Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Vindrafstöðvar - og þýðing þeirra fyrir íslendinga Eftir Guðmund Marteinsson verkfræðing Eftirfarandi erindi flutti Guðmundur Marteinsson verk- fræðingur í útvarpinu í fyrrakvöld. Greinir hann þar frá máli, sem er orðið svo mikilsvert, að allir, utan þeirra svæða, sem hafa sameiginlegar rafveitur, munu lssa þetta erindi með mikilli eftirtekt — og líklega hinir, sem eiga eftir að gera sjer þá hugnaðarbót að framleiða Ijós úr „vindinum, sem blæs“. Vindrafstöðvar hafa á síð- ustu 5 árum, og þó sjerstaklega á síðustu tveim til þrem árum náð mikilli útbreiðslu lijer á iandi, bæði á sveitabæjum víðs- vegar um landið og einnig víða í sjávarplássum. Islenskum bændum er stund- um borið á brýn, að þeir sjeu seinir til að taka upp ýmsar þarflegar nýjungar. Jeg skal ekki um það segja, hvort þetta er rjettmætt yfirleitt. En um þessar mundir er raflýsing sveit- anna eitt af þeim framfaramál- um, sem efst eru á baugi með þjóðinni og mikið hefir verið rætt um undanfarið, á Alþingi, á ýmsum hjeraðsmótum og í blöðum, og á meðan þessu hef- ir farið fram, hafa bændur svo hundruðum skiftir gripið feg- ins liendi hina einu næstum almennu lausn á viðfangsefn- inu „Raflýsing í dreifbýlinu“, og komið upp lijá sjer vind- rafstöð. Tilgangurinn með því stutta erindi, sem hjer verður flutt, er að leitast við að gefa nokkr- ar almennar leiðbeiningar, er kynnu að geta orðið að liði hæði þeim, sem ennþá hafa ekki fengið sjer vindrafstöð, en hafa hug á að gera það, og þeim er þegar raflýsa hjá sjer með vindrafstöð, og mun stuðst við reynslu þá sem fengist hef- ir þessi fáu ár síðan vindraf- stöðvar tóku að breiðast út fyr- ir alvöru. ,Það er jafnan viðurkent, að jafn og sígandi vöxtur sje yfir- leitt hallari og affarasælli en mjög ör vöxtur, og það er því mjög rjettmæt spurning, hvort það sje með öllu holt fyrir- hrigði, að vindrafstöðvar þjóti upp eins og gorkúlur um alt land nú á stríðsárunum. Jeg muij hvorki svara þeirri spurningu játandi nje neitandi, en mun i þess stað leitast við að rekja lítillega orsakirnar til þessarar miklu og öru út- breiðslu. Hversvegna sækjast bændur svo mjög eftir að fá vindrafstöð á heimilið? Þvi er fljótsvarað: Vegna hinna miklu þæginda, hagræðis og aukinna vinnuaf- kasta, sem eru því samfara, að hafa góða birtu í öllum liíbýl- um manna og málleysingja og jafnvel utanliúss líka. Þetta má segja að sje aðal- atriðið, en til frekari skýringar ber að geta þess, að vindraf- stöðvar eru tiltölulega ný upp- finning, svo að tiltölulega stutt er síðan völ varð á þessari raforkulind, að vindrafstöðvar, sem fluttar eru inn frá Banda- ríkjunum eru tiltölulega ódýr- ari samanborið við margar aðr- ar vörur, að viðskiftaviðliorfið ga,gnvart öðrum þjóðum hefir á síðustu tveimur árum hreyst þannig, að nú er kleyft að kaupa þessa vöru frá Banda- ríkjunum, en var áður miklum erfiðleikum bundið, og, fyrir stríð að kalla mátti ókleyft sökum gjaldeyriserfiðleika, og loks, að hagur bænda er þessi siðustu ár þeim mun rýmri en verið hefir, að þeir sjá sjer fært að veita sjer sumt það, sem þeir ekki voru færir um að veita sjer áður. Reynslutími vindrafstöðva hjer á landi er ennþá svo stutt- ur, að það er að líkindum of fljótt að kveða upp úrskurð um það, hvort þær eigi rjett á sjer eða ekki, en það. hvort þær eiga rjett á sjer, er undir því kom- ið hvort kostnaðurinn og fyr- irhöfnin, sem það hefir J för með sjer að eignast og eiga vindrafstöð samrimist nokkurn- veginn hagræðinu og þægind- unum sem því eru samfara. Það er að vísu alls ekki ó- algerfgt, að hitta vindrafstöðva- eigendur sem segja, að rafljós- in sín vildu þeir ekki missa fyrir nokkurn mun, og mundu með öðrum orðum láta sjer lynda, að greiða liáan viðhalds- kostnað af vindrafstöð sinni. Þetta ber að vísu vott um að vindrafstöðvar inna af hendi brýnt hlutverk, en það er þó ekki hægt að leggja það sem mælikvarða við rjettmæti þeirra. Það er vitað, að rafgeymar endast aðeins takmarka& ára- bil, en þó mjög misjafnt, eða frá tveimur og alt upp í 10 ár; fer það bæði eftir gæðum geym- anna og notkun eða misnotkun á þeim. Það er útlit fyrir, að viðhald á vindrafal og turni sje ekki mjög tilfinnanlegt, ef engin ó- höpp eða bilanir koma fyrir, en ef spaði brotnar, eða snúður brennur, eða öxull brotnar, eða turninn fýkur um koll með öllu saman, eða annað slikt, þá veldur það auðvitað stóraukn- um viðhaldskostnaði. Það er því mikils um vert, hvort slík óhöpp eru algeng, og eins livort hægt er að draga úr þeim eða koma í veg fyrir þau, og ef svo er, þá með hvaða ráðum. Um þetta ætla jeg nú að fara nokkrum orðum. Stórvægilegar bilanir á vind- rafstöðvum eru ekki mjög al- gengar, en þó um of, því að það þarf að verða að undan- tekningum, að þær bili stórlega um aldur fram. Það er aðalléga þrent sem hefir áhrif á endingu vindraf- stöðva: 1. Frágangur stöðvarinnar af hálfu verksmiðjunnar. 2. Frágangur við uppselningu á stöðinni, og 3. viðhald, gæsla og hirða á stöðinni. Um fyrsta atriðið ráða kaup- endur engu beinlínis, en þó er ekki vert að ganga alveg fram hjá því. Vindrafstöðvar þær sem fluttar hafa verið inn hafa verið keypt- ar Sjrá ýmsum verksmiðjum. Að líkindum eru þær ekki allar jafn góðar, en jafnframt senni- legt að þær hafi kosti og galla á víxl. Liklega er það þó sam- eiginlegt með þeim öllum, að þær eru eklci ætlaðar fyrir jafnliörð veður og hjer koma oft á vetrum. Or því ætti að mega bæta, og það með tiltölu- lega litlum breytingum og lítt auknu verði, en þvi er að vísu erf'iðara að fá til leiðar komið nú en á venjulegum tímum, því að verksmiðjur eru lítt fá- anlegar eða ófáanlegar til þess nú, að sinna tillögum um breyt- ingar á framleiðslu sinni eða litlum liluta hennar. Að því er snertir uppsetn- ingu á vindrafstöðvum, þá er mest um vert, að þær sjeu svo vel festar niður, að þær geti ekki fokið, hverju sem viðrar, og einnig, að undirstaða undir stöðvarturni sje svo stöðug, að stöðin titri ekki neitt að ráði. Annað mikilsvert atriði við- víkjandi uppsetningu á stöð- inni er val á stað fyrir hana. Hún þarf að standa svo hátt, að spaðaöxullinn sje- a. m. k. þrem til fjórum metrum hærra en nálægar húsaburstir. Oft er heppilegt að koma vindrafstöð fyrir á hlöðu- eða fjósgafli. Margir festa þær á hlöðu- eða fjósþak, eða jafn- vel uppi á íbúðarhúsi. Það mun þó fara fremur illa með hús, sökum titringsins sem það veldur. Að liafa vindrafstöð uppi á íbúðarhúsi hefir þann kost, að auðvelt er að fylgjast með gangi hennar, og hægt að stöðva hana hvenær sem er sólarhringsins, án þess að fara út, ef hvessa þykir um of. Hinsvegar mun mörgum þykja vindra'fstöðvar fremur til ópi-ýði á íbúðarhúsi, jafnvel þótt hún þyki fara fullvel á hlöðu- burst. Víða hagar svo til, að hóll eða hæð er nálægt bænum eða kippkorn frá honum. Getur þá oft verið um þrent að velja: 1. að setja stöðina upp á hús- gafl eða þak, 2. að reisa háan stöpul undir stöðina heima við bæinn, eða 3. að reisa lágan stöpul undir stöðina uppi á hæðinni. Það er ekki hægt að ósjeðu, að gefa ákveðnar reglur um val á stöðvarstæði, en þremur skilyrðum er' æskilegt að sje f ii Ilnægt: 1. að vindskilyrði sjeu góð, m. ö. o., að stöðin sje ekki í skjóli i neinni átt. 2 að stöðin sje nálægt hænum eða íbúðarhúsinu. 3. að undirstaða stöðvarinnar sje góð og örugg. Staðhættir eru víða þannig, að erfitt er að samríma 1. og 2. skilyrðið. Sje stöðin of langl frá húsinu eða húsunum sem á að lýsa upp, verður spennufall

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.