Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.08.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N 9 % Happdrætti Hailgrímskirkju i Reykjavík 4 Vinningurinn eitt af vönduðustu íbúðarhúsun- um í höfuðstaðnum. Úr eldhúsi Húsið er alt laust til íbúðar, svo eigandinn getur ráðstafað því eftir vild 1. okt. n. k. Vinningurinn verður tekjuskatts- og útsvars frjáls. Tryggið yður miða í tíma. Látið Hallgrímskirkju njóta nafns! Happdrættisnefnd HaJIgrímskirkju. happdrættlshússlns Hvaðan koma rúbínarnir Það er einskonar æfintýraljómi yfir gimsteinsnafninu rúbín. Rauðir rúbínar þykja allra eðalsteina feg- urstir, og einnig eru þeir með dýr- uslu gimsteinum, einkanlega ef þeir eru stórir. I fornum austurlenskum sögum er víða minst á rauða, geisl- andi rúbína, og engar gjafir þóttu konunglegri en þeir, enda voru þeir óspart notaðir til þess að skreyta með kórónur og veldissprota hinna austrænu fursta, sem flesfir söfnuðu meira að sjer af gulli og gimsteinum en furstum Evrópu hefir nokkurn- tíma tekist. Þessir gimsteinar finn- ast mjög' óvíða i heiminum, en þó einkum i landi, sem nú er oft minst á, nefnilega í Burma. Þar finnast rúbínar í árfarvegum, en eru þá ó- ásjálegir. Það er ekki fyr en eftir að Jjeir hafa verið slipaðir, sem þeir l>ykja hæfir í ennisspangir hefðarkvenna og kórónur höfðingj- anna. Ekta austurlenskir rúbinar finnast á mjög takmörkuðu svæði, einkum í nánd við bæina Kyat-Pyen, Mook- op og ýms smáþorp í 'Burma. Enn- þá eru mjög óbrotnar aðferðir hafð- ar til þess að ná gimsteinunum. Árnar bera fram með sjer mikið af aur og leir, eins og íslensk jökul- vötn, en lilaðið er fyrir þennan framburð með timburgrindum og Ieirinn síðan þveginn vandlega, því að í honum eru rúbínarnir. Flestir Jreirra eru vitanlega örsmáir, en þeir fáu stóru rúbinar, sem koma í leitirnar eru afar dýrir. í gamla daga voru það ákvæði, að allir rúbínar, sem náðu ákveðinni ]>yngd, voru eign konungsins í Burma; sterkur vörður var haldinn um nám- urnar og einkum höfð gát á, að Evrópumenn kæmust ekki í J>ær. Þær kröfur eru gerðar til góðra rúbína að J>eir sjeu dumbrauðir á lit, dúfublóðsrautt er liturinn kall- aður. Ef steinninn liefir þennan lit og ákveðna ]>yngd er hann mildu dýrmætari en jafnjmngur demant- ur. — Annar steinn, sem heitir spinel og er einnig eðalsteinn, get- ur einnig verið eins fallegur á að lita og ekta rúbin, en liefir ekki sömu hörku og eðlisþynd og ekta rúbín. Þessvegna er það algengt, að spinel sje seldur sem ekta rúbín, því að hann er miklu algengari og því ódýrari en ekta rúbín. Stærsti ekta rúbíninn, sem menn vita um í Evrópu, var sá, sem Gustav III. Svíakonungur færði Katrínu Rú'ssa- drotningu er hann fór í lieimsókn til St. Pjetursborgar. Hann var und- urfagur enda fóru sögur af þessari gjöf um alla Evrópu. Annar sögu- legur rúbín er sá, sem er í ensku keisarakórónunni, í miðjum Matta- krossinum. Pjetur grimmi gaf „svarta prinsinum" þennan gimstein árið 1367, og síðar var hans getið er Hinrik V. hafði hann með sjer i orustuná við Azincourt en l>á mun- aði minstu að liann týndist. Síðar hefir það komið á daginn að steinn þessi er spinel en ekki ekta rúbín, en eigi að síður er þetta einkar fag- ur og glitrandi eðatsteinn. Það kvað vera mjög erfitt að skera úr um hvort rúbínar sjeu ekta eða ekki, og jafnvel bestu sjerfræðingum getur skeikað í því efni. Þannig töpuðu einu sinni þrír skrautgripafræðing- ar veðmáli er þeir áttu að dæma um rúbin, sem þeir töldu ekta. Harkan er öruggasta einkennið; hún er nærri því eins mikil og á demönt- um, en hann er tiarðasti steinninn sem menn þekkja. Eitt er einnig einkennilegt við ekta rúbín; þegar hann er hitaður mikið þá verður liann grænn á litinn, en fær aftur sinn eðlilega lit er hann kólnar. í mörg ár hefir verið reynt að búa til gimsteina á efnarannsókna- stofum, með því að blanda saman ýmsum efnum við mikinn hita og ýms óvenjuleg skityrði. Hefir t. d. tekist að framleiða örsmáa demanta með þessu móti. En þó að eitthvað verði ágengt í þessu framvegis, munu gimsteinar þeir, er koma úr skauti jarðar, halda sínu fulla gildi, eins pg ekta silki þykir jafn eftir- sóknarvert síðan farið var að gera gerfisilki. t Dt’ekkiö Egils-öl Bókafregn. GLETTUR, 1000 kímnisögur. H.f. I.eiftur gaf út. Þó að allmikið birtist af skrítlum í blöðum og tímaritum virðist það eigi úr vegi þó að gefið sje út í bók- #arformi ,,úrval“ af þesskonar bók- menntum. Um þær 1000 skrítlur eða kímnisögur, sem Hersteinn Pálsson liefir tckið saman' í eina bók', sem hann nefnir Gletlur, má segja það, að þær taka atlmjög fram skrítlum þeim, sem að jafnaði birtast i blöð- unum og liefir mikit natni verið lögð við þýðinguna á þeim. Því að það er alls ekki vandalaust að þýða skrítlur svo vel fari, og mikinn fjölda af erlendum skrítlum er ó- mögulegt að þýða á annað mál, svo sem þær, sem fela í sjer orðaleiki og „brandara". Það er kostur á bókinni, að skrítl- urnar eru flokkaðar niður eftir efni, og eru flokkarnir atls 16. Hjer er ein úr fyrsta flokknum, sem nefnist ýmsar skrítlur (nr. 36): „Aðstandendur hins látna símuðu næstu blómabúð. Borðinn með kransinum átti að vera mjög breið- ur og á honum átti að standa: „Hvíldu i friði,“ báðum megin, og ef rúm leyfði, þá „Hittumst hjá guði“. Aðalafgreiðslumaðurinn var ekki við, en nýi aðstoðarmaðurinn bauðst til að sjá um þetta. Þegar kransinn kom vakti liann óskifta athygli allra. Á honum stóð: — „Hvíldu í friði báðum megin og ef rúm leyfir þá hittumst lijá guði.“ Skrítlurnar í „Glettum“ eru allar teknar úr amerísku skritlusafni og lýsa þvi fyrst og fremst ameríkanskri gamansemi. Sumar skrítlurnar liafa sjest á prenti áður á íslensku, en við slíku verður aldrei sjeð í svona bók. Langsandega meiri hlutinn lief- ir ekki áður komið fyrir augu is- lenskra tesenda, og inun verða tek- ið með miklum þökkum af þeim, sem langar til að brosa. — H.f. Leiftur gaf út bókina. FJÁRSJÓÐAEYJAR. í skáldsögum er stundum sagt frá ýmsum fjarlægum eyjum, þar sem fjársjóðir liafa verið fótgnir, og slundum hefir það jafnvel komið fyrir í raun og sannleika, að teið- angrar liafa verið gerðir út til þess að l'inna slíka fjársjóði, En til eru fjársjóðaeyjar al' annari gerð, sem að vísu eru ekki eins ,,skáldlegar“ og í sögunum, en bera þó nafn með rentu. Tökum til dæniis eyjuna Nauru i Kyrrahafi. Fyrir rúmri hátfri öld veilti enginn maður þess- um óbygða kóralliólma athygli. En svo kom það á daginn, að eyjan var mestinegnis fosfat, sem tnegt var að vinna úr feiknin öll af dýrmæt- um áburði. Og á samri stundu varð' eyjan mörg hundruð miljón dollara virði. Sama er að segja um Bell Island við New Foundland. Það er ekki langt síðan að eyja þessi var ekki talin nema 100 dollara virði. En þá fundust þar járnnámur og var eyjan þá þegar seld fyrir tvær mitjónir dollara. Það eru auðtindir jarðarinnar sem skapa fjársjóðaeyj- ar nútímans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.