Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N Nx YNGfftf bS/&NfttfftNIN Brúður sæprinsins Einu sinni var ung stúlka, hún var dóttir ríks fyrirmanns. Hún var svo falleg að orð fór af því um iáð og lög, og nú fóru biðlarnir að koma til liennar úr öllum áttum. En stúkk- an — Rosita lijet lnin — var drembi- lát og stór upp á sig, og liryggbraut alla biðlana þó að henni þætti vænl um einn þeirra. Það var greifason- urinn Roberto. „Jeg giftist aðeins konungi eða prins,“ sagði hún montin. „Jeg vil eiga lieima í konungshöll og eignast kórónu á liöfuðið." „Þú getur eignast kórónu á liöf- uðið og átt heima í höll, ef þú gifl- ist mjer,“ sagði Roberto. „Jeg kæri mig ekkert um greifa- kórónu,“ sagði Rosita fyrirlitlega. „Jeg vil eignast drotningarkórónu." En svo leið langur tími og eng- inn kom konunglegí biðillinn. Rosita var fokreið yfir því, en Roberto þótti vænt um það, því að þá var kanske einhver von fyrir liann. En þessi von varð að engu. Því að loks kom konunglegur biðill til Rositu. Hann kom siglandi á stóru skipi, og með honum var fjöldi manna. Hann hjet Wello prins og var fríður maður. Ilárið var gult og augun blá eins og hafið. Klæði hans voru úr grænu flaueli, brydd- uð með ljómandi failegum skinn- um, sem var svo mjúkt og loftmÍK- ið að það líktist mest sjávarfroðu. Hann sagðist vera konungsson, og að faðir hans ætti stórt ríki, fagr- ar hallir og mikil tuðæfi og fjár- sjóði. Og allt þetta átti hanr> að erfa. „Faðir minn er allra konunga rík- astur,“ sagði hann. „Hann á fegurri perlur, en þú hefir nokkurntíma sjeð. Þegar þú verður drotnmgin mín munt þú skreyta þig fegurri gimsteinum, en nokkur drotning i veröldinni hefir gert. .i :g fvlli skart- gripaskrínið þitt pe.lum og eðal- steinum, sem eru stórir eins og kú- skeljar, og kórónan sem þú færð, verður dýrari en alt landið, sem þú býrð í.’‘ Nú Iíkaði Rositu. En þó var ein- hver kvíði í henni innan um alla hrifninguna. Þó að Wello prins væri fallegur, þá fann hún, að luin mundi aldrei geta. elskað hann af öllu hjarta Þegar hún kysti hann, ' þá fanst henni eins og hún kæmi við nöðru, varir hans voru kaldar og þvalar, og jiegar hann brosti til liennar fór hrollur um hana, þvi að tennurnar í honum voru ekki eins og i öðrum mönnum. Þær voru litlar og odd- hvassar, eins og í fiski. En þegar liann var að segja henni frá auðæfum sínum og höllunum glyemdi hún öllum kvíða, en óskaði þess eins að hann brosti ekki til henar eða kysti liana. Wello prins vildi giftast Rositu sem allra fyrst, en brúðkaupið átti að fara fram lieima lijá honuni, þvi að foreldrar hans gátu ekki farið í langferðir. Þegar Rosita kvaddi foreldra sína og Roberto greifa var liún hrygg i hug, því að nú fyrst fann liún, að hún elskaði Roberto, en liafði óbeit á Wello prins. En lienni fanst ekki hlýða að rjúfa lieit sín við liann á siðustu stundu og reyndi að hugga sig við alla skartgripina og fallegu fötin, sem lnin fengi, þegar hún yrði drotning. En Roberto var harmi lostinn yfir að missa liana og honum fanst hún væri að stofna sjer i mikla hættu. Þess vegna laumaðist hann um borð í skip Wellos; hann varð að sjá livert farið væri með hana Rositu hans, og hann vildi hafa gát á, að henni yrði ekki gert neitt ilt. Og svo ljet hann skipið sitt sigla á eftir þeim, í liæfilegri fjarlægð. Þcgar skip prinsins var komið á haf út og Rosila sá ekki annað en haf og himinn, fanst henni hún verða svo ofur einmana og langaði mest til að komast lieim til skyld- menna sinna. Nú fann hún, að henni stóð á sama um alla fjársjóðu ver- aldar og að drotningartignin var hjegómi, sem ekki var vinnandl til fyrir Wello prins. Henni fanst blóö- ið storkna í æðunum, þegar hún leit á hann. Þarna stóð hann með sigurglott á vör. Rosita stóð upp og reikaði til lians. „Fyrirgefðu rnjer,, Wello prins. Jeg finn að jeg get ekki komið með þjer — jeg get aldrei gifst þjer. Gerðu svo vel og farðu með mig aftur heim til foreldra minna, og þá skal jeg altaf minnast þín með þakk- læti.“ „Flytja þig lieim aftur!“ orgaði prinsinn. „Jeg ætti nú ekki annað eftir. Ónei, þú kemst aldrei heim aft- ur.“ „Rosita náfölnaði „Hvað crt þú að segja. Þú, sem lofaðir, að jeg skyldi fá að heimsækja foreldra mína, þegar jeg vildi.“ Nú skein í ljótu tennurnar á prins- inum og hann hló dátt. „Nei, enginn á afturkvæmt frá hafsbotni,“ sagði hann. „Frá hafsbotni?" endurtók Ros ita hrædd. „Hver ertu?“ „Jeg er sæprinsinn og þú átt að verða sæprinsessan mín og síðar drotningin mín.“ Rosita hljóðaði. „Hver.s vegna gabbaðir þú mig?“ stundi húu. „Af því að jeg elska þig. Komdu með mjer, þú veist ekki hve fall- egt er í mínu ríki. Höllin er úr feg- urstu kóröllum, með perlum og gim- steinum, og gólfin úr silfri. I.itlu ofan í sjóinn, þar sem sólblikið er á. Þar niðri á jeg heimta.“ „Nei, aldrei. Þá fengi jeg aldrei framar að sjá fögru veröldina, þar sem sólin skín og himininn er blár. Jeg ætli að lifa ofan í köldu, dimnm vatni — og með þjer,“ bætti liún við. „Nei, heldur kýs jeg dauðann.“ Wello prins liló og liláturinn var eins og hrimgnýr og slormhvinur. „Það stoðar ekkert — nú á jeg þig!“ En á sömu stundu stóð Roberto andspænis þeim. Prinsinn æpti af vonsku og Rosita af gleði. Hún vafði örmunum um hálsinn á Roberto og hann þrýsti henni fast að sjer. „Nei, jeg á hana en ekki þú, við- bjóðslegi sædraugur!" sagði Roberto. „Jeg sleppi lienni ekki!“ í lieiftinni ætjaði sæprinsinn að ráðast á þau, en þá tók Roberto upp krossmark og lijelt því fram fyr- ir sig. Sæprinsinn hörfaði þá undan. Ilann gnísti lönnum af reiði og hrópaði: „Þá skulúð þið bæði deyja!“ Svo veifaði liann töfrasprota og þá liðaðist skipið í sundur. Wello prins sökk glottandi niður úf öld- unum ofan í ríki sitt, en Roberto barðist við að halda Rositu og ’sjer uppi ásundi. En mennirnir á skipi lians liöfðu sjeð ófarirnar og komu nú á vetl- vang. Og þeim tókst að bjarga Roberto og Rositu, og svo fór skipið heim. Foreldrar Rositu urðu afar glöð, er þau sáu liana aftur, því að þeim liafði aldrei lilist á Wello prins. Skömmu síðar var brúðkaup Roh- crto og Rositu haldið. Þau Ijómuðu af ánægju, og Rositu furðaði á, að sjer skyldi ntikkurntíma hafa dottið í liug að kásta annari eins gæfu á glæ, — jafnvel þótt drotningarkór- óna væri i boði. ,--------------------------- S k r í 11 u r. ____________________________j Framtíðar-sparsemi: Frú Skens (við lrú Glcns, sem er að stíga inn í flugvjelina sína): — Hvert eruð þjer að fara, frú Glens? Frú Glens: — Norður á Akureyri. Það borgar sig nefnilega alls ekki að kaupa ketdeigið í frikkadellurn- ar sínar lijerna. Það kostar 5 aurum minna á Akureyri. Gáta: Pjesi: — Það hefir fjórar fætur, og getur þó ekki gengið — hvað held- urðu að það sje? Drjesi: — Nei — jeg get ekki ráð- ið fram úr því. Hvað er það? Pjesi: — Skelfing ertu vitlaus. Það er borð. Frúin: — Heyrið Jijer, Anna. Nú hafið Jijer enn einu sinni mölvað fyrir mjer ábælisdisk. Nú hlýtur þetla að hætta. Anna: — O sei, sei, nei. Það eru fjórir diskar eftir. - Jeg er að lmgsa uin að gefa honum frænda l'imtíu vindla i af- mælisgjöf. Heldurðu að maður geti gefið honum nokkuð, sem honum þykir vænna um? — Já, hundrað vindla. Kennarinn: — Segðu mjer nú salt Sæmi. Hver skrifaði stílinn Jiinn? Sæmi: — Hann pabbi. Kennarinn: — Og gerði hann það einn? Sæmi: — Nei. Jeg.hjálpaði hon- um dálítið. — Heyrðu, Durgur! Reyndu nú að stilla þig um að vera að ergja þig yfir, að þú skulir vera svona digur! — Ef jeg ergi mig ekki yfir þvi, þá mundi jeg verða enn þá digrari. Kennarinn: — Ef jeg segi: „Jeg er l'arinn!“ er það Jiá rjett mynduð setning, Pjetur litli? Pjesi: — Nei! Kennarinn: Nú. Hvers vegna ekki? Pjesi: — Vegna þess, að þjer er- uð hjerna enn þá! Lófalesarinn: - Þjer munuð kom- ast hjá öllum alvarlegum sjúkdóm- um, verða nijög rík og komast á háan aldur og........ Ungfrúin: — Hvað lialdið Jijer að mig varði um það. Getið þjer ekki sagt mjer, hvort það er hann Láki eða hann Káki, sem bíður min? Próf í Afríku. Kennarinn (við svertingja, sem er að taka próf til undirbúnings því að bera út póst í Kongo): — Hve langt er frá jörðinni til sólarinnar? Svartur: — Það veit jeg ekki. En ef þjer ætlist til að jeg beri út póst á þeirri leið, þá lield jeg að það sje best að jeg hætti við að taka prófið. Góð auglýsing. Sumstaðar i heiminuru eru fleiri kvikmyndahús, að tiltölu við fólks- fjölda, en í Reykjavik, og þess vegna þurfa þau að auglýsa vel, til liess að sýna ekki fyrir of mörgum tóm- um stólum. Eitt kvikmyndahús aug- lýsti svona: Allt fólk yfir áttrætt hefir ókeyp- is aðgang hjer, ef það kemur með foreldrum sínurn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.