Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.08.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 verði ótryggar, að því er þetta atriði snertir. Milliliður milli vindmyllu og rafgeymis er liðinn. Hann er á- hald, sem skeytt er inn i leiðsl- urnar milli rafals og geymis. Liðinn er rofi, sem er opinn á meðan hann ekki verður fyrir neinum utanaðkomandi áhrif- um. En þegar mylluspaðarnir eru farnir að snúast svo liart, að spenna rafalsins er orðin nokkru hærri en sem svarar geymisspennunni við fullhlað- inn geymi, þá hefir liún þau áhrif á liðapn, að liann lokast, og tengir saman rafal og geymi, og rafmagnsstraumurinn sem myndast í rafalnum flýtur gegnum leiðslurnar og rafgeym- inn og hleður hann sem kallað er. En lægi nú vindinn, svo að mylluspaðarnir liægi á sjer, lækkaa rafalspennan aftur. Lið- inn opnast nú aflur áður en rafalspennan er orðin jafnlág geymaspennunni og rýfur þann- ig sambandið milli rafals og geymis. Ef liðinn ekki gerði það, þeg- ar spenna rafalsihs hjeldi áfram að lækka, mundi rafmagn streyma frá geyminum út i rafalinn, og gevmirinn mundi afhlaðast. Hlutverk Jiðans er því mjög mikilsvert, enda reynir töluvert á hann, -þar sem hann verður iðulega að lokast og ojjnast. Það fer ekld hjá því að örlítill neisti myndist við snerturnar í iivert sinn, sem liðinn opnast, og þær smáslitna. Það reynir mest á liðasnerturnar, þegar mylluspaðarnir snúast þannig í vindi, að myllan ýmist hleður eða lileður ekki. Illaði hún mjög mikið, gildir sama um liðann og um snúð rafalsins, að hann getur hitnað um of og skemmst við það. Liðanum er það holl- ast, að myllan lilaði í jöfnum stinningskalda. Með tilliti til Jjessa er nauðsynlegt að myll- an standi svo liátt, að ekki slái fyrir, sökum þess að hún sje i skjóli við liús eða annað. Ef kolaburstar rafalsins eru farnir að slilna svo mikið að þeir ekki liggi þjett að straum- vendinum, eða ef óhreininda- Jiúð er komin á burstafleti og straumvendi, og samband þess- vegna orðið ljelegt á milli, verð- ur þess venjulega vart í liðan- anum, þannig, að það urgar í lionum, sökum þess, að bann lokast og opnast stöðugt. Slitnir eða óbreinir snertu- Iiringaburstar og snertubringir geta valdið samslconar truflun í liðanum. Liðinn er festur á mælisspjald stöðvarinrtar. Er auðvelt að skifta um liða ef hann bilar, og ráð- legt að eiga einn liða til vara með hverri stöð. Á mælisspjald.inu er venju- lega svolcallaður ampermælir, og er liann ýmist skeyttur inn í plústaugina frá rafalnum, og sýnir þá Jive sterkan rafmagns- straum liann framleiðir, eða liann er Jjannig tengdur, að liann sýnir hve mikið rafmagn streymir inn á rafgeyminn eða út frá honum. Hið siðarnefnda er heppilegra, Jjví að það er alt- af mikils um vert, að vita hvað líður lileðslu eða afldeðslu geymisins, og framleiðslu raf- alsins er altaf hægt að sjá með því að lesa á anipermælinn þegar engin ljós loga, þvi að þá er rafmagnið sem streymir inn á geyminn Jjað sama sem rafall- inn framleiðir. Þar sem ampermælirinn er þannig tengdur, að hann sýnir aðeins hleðslu en ekki aflileðslu geymisins væri heppilegra að breyta tengingum mælisspjalds- ins. Þetta er tiltölulega auðvelt, Jjó að varla sje liægt að lýsa þvi í útvarpserindi, og ættu þeir, sem ekki treysta sjer til að gera Jjað sjálfir að leita aðstoðar eða upplýsinga á því hjá ein hverjum sem skil kann á Jjví. Því miður vantar nú oft með stöðvum sem komið hafa til landsins i seinni tíð ampermæli á mælisspjaldið, og er þá i stað- inn notuð rafmagnspera, sem gefur til kynna hvort myllan hleður eða ekki. Þetta er frem- ur óþægilegt, og ættu þeir sem Jjannig mælispjald hafa að fá Jjví bx-eytt þegar ástæður leyfa. Eins og skilja má af Jjví, sem hjer hefir verið sagt, er aðgæsla og góð hirðing á vindi’afstöð skilyrði fyrir góðri endingu hennar, Jjó að Jjað sje að vísu oft ekki einhlýtt. En til þess að geta farið vel með vindrafstöð- ina þarf að kynnast henni dá- lítið, og fai-a liöndum um liana. Það þarf helst að taka hana niður á hverju sumri, og alls ekki sjaldnar en annaðhvoi’t sumai’, og atliuga haixa; við og við Jjarf að bera olíu eða feiti á hálsliðinn, vindhemilinn og aðra hluta, sem kunna að þurfa Jjess með. Ski’úfur og boltar sem Jjarf að losa til Jjess að taka stöðina niður og gægjast inn í hana geta ryðgað alveg fastar ef ekki er boi’in á þær olía eða feiti einstöku sinnum. Þetta er alt auðvelt að gera og tekur ekki langan tíma. Og hafi maður gert Jjað einu sinni, þá er Jjað leikur í næsta sinn. Sje rafallinn stór og þungur, er gott að liafa taliu til Jjess að taka hann niður og lyfta lion- um upp aftur. Með fremur litl- um tilkostnaði má útbúa gálga úr pipu og festa hann með tveimur klemirxum við eina tux-nlöijpina. Efri liluti pipunn- ar er heygður, svo að liún verð- ur svipuð bátagálga á skipi, og talíublokkin er síðan fest efst i gálgann, nokkurnveginn beint yfir turntoppnum. Áríðandi er að atbuga turn- inn á hvei’ju sumri. Auk þess að nauðsynlegt er að verja hann ryði, þarf að herða rær, sem kunna að hafa losnað, og skifta um bolta, ef einhverjir eru for- skrúfaðir, eða á annan hátt ó- nýtir. Slysahætta getur varla talist mikil i umgengni við vindraf- stöðvar, þótt hún sje að vísu nokkur. Vil jeg nefna fjögur atriði sem þarf að gæta varúðar við. 1. Þegar farið er upp í turn- inn til Jjess að fást eitthvað við mylluna, Jjarf að hafa vænt band eða ól um mittið, og binda sig við turninn. Auk öi’yggis er það unnið við þetta, að hægt er að beita báðum höndum við Jjað sem við Jjarf að fást. Það segir sig sjálft, að Ijelegt band eða illa bundið er verra en ekkert. 2. Varast skal eins og heitan eld, að koma nálægt spöðunum þegar þeir snúast. Þeir líta meinlausir út, en þegar þeir snúast af fullri ferð, skera þeir eins og beittur hnífur. 3. Varast skal, að bera eld- spítu eða annað opin ljós mjög nálægt rafgeyminum, því að Jjað getur valdið sprengingu. 4. Varast skal að láta leiðsl- urnar frá rafgeymunum, plús og mínusleiðsluna, snerta hvora aðra óeinangraðar, Jjví að auk Jjess, að það fer illa með geym- inn og getur stórskemt hann, getur myndast mikill neisti við snertinguna og valdið skemd- um eða slysi. Einnig skal þess gætt, ef geymatengirarnir eru Iosað frá mælisspjaldinu, að ber pl’úsleiðslan sneri ekki mæl- isspjaldið, Jjví að mínusleiðslan er ekki einangruð frá því. Snerting milli plús og mínus- póls, eins og hjer hefir verið lýst, er kallað skammhlaup. Sama og um geymaleiðslurn- ar gildir að vísu um leiðslurnar frá rafalnum að mælisspjald- inu, en þó því aðeins, að myllan sje i gangi. Svo framarlega sem öryggi eru notuð eins og vera ber, hef- ir skammlilaup annarsstaðar í raflögninni ekkert alvarlega í för með sjer en Jjað, að öryggið bráðnar í sundur,* og Ijósin slokna á þeim lömpum sem tengd eru við hlutaðeigandi ör- yggi- Jeg befi nú drepið á nokkur atriði viðvíkjandi meðferð á Jjessum nýja þjóni, sem á síð- ustu árum hefir vistast hjá ís- lenskum bændum til sveita og sjávar. Treysi jeg Jjví, að aukin kynni verði til þess að hann tolli betur í vistinni en ella. Heildsölubirgðir: Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, salerni og i uppþvott- arvatnið. Ilm- urinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Egsls ávaxtadrykkir Notið einusinni Ozolo furunálaolíu í baðið - og þjer aukið líðan og heilnœmi yðar stórlega. Ozolo oregst engum. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Hann: — Pabbi sagði í dag, að nú yrði jeg að taka mig á og gera vit- urlega áætlun um lif mitt í fram- tiðinni, elskan mín. Hún (grátandi): — Er það svo að skilja, að við eigum að slita trú- lofuninni okkar? — Gerir þú altaf það, sem konan þín segir? — Já, venjulega — en svo geri jeg líka oft ýmislegt, sem liún ekki segir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.