Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNGfflf 8£ftNbUftN9R Þegar banstnæðlngarnir komn Enn skcin sólin, en skýjafarið ar mikið og huldi verndandi geisla- ásjónu hennar öðru hverju, og þá \arð svo kait að lirollur fór um aila. „Bráðum kemur veturinn," sögðu þau. — Vetur? Berta litla skildi ckki hvað vetur var. Hún mundi ekki eftir neinum vetri, jjví að hún var svo litil, aðeins þriggja ára. Og hún hljóp um úti, altaf þeg- ar sólin skein. Hún var í rauðri prjónatreyju, sem hnept hafði verið upp í hálsf svo að Bertu skyldi síð- ur verða kalt. Og hún var að leika sjer að Bangsa, sem pabbi hafði gefið henni í afmælisgjöf i vor. „Við skulum dansa,“ sagði Berta, og svo dansaði hún við Bangsa. En tveir dvergálf- ar, sem höfðu falið sig í rósarunn- inum, horfðu á og skemtu sjer vel. Þetta gekk nú ágætlega þangað lil svipvindur kom og þeytti Bertu um. Hún veltist í grasinu og misti Bangsa, en þá þreif vindurinn hann. „Hver ert þú?“ sagði vestanvind- urinn og þeytti Bangsanum. „Jeg tek þig handa mjer að leika mjer að. Og svo þeytti hann Bangsa greyinu yfir garðinn og sparkaði lionum niður engið eins og fótbolta. En Berta grjet: „Bangsi, komdu lieim með mjer! Hvar ertu, Bangsi?“ En inni vissi enginn hvað orðið var af Bangsa, og Berta grjet sig í svefn. Þegar á leið nóítina vaknaði liún. Henni heyrðist ekki betur en að Bangsi væri að kalla. Hún læddist út í garðinn. Þar var skelfing kalt og hana næddi í næfurþunnum nátt- kjólnum, og svo fór lnin að hnerra. „Hvað er þetta?“ spurði mamma liennar, sem hafði vaknað við um- ganginn og farið út og bar Bertu nú inn og lagði hana í rúmið. En þó að hún kæmi svona fljótt þá fjekk Berta samt slæmt kvef. Hún hnerraði og hóstaði og fjekk mik- inn hila, en var altaf að spyrja uin hann Bangsa sinn. „Þetta eru vandræði með Bangsa, bara að við gætum fundið hann, þvi að annars verður Berta ekki i iónni,“ sagði mamma hennar þegar nokkrir dagar voru liðnir, en Bertu hafði fremur farið versnandi en hatnandi. „Við verðum að leila að honum, því ekki dugar víst að kaupa nýj- an?“ sagði pabbi Bertu. „Nei, hún þekkir Bangsann sinn, og vill ekki annan,“ sagði mamma. „Þá verð jeg að fara að leita,“ sagði pabbi. — En nú liöfðu litlu álfarnir heyrt alt, sem hafði verið sagt og hlegið að vindinum, sem feykti Bangsa frá Bertu. „Við vit- um hvar liann er,“ sagði annar. „Eigum við ekki að segja honum Bangsa hve illa henni Bertu líði ?“ Svo leiddust þeir og fundu ofurlít- inn sólargeisla, sem þeir gátu rent sier á út á engin, þar sem Bangsi lá. Þegar þeir höfðu sagt honum hve illa væri ástatt lieima, sagði Bangsi: ,.Æ, hjálpið þjer mjer heim. Mjer þykir svo vænt um liana Bertu, hún er altaf svo góð við mig, og nú er hún veik — skelfingar vand- ræði!“ Álfarnir leiddu Bangsa, en jjetta var löng leið, og svo voru þeir hræddir um, að einhver vondur strákur eða hundur kæmi og tæki hann af þeim. „Nei, sjáðu hvað þarna stendur!“ sagði Sperrieyra, annar álfurinn. „Já, þetta er töfrasveppur,“ svar- aði Eyrnarsperrir, bróðir hans. „Jeg skil ekki hvað þið eruð að tala um,“ sagði Bangsi litli. „Það er satt, þetta eru töfra- sveppar, en við höfum ekki tíma til þess núna að segja þjer hvaðar, þeir eru komnir, og ekki heldur til hvers við notum þá. ■— 'Nú skul- um við breyta þjer í álf, en aðeins stutta stund, og þá getur þú flogið lieim til hennar Bertu.“ „En ertu þá viss um að jeg gcti orðið að Bangsa aftur?“ „Vitanlega, það er hægðarleikur. Taktu nú töfrasveppinn og lokaðu augunum meðan hann bróðir minn þylur töfraorðin.“ Bangsi varð hissa, en nú sá hann að hann var orðinn að álfi. Hann var ekki eins stór og liinir, en það stóð á sama, og best var þó, að hann var orðinn ósýnilegur, því að þá var honum óhætt fyrir slæmum strákum og grimmum hundum. „Nú verður að halda betur á- fram,“ sögðu álfabræðurnir. „Við látum storminn bera okkur!“ Og svo slitu þeir upp hver sinn sveppinn. „Huj—uj—uj,“ sagði storinurinn og rykti í þá og lyfti þeim upp í sveppunum, eins og þeir væru fall- hlífar. Og nú flugu þeir allir af stað, Bangsi líka, og bárust í rjetta átt, heim á leið til Bertu iitlu, sem lá grátandi og var að kalla á hann Bangsa sinn. Aldrei hafði Bangsi skemt sjer jafnvel og i þessari flug- ferð. „Þetta var ekki lengi að ske,“ sagði hann þegar þeir lentu á hlaðinu. „Bara að jeg geti flogið svona, hvenær sem mig langar til þess — en jeg get það sjálfsagt ekki nema jeg sje álfur.“ „Nei,“ svöruðu álfarnir. „En þeg- ar Berta verður stærri og hættir að hafa gaman af þjer, þá skulum við koma og breyta þjer í álf aftur.“ „En fyrst verðið þið að gera úr rnjer björn, Jjví annars getur Berta ckki sjeð mig!“ sagði Bangsi angur- vær. „Bíddu við!“ sagði Sperrieyra. „Við skulum koma hjerna undir runnann, þvi að þar er ekki eins livasst. Legðu nú aftur augun!“ Og nú skeði breytingin á ný og þarna lá Bangsi í bjarnarlíki í gras- inu í gárðinum. Álfarnir voru liorfn- ir, en þarna stóð liann pabbi henn- ar Bertu, og var að skima kringum sig. „Siáum til, þarna er hann. Þetta var heppilegl!“ sagði hann og tók upp bangsann. ,.Nú verður Berta glöð og hættir að kvarta. Það var svei mjer gott, að björninn hennar sk.vldi ekki týnast alveg,“ sagði hann og leit á björninn. „Jeg skal segja j»jer nokkuð,“ sagði liann þegar hann kom inn „Það var alveg eins og liann Bangsi deplaði augunum. Jeg veit að þetta er ekki annað en ímyndun, en svona sýndist mjer ]»að nú samt!“ „Svo mikið er víst að þú fanst hann,“ sagði mamma. „Og nú skul- um við flýta okkur inn og gefa Bertu hann aftur.“ „Líttu á, Berta!“ sagði móðir henn ar og gekk til hennar. Þarna er liann Bangsi þinn Hann pabbi þinn fann liann í garðinum!“ „Æ, Bangsi!“ Berta settist upp í rúminu og þrýsli Bangsa að sjer. „Hvar hefir þú verið, Bangsi?" Hún hallaði sjer út af og Bangsi sagði henni svo alla ferðasöguna, þangað til hún steinsofnaði. Og þeg- or hún vaknaði var hún miklu hressari, og svo sagði hún mömmu sinni alt, sem Bangsi liafði sagt lienni. „Þig liefir dreymt, barn!“ sagði mamma hennar og kysti hana, en Berta hristi liöfuðið og brosti til Bangsa — þau vissu bæði liverni'- í öllu lá. S k r í 11 u r. Skáldið frá Skakkholti hefir tekið nýtt herbergi á leigu, og á kringl- óttu stofuborðinu stendur ker með gullfiskum í. Hann segir við liús- ráðanda: — Þjer megið til með að taka þessa gullfiska úr kerinu. Jeg verð að ■ hafa kyrð og næði til þess að geta unnið. Gesturinn: Hafið þjer herbergi til leigu, frú? Frúin: — Já, bæði stór og smá. Gerið þjer svo vel að koma inn fyrir og líta á þau. Gesturinn: — Jeg þarf þess ekki með. En hversvegna hahð þjer her- bergi til leigu? Það er vegna þess að þjer auglýsið ékki í blaðinu okk- ar. Jeg er nefnilega auglýsingasafn- ari, en vantar alls ekki herbergi. Vinurinn (sem er læknir): — Heyrðu, mjer er sagt að það sje eitthvað að konunni þinni. Hvað er það? Eiginmaðurinn: — Ja, það er nú víst aðallega jeg. Elsa: — En hvað ungir menn geta verið kjánalegir þegar þeir eru ástfangnir. Lísa: —- Æ, segðu mjer betur frá því. Hefur hann beðið þín? Madsen: — Jeg óska þjer til ham- ingju með trúlofunina lians sonar þins! Þau liafa víst trúlofast af ást eingöngu. Olsen (styggist): — Afsakaðú, jeg ætla að láta þig vita, að stúlk- an er vel efnuð. Frúin: — Þelta finst mjer skrambi hart: að eiga að borga 11 krónur fyrir kílóið af ketinu! Ja — það vcrð jeg að segja! Slátrarinn: — Já, þjer segið það satt. En ennþá harðara yrði það undir tönnina, ef þjer keyptuð ket- ið, sem við seljum fyrir 7 krónur! Þá munduð þjer segja: Þelta er bæði hart og seigt! Frúin (við nýju stofustúlkuna): — Og svo er það tvent, sem jeg krefst af yður: að þjer sjeuð hlýðin og sannsögul. Stúlkan: — Já, auðvitað. En ef einhver hringir og spyr eftir yður, en þjer skipið mjer að segja, að þjer sjeuð ekki heirna — hvort á jeg þá uð vera hlýðin eða sannsögul? Seinn skemtiferðamaður: — Heyr- ið þjer, bílstjóri! Ef að þjer akið mjer inn að Elliðaám á þremur min- úlum, til jiess að ná í áætlunarbíl- inn, þá skal jeg borga yður 25 krónur! Bílstjórinn: — Nei ekki get jeg gert það. Því að ef jeg elc yður inn að Elliðaám, þá fæ jeg 50 króna sekt, fyrir hraðann. Og svo lendum við báðir á hærri stað, þar sem við verðum að dúsa við vatn og brauð! Drenguri.nn litli, sem dó. Villi (Faðirinn): — Heyrðu, Billi! Þú ert og verður óforbetranlegur. Jeg sendi þig til Afríku, — beint í ginið á Ijónunum. Billi (15 ára): ■—- Þú tímir því ekki, pabbi. Manstu ekki eftir því, sem þú sagðir mjer um mannæturn- ar í Afríku. Það kostar sjö þúsund krónur að komast til jieirra. En úr því að þú vilt endilega drepa mig þá er það best að þú gerir það hjerna. Þá sparar þú 7000-kalIinn — en jeg græði hann. —- Hvað ei’tu að bulla, drengur? sagði Villi. — Jeg veit livað þú ert ágjarn, pabbi! sagði Billi. (ViV/V/V/V Ur unnustabrjefi: Jeg tjái þjer mínar innilegustu óskir. — Jc-g gæti farið beint í gegnum dauðans dyr, ef að jeg ætti að gera það fyrir þig. Jeg gæti synt Atlantshafið, fram og til baka, ef þú bæðir mig um það. Alt geri jeg fyrir þig! Jeg elska þig. P.S. — Ef það rignir á laugar- dagskvöldið kemur, þá kemur þú tii mín. — Ef það verður þurt veður, þá skal jeg koma sjálfur. Þinn elsk- andi Tob.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.