Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 12
F Á L K I N N Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald honuin, en .... han laut niður og studdi lófanum aflur á herðar hundsins; hárin ristu enn sem fyr, söni var stælingin, og slríðshljóniurinn í dimmu urrinu var engu minni en áður. Sjómaðurinn rjetti úr sjer og stóð hugs- andi í sömu sporum. Hann botnaði ekkert í hegðun hundsins, ef þetta var Töin, sem þeir heyrðu til inni í kofanum. Skyndilega lyfti hann liöfðinu ákveðinn og greip um hurðarlokuna. Hann rak tána i tíkina og sagði lágt: „Farðu inn! Farðu inn! Geltu!“ Senni- lega höfðu orð hans enga sjerstaka merk- ingu í eyrum hennar, en raddblæinn, lágan og skipandi, skildi hún óðar í bili. Hún þaut á hurðina, krafsaði í hana með ákafa og slengdi sjer livað eftir annað á liana með öllum sínum þunga, svo að hrikti í lás og hjörum. Hún glenti upp skoltana og gelti svo að undir ‘tók. Sjómaðurinn þrýsti sjer upp að veggn- um vinstra megin við dyrnar. Hann bjóst ekki við að þurfa að bíða lengi. Sú varð lika raunin. Jafnskjótt og tíkin ljet til sín heyra, barst hratt fótatak að innan og skellurinn, er loku var skotið frá. Ilurðin var opnuð, en ekki meira en sem svaraði því að liöfuð gæti gægst út. Hann sá út undan sjer, að þetta höfuð, sem leit út eins og svartur knöttur vegna þess bve dimt var, bar hærra við dyrastafinn, en liöfuðið á Tom hefði gert. Sá sem inni var hastaði reiðilega á óða skepnuna og skim- aði fljótlega til beggja lianda. Nú beið sjómaðurin ekki lengur boðanna; hann tók undir sig stöklc, hrinti hundinum frá og þreif í hurðina. Hún flaug upp á gátt og skall á vegginn að innanverðu. Nú varð skamt stórra höggva á milli. Um leið og liann hratt upp hurðinni hröklaðist maðurinn aflur á bak; Betty hætti að gelta og þaut inn fyrir eins og grátt strik og sjó- maðurinn á eftir rakleitt til mannsins. Hann var ekki búinn að jafna sig eftir byltuna er liann var þrifinn á loft af sterk- um örmum. Hann var ekkert smásmíði, en áður en liann vissi dinglaði hann eins og áll alt að því fet frá gólfinu, spriklandi og sparkandi og náði varla andanum, því að svo mjög var hert að hálsmálinu .... Sjómaðurinn gægðist yfir öxlina á hon- um, og sá þá, að Betty þefaði ýlfrandi af húsbónda sínum, sem lá bundinn á hönd- um og fótum. „Á, var það!“ hreytti hann úr sjer og slepti ókunna manninum, er flýtti sjer að losa um flibbann, sem var alveg að hengja hann. Að svo búnu sneri hann sjer snögt að árásarmanninum; en í sama vetfangi rak sjómaðurinn hnefann af svo miklu afli í bringsmalirnar á honum að það kom hnykkur á liöfuðið og hann starði bjána- legur fram fyrir sig. Andartaki seinna gaf hægri lmefi sjómannins honum vel úti lát- ið högg á vinstri kjálkann. rjett fyrir neð- an eyrað. Maðurinn hnje máttlaus á gólfið, lagðisl saman, eins og sprungin gúmm’brúða. Sjó- maðurinn steig yfir hann og kallaði um leið til Tom: „Bíddu!“ Hann flýtti sjer að hurðinni og læsti, og kraup því næst niður hjá Tom og Betty, sem kunni illa við að sjá húsbónda sinn svona illa á sig koniinn. Hann skar á böndin í skyndi og karlínn spratt glottandi á fætur og neri handleggina, sem voru sár- ir undan böndunum. „Gleður mig að sjá þig, Stubbur! feú komst mátulega.“ Sjómaðurinn benti yfir öxlina á sjer með þumalfingrinum. „Hvers konar fyrirbrigði er þetta?“ Þeir gengu að brúgunni á gólfinu. „Það er von að þú spyrjir. Má jeg hafa heiður- inn af að kynna ykkur“ .... hann band- aði út með hendinni. „Vinur minn, herra Stubbur og gamansamur náungi, sem kall- ar sig sjera Pole.“ Sjómaðurinn blístraði. „Ha, Pole?“ sagði hann og klóraði sjer í höfðinu. Hann gekk alveg að prestinum og velti honum við með fætinum. „Það er ekki gamaií að guð- spjöllunum, ef enginn er i þeim bardag- inn,“ sagði hann og hló við. „Þetta er nú meira kvöldið! Þeir liggja eins og skæða- drífa um alt.“ „Þeir — hverjir?“ spurði Tom hvatskeyt- islega. „Jeg skal segja þjer það seinna,“ svar- aði sjómaðurinn. Hann litaðist um í her- berginu, þar sem alt var á öðrum endan- um. Enginn hlutur á sínum stað nema ef til vill rúmið. Borðið hafði verið fært úr stað, stólfæturnir sneru upp og bækurnar, sem Tom hafði sjálfur bundið inn, lágu eins og hráviði uffl alt gólfið. Jafnvel pott- árnir og pannan voru á hvolfi í einu horn- inu og búið var að sópa öllu iauslegu úr liillunum niður á gólfið. „Þokkaleg umgengni að tarna!“ sagði sjómaðurinn. „Þokkaleg umgengni!“ Tom varð hálf gramur. „Heldurðu að jeg hafi ekki haft annað að gera, en taka til á meðan þú varst í burtu? Jeg þurfti að sinna gestin- um, en svo Ijek hann á mig, bölvaður .... sendi mig út eftir vatni og, æ, æ!“ Hann greip hendinni um hnakkann á sjer og nuddaði liann angurvær. „Jeg vissi ekki af mjer, fyr en jeg lá eins og skata á gólf- inu.“ Hann leit í kringum sig, brosandi og hjelt áfram að strjúka á sjer hnalckann. „Nei, það eina sem manngarmurinn hafði upp úr þessu var að færa alt úr lagi fyrir mjer. Að hverju heldurðu að hann liafi verið að leita? Sendibrjefi!“ Hann skelli- hló. „Býsna skrítið, finst þjer ekki?“ „Jú, í meira lagi,“ svaraði sjómaðurinn og kimdi. Hann stakk hendinni í vasann, dró upp brjefaböggulinn og veifaði hon- um rjett við nefið á Tom. „Hefirðu þau þarna? Ha-ha? Jeg á nú ekkert orð . . . .“ Tom sló á lærið. „Við vorum raunar heppnir að fá klerk- inn i heimsókn núna,“ sagði sjómaðurinn luigsandi en spurði svo alt í einu: „Ilvern- ig líður Vallí?“ „Henni leið ágætlega fvrir einum tveim- ur stundum síðan .......“ Sjómaðurinn snerist á hæli og gekk að i úminu. Um leið og liann beygði sig til að ívfta steininum, kallaði hann um öxl: „Jeg verð ekki lengi! Hafðu auga með lionum kunningja okkar. Hann raknar úr rotinu innan skamms.“ Svo var liann liorf- inn eins og gólfið hefði gleyjit hann með húð og liári. Ilann var nú farinn að þekkja leiðina og var fljótur niður járnstigann og þreif- aði sig áfram eftir þröngum moldargöng- ifflum. Framundan sásl dauf skíma frá olíulampanum, er hjekk á stöplinum fyr- ir aftan rúmið hennar. Hann fór sjer langt um hægar en hann þurt'ti. Hinar ólíkustu hugsanir og tilfinningar börðust um í sál hans og gerðu hann hikandi og reikulan i spori. Göngin þraut áður en hann varði og hann gekk úl úr myrkrinu inn í uppljóm- að jarðhúsið. Ljósið fjell sterkast á rúmið sem hún sat á. Hún starði álút niður fyrir sig, á eitthvað, er lá í kjöltu hennar. Stell- ingin, sem hún sat í kom honum undar- lega fyrir sjónir. Það var einhver óeðlileg- ur spenningur í öllum líkamanum. Áhyggjufullur flýtti hann sjer til hennar og sá þá, að hún var með dagblað í hönd- unum, er skulfu svo að það skrjáfaði í því. „Vallí!“ sagði hann og nam staðar Vallí!“ Hún leit ekki upp sat hreyfingarlaus, eins og hún vissi hvorki í þennan heim nje annan. Þá beygði hann sig niður, teygði fram höndina og þreif dagblaðið úr kjöltu hennar. ’ Þá fyrst varð hún lians vör. Hún kippt- ist við, hljóðaði upp yfir sig og stökk á fætur. Nú sá hann, að svipur hennar var allur annar, en þegar liann skildi við hana um daginn .... Aftur blasti við honum hið óttaslegna, æðisgegna andlit telpunnár, sama föla, strengda gríman, er mætti aug- um hans morguninn, sem hann rakst á liana eina hjá dauðri frænku sinni. Hann leit sem snöggvast á blaðið, sá að það var eitt þeirra, er Tom hafði lesið fyrir liann úr, eitt af þeim svæsnari. Hann rak augun í svohljóðandi fyrirsögn: Lög- reglan leitar að horfa sjómanninum og stúlkunni. „IJvar náðirðu í þetta?“ spurði hann stuttur í spuna. Hún svarað í hinum sljóa, ömurlega tón, sem í huga sjómannsins var órjúfan- lega tengdur þessu föla og stirðnaða stúlkuandliti: „Jeg bað Tom, um það .... Það stóð upp úr vasa hans. Hann vildi ekki láta mig fá það, en svo skildi hann eftir jakk- ann sinn og jeg tók það .... án þess hann vissi.“ Sjómaðurin lagði höndina á öxl hennar það var eins og legði kulda frá hinu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.