Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 13
F ÁLKINN 13 KROSSGÁTA NR. 464 Lúrjett skýring: I. Fjórar samstæður, 7. Þjónustu- stúlka, 11. Hás, 13. Stöng, 15. Þeir fyrstu, 17. Streymdi, 18. Gaddur, 19. Forsetning, 20. Andköf, 22. Ein- kennisstafir, 24. Tveir eins, 25. Tit- ill, 20. Simnefni, 28. Ferðalags, 31. Fæðir, 32. Órjett. 34. Vond, 35. Iívenmannsnafn, 30. Ættarnafn, 37. Friður, 39. Titill, 40. Elska, 41. Lag, 42. Bugða, 45. Óþektur, 40. Trylt, 47. Stafur, 49. Sófl, 51. Þingmaður, 53. Vörumerki, 55. Sagnmynd, 50. Pelaglas, 58. Gerð, 00. Gróðrarblett- ur, 01. Samtenging, 02. Mynni, 04. Elska, 05. Verslunarmál, 00. Húsdýr, 08. Fljótur, 70. Efnafr.sk.st., 71. Kompa, 72. Rír, 74. Þroskist, 75. Menn. Lóðrjett skýring: 1. Skóf, 2. Tveir eins, 3. Lík, 4. Þjáir, 5. Mannsnafn, 0. Þrír eins, 7. Verð, 8. Hress, 9. Goð, 10. Fjár- munir, 12. Eyrir, 14. Svip, 10. Beygja sig, 19. Tónverkið, 21. Munn- ur, 23. Kjörgripur, 25. Sveit, 27. Ofn, 29. Tvíhljóði, 30. Undir skjöl- um, 31. Ögn, 33. Sögn, 35. Ábati, 38. Skelfing, 39. Lágði, 43. Dreng, 44. Rjett, 47. Gælunafn, 48. Leiðsl- ur ef., 50. Dulnefni, 51. Sund, 52. Tveir eins, 54. Kyrrð, 55. Bónastagl, 50. Fljótur, 57. Horfa, 59. Sprotar, 01. Fylgdi eftir, 03. Stúlka, 00 Ælt, 07. Efni, 08. Smaug, 09. Kvenmanns- nafn, 71. Bókstafur, 73. Einkennis- stafir. LAUSN KR0SS6ÁTU NR.463 Lárjett ráðning: 1. Tjara, 7. Svæði, 11. Farga, 13. Rekir, 15. Of, 17. Grár, 18. Álún, 19. Ár, 20. Mas, 22. II, 24. Fr, 25. Aga, 20. Funi, 28. Lukka, 31. Sker, 32. Táls, 34. Mul, 35. Brun, 30. Vík, 37. Kr. 39. Er! 40. Rgn, 41. Raungóður, 42. Sól, 45. Rf, 40. An, 47. Æsa, 49. Laun, 51. Tjá, 53. Næði, 55. Egna 50. Smári, 58. Sult, 00. Lag, 01. Ók, 02. Na, 04. Rar, 05. Gr, 00. Kram, 08. Anna, 70. Ró, 71. Narra, 72. Minka, 74. Ranka, 75. Tauma. Lóðrjett ráðning. 1. Tromf, 2. Af, 3. Rag, 4. Arri, 5. Mar, 0. Þrá, 7. Skúr, 8. Vin, 9. Ær, 10. Iðrar, 12. Gáll, 14. Elfa, 10. Fauti, 19. Ágeng, 21. Snák, 23. Skuggsjár, 25. Akur, 27. II, 29. Um, 30. Kl, 31. Sr, 33. Skarn, 35. Brunn, 38 Rut., 39. Eða, 43. Ólgar, 44. Lang —47. Æður, 48. Silar, 50. Ua, '51. Tm, 52. Ár, 54. Æs, 55. Elg- ur, 50. Skar, 57. Inni, 59. Tróða, 01. Orri, 03. Annt, 00. Kak, 07. Mal, 08. Amt, 09. Aka, 71. N N, 73. Au. „Er .... gel jeg .... er nokkuð að?“ spurði liann loks og vafðist lunga um tönn. Honum fanst spurningin alt í einu svo ó- viðeigandi og heimslculeg, að liann kafroðn- aði og þakkaði sínum sæla fyrir myrkrið. Þögnin, er varð á eftir orðum hans var sú dýpsta ogæinkennilegasla, er hann hafði lifað þessa nótt, ólík hinni lamandi, viösjálu kyrð, er liafði fylt hann skelfingu heima í húsinu. Þessi þögn var nistandi sár og þrungin eftirvæntingu; fyriiboði stórfeldra hamfara, líkust logni á undan stormi. Sjómaðurinn beið þóss er verða vildi, teygði höfuðið lítið eitt fram, boginn í herð- um. Betty nuddaði hausinn við lmjen á honum, en hlaut hvorki lof nje last. Hana stórfurðaði á þessu tómlæti fjelaga síns. Nú færðist líf í hrúgaldið, sem hímdi upp við trjeð. Sjómaðurin heyrði þrusk, það skrjáfaði í kjól, og hann fann það, fremur en hann sæi, að frammi fyrir honum stóð há og fönguleg kona. Hann sá liana aftur fyrir sjer í huganum, þar sem hún stóð fyr- ir utan krána og horfði á eftir honum. Það fór um hann, snöggur, heitur straumur við endurminninguna og nú liljómaði rödd hennar í eyrum hans á ný: „Þú! Er þetta virkilega þú?!“ kallaði hún lágt. Málrómurinn var dimmur og ekkaþrunginn og kom við hjarta hans. „Já. En.......“ byrjaði hann, en gleymdi svo alveg, livað hann ætlaði að segja. „Þú!“ sagði hún enn, og kom svo nærri honum, að svalur andardráttur hennar ljek um vanga hans. „Þú, hjerna!“ Hún teygði upp handleggina, tók utan um hálsinn á honum og dró liöfuð hans niður lil sin. Eitthvað heitt og mjúkt kom við andlitið á honum og þegar liann lyfti liöfðinu aftur, voru varir hans saltar og votar. „Þú komst ekki,“ sagði hún. „Jeg ......jeg,“ stamaði liann Hvernig átti jeg að geta það?“ Hann reyndi að ryfja upp fyrir sjer í huganum hið ávala, föla andlit, sein iivíldi við barm hans í myrkr- inu. Hann reyndi að lesa í augum hennar, en nóttin var dimm og huldi öll svipbrigði. „Néi ...... Þú gast ekki komið. Það er alveg satt,“ sagði hún liægt. Alt í einu var sem hann rankaði við sjer. Hann greip svo óþyrmilega utan um úln- liðinn á henni að flestar konur hefði hljóð- að af sársauka. „Maður frjettir ýmislegt á förnum vegi,“ sagði hann í nöprum tón. Hún færði sig frá honum og svaraði í sama tón: „Hvað áttu við með því?“ „Vertu ekki með nein látalæti!" sagði sjómaðurinn svo hranalega, að honum hlöskraði sjálfum. Þá rak hún upp hlátur; kastaði til höfð- inu og liló sluttum og beiskum hlátri. „Heimskingi!“ var það eina, sem hún sagði. Skyndilega. varð sjómaðurinn gripinn ofsalegri hræði; í huganum var hann marg- búinn að segja skilið við þessa konu, á- kveðinn i að láta sjer standa á sama um liana; en á þessari stundu fyltist hann ó- skiljanlegu liatri til hennar, sem stóð þarna í myrkrinu og storkaði honum. Hann hristi á henni handlegginn og muldraði milli tanna sjer: „Já, jeg er erkiflón! En þú...... þú ert svo saklaus, að þótt munnurinn á þjer sje rauðglóandi af lýgi væri ekki hægt að hræða upp í þjer smjörflís! En nú veit jeg hverj- ir eru vinir mínir og hverjir eldci! Skilurðu mig? Ein þeirra iieyrði til þín.“ Hann hjelt enn um úlfliðinn á henni. „Þú veist heil- mikið um mig, er það ekki? Og ekkert feim- in við að segja frá því!“ „Sleptu mjer!“ stundi hún með rödd, sem var hás og dimm af sársauka. Hann þeytti henni frá sjer. ,Þu bjóst ekki við að jeg mvndi frjetta það, var það? Jeg komst að því samt........ þú og þessir lög- reglusnápar, ha!“ Hann skirpti. Það varð þögn. Að lokum spurði hann hálf hránalega: „Er það annars satt, að þú liafir sagt til mín? Segðu mjer eins og er.“ „Þú virðist vita þetta alt saman,“ sagði hún kjökrandi. „Það er ekki til neins, að jeg fari að útskýra það .... til hvers væri það svo sem?“ Röddin sveik hana og end- aði í hálf snöktandi, vonleysislegu andvarpi sem kom ónotalega við sjómanninn. Hann varð eitthvað undarlegur í hálsinum. „Þú ætlar að segja ....“ byrjaði hann, en þá greip hún eldsnögt fram í fvrir honum: „Jeg ætla ekki að segja neitt! Jeg á ekkert vantalað við þig. Jeg er svo sem ekki neitt .... aðeins kona, sem var nógu vitlaus til að kasta mjer í fangið á þjer. Hvers vegna? Jeg skil það ekki nú. Liklega hefi jeg hald- ið, að jeg .... að þú værir öðruvísi. Ó, heldurðu að jeg viti ekki livað þú ert að hugsa! Þú álítur auðvitað, að jeg sje ein af þeim, er sefur hjá Tom í nótl, Dick á morg- un og George hinn daginn — sem sagt hverjum, sem að garði ber. Gjörðu svo vel, trúðu því sem þjer sýnist. Jeg ætla ekki að hafa fyrir því, að leiða þig í allan sann- Ieikann. En jeg.endurtek það, að þú ert heimskingi! Þú hefðir átt að vita betur, eftir það, sem okkur fór á milli þá nótt — i stað þess að trúa allskyns sögusögnum og virða mjer alt á versta veg. Þú áttir að vita betur, segi jeg .... það var líka rangt af mjer, að trúa þessu um þig ....“ Hinn ástríðuþrungni, skrykkjótti orðaflaumur hljóðnaði óvænt, en rjett á eftir kvað við hvellur kuldahlátur utan úr myrkrinu. Sjó- maðurinn hreyfði sig; varir lians opnuðust, en áður en liann fengi sagt nokkuð tók hún aftur til rnáls:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.