Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 6
0- F Á L K I N N / - LITLfl 5flEfln - Angelique Carlier vtldi myrða manninn sinn Angelique Carlier fœddist í Lyon áriö 1657. Faðir hennar var stór- auSugur bóksali. Á þeim tima stýrði sólkongurinn, Lúðvík 14., hinu fagra Frakklandi. Angelique óx upp og varð for- kunnarfögur. Hún var gáfuð, kurt- eys, ástúðleg og vel að sjer. Enn- fremur fjörug og fyndin. Allir voru hrifnir af henni. Hún var hjegóma- gjörn og metnaðargjörn. Hún vildi giftast tignum manni. Og hana dreymdi um að komast til hirðar- innar í Paris. Þar mundi fegurð hennar og vitsmunir njóta sin hest. Biðlar Angelique voru óteljandi. En hún var í vandræðum með að á- kveða eiginmanninn. Svo kom sá mikli dagur, er lnin trúlofaðist. Gjöf þess liamingjusama var svo töfr- andi að hún stóðst hana ekki. Mað- urinn lijet Piquet. Hann var þing- maður, og ekkert lirifandi, livorki karlinannlegur nje fagur. Fjöldi að- dáenda Angelique voru honum miklu fremri hvað það snerti. Gjöfin, sem hún fjekk frá Piquet á afmælisdag- inn sinn, og gerði hana svo hrifna, að hún gaf honum hönd sína og hjai-ta, (þó liugur fylgdi ekki máli) voru gerfiblóm með demöntum, er skyldu.koma i stað daggar. Svo giftust þau. Fyrstu árin virtist alt leika í lyndi. Þau hjeldu veislur og sóttu boð til margra vina og kunningja. Frú Piquet var sú persóna, sem alt snerisl um í þessum samkvæmum. Fjör hennar, fegurð og yndisleiki töfraði alla. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Og engin óhamingja virtist vera i aðsigi. Piquet var alls ekki skemtilegur maður. Stundum fremur fráhrind- andi og afundinn. En liún var svo glaðlynd og fjörug, að hún tók það sjer ekki nærri. En svo misti Angelique alt i einu virðinguna fyrir manni sinum. Og hún fór að liala hann. Orsökin til þess var sú, að Piquet var ekki rik- ur maður eins 'og hún hafði álitið. Nú fanst henni maðurinn hafa svik- ið sig. Hún gat ekki fyrirgefið þetla. Hún leit nú á hann sem svikara og óþokka. Um þetta leyti kom bróðir henn- ar, sem var liðsforingi með vin sinn, kaptein Mongeorge, í heimsókn. — Mongeorge var afar glæsilegur mað- ur, skemtilegur og kátur. Frúin varð þegar í stað mjög ástfangin í hon- um. Og voru þau saman, er þau gátu því við komið. En þetta var fyrsti, en ekki síðasta ástvinur Angelique. Hún eignaðist fjölda elskliuga, varð hreinasta Messalina í ástamálum næstu árin. Hún reyndi að leyna þessu eins og hún gat, og kom alt af tígulega fram. Piquet átti í miklu skuldabasli. Rukkarar ljetu liann ekki hafa mik- inn frið. Frúin sótfi þá um konung- iegt leyfi, til þess að fá eignunum skift, svo að hún fengi sinn lilut. En Piquet ákærði hana fyrir ótrú- mensku og sagði ljótar sögur um hana. Hann fjekk teyfi konungs til þess að loka konu sína inni, vegna ólifnaðar hennar. Á þeim degi, er þetta leyfi var l'engið, tók frúin þá ákvörðun að láta myrða Piquet. Og að því búnu hugðist hún að giftast fyrsta elsk- huga sínum og uppáhaldsviðskifta- vini, Mongeorge kapteini. En Angelique fór ekki viturlega að ráði sínu við framkvæmd þessa verks, þó að hún væri gáfuð. Hún rjeði margt fóllc til þess að myrða mann sinn. Vitanlega mútaði hún því öllu. Það voru alls 10 menn, sem hún samdi við. Meðal annara var dyravörður hússins og einn þjónanna. Ákveðið kvöld ætlaði fólk að myrða Piquet. En í það skiftið slapp liann úr greipum þess, án þess að hafa hugmynd um livað það hugðist fyrir. Það liðu þrjú ár. Og þá tóksl nokkru betur með framkvæmd verksins. Angelique var heima það kvöld. En Piquet var i heimsókn hjá ná- grannafrú einni að nafni Wilmur. En greifafrú Semanville var stödd hjá Angelique. Var sú síðarnefnda róleg þó maður hennar kæmi ekki lieim. Rjett eftir að frú Semonville var farin kváðu við skammbyssúskot úti fyrir húsinu. Þjónustufólkið þusti á vetlvang og fann lhisbónd- ann liggjandi alblóðugan. Árásar- liðið var horfið. Fimm kúlur liöfðu hæft Piquet. En hann var ekki hel- særður. Þeim liafði ekki tekist að ná lífi hans. Lögreglan kom og kynti sjer mál- ið. Spurði hún Piquet um alla mála- vexti. Hann sagði: „Jeg á engan ó- vin, nema konuna mina.“ Hún ljest hafa hreina samvisku og ætlaði að blekkja heiminn. En það reyndist ógerningur. Hún frjetti að handtaka hennar slæði fyrir dyrum. Henni var ráðlagt að flýja. Átta daga sam- fleytt fjekk liún brjef þess efnis, að flótti væri hennar eina bjargráð. En hún fór ekki. Hún áleit að brjefin væru rituð að undirlagi manns hennar, og vildi hann þannig losna við hana. Og með flótta virtist henni hún auglýsa sekt sína. 'CLARK GABLE KAPTEINN. Það er vonandi, kvenfólksins vegna, að nóg sje fgrirliggjandi af kvikmgndum, sem Clark Gable sjest i. Því að nú er hann óvirkur um sinn. Hann gekk sem sje i herinn og fór til Englands í vetur og tók við störfum á sprengjuflugvelastöð og gerpist flugvjelaskgtta. Hefir hann htotið kapleins-nafnbót. En nú ljetu yfirvöldin til skarar skríða. Síðari hluta dags var dyr- unum að dagstofunni hrundið upp harkalega og voru þarna komnir margir lögreglumenn undir stjórn liðsforingja. Greifafrú Semonville, sem áður en nefnd, var stödd hjá frú Carlier, er þetta gerðist. Liðsforinginn sagði með hárri röddu: ,‘,Jeg tek yður fasta, frú Carlier, i kongsins og laganna nafni!“ Frúin reis á fætur, án þess að verða hverft við. Hún mælti: „Þjer hefðuð ekki þurft að koma með heila liersveit til þess að taka mig höndum. Jeg mundi hafa farið með yður einum.“ Mál þetta var sótt og varið með harðfylgi. Frtiin neitaði stöðugt öll- um ákærum. Og það vantaði sann- Vinurinn: — Mikið ljómandi er hann fallegur samkvæmiskjóllinn, sem konan þín er í. Hann hefir sjálf- sagt kostað sínar 800 krónur. Eiginmaðurin: — Sínar! Nei, min- ar 800 krónur. Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, salerni og í uppþvott- arvatnið. Ilm- urinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. anir gegn henni. En þá náðist í eitt vitni. Þjóninn, sem var ineð í fyrra samsærinu. Eftir framburði lians var frú Carlier dæmd til dauða. Hún var tekin af lífi skömmu síðar. Aldrei misti hún kjarkinn og endurtók sakleysi sitt köld og ró- leg. Og daginn, sem hún var tekin af lífi sögðu menn liana jafn fagra og nokkru sinni fyrr. Og lýkur lijer með sögunni af frú Angelique Car- lier. Jóhann Scheving þgddi. Walter Wanger-stjarnan JOAN BENNETT Haldiö áíram þessari FILMSTJÖRNU FEGRUNAR-SNYRTINGU Haldið fast við þá fegrunar-snyrtingu, sem byggist á sápu og vatni, cins og kvikmyndadísirnar gera. Eðrist ekki þó að stundum sje erfitt að ná í Lux liandsápuna, því þjer getið gert liana tvöfalt endingarbetri en hingað til. Hið ilmandi löður jiessarar sápu er svo miklu rlkara en venjulegra sáputegunda, að þjer fáið nægilegt löður eftir eina stroku með sapustykkinu, til þess að þvo hendur yðar og handleggi, jafnvel þó að vatnið sjc hart Bf vatnið er mjúkt nægir þetta á andlit og háls líka Forðist eyðslu—geymið Lux handsápustykkið þurt, ög þá endist það miklu lengur LUX s HANDSÁPAN K-LTS 640 4-&39 Z.£P£Rframleiðsla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.