði liann hljóð úr horni og sá einverja undarlega þústu. er kom honum til að gleyma allri varúð og bregða aftur upp ljósi. Hann starði í fyrstu forviða á það, sem blasti við sjónum hans, en síðan greip liann óstjórnleg löngun til að lilæja og lengi vel hristist hann allur af niður- bældum hlátri. Hann færði sig nær, allur í keng af kát- inu og brá enn einu sinni upp ljósi. Alt var óbreytt. Betty, hreyfingarlaus eins og myndastytta, stóð yfir manni, sem lá á bakinu, og málmbnapparnir á treyjunni lians glitruðu og glömpuðu í ljósgeislanum Hann var líka eins og hann væri skorinn úr trje, en hafði meðvitund og var ómeidd- ur. Ilann leit upp, varirinar skulfu og ótt- inn skein úr augunum, er 'störðu á hið stóra trýni, er dró upp varirnar við munn- vikin, svo að skein í vígtennurnar, eins og tennur í gildru, sem beið þarna stöðugt beint við nefið á honum. „Sleptu lionum, Bet!“ sagði sjómaðurinn. Hún þokaði sjer hnarreist í áttina til hans eins og hún vildi segja: „Þá er nú þetta í lagi; en þurfi einhvers rneira með, þá er jeg til taks,“ og stóð á verði nokkur skref frá honum. Maðurinn hreyfði sig örlítið, og langt neðan úr hálsinum á Betty heyrðist veikt urr, ögrandi og ógnandi. Hann lá þá aftur kyrr, og hreyfði hvorki legg nje lið. Af þessu fór sjómaðurinn, sem nú var kominn galsi í aftur að brosa með sjálf- um sjer. Hann sá í huga sjer alla söguna. Sá lögregluþjóninn, sem var á verði fyrir utan læðast að eldhúsdyrunum i þeim til- gangi að hjálpa hinum hugdjörfu fjelög- um sínum, er öskruðu og stöppuðu inni í húsinu. En áður en það megi takast, þýtur einhver ferlegur skuggi út úr gluggaskot- inu, ræðst á hann og íleygir honum til jarð- ar. Þegar hann fer að átta sig á lilverunni og er hættur að sjá stjörnur, liggur hann endilangur á jörðinni, en rjett við nefið á honum er glottandi hundstrýni í meira lagi ófrýnilegt. í hvert sinn er hann ætlar að hreyfa sig eða reka upp ljóð fer skepn- an að urra og beittar tennur blika í blóð- rauðum, slapandi skolti .... Enn á ný varð sjómaðurinn að láta hend- ur standa fram úr ermum. Það sauð niðri í honum hláturinn á meðan liann batt og keflaði fjórða fórnardýr sitt; var það ljett verk, því að maðurinn rey.ndi ekki að snú- ast til varnar. Hann skutlaði honum inn í eldhúsið og valdi honum þar miður virðulegan sess undir vaskinum, innan um lýoppa og kirn- ur. Síðan fór hann út og lokaði húsinu. Erindi hans var lokið; sönnunargögnin láu í vasa hans, svo að' nú gátu þau hugsað til heimferðar Betty og hann. Þau fóru sömu leið og þau komu, skriðu undir girðinguna og inn i dimman skóginn, þar sem óhætt var að ganga upprjettur. Sjómaðurinn var ljettur í spori, en gleymdi þó ekki að fara varlega, og ósk- aði sjálfum sjer til hamingju með leiðang- urinn. Honum var nærri því hlýtt til lög- regluþjónanna, er hann hugleiddi, að án að- stoðar þeirra hefði honum sennilega aldrei tekist að finna brjefin einsamall og aðeins með vasaljós til að lýsa sjer. Þeir höfðu efalaust gert húsrannsókn margir saman um hábjartan daginn, en brjefin voru samt sem áður elcki komin í leitirnar, þegar slcift var um vörð undir nóttina, því að þá hefðu þau tafarlausl verið flutt á næstu lög- reglustöð ásamt gögnunum — Á meðan þau hlykkjuðust áfram i gras- inu á milli girðingarinnar og skógarins, liafði hann hvíslað að Bettv: „Mig langaði ekki beinlínis í bjerann þinn í þetta ■skifti. Fjórir i einu er full mikið af því góða!“ En lánið hafði sannarlega leikið við hann þetta kvöld, hugsaði hann og varð þess nú var, að þau nálguðust þann stað, er þau urðu að fara úr skógarþykninu út á ber- svæði heiðarinnar, til ])ess að komast yfir í skóginn heim til sín. En alt í einu rak Betty upp lágt viðvör- unargól eins og hún vildi segja: hingað og ekki lengra! Þau stönsuðu bæði og lögðu við hlustirnar. Utan úr náttmyrkrinu, er var þrungið l'úsundfaldri angan jarðárgróðursins, barst ofur veikt hljóð. Það var ekki unt að segja hvers eðlis það var og hvort það var langt i burtu; og ekki vissi hann lieldur úr hvaða átt það kom fyrr en honum varð litið á hundinn, sem spenti eyru og skott. Sjó- maðurinn varð líka aflur að eyra og um síðir skildist honum, hvað þetta var. Það var mannsrödd, þó ekki venjulegt manna- mál. Megintónninn var hár, en þó ofinn dýpri hljóðum. Þetta liljóð kom illa við hann, því að meðan hann var að hlusta á það, bljes það honum í brjóst þunglyndi, sem seytlaði fyrst ofur hægt, en varð svo að flóði, er skolaði burt fögnuðinum, sem bægt hafði áhyggjum hans á burt. Honum virtist hljóðið verða skýrara. Hann stóð hreyfingarlaus og reyndi að finna einverja sennilega skýringu á því. Það liækkaði og lækkaði, kæfði ok kom á ný, sárt og sorg- mætt, og alt í einu skildist honum, að þarna var lcona að gráta. Þá gerði hann það, sem hann aldrei síðar gat skilið, er litið var á það hvernig á stóð. Hann fór beint í áttina á gráthljóðið og hirti vorki um lögreglu nje manndráp, nje það mikla fje, er lagt hafði verið til höfuðs honum. Það lá lengra inni i skógarþykninu og með hverju skrefi varð skíman, er stýrt liafði fótum hans, daufari. Gangurinn varð nú æ erfiðari. En Betty fór á undan. Hún hvarf sjónum hans, en hann staulaðist á eftir. Er hann liafði farið einar hundrað stikur, er virtust heil míla, rakst hann á tikina. Hún var að þefa af einhverri hrúgu, sem lá upp við trjtí í jaðrinum á litlu rjóðri. Þar var nægileg skíma til að sjá að minsta kosti höndina fyrir framan nef sjer eða stíginn við fætur sjer. Gráturinn var nú hljóðnaður. Sjómað- urinn gægðist varlega niður fyrir sig og kom þá auga á eitthvað ljósleitt, sem við nánari athugun var kvenmannshönd, er strauk blíðlega um kollinn á Betty. Hann færði sig nú út úr myrkrinu undan stóra trjenu, sem bafði hulið hann til þessa. Það kom á hann hik; honum hafði ávalt verið óljúft að blanda sjer i einkamál annara, en nú varð ekki snúið við,.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.