Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N o ið af þeim listaverkum, sem þeir geta auðgast á■ Þeir fluttu hið stórfenglega safn Katrínar annarar Rússa- drotningar í Hallarsafnshúsinu mikla í Detskoye Selo, þar sem á'ður var sumarbústaður Rússa- keisaranna, á burt. Veggirnir voru rúnir hinum kínversku silkiábreíðum, mvndvefnaði og öðru skrauti; jafnvel gólfin með útskurðarflúrinu voru flutl til Þýskalands Enn verður ei sagt með vissu hve mikið af ýmsu öðru hefir verið flutt á burt. En nokkra liugmynd um hve itarlega hafi verið gengið að verki, má fá af skipun er flutningastjóri þýska hersins, Hans von Wieterlieim liershöfð- ingi, gaf út. Hann mælti svo fyrir að samgöngutæki þau, er fluttu vistir og gögn til hersins, skyldu lilaðin listaverkum i bakaleiðinni. Heilinn í þessu stórkostlega þjófabákni . er Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Þjóðverja. Á yngri árum hafði hann kampavínssölu að atvinnu en jafnframt verslaði hann með list í hjáverkum, og vissi hvers virði góð listaverk voru. Hann lætur þó sem liann komi ekki nærri þessu sjálfur, en hefir undir sjer mann, sem heitir Joachim von Kiinsberg, og hann er látinn vinna skítverkin og stjórna stöðini i Hermann Goer- ingsslræti. ÞESSI skipulagði listþjófn- aður færðist verulega í auk ana eftir að Þjóðverjar höfðu hremt undir sig Pólland. Hinn 16. desember J939 úrskurðaði dr. Hans Frank, „ga'uleiter“ hins undirokaða Póllands og fyrrum dómsmálaráðherra Þýskalands, að „allir flytjan- legir munir, er snertu list, þjóð- mennijngu eða sögu landsins fyrir árið 1850, skyldii gerðir upptækir, livort heldur þeir væru eign ríkisins, einstakra manna eða kirkjunnar." Steypiflugvjelar Þjóðverja höfðu þegar eyðilagt fegursta hluta hins konunglega Varsjava kastala, en þýska hei'liðið fram- kvæmdi þann hluta eyðilegg- ingarstai’fsins, sem á vantaði, með mikilli kostgæfni. Það hirti flæmska og franska myndvefn- aðinn frá 17. og 18. öld, marm- aramyndir og bronsemyndir, fresko-myndir og hundruð mál- verka, þar á meðal hinar frægu Varsjavamyndir eftir Canaletto. í Krakau, næsthelstu borg Póllands hirtu lislþjófarnir meðal annars „Mannsmynd“ eftir Rafael, „Konu með mynda- grind“ eftir Leonardo da Vinci, ÞETTA ER CHURCHILL! Churchill vcu- fyrsti maðurinn, sem skildi rjett þýðingu skrið- drekanna, er enskur hugvilsmaður hafði gert teikningar af þessum morðvjelum í síðustu styrjöld, og sýndi herstjórninni þær. Það er því alls ekki úrhendis, þó að Bretar hafi skýrt eina stærstu skriðdrekategund sina Churchill. Svona líta þessir gripir út og eru engin smúsmíði. Það eru hinar frægu vjela- smiðjur Bradfords, sem smíða þessa skriðdreka í Englandi, en þeir eru líka smíðaðir í Bandarkjunum. „Landslag“ eftir Rembrandt, og gimsteina pólsku konunganna i stíl endurfæðingartímabilsins. Vestur-Evrópuþjóðirnar, sem þeklu nágranna sína, nazistana, höfðu haft svigrúm til að flytja á burt ýmislegt af listaverkum sinum áður en innrásarmenn- irnir komu í landið. Þjóðvérj- um gramdist það mjög er þeim mistókst að ná i „Næturvörð- inn“ eftir Rembrandt og — „Kenslustund í líkambygging- arfræði“ eftir sama. En þeim tókst að hremma hina frægu altaristöflu eftir Jan Van Eyck, sem er frægasta listaverk hins eldri flæmska skóla. Fyrirrenn- arar þeirra i fyrri heimsstyrj- öld höfðu stolið nokkrum af þeim tuttugu hlútum, sem alt- aristaflan er gerð úr, en orðið að skila þeim aftur, samkvæmt ákvæðum friðarsamninganna í Versailles. En í þetta skifti tóku Þjóðverjar alt altarið og mynd- ina með. „Altaristaflan átli alls ekki heima í hinni gömlu kap- ellu í Glient“, skrifaði nazista- lisldómarinn Karl Georg Heise í „Da's Reich“, sem er vikublað Goerings. Nú hefir þetta dýr- mæta listaverk verið sett upp í Iíaiser Friedrichs-safninu í Ber- lin, heldur liann áfram, „og þar nýtur hin glitrandi fegurð þess sín til fullnustu.“ 1 bænum Linz, þar sem Hitl- er gekk í skóla, reis upp mikið og veglegt listasafn skömmu eftir að Þjóðverjar höfðu her- numið Holland. Vitanlega var ómögulegt að koma þessu fyr- irtæki fram nema að völ væri Ễsannri“ list, og Hollendingar voru svo óheppnir að „vera af skyldum uppruna“ við Þjóð- verja, eins og „Das Reich“ orð- iði það. Meðal hinna 1200 mál- verka, sem Hans Posse, fyrrum forstjóri listasafnsins í Dres- den, hirti í Hollandi handa nýja myndasafninu í Linz samkvæmt skipun Hitlers, voru frægar myndir eftir Van Dyke, Rubens og Rembrandt. ‘C’ RAKKAR reyndu að taka ■■■ upp varúðarráðstafanir gagnvart listaverkum sínum áður en Þjóðverjar komu. Jeg var í Paris og sá þegar verið var að flytja listaverkin úr Louvre niður á Signubaka. — Meðal þeirra var hin fræga „Mona Lisa“ eftir Leonardo da Vinci. Það síðasta sem jeg vissi um liana var, að hún hafði ver- ið flutt á Ingres Museum í Mon- tauban í Suður-Frakklandi. — Skyldi hún vera þar enn? Þeir Þjóðverjar rúðu hina frægu kastala meðfram ánni Loire, meistaraverkin frá end- urfæðingartímabilinu. Þeir ljetu ekki nægja að rífa myndvefnað- inn af veggjunum, heldur los- uðu þeir einnig steinskrautið og sendu það til Þýskalands. Þegar þeir komu til Grikk- lands rændu þeir lieilum söfn- um af bronsemyndum. Tanagra- myndum og öðrum fornleifum frá Þebu og ,Korintu. Þeir hirtu alt — frá fornum marmarastytt- um til nýtísku málverka, frá Fornleifasafninu í Aþenuborg. Herf lu tni ngavagn ar Þj óðvei’j a voru marga mánuði að flytja þetta herfang á burt. Og þessu lauk með þvi, að sjerstök flug- vjel var send með hið klass- iska höfuð Ganymedesar til Berlin. Það var gjöf til Her- manns Goerings. Goerings, listvinarins! í höll hans, Karinhall, eru í dag sam- ankomin ýms frægustu verk Rafaels, ...Rembrandts, ...Tizians og El Grecos. Af þvi að hann gei’ði sig ekki ánægðan með það, sem honum var úthlutað, hefir hann gert út xnenn upp á eigin spýtur til þess að næla i listaverk handa sjer. Að því er virðist getur jafn- vel ekki skipulag nazista hindr- að það, að þjófar steli hver af öðrum. Þegar hollenski banka- stjórinn Daniel Wolf flýði til Bandaríkjanna, brá einn af út- sendurum Goerings við skjótt og fór til Hollands til þess að „kaupa“ listasafn hans, sem var æði stórt. Honum brá ónota- lega í brún þegar útsendai’i einn frá fjármálaráðuneyti di\ Funks var kominn þarna á und- an honum með umboð frá Funk til þes að hirða safnið. Nú brugðu þeir við báðir, Funk og Goering og fóru til Hague. — Goering varð hlutskarpari, en þegar til átti að taka uppgötv- aðist að ýmislegt af dýrmæt- ustu listaverkunum vantaði i safnið. — Þriðji Þjóðverjinn, hrappur ein, sem hjet Tietje, hafði verið fyrri til, en lxinir báðir og hafði „keypt“ úrvalið úr safninu af konu Wolfs, fyr- ir vegabrjef handa henni til þess að komast úr landi, en slíkt er ekki óalgengur gjald- eyrir í hernumdu löndunum. Síðar komust þ*.\ssi úrvals mál- verk í hendur eins „listelskand- ans“ enn: Heinrich Himmlers, foi-ingja Gestapo 1 6. gx-ein Haag-samþvktar- innar fi’á 18. október 1907, um „Lög og reglur í hernaði“, sem Þjóðverjar skrifuðu undir, er hannað að „taka skemma eða eyðileggja eign r uppeldis- og menntastofnana og listasafna, svo og söguleg minnismerki og listaverk, hvort heldur úr eigu einstaklinga, stofnana eða rik- isins.“ Lög? Við erum að bei’jast við þjófahyski. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.